Morgunblaðið - 19.11.1982, Page 17

Morgunblaðið - 19.11.1982, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1982 17 Fyrst fólk og hug- myndir í bland, síðan framboð — segir Vilmundur Gylfason um stofnun Bandalags jafnaðarmanna „ÞEIR SEM að okkur standa segja að svo eigi að vera,“ svaraði Vilmundur Gyltason alþingismaöur, er Mbl. spurði hann í gær, hvort „Bandalag jafnaðarmanna“, sem Vilmund- ur boðaði á Alþingi í gær að stofnað yrði, um leið og hann tilkynnti úrsögn sína úr Alþýðuflokknum, myndi bjóða fram í öllum kjördæmum fyrir næstu kosningar. Vilmundur sagði aðspurður um hversu fjölmennur hópur stæði með honum í stofnun bandalagsins að hann væri „all- stór, en ekki mjög“. Þá var hann spurður hvort hann hefði leitað til Kvennaframboðs eftir stuðn- ingi. Hann sagði allar fréttir af slíku rangar. Hann sagði það fólk sem stæði með honum í undirbúningi að stofnun banda- lagsins gott fólk. „Fjölmiðlar eru mikið að spyrja hvaða fólk þetta sé og hvort þetta sé frægt fólk. Þetta er eins og dönsk vikublaðamennska. Þetta er gott fólk sem ráðleggur okkur. Við ætlum að vanda þetta mjög vel og við þurfum að athuga okkar gang. Fyrst koma í bland fólk og hugmyndir, þá framboð." Frek- ari ákvarðanir um hvernig stað- ið yrði að kynningu bandalags- ins o. fl., sagði Vilmundur á und- irbúningsstigi. Þá var Vilmundur spurður hvort þingsályktunartillaga hans um breytingu á stjórnskip- unarlögum væru sniðnar eftir frönskum lögum. Hann sagði: „Að hluta, en að hluta til er hér um að ræða lausn á sams konar vanda og Frakkar voru að leysa 1958, en hann var sá að París hafði svo lítið vægi atkvæða. En þessi útfærsla er, og á það legg ég áherslu, mjög mikilvæg í mörgum aðalatriðum við ís- lenzkar aðstæður. Alþingi á að fara með utanríkismál, ekki framkvæmdavaldið. Það þarf að valddreifa meðferð utanríkis- mála vegna þess að utanríkis- málin eru flóra íslenzkra þjóð- mála." Vilmundur sagði í þessu sambandi að flugstöðvarmálið væri lýsandi dæmi um ástand utanríkismála við núverandi að- stæður. Vilmundur lagði mikla áherslu á að Bandalag jafnað- armanna yrði bandalag gegn stjórnmálaflokkunum. Hann var þá spurður hvort bandalagið gæti orðið annað en einn stjórn- málaflokkurinn enn, ef það biði fram til komandi Alþingiskosn- inga á sama hátt og nú viðgeng- ist. Hann svaraði: „Við erum að leggja fram mál í dag sem er uppstokkun á stjórnarkerfinu í landinu og verði það að veru- leika fylgir uppstokkun á vald- dreifingu og valdakerfi stjórn- málaflokkanna -í kjölfarið. En stjórnmálaflokkarnir eru mjög skaðlegir vegna þess hversu fámennir þeir eru.“ Vilmundur sagðist gera sér vonir um að með sterku almenningsáliti næðu þessr hugmyndir hans fram að ganga. Hann var spurð- ur hvort Bandalagið myndi starfa sem stjórnmálaflokkur ef tillögur hans næðu ekki fram að ganga. „Bandalagið er og verður bandalag, að minnsta kosti standa mínar vonir til þess.