Morgunblaðið - 19.11.1982, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 19.11.1982, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1982 Már Kristjánsson Minningarorð Fæddur 17. desember 1950 Dáinn 11. nóvember 1982 í dag, föstudag 19. nóvember, verður Már Kristjánsson jarð- sunginn frá kirkjunni í Innri- Njarðvík og lagður til hinstu hvílu þar í kirkjugarðinn hjá nánustu ættingjum og vinum, er þar hvíla. Már var einn þeirra ungu mið- aldarmanna þessarar aldar, elztur þriggja sona Guðnýjar Kjartans- dóttur frá Stapakoti, Njarðvíkum, og eiginmanns hennar, Kristjáns Valgeirs Guðmundssonar frá Rafnkelsstöðum í Garði. Þau hjón fóru að búa vorið 1953 í Asgarði, er síðar fékk húsnúmer- ið 30 við Njarðvíkurbraut. Þar átti Már heimili hjá foreldrum sínum meðan bæði lifðu og síðan einnig í nærvist afa síns og ömmu, er bæði áttu heimili í sama húsi síðustu áratugi ævinnar. Már fékk snemma á ævinni að kynnast því að samvera skyld- menna vill oft á tíðum verða skammvinn og ævidagar óvissir og má með sanni segja, að þar hafi vinir hans og skyldmenni farið fjöld á hálfum öðrum áratug ævi hans. Þegar Már var 9 ára gamall skeði sá sorglegi atburður, að Jón Garðar Guðmundsson, tvíbura- bróðir Kristjáns Valgeirs, föður hans, fórst í fiskiróðri með allri áhöfn á báti sínum, Rafnkeli, þann 4. janúar 1960. Nær hálfu öðru ári síðar, þann 19. júní 1961, deyr Kjartan Sæmundsson, faðir Guðnýjar. Þá hafði Már átt 10 ára æviskeið með hinum prúða og velvirta manndómsmanni, afa sín- um. Áttu þeir frændur gott saman að sælda. Svo líða tæp tvö ár. Þá var Kristján Valgeir, maður Guð- nýjar, faðir þeirra bræðra, snögg- lega burt kallaður þann 26. maí 1963, 45 ára að aldri. Þá voru drengirnir þeirra, Már 12 ára, Hermann 11 ára og Jörundur 6 ára gamlir. Var nú Guðný orðin ein til forsvars og fyrirvinna drengjanna sinna og aldraðrar móður, er þá var orðin mjög heilsulítil. Enn líða þrjú ár og réttir tveir mánuðir. Þá deyr Herdís Þórðar- dóttir, ekkja Kjartans Sæmunds- sonar, móðir Guðnýjar, þann 26. júlí 1966. Már hafði verið mikill vinur ömmu sinnar, ekki hvað síst eftir að afi hans og faðir voru ei lengur hérvistarvinir hans. Hafði Már mikið dálæti á Herdísi ömmu sinni og mun það hafa verið gagn- kvæmt frá hennar hálfu. Herdís var vel gefin merkiskona, vinföst rausnarmanneskj a. t Nú hafði Már ásamt móður og bræðrum á rúmu 5 ára tímabili mátt lúta þeim þungu lífsörlögum, að þrír af heimilisfólkinu, nánustu ættmenn og vinir, voru horfnir þaðan. Og ekki var lengi staðar numið í ættingja- og vinamissin- um. Það leið aðeins eitt ár og tveir mánuðir frá því að Herdís dó, að burt kallast snögglega Guðbjartur Sæmundur Kjartansson, sonur hennar (einkasystkini Guðnýjar). Guðbjartur var bráðkvaddur 25. september 1967, þá tæpra 55 ára að aldri. Var hann þá giftur mað- ur, búsettur í Reykjavík. Guð- bjartur heitinn ólst upp hjá for- eldrum sínum í Stapakoti — jafn- aldrar vorum við, leikbræður á bernskudögum, fermingarbræður og oft vinnúfélagar, meðan hann átti heima í Njarðvíkum. Guð- bjartur var stór og gjörvulegur dugnaðarmaður, mjög verklaginn og vel gefinn. Vorum við góðir vin- ir og félagar meðan leiðir lágu saman. Vil ég nú með þakklæti og virðingu minnast þessara horfnu samtíðarvina úr Stapakotsfjöl- skyldunni. Og nú þegar Már Kristjánsson er kvaddur hinstu kveðju, vil ég minnast föður hans, er ég átti samleið með í Njarðvíkum