Morgunblaðið - 02.12.1982, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 02.12.1982, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1982 Prófkjör Sjálfstædisflokksins í Vesturlandskjördæmi: Sex manns hafa tilkynnt þátttöku SEX MANNS hafa tilkynnt þátttöku í prófkjöri Sjálfstæöisflokksins í Vesturlandskjördæmi dagana 15.—16. janúar næstkomandi. Þau eru Friðjón Þórðarson, Stykk- ishólmi, Inga Jóna Þórðardóttir, Akranesi, Kristjana Ágústsdóttir, Búðardal, Kristófer Þorleifsson, Ólafsvík, Sturla Böðvarsson, Stykkishólmi og Valdimar Indriðason, Akranesi. Fréttastofa Ríkisútvarpsins: Vinnur enn við „af- leysingastörf4 STEFÁN JÓHANN Stefánsson fréttamaður lét ekki af störfum á fréttastofu Ríkisútvarpsins nú um mánaðamótin, eins og Hörður Vilhjálmsson, fjármálastjóri Ríkisútvarpsins, sagði á útvarpsráðsfundi fyrir skömmu að hann ætti að gera. Guðbjörg Jónsdóttir, starfsmannastjóri útvarpsins, sagði i gær í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins, að Stefán myndi láta af störfum hinn 31. desember næstkomandi, en þá rynni ráðningartími hans út. Guðbjörg sagði upplýsingar þær, skýrt frá, urðu nokkur orðaskipti á sem fram komu á áðurnefndum fundi útvarpsráðs hefðu verið á mis- skilningi byggðar. Þá hefði verið bú- ið að framlengja ráðningartíma Stefáns Jóhanns fram til áramóta. Að sögn Guðbjargar var ráðningar- tíminn ákveðinn í haust, áður en stöður fréttamanna voru auglýstar. Þá hefði ekki verið vitáð hve marga fréttamenn þyrfti vegna nýs fyrir- komulags á kvöldfréttatíma, og menn hefðu þá enn verið í sumar- leyfum. Stefán væri því í starfi sem afleysingamaður, en Guðbjörg sagði þó alla fastráðna starfsmenn frétta- stofunnar nú vera við störf. Afleys- ingamaðurinn væri því ekki í raun að leysa neina aðra starfsmenn af hólmi í störfum sinum. Eins og Morgunþlaðið hefur áður útvarpsráðsfundi fyrir nokkru, þar sem bar á góma ráðning Atla Stein- arssonar blaðamanns að fréttastof- unni. Atli hafði í útvarpsráði fengið fleiri atkvæði en Stefán Jóhann, en sá síðarnefndi hafði á hinn bóginn meðmæli fréttastofunnar. Er út- varpsráð hafði þannig mælt með ráðningu Atla í starfið, komu hins vegar þau skilaboð frá fréttastof- unni, að þar væri ekki þörf á fleiri fréttamönnum, og yrði Atli Stein- arsson því ekki ráðinn. Vakti þetta allnokkra undrun í útvarpsráöi, og höfðu menn þar á orði að þetta væri vissulega nýtt sjónarmið fréttastof- unnar, sem árum saman hefði kvart- að yfir mannfæð, nú síðast vegna breytinga á kvöldfréttatíma. Morgunblaðið/ Kristján Einarsson Fyrstu jólatrén eru nú farin að berast til landsins. Myndin var tekin þegar jólatrjám var skipað upp úr írafossi í Sundahöfn á þriðjudaginn. 1. desember: Fasteignamat allra eigna í landinu hækkar um 77,01% NÝTT fasteignamat tók gildi 1. desember. Samkvæmt nýju fasteignaskránni hækkar samanlagt mat allra fasteigna á landinu um 77,01%. Það er nú 89,3 milljarðar króna. Mat einstakra fasteigna hækkar til jafnaðar um 65% nema íbúða á höfuðborgarsvæðinu, sem hækkar um 78%. Hrauneyjafossvirkjun: Þriðja vélasamstæð- an tekin inn í rekstur UNDANFARIÐ hafa farið fram prófanir á þriðju vélasamstæöu Hrauneyjafoss- virkjunar og var hún tekin í rekstur í gær, sem er tveim mánuðum á undan áætlun, segir í frétt frá Landsvirkjun. Þar með er framkvæmdum við Hrauneyja- fossvirkjun lokið að undanskildum minniháttar frágangi, en framkvæmdir hófust vorið 1978. Ástimplað afl hverra hinna þriggja véla Hrauneyjafossvirkjun- ar er 70 MW og alls því 