“ Hann sagði í lokin að ef ekki yrði af breytingum þeim sem hann legði til, að þrátt fyrir skoðun sína á stjórnmálaflokk- unum þá væri ekki allt „and- styggilegt" sem frá þeim kæmi. Kjartan Jóhannsson um úrsögn Vilmimdar: Hefur ekki áhrif á störf né stefnu Kirkjuráð, sem kosið var við lok kirkjuþings í gær. Á myndinni eru (f.v.) Kristján Þorgeirsson, séra Sigurður Guðmundsson víglubiskup, Pétur Sigurgeirsson biskup, Gunnlaugur Finnsson frá Hvilft og séra Jónas Gíslason háskólakennari. Morgunblaöiö/ Kristján Einarsson Kirkjuþingi lokið: „Þakklæti til forsjónarinnar fyrir handleiðslu þessa merku daga er mér efst í huga“ — sagði Pétur Sigurgeirsson biskup „Á ÞESSARI stundu er mér efst í huga þakklæti til forsjónarinnar fyrir handleiðslu þessa merku daga, sem við höfum setið hér, einnig þakklsti til þingmanna fyrir framúrskarandi störf og samhug að þeim málura sem lögð voru fram," sagði Pétur Sigurgeirsson biskup í samtali við Mbl. við lok kirkjuþings í gær. Á þinginu, sem stóð i tug daga, voru tekin fyrir um 40 mál, þar af sjö, sem væntanlega verða lögð fyrir Alþingi í frumvarps- formi. Á kirkjuþingi sátu um 20 fulltrúar, lærðir menn og leikir, sem kosnir eru sérstakri kosningu. „Það er von mín að Alþingi mæti þessum sjö lögum kirkju- þings af miklum skilningi, þar sem alþingismenn hafa þegar rétt fram hönd sína mót kirkj- unni og málum hennar. Skipuð var á árinu samstarfsnefnd Al- þingis og þjóðkirkjunnar, og er það ákaflega innilegt að þessar langelztu stofnanir þjóðarinnar skuli hafa tekið höndum saman um að leysa mál kirkjunnar. Nefndin heldur sinn annan fund á morgun og má segja að ekki verði beðið boðanna með að koma málum kirkjuþings inn á Alþingi. Segja má að í huga mínum svífi öll þau 40 mál sem hér hafa verið tekin fyrir. Ég er svo ná- lægt þeim að erfitt er að taka eitt og eitt út. Þó get ég tekið fram að samþykktur var ein- róma stuðningur við frumvarp Þorvalds Garðars Kristjánsson- ar um takmörkun fóstureyðinga, sem liggur fyrir Alþingi. Það var árið 1016 að afnumið var að bera út börn hér á landi, og því kom- inn tmi til að farið verði eftir þeirri samþykkt. Samþykkt var tillaga þar sem fólk er hvatt til umhugsunar um nauðsyn þess að staðnæmst verði á þessari braut fóstureyðinga, sérstaklega hvað snertir fóstureyðingar á félags- legum grundvelli. Jafnframt var lýst yfir sérstöku þakklæti til Þorvalds Garðars Kristjáns- sonar,“ sagði Pétur Sigurgeirs- son. Það kom fram hjá Pétri Sigur- geirssyni að samþykkt hefði ver- ið að vekja athygli á friðarsam- þykkt prestastefnunnar og ákveðið að kirkjan yrði þátttak- andi í sameiginlegri friðarboðun kirkna um veröld víða, sem yrði í þrennu lagi á aðventu og jólum. í fyrsta lagi verður 12. desember helgaður sérstökum friðarboð- skap kirkjunnar, og í öðru lagi verður fólk hvatt til að fasta hinn 19. desember til að lýsa samstöðu með hungruðum og finna um ieið hvað lagt er á stór- an hluta íbúa jarðarinnar, sem horfist ekki einn dag í augu við hungrið, heldur alla daga. Og í þriðja lagi verður fólk hvatt til þess að tendra friðarloga, jóla- ljósið, klukkan 20.30 á aðfanga- dagskvöld og að loginn lýsi út til nágrannans, þannig að hve'r ná- granni fái birtu af jólaljósi ann- ars og að loginn verði tákn friðar og ljóss. Alþýðuflokks „ÞESSI ákvörðun Vilmundar mun ekki hafa áhrif á störf né stefnu Alþýðuflokksins," sagði Kjartan Jó- hannsson, formaður Alþýðuflokksins, um úrsögn Vil- mundar Gylfasonar úr Alþýðuflokknum og tilkynn- ingu hans um stofnun Bandalags jafnaðarmanna. Kjartán sagði