þann eina áratug er Kristján var þar meðal okkar. Mín kynni af honum voru á einn veg mér til gagns og ánægju. Hann var léttur í lund, mjög gott til hans að leita og með honum að vera, hjálpsamur og óeigingjarn greiða að gera. Og ennþá einu sinni mátti Már sjá á eftir nánum ættingja áður en hann sjálfur hvarf úr okkar lífs- heimi. Það var amma hans, Guð- rún Jónsdóttir, kona Guðmundar Jónssonar á Rafnkelsstöðum, er dó í maímánuði 1975. Þegar Már var 7 ára að aldri, fékk hann þann sjúkdóm er hann mátti heyja harða baráttu við til æviloka. Var það hin þungbæra veiki sykursýki. Varð hann þeirrar veiki vegna að sæta allt öðrum lífskjörum en þeir sem heilbrigðir voru. Már var snemma vel gefinn piltur, er hafði bæði langanir og vit til að læra meira en barna- og gagnfræðaskólar gátu veitt. Þrátt fyrir mjög vaxandi heilsuleysi fór Már í sérnámsskóla, bændaskóla, með góðum árangri miðað við heilsu. Heilsan hjá Má fór stöðugt versnandi mörg síðustu árin. Guð- ný móðir hans var, frá því að Kristján maður hennar dó, burð- arás heimilis þeirra og bræðranna bæði inná við og útá við, vann stöðugt og vinnur enn af miklum dugnaði og samviskusemi fjarri heimilinu, en var stöðugt með huga og hjálpargetu hjá hinum veika syni sínum. Gerði allt er hún gat til að fá bata á heilsu hans bæði utanlands og innan og nú síðustu 5—6 árin, er Már var að mestu orðinn bHndur, varð sam- band þeirra mæðgina mun meira og nauðsynlegra fyrir þau bæði, móðurþörfin og móðurástin nutu sín þá hvað best við þær aðstæður. Már var dulur í skapi og vildi ekki láta mikið uppi um veikindi sín. Reyndi hann eftir mætti að finna sér eitthvað til að létta sínar lifsstundir. Eitt hið bezta er létti honum stundirnar og gladdi hann mest voru litlu bræðradæturnar, er honum þótti mjög vænt um og var það gagnkvæmt frá þeim til hans. Frændfólk átti Már úr föðurætt er reyndist honum vel og létti hon- um veikindastundirnar. Einnig átti Már góðan nágranna, er heim- sótti hann mjög oft og var honum og heimili hans hjálplegur og tryggur. Var þeirra félagsskapur mikils virði fyrir Má í veikindum hans. Valgerður Ólafsdóttir, ekkja Guðbjarts, og fjölskylda hennar hafa einatt reynst Guðnýju og drengjunum góðir vinir og vel- gerðarfólk og ekki hvað síst nú á allra síðustu tímum, þegar Már var orðinn rúmliggjandi sjúkling- ur á sjúkrahúsum. Það má með sanni segja, að hún Guðný vin- kona mín og minna hafi í marga raun ratað um ævina og margar þungar byrðar borið. Allt á sinn tíma og sínar tíðir og nú er hann Már, blessaður dreng- urinn hennar, farinn.á vegu feðra og vina, sem hér hafa nefndir ver- ið. Guð blessi hann, sem nú farinn er og vinina hans sem eftir eru. Með innilegri samúðarkveðju. Guðmundur A. Finnbogason Nú er vinur minn, Már Krist- jánsson, kominn á hlið kærleik- ans. Ég man fyrst eftir Má, þegar ég sótti mjólk til Kjartans afa hans og Herdísar ömmu hans og urðum við miklir vinir sem börn og síðar sem unglingar. Hann hafði þá hæfileika að stjórna vel til. Forsjónin sá til þess að leiðir okkar skildi of snemma í sitt hvora áttina. Það eru gleðiminningar æsku minnar, þegar við vinirnir vorum að leik á heimili mínu og Más í Innri- Njarðvík, en heimili hans var heimili hlýju og vináttu. Már var mikill lærdómsmaður og á ég hon- um framför mína mikið að þakka. Már missti föður sinn ungur og varð það honum erfitt áfall. Már naut ástríkis og umhyggju móður