Morgunblaðið - 02.12.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.12.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1982 Ragnar Kjartansson, framkvæmdastjóri Hafskips hf. íslensk albjóðasinnun — öflug útrás Nauðsyn vakningar og samstillts átaks Aðsteðjandi þrengingar og harðræði eru ekki íslenskt sérfyrirbrigði. Milljónir atvinnulausra í okkar næsta nágrenni eru því til staðfestingar. I»rengingar og illvíg vandamál leiða gjarnan til ístöðuleysis og jafnvel nokkurrar uppgjafar. Við fáar aðstæður er þó nauðsynlegra að stilla streng- ina — hervæðast — snúa slæmri vörn í öfluga sókn. Skýr markmið — samstaða og snör handtök eru for- senda árangurs. Trúlega bíða of margir eftir leiðsögninni — ætla hana einhverjum öðrum. Sætta sig í of ríkum mæli við nei- kvætt nöldur og gagnrýni sem hlutskipti. Þessari grein er ekki ætlað að leysa vandamálið. Hún er hinsvegar skrifuð sem innlegg í nauðsynlega umræðu um túngarðinn okkar, Island, sem lítinn skika í ört smækkandi heimsmynd. Hvar stöndum við? Á nokkrum áratugum hafa sam- skipti milli landa og heimsálfa orðið meiri en milli héraða fyrr- um. Kaupstaðarferð úr Grundarfirði í Stykkishólm var meiri upplifun fyrir drenghnokka snemma á öld- inni en margra landa sýn barna- barnsins í dag. Fyrir tveimur áratugum þótti það með ólíkindum að fljúga til Akureyrar að morgni og til baka til Reykjavíkur að kvöldi. Ferðalög sem almenningseign hafa opnað okkur sýn. Fjarskiptatækni hefur gert heiminn að einu víðlendu byggð- arlagi — og enn eiga undur og stórmerki eftir að gerast áður en öldin er úti. I landinu er nú trúlega að vaxa úr grasi fyrsta heimsborgara- kynslóðin — kynslóð sem fátt á eftir að koma á óvart og fyrir brjósti brenna. Á undanförnum árum hefur brottflutningur af landinu verið viðvarandi vandamál. Við höfum séð á bak þúsundum íslendinga á skömmum tíma, sem sótt hafa á erlendan vinnumarkað. Með auknu samneyti í minnk- andi fjarlægð verður minna rask að sækja tjl starfa erlendis á „morgun" en starfsleit milli lands- hluta var í „gær“. Því hvað sem öllu atvinnuleysi líður, þá er og verður allstaðar þörf fyrir harðgert og vinnusamt fólk. Aldalöng einangrun hefur sett sterkan svip á þjóðina. Islend- ingar hafa búsetu sinnar vegna í of ríkum mæli verið haldnir óttablandinni virðingu og minni- máttarkennd gagnvart hinu er- lenda, þótt nokkuð hafi dregið úr á siðustu árum. Samskipti íslands við erlendar þjóðir, milli fyrirtækja, félaga og einstaklinga hafa dregið nokkurn dám af þessu. Hugarfar einangrunar og skel- eggar aðvaranir gegn þjóðhættu- legum erlendum áhrifum voru mjög til siðs til skamms tíma. Enn í dag talar hluti þjóðarinn- ar um erlend samskipti og aðferð- ir við að halda þeim uppi sem óráðsíu og munað. Fáar þjóðir eru þó jafn háðar aðföngum frá öðrum og hverskon- ar viðskiptum við erlenda aðila um langan veg. Erfið náttúra hefur skilað af sér vinnusömu fólki, sem kann að stytta sér leiðir og hefur gjarnan meiri yfirsýn en algengt er í stærri þjóðfélögum, þar sem sér- hæfing ef ofar flestu. Þótt umtalsverð breyting hafi orðið á samskiptum okkar við um- heiminn, vantar ennþá meira en herslumuninn svo vel megi vera hvað jafnræði snertir. ViÖnám Við stöndum m.a. andspænis því verkefni að koma í veg fyrir, að Island framtíðarinnar verði ann- arsflokks hjáleiga sem afleiðing fólks- og kunnáttuflótta. Þetta er stórt verkefni og sam- sett mörgum handtökum. ísland má ekki verða afskekkt hérað í framtíðinni, sem afkom- endurnir hafa gaman af að heim- sækja í sumarleyfum sínum en kjósa að búa og starfa