210 MW. Við tilkomu Hrauneyjafossvirkjunar hefur ástimplað afl vatnsaflstöðva Landsvirkjunar aukist úr 449 MW í 659 MW eða um 47%. Jafnframt hef- ur orkuvinnslugeta Landsvirkjun- arkerfisins aukist úr 2.850 GWst á ári í 3.700 GWst á ári eða um 30%. Liður í Hrauneyjafossfram- kvæmdunum var bygging 220 kV há- spennulínu frá Hrauneyjafossvirkj- un að spennistöðinni á Brennimel í Hvalfirði. Framkvæmdir hófust 1980 og lauk þeim samkvæmt áætlun hinn 1. október sl. og hefur línan verið í rekstri síðan. Hún er um 150 km löng og getur flutt um 400 MW. Bókfærður stofnkostnaður Hraun- eyjafossvirkjunar ásamt línunni er í dag 173 milljónir Bandaríkjadollara, að meðtöldum vöxtum á byggingar- tíma reiknað á meðalgengi hvers árs, segir í frétt Landsvirkjunar. Þessar upplýsingar koma fram í frétt frá Fasteignamati ríkisins. í fréttinni segir ennfremur: Hér er þó um meðaltal að ræða. Matsfjárhæðir geta vikið nokkuð frá þeim í sumum tilfellum. Til dæmis getur endurmat fasteigna sem hafa verið í gömlu mati haft áhrif á matið til hækkunar eða lækkunar. Samkvæmt fasteignaskrá eru tæplega 179 þúsund sérmetnar fast- eignir á landinu. Þeim hefur fjölgað um 5 þúsund frá fyrra ári. Heildarrúmmál allra bygginga er 62,7 milljón rúmmetrar. Það er 2,4 millj. rúmmetra meira en í fyrra eða 4% aukning. Matsfjárhæðir skiptast mjög mis- jafnt á einstök matsumdæmi. Lang- stærstur hluti alls fasteignamats er í Reykjavík. Þar eru 47,4% af sam- anlögðu fasteignamati. í Reykjanesumdæmi eru 23% af fasteignamati. önnur umdæmi hafa minna hlutfall. íbúðarhús eru verðmætasti flokk- ur fasteigna. Heildarfasteignamat íbúðarhúsa og bílskúra er 56 millj- arðar króna, sem eru tæp 63% af heildarmati. Samkvæmt skrám FMR eru nú 79.870 íbúðir á landinu. Þeim hefur fjölgað um 2.287 frá fyrra ári eða 2,9%. Tæplega þrír íslendingar eru um hverja íbúð samkvæmt því. I Reykjavík eru nálægt 33 þúsund íbúðir eða ein á hverja 2,6 íbúa. Sem dæmi um eignir í lágu mati má aftur á móti taka fasteignir sem tilheyra landbúnaði. Þær eru allar metnar á 4,3 milljarða, sem eru 4,8% af öllu fasteignamati. Ræktunarlönd eru 127 þúsund hektarar og metin á 703 milljónir króna. Endurstofnverð allra bygginga er 106 milljarðar króna að mati FMR. í þeirri tölu eru þó útihús í sveitum undanskilin. Þessi upphæð jafngildir því að fjárfesting í byggingum hér á landi nemi liðlega 440 þús. kr. á tbúa. Félag bókagerðarmanna: V er kfallsheimild felld með 414 at- kvæðum gegn 236 Á FÉLAGSFUNDI í Félagi bóka- gerðarmanna í gær voru kynntar niðurstöður úr allsherjaratkvæða greiðslu félagsmanna um ótíma- bundna heimild til verkfallsboðunar til handa stjórn og trúnaðarmanna- Flúoreitrunin í Skagafirði: „Alvarlegast að eitrunin virð- ist vera í öllum fjárstofninuma segir Borgar Símonarson bóndi í Goðdölum „ÞETTA kom ekki í Ijós fyrr en féð var tekið á gjöf í haust. Eftir á að hyggja þá hefur manni fundist eitthvað vera að, í fyrravetur fannst mér einhvern veginn óeðlilegt að fóðra féð og það var óvanalega rýrt í haust. Ég skildi þetta ekki almennilega þrátt fyrir að við heföum verið aðvaraðir á sínum tíma, að þetta gæti átt sér stað,“ sagði Borgar Símonarson bóndi í Goðdölum, Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði, í samtali við Mbl. En eins og fram kom í Mbl. í gær, þá þurftu 14 bændur í fremstu dölum Skagafjarðar nýlega að láta opna sláturhúsið til að slátra 440 fjár vegna flúor- eitrunar, sem rakin er til ösku- falls úr síðasta Heklugosi, í ágúst 1980. Borgar