sinnar til hinstu stundar, og votta ég henni samúð mína og virðingu fyrir einlæga og fórnfúsa um- hyggju fyrir Má alla tíð. Ég votta bræðrum Más, Hermanni og Jör- undi Rúnari samúð mína og bið Guð að blessa vin minn, Má Krist- jánsson, „að eilífu". Ásgeir Magnússon + Eiginkona min, KRISTBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Lækjarmóti, Sandgerói, lést 16. nóvember. Fyrir hönd sona, tengdadætra og annarra vandamanna, Gunnlaugur Einarason. Móðir okkar. t STEFANÍA ÓLAFSDÓTTIR fré Jörfa, Þórólfsgötu 5, Borgarnesi, iést 16. nóvember. Börnin. t Eiginkona mín, BJARNVEIG JÓHANNSDÓTTIR, Hólmavík, andaðist í Borgarspítalanum, miövikudaginn 17. þessa mánaðar. Friörik Arthúr Guömundsson. t FINNUR SVEINSSON, tyrrv. bóndi, Eskiholti, sem lést 12. nóvember, verður jarösunginn frá Staöholtskirkju, laugardaginn 20. nóvember, kl. 14.00. Ferð veröur frá Umferðarmiöstöðinni kl. 11 f.h. Börn og tengdabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar og amma, HÓLMLAUG HALLDÓRSDÓTTIR, Goðheimum 21, Reykjavík, verður jarösungin frá Fossvogsklrkju, mánudaginn 22. nóvember, kl. 13.30. Blóm eru afþökkuð, en þeir sem kynnu að vilja minnast hennar, eru vinsamlega beönir að láta Langholtskirkju njóta þess. Árni Stefénsson, Stefán Árnason, Guöný Árnadóttir, Árni Samundsson. t Móðir okkar, AÐALBJÖRG ÓLADÓTTIR, Ljósheimum 20, verður jarösungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 19. nóvember, kl. 3. Þeir sem vildu minnast hennar, vinsamlegast látið Krabbameins- félagiö njóta þess. Margrét Jónsdóttir, Steinunn Jónsdóttir, Guörún Jónsdóttir Kratsch, Unnur Jónsdóttir Cannada, Maggý Jónsdóttir, Jens Jónsson. t Utför mannsins míns, föður okkar, tengdafööur og afa, HJARTAR HELGASONAR, Borgarnesi, veröur gerð frá Borgarneskirkju, laugardaginn 20. nóvember, kl. 2. e.h. Dagny Helgason, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, EIRÍKUR JÓEL SIGURÐSSON, vélstjóri, Aöalgötu 12, Keflavík, verður jarösunginn frá Keflavíkurkirkju, laugardaginn 20. nóvem- ber, kl. 14. Stefanía Guömundsdóttir, Jónína Eiríksdóttir, Guörún Eíríksdóttír DeL’Etoile, Sigurbjörn R. Eiríksson, Móna Símonardóttir, Erla Eiríksdóttir, Birgir Valdimarsson, og barnabörn. t Faðir okkar, JÓN BENEDIKTSSON, prentari, Þórunnarstræti 93, Akureyri, sem lést 14. nóvember sl., veröur jarösunginn frá Akureyrarkirkju, laugardaginn 20. nóvember, kl. 1.30. Þeim sem kynnu aö vilja minnast hans er bent á Fjórðungssjúkra- húsiö á Akureyri. Brynhildur Jónsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Kári B. Jónsson. t Ástkær eiginkona mín, móöir, tengdamóöir og amma, HILDIGUNNUR JÓAKIMSDÓTTIR, Hrannargötu 9, ísafiröi, verður jarðsungin frá ísafjaröarkirkju, laugardaginn 20. nóvem- ber, kl. 2. Halldór Kristjénsson, Jón Halldórsson, Sóley Siguröardóttir, Auöur Halldórsdóttir, Mikael Ragnarsson, Ólína J. Halldórsdóttir, Arnaldur Árnason, Sigrún Halldórsdóttir, Björn Björnsson, og barnabörn. t Þökkum auösýnda samúö, tryggð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóöur og ömmu, MARGRÉTAR TÓMASDÓTTUR, Hamrabergi 12, éöur Grettisgötu 5SB. Ásta Karlsdóttir, Guómundur Karlsson, Hrefna Árnadóttir, Hrefna Karlsdóttir, Steingrímur Guójónsson, Anna Karlsdóttir, Werner Rasmusson, Kristinn Karlsson, Kristín Stefénsdóttir, Tómas Karlsson, Ása Jónsdóttir, Einar Karlsson, Ragnar Karlsson, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.