einnig: varanlegum úrbótum í „Við munum áfram og efnahagsmálum og meiri með vaxandi þunga beita stöðugleika í stjórnmál- okkur fyrir því að ná fram um. Könnun félagsvísindadeildar og Landssambands stangarveiðifélaga: 20% aðspurðra leggja stund á stangarveiði UM 20% landsmanna stunda stang- arveiði, ef marka má könnun sem fé- lagsvísindadeild háskólans hefur gert Alyktun stjórnar Blaðamannafélags Islands: Störf stjórnmálaflokka eiga ekki að vera einkamál útvaldra hópa MORGUNBLAÐINU hefur borizt eft- irfarandi ályktun stjórnar BlaAa- mannafélags íslands, sem samþykkt var 18. nóvember: „Stjórn Biaðamannafélags ís- lands vekur athygli á og fagnar þeirri afstöðu nýafstaðins flokks- þings Framsóknarflokksins að vísa frá framkominni tillögu um að vísa fréttamönnum af þinginu svo það mætti fara fram fyrir luktum dyr- um. Stjórn BÍ lítur svo á, að með ákvörðun flokksþingsins hafi verið staðfest að störf stjórnmálaflokka eigi ekki að vera einkamál útvaldra hópa heldur eigi þau fullt erindi til almennings í landinu — þess al- mennings, sem flokkarir grundvall- ast á. Lýðræðinu í landinu hlýtur að vera best þjónað með því að sem mest af störfum stjórnmálaflokk- anna fari fram fyrir opnum tjöld- um. Stjórn Blaðamannafélags íslands harmar þennan tillöguflutning á flokksþinginu og að flutningsmaður hafi haft í frammi dylgjur um störf og heiður blaðamannastéttarinnar með órökstuddum sleggjudómum. Stjórn BI telur miður, að flutnings- maður, sem er starfandi fréttamað- ur og félagi í BÍ, skuli á þennan hátt hafa orðið til að ýta undir vantraust á störfum atvinnublaðamanna í landinu." að tilhlutan Landssambands stang- arveiðifélaga, en spurningalistar voru sendir til 500 einstaklinga og 50 til vara, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Birgi J. Jóhannssyni, formanni Landssambands stangar- veiðifélaga. Svör bárust frá 66% að- spurðra. Helstu niðurstóður könnunar- innar voru þær, að 20% aðspurðra leggja stund á stangarveiði og skiptist sá fjöldi jafnt á milli kynja. Rúmlega 30% þeirra sem svöruðu voru búsettir í Reykjavík, 42,4% í kaupstöðum, 15,2% í kaup- túnum og rúmlega 12% í dreifbýli. Flestir sögðust hafa stundað stang- arveiði lengur en 10 ár og 59,1% sögðust ekki geta stundað þetta áhugamál sitt sem skyldi vegna tímaskorts. I niðurstöðum könnunarinnar kemur ennfremur fram, að þeir menn sem svöruðu stunda veiði á bilinu 2 til 22 daga á ári. Af þeim stunda 51,5% einungis silungsveiði, 25,8% veiða bæði lax og silung, en 16,7% veiða aðeins lax. 80% stunda veiðar með félögum sínum. Sé sá kostnaður uppreiknaður til verð- lags nú, sem menn telja sig standa straum að vegna þessa áhugamáls, kemur í ljós að eyðslan er á bilinu 2.500 krónur til 15.000 krónur yfir sumarið. Hins vegar segjast 4,5% ekki þurfa að borga fyrir veiðileyfi sín og því væri kostnaður þeirra enginn. Birgir J. Jóhannsson sagði um könnun þessa, að tilgangur hennar væri að fá upplýst hve margir legðu stund á stangarveiði sem tómstundastarf og væri ljóst af könnuninni að það væri mjög stór hópur. Landssamband stangar- veiðifélaga var stofnað árið 1950 og innan vébanda þess eru 24 félög sem í eru tæplega 3.000 manns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.