Morgunblaðið - 02.12.1982, Page 22

Morgunblaðið - 02.12.1982, Page 22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1982 22 Njósnamál rædd á Kanadaþingi Ottawa, I. desmeber. Al*. TIL NOKKURRA orðaskipta kom í dag á kanadíska þingingu um rétt- arhöldin yfír kanadíska prófcssorn- um Hambleton, sem standa yfir þessa dagana í Bretlandi, en hann hefur verið sakaður um njósnir fyrir Sovétmenn. Vildu þingmenn fá við því skýr svör hvers vegna maðurinn hefði ekki verið dreginn fyrir rétt í i sínu eigin landi. I „Hefur Kanadastjórn lagt það af að lögsækja njósnara?" spurði einn þingmanna Ihaldsflokksins og fékk þau svör hjá ríkissaksókn- aranum, að dómsmálaráðuneytið hefði ekki talið sig hafa jafn mikl- ar sannanir gegn Hambleton og krafist væri í lagagreinum, sem að njósnum lytu. Hann bætti því við, að þessi lög væru ónýt og þyrftu allsherjarendurskoðunar við. Kanadíska riddaralögreglan yf- irheyrði Hambleton árið 1979 eftir að ýmis grunsamleg gögn höfðu fundist í fórum hans, eins og t.d. móttökutæki og kort. Hann viður- kenndi þá að hafa veitt upplýs- ingar fólki, sem hann sagði, að hefði hugsanlega verið sovéskir njósnarar, en hins vegar hefðu upplýsingarnar ekki verið neitt leyndarmál. Hambleton, sem er sérfræðing- ur í efnahagsmálum Spánar og Suður-Ameríku, var handtekinn í júni sl., þegar hann kom til Bret- BRIDG ESTON E 1200 R20 Radial snjódekk Eigum til á lager 1200 R20 snjódekk. Mjög góðir greiðsluskilmálar. BlLABORG HF Smiöshöföa 23, sími 812 99. Mexikó: De la Madrid tekur við forsetaembætti Hugh George Hambelton lands til fræðirannsókna. Hann hefur einnig breskan ríkis- borgararétt. Hambleton heldur enn fram sakleysi sínu, en þó er hann sagður hafa játað að hafa látið Sovétmenn fá 80 leynileg skjöl um málefni NATO á árunum 1956—61, þegar hann vann sem hagfræðingur fyrir Atlantshafs- bandalagið. Mexikóborg, 1. desember. Al*. MIGUEL de la Madrid sór í dag emb- ættiseið sinn sem forseti Mexikó og skýröi um leið frá nokkrum atriAum í áætlunum sínum um endureisn efna- hagslífsins. Hann eggjaði þjóA sína lög- eggjan vegna þeirra erfíðleika, sem framundan væru, hvatti til „siðferði- legrar endurnýjunar" og hét því að binda á spillinguna í ríkiskerfínu. De la Madrid tók við embætti af Jose Lopez Portillo og við athöfnina hét hann því að vinna að „velsæld og velferð þjóðarinnar. Ef ég bregst henni hefur hún ekki við annan að sakast." Seinna í dag mun de la Madrid flytja sjónvarpsávarp til þjóðarinnar og greina frá neyðar- ráðstöfunum stjórnarinnar í efna- hagsmálum, en þær hafa farið mjög leynt til þessa. Víst er talið, að hann muni ekki hvað síst segja spilling- unni stríð á hendur. Margir halda því fram, að spillingin í Mexikó, í öllum þrepum þjóðfélagsins og einna helst meðal embættismanna, sé svo gífurleg, að hún ein beri megin- ábyrgðina á því hvernig komið sé fyrir þjóðinni. Skuldir Mexikana nema nú 81 milljarði dollara og er Portillo fyrr- um forseta kennt um og þeim gífur- legu framkvæmdum, sem hann réðst í af lítilli fyrirhyggju. Stórminnkað- ar tekjur af olíunni bættu heldur ekki ástandið og er nú talið, að um 40% vinnufærra manna séu atvinnu- lausir. Verðbólgan í landinu er talin komast yfir 100% fyrir árslok. Veður víða um heim Akureyri 0 snjóól Amslerdam 3 bjart Aþena 18 skýjað Barcelona 12 þokumóða Berlin 5 skýjað BrUssel 7 skýjað Chicago 14 rigning Dublin 10 heiðskírt Feneyjar 11 skýjað Franklurl 5 vantar Færeyjar 8 skýjað Genl 7 skýjað Helsinki 0 skýjað Hong Kong 21 heiðskfrt Jerúsalem 14 heiðskírt Jðhannesarborg 21 heiðskírt Kaupmannahöln 4 þoka Las Palmas 20 skýjað Lissabon 17 heiðskfrt London 7 skýjað Los Angeles 17 heiöskírt Madnd 9 skýjað Malaga 14 heiðskírt Mallorca 15 skýjað Mexíkóborg 22 heiðskírt Miami 27 heiðskfrt Moskva 3 heiðskirt Nýja Delhí 28 heiöskfrt New York 14 skýjað Ósló -2 skýjað París 6 skýjað Peking 12 heiðskírt Perth 27 heiðskirt Reykjavik -1 snjókoma Rio de Janeiro 35 bjart Róm 14 rigning San Francisco 13 skýjað Slokkhólmur 1 heiðskírt Sydney 31 heiðskfrt Tel Aviv 19 heiðskfrt Tókýó 18 heiðskfrt Vancouver 10 rigning Vín 9 skýjað Undarleg uppákoma hjá Familie Journal Kaupmannahofn, 1. deaembur. Al*. DANSKA vikuritið Familie Journal er nú í klípu sem segir sex. Fyrir nokkru efndi það til mikils happdrættis þar sem verðlaunin voru aðeins ein, en lika vel úti látin, tæplega 1,2 milljónir ísl. kr. í reiðufé, skattfrítt eða ef sá lukkulegi kaus það heldur, einbýlishús að andvirði nær 1,6 millj. ísl. kr. Vandinn er hins vegar sá, að tvær manneskjur hafa framvísað vinningsseðlinum. Forráðamönnum Familie Journal var náttúrulega mikill vandi á höndum, en eftir að hafa grandskoðað seðlana ákváðu þeir að vísa málinu til lögregl- unnar og hafa sakað annan „vinningshafann" um svik. Dráttur í happdrættinu hjá Familie Journal fór fram þriðju- daginn 23. nóvember sl. og degi síðar gaf sig fram með réttan seðil rúmlega sjötug kona að nafni Anna Christiansen. Hún kaus heldur reiðuféð og fékk ávísunina á mánudegi eftir. Þann sama dag kom maður með seðil með réttu númeri og krafð- ist vinningsins. Heitir hann Ole Berg, 21 árs gamall og fatlaður eftir umferðarslys, sem hann varð fyrir átta ára að aldri en þá missti hann báða foreldra sína. Forráðamenn Familie Journal segja að það sé útilokað að ein- hver mistök hafi átt sér stað í prentsmiðjunni, sem prentaði seðlana, og halda því fram, að síðasta tölustafnum á seðli Ole hafi verið breytt. Þess vegna hafi þeir afhent málið lögregl- unni. Ole Berg sver hins vegar af sér allar sakir og segist hafa ráðið sér