sagði þegar hann var spurður að því hvernig flúoreitr- unin í fénu lýsti sér: „Þetta kem- ur fram á tvo vegu, í yngra féið kemur gaddur sem vex eins og spjót út úr jöxlum kindanna, eyðir gjarnan jaxlinum á móti og endar með sári sem gerir það að verkum að þær hætta að geta bitið og jórtrað vegna sárinda. í eldra fé lýsir þetta sér öðruvísi, þar kemur fram óeðlilegt misbit og í vissum tilfellum ofvöxtur í jöxlunum." — Hefur þú orðið fyrir miklu tjóni af völdum eitruninnar? „Ég er búinn að slátra 118 kindum vegna þessa, af þeim 400 sem ég átti, auk þess hafa orðið mikil vanhöld og dilkar voru miklu rýrari í haust en áður, ein- mitt vegna þessa. En það alvar- legasta í þessu er þó það, að mik- ið er eftir þó að þessu fé hafi verið slátrað núna, þessi eitrun virðist vera í öllum fjárstofnin- um sem við áttum á þessum tíma, þó í mismiklu, mæli sé og þó að ekki hafi verið slátrað fleira fé núna má búast við að öllu fénu, sem við áttum þegar öskufallið varð, þurfi að farga, þó óhætt hafi verið talið að setja það á í bili. Þó hefur manni skil- ist að flúoreitrunin sé ekki ætt- geng. Ég er að vísu ekki byrjaður að raspa gaddinn á tönnunum, en það er augljóslega mikið verk, en maður vonast til að það heppnist." — Varð mikið öskufall hjá ykkur í Heklugosinu? „Já, það varð allt svart hérna í fremstu dölum Skagafjarðar og þykkt öskulag yfir öllu. Það varð myrkur um hábjartan dag á meðan á öskufallinu stóð. Við vorum varaðir við að þetta gæti átt sér stað í kjölfar öskufallsins og brugðumst við því með því að slátra lömbunum og flytja féð ofan í sveit. En sennilega höfum við verið of seinir að átta okkur, enda menn óviðbúnir þessum ósköpum og enda erfitt að koma strax af sér fleiri þúsundum fjár.“ - Berið þið sjálfir skaðann? „Það er ekki ljóst ennþá. Við höfum farið fram á aðstoð, við leituðum með það til bænda- samtakanna og landbúnaðar- ráðuneytisins, en ekkert liggur enn fyrir um það. Ég tel að þetta ætti allavega að falla undir bæt- ur vegna fækkunar sauðfjár. Það er Ijóst að bændur hérna á þessu öskufallssvæði hafa orðið og verða fyrir miklu tjóni vegna þessa og kemur það illa við okkur sem byggjum afkomu okkar svo til eingöngu á fjár- búskap.“ ráöi, en slík heimild var felld meö miklum meirihluta atkvæöa. Um 70% félagsmanna greiddu atkvæði, en 414 greiddu atkvæði gegn verkfallsheimild og 236 með henni. Á fundinum var ekki tekin nein ákvörðun um frekari aðgerðir af hálfu félagsins, sem er nú með lausa samninga. Kjaradeildu Fé- lags bókagerðarmanna og útgef- enda hefur ekki verið vísað til sáttasemjara og hafa engar við- ræður enn farið fram. Mikil óánægja er ríkjandi meðal hluta félagsmanna með framvindu mála og sagði m.a. einn stjórn- armanna, Ómar Franklínsson, sig úr stjórn félagsins og starfsmaður þess, Ómar Harðarson, hefur sagt starfi sínu lausu. Miklar skemmd- ir vegna óveðurs StöAvarnrAi, 1. descmbcr. SIINNAN óveöur gekk yfir Stööv- arfjörð í dag og uröu miklar skemmd- ir á húsum og bílum. Hvessa tók upp úr hádegi, en verst var veðrið um klukkan 16.00. Þakjárn fauk af mörgum húsum, stór hurð fauk af frystihúsinu og einnig fauk hurð af skemmu við síldarbræðsluna. Bílar fuku út í skurði og einnig brotnuðu rúður í nokkrum bílum og rúða brotnaði í barnaheimilinu og voru börnin send heim. Veðrið gekk fljótt yfir og um sexleytið í dag var farið að lygna aftur. Ekki er vitað um heildartjón i bænum, en ljóst að tjón hefur orðið talsvert. S.G.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.