Morgunblaðið - 19.11.1982, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1982
SMOTTURA
Byggió irm
yóar eigió
ÖRYGGIS
HÖLF
og þaóheima
istofu
Hver þekkir ekki vandamál viö
geymslu pappíra og muna
heima?????
Nú er komin ódýr og örugg lausn
t.d. fyrir:
★Verðbréf, afsöl og samninga
★ Bankabækurnar
★ Peninga, innlenda og erlenda
★ Frímerkja- og myntsöfn
★ Heimilisbókhaldið
★ Skartgripi
★ Ættar- og verðlaunagripi
★ Skattapappíra
★ Meðul og annað sem getur
verið hættulegt börnum
★ Leyndarmálin
fT Eldtraust og þjófheld.
★ 4 mismunandi stæröir og gerðir
Mjallhvít og dvergarn-
ir í hreyfimyndabók
BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur hf.
hefur gefið út hið gamalkunna ævin-
týri um Mjallhvit og dvergana sjö I
nýjum búningi. Er hér um að ræða
hreyfi- og lyftimyndabók, og í senn
leikfang og bók. Er bókin einkum ætl-
uð yngstu lesendunum.
Andrés Indriðason þýddi bókina,
en myndskreytingar eru eftir þrjá
teiknara, Jonathan og Lynn Shook
og Patriciu Halley. Bókin er filmu-
sett í Prentstofu G. Genediktsson-
ar, en prentuð og bundin í Cali í
Colombíu í Suður-Ameríku.
Bókaútgáfan Örn og örlygur hf.
hefur áður gefið út nokkrar bækur í
sama flokki og má þar nefna hreyfi-
myndabækurnar um Paddington og
Draugaspaug.
Bílar og flug-
vélar og ...
BÓKAÚTGÁFAN Örn og Ör-
lygur hf. hefur nú endurút-
gefið bókina „Bílar, flugvélar
og öll heimsins furðulegustu
farartæki“, eftir Richard
Scarry.
I bókinni kynnir Richard
Scarry hin margvíslegustu far-
artæki og Ienda söguhetjurnar í
skemmtilegum ævintýrum á ferð-
um sínum í farartækjunum. Fá
lesendur og skoðendur að kynn-
ast þróun samgöngutækjanna og
hihu fjölbreytta úrvali þeirra um
leið og farið er yfir texta bókar-
innar. Má þarna sjá mörg furðu-
leg farartæki sem öll koma þó að
góðum notum.
Bókina þýddi Loftur Guð-
mundsson. Meginmál bókarinnar
er sett í Prentsmiðjunoi Eddu hf.,
en bókin er prentuð og bundin
hjá Gyldendal í Kaupmannahöfn.
Urvalaf
trévöru
Sérstaklega vel með farinn
vínrauður Peugot 604,
árgerð 1978 til sölu.
Ekinn aöeins 55 þús. kílómetra. Skipti á ódýrari bíl
koma til greina. Bíllinn er meö V-6 vél, aflstýri og
aflbremsum auk annars fransks lúxusútbúnaöar.
Upplýsingar í símum 31771 á vinnutíma, en annars
74454.
tll tæklfæris og jólagjafa
Afar hagstætt verö. Lítiö inn um
helgina sjón er sögu ríkari.
Opið til kl. 4 laugardag og 2—5
sunnudag.
Ritsafn Þor-
gils gjallanda
SKUGGSJÁ hefur gefið út
fyrsta bindi af Ritsafni Þor-
gils gjallanda. Er þetta upp-
haf þriggja binda útgáfu.
Þorgils gjallandi, sem er
skáldheiti Jóns Stefánsson-
ar.
8. Hann er fæddur 2. júní árið
1851 að Skútústöðum í Mývatns-
sveit. Hann var bóndasonur og ætt
hans stóð djúpum rótum í sveit-
inni. .Hann missti móður sína níu
ára gamall, en faðir hans drukkn-
aði í Mývatni árið 1868. Jón Stef-
ánsson var næstu árin vinnumað-
ur á ýmsum bæjum í sveitinni, en
dvaldi þó sumarlangt í Húna-
vatnssýslu sem vinnumaður og
auk þess hluta vetrar við nám hjá
prestinum að Skinnastað í öxar-
'firði. Að þessu frátöldu dvaldi
hann allan aldur sinn í Mý-
vatnssveit og þar dó hann árið
1915.
„Rit Þorgils gjallanda hafa ekki
verið fáanleg í áratugi í heildar-
útgáfu og vill forlagið bæta þar úr
með þessari þriggja binda útgáfu,
sem Jóhanna Hauksdóttir og
Þórður Helgason hafa annast,"
segir m.a. í frétt frá útgefanda.
„Þórður ritar langa ritgerð um
Þorgils gjallanda og menningar-
byltingu Þingeyinga, rekur þar
rithöfundarferil skáldsins, stílein-
kenni og þá dóma, sem ritverk
hans hlutu’ hjá samtímamönnum.
Auk þess hefur þetta fyrsta bindi
að geyma dýrasögur, greinar og
erindi."
Þetta fyrsta bindi Ritsafns
Þorgils gjallanda er 268 bls., sett
og prentað í Prisma og bundið í
Bókfelli hf. Lárus Blöndai gerði
hlífðarkápu bókarinnar.
Tvær nýjar ostategundir:
„Dala Brie“
og „Dala yrja“
VÆNTANLEGAR eru á markaðinn
á næstunni tvær nýjar ostategundir
frá Mjólkursamlaginu í Búðardal,
sem ekki hafa áður verið á markaði
hérlendis, segir í fréttatilkynningu
frá Mjólkursamsölunni.
Nú er að fara á markað ostur,
sem er mjúkur mygluostur, hvítur
og blár, minnir helst á sambland
af Camembert og Gráðosti. Sam-
bærilegar erlendar tegundir eru
hinn danski Castello og sá franski
Brasse Bleu. Hefur ostur þessi ís-
lenska nafnið „Dala yrja“.
í byrjun desembermánaðar fer
á markaðinn ostur er ber nafnið
„Sala Brie“. Er það einnig mjúkur
ostur, ættaður upphaflega frá
Frakklandi og þekktur undir
Brie-nafninu víða um heim.
Ostategundir þessar má nota
sem forrétt, ábætisrétt og rétt síð-
kvöldsins. Eru þær gómsætar með
brauði, kexi eða bragðmiklum
borðvínum.
Þess má geta að yfirleitt er all-
ur ostur bestur sé hann borinn
fram við stofuhita, þ.e.a.s. tekinn
úr kæliskáp 1—3 tímum fyrir
neyslu, segir ennfremur í frétta-
tilkynningunni.
Hörpuútgáfan endur-
útgefur tvær bækur
HÖRPUÚTGÁFAN á Akranesi
hefur sent frá sér bækurnar
„Leikir og létt gaman“ og
„Draumaráðningar — Spila-
spá“.
Séra Sveinn Víkingur tók
saman efni í leikjabókina, en
auk leikja er að finna í bókinni
gamanmál fyrir fólk á öllum
aldri. í bókinni eru töfrabrögð,
huglestur, gátur, hópleikir,
taflleikir, talnaleikir og ýmiss
konar ráðgátur. Bókin kemur
nú út í 2. útgáfu og er 136 blað-
síður.
Hin bókin, „Draumaráðn-
ingar og spilaspá", er einnig
endurútgefin. í henni er að
finna svör við áleitnum spurn-
ingum um drauma, en einnig
er kennt að spá í spil. Bókin er
79 blaðsíður.
Báðar bækurnar eru off-
setprentaðar í Prentverki
Akraness hf.