annarstað- ar. Efla þarf þjóðarskilning — skapa samstöðu og hefja nýtt átak þessu til varnar. Nóg er að skoða þróun undan- farinna 25 ára og leiða líkur að þróuninni næstu 25 árin eða fram til ársins 2008 — hvað þá lengra. Stórátak á komandi árum um íslenska útrás — íslenska alþjóða- sinnun (internationalisering) er verk sem vinna þarf. Hvað er átt við? Megininntak nýrrar sóknar á sviði alþjóðasinnunar er að skapa breiðan farveg fyrir stríðan straum aukinnar þekkingar og reynslu til Islands. Einangrunar- hugarfarið skal endanlega rofið. Islensk starfsemi tengd í það minnsta eigin hagsmunum erlend- is skal aukin. Erlendum milliliðum og afætum skal fækkað. Enginn skal komast upp með að níðast á eða misbjóða íslenskum hagsmunum í skjóli fjarlægða og minni þekkingar við- semjandans. Enginn haldi það skoðun grein- arhöfundar, að hér sé um nýja hugmynd að ræða — eða engum árangri hafi verið náð. Aðdáunarverð tilþrif hafa átt sér stað — reyndar afrek unnin. Nægir þar að benda á flugið og vissa þætti í sölumálum íslenskra útflutningsafurða. Á þessum reynslugrunni þarf Grettistaki að lyfta. Aðgerðir Hér á eftir er getið nokkurra atriða, fjarri lagi tæmandi, sem myndað geta nýja sóknarlotu, ef rétt væri að staðiö með jákvæðri samvinnu fjölda aðila. 1. Átak á sviði alþjóðasinnunar er ekki óþekkt fyrirbrigði hjá ýmsum nágrannaþjóða okkar. Læra þarf af reynslu þeirra. 2. Athuga af nákværnni mögu- leika aukinnar kostnaðarhag- kvæmni og aukinnar yfirtöku ís- lenskra hagsmuna erlendis. Má til umhugsunar nefna: — Fækkun eriendra milliliða í ís- lenskri innflutningsverslun, aukið samstarf um hagkvæm- ari innkaup og hugsanlegar ís- lenskar þjónustumiðstöðvar á erlendri grund. — Islendingar yfirtaki eigin tryggingarstarfsemi og fækki erlendum milliliðum. — Aukið aðhald í erlendum land- flutningum íslensks inn- og út- flutningsvarnings og hugsan- leg yfirtaka hluta þjónustunn- ar. — Aukin yfirtaka þjónustu ís- lenska farskipaflotans erlendis ásamt markvissri fagfyrir- greiðslu á þessu sviði við ís- lenska inn- og útflutningsaðila. — Aukið samstarf íslenskra aðila á vettvangi ferða- og sam- göngumála um hugsanlega eig- in þjónustu og markaðsstarf- semi erlendis. Könnun á íslenskum fyrirtækja- rekstri erlendis getur stuðlað að fjárhagslegri hagkvæmni fyrir þjóðarbúið og skapað íslendingum tækifæri til að starfa að íslensk- um hagsmunum erlendis og þann- ig breikkað farveg aukinnar þekk- ingar og reynslu til landsins. 3. Stöðug leit nýrra og virkari leiða við íslenska útflutningsversl- un, sem kemur í veg fyrir stöðnun. Þessi þáttur í íslenskum höndum á erlendri grund fram til þessa get- ur miðlað öðrum reynslu. 4. Úttekt á íslenskri utanríkis- þjónustu, framtíðarstefnumótun og verkaskiptingu er skilgreini hvort henni sé áfram fyrst og fremst ætlað að sinna hinu hefð- bundna hlutverki sínu eða hvort annað og meira skuli koma til. 5. Leiðbeinandi og hvetjandi áætlun um stórfellda erlenda starfsþjálfun íslendinga. Erlent nám skólafólks er eitt. Starfsþjálfun aðila úr íslensku at- vinnulífi, sem þegár hafa orðið nokkurrar hagnýtrar reynsiu að- njótandi, er allt annað. Aðeins eitt dæmi af mörgum hugsanlegum: Þegar uppsigling japanska und- ursins varð lýðum ljós, hefði með réttu átt að stuðla að starfsþjálf- un, kynnis- og námsdvöl Islend- inga í Japan, þar sem hver ein- staklingur/hópur hefði tekið við af öðrum. 6. Stuðla að aukinni viðurkenn- ingu á mikilvægi ferðalaga sem ís- lenskrar almenningseignar í stað hugarfarshafta og skattlagningar. 7. Stuðla að aukinni málakunn- áttu og fræðslu um erlendar þjóð- ir. 8. Koma á auknu sambandi við íslendinga að störfum erlendis og eftir atvikum nýta reynslu þeirra. 9. Skilgreina og fá gleggri yfir- sýn yfir ástæður fyrir brottflutn- ingi íslendinga með fyrirbyggj- andi lærdóm í huga. 10. Auka nýtingu erlendrar sér- fræðiþekkingar og ráðgjafar eftir því sem frekast er unnt hér á landi. Hér að framan er aðeins drepið á nokkur atriði og ekki leitast við á þessu stigi að gera þeim full- nægjandi skil. Tilgangurinn er að hvetja til jákvæðrar umhugsunar og um- ræðu — af þeirri neikvæðu er nóg. Enginn árangur næst nema að- ilar séu reiðubúnir að leita nýrra leiða — segja stöðnun og afturför stríð á hendur. íslendingar eru líklegir til að geta mætt nýrri heimsmynd — að öllu jöfnu aðlögunargjarnir og nýjungaþyrstir. Við höfum lifað öra uppbygg- ingu á skömmum tíma, en með ýmsum einkennum þess sem byrj- aði reynslulítill — því er ekki staðið á traustum grunni og mörg tækifæri hafa liðið hjá. Mikilli orku er sólundað í þrek- æfingar þjóðfélagsafla um skammtímahylli í stað varanlegri árangurs — lýðskrum í nafni lýð- ræðis. Taka þarf til hendi í íslensku þjóðfélagi — laga þarf það sem aflaga hefur farið á skömmum tíma byltingarkenndrar uppbygg- ingar — gelgjuskeiðinu ætti að vera lokið. Smæðin er okkar styrkur og veikleiki í senn. Er ekki hugsanlegt að við geti tek- ið timabil velviljaðs samstarfs um þjóðfélagslega hagsmuni í stað sinnuleysis og bræðravíga? Er ekki töluvert í húfi? Þetta opna bréf er sent u.þ.b. 30 fyrirtækjum, félög- um og stofnunum, sem gegna, beint eða óbeint, mikilvægu hlutverki í við- skiptalegum samskiptum Is- lands við umheiminn. Þessir aðilar eru ásamt öðrum hvattir til skoðunar á stöðu íslands gagnvart al- þjóðasinnun í víðtækum skilningi og til hugsunar um hvort vænlegt kunni að vera til árangurs að koma á fót samstarfsvettvangi á þessu sviði til nokkurra ára. Er þar átt við vettvang aðila með nokkra reynslu að baki þar sem fram færi með skipulegum hætti: — Skoðana- og upplýs- ingaskipti. — Kannanir. — Hvatning til almennrar umræðu og skoðunar. — TiIIögugerð að vissu marki. Þetta opna bréf og með- fylgjandi grein eru skrifuð með því hugarfari, að aðilar með nokkra starfsreynslu úr Hvatt til hugsunar um samstarfsvettvang um átak á sviði alþjóðasinnunar í víðtækum skilningi Bréfið er sent til nokkurra þeirra félaga, stofn- ana og fyrirtækja, sem gegna hlutverki á við- skiptasviði erlendra samskipta. íslensku athafnalífi þurfi í auknum mæli að leggja fram starfskrafta sína í nafni sameiginlegra þjóðfé- lagslegra hagsmuna, án þess að bein pólitík þurfi að vera að leiðarljósi. Á litlu heimili er þörf fyrir opið hugarfar og vilja til samstarfs. Framhald þessa afmark- aða máls ræðst að sjálf- sögðu af undirtektum, sem óskast komið á framfæri. Virðingarfyllst, Kagnar Kjartansson. Álafoss hf. Andri hf. Bernh. Petersen hf. Eimskipafélag íslands hf. Ferðamálaráð Flugleiðir hf. Félag ísl. ferðaskrifstofa Félag. ísl. iðnrekenda Félag ísl. stórkaupmanna Hafskip hf. Hilda hf. Iceland Review íslenska umboðssalan hf. Islenska útflutningsmiðstöðin hf. Islenskur markaður hf. Landssamband ísl. útvegsmanna Lýsi hf. Nesskip hf. Samband ísl. fiskframleiðenda Samband ísl. samvinnufélaga Samband ísl. tryggingafélaga Samband ísl. viðskiptabanka Seðlabanki íslands Síldarútvegsnefnd Skreiðarsamlagið Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna Sölustofnun lagmetis Utanríkisráðuneytið Útflutningsmiðstöð iðnaðarins Verzlunarráð Islands Viðskiptaráðuneytið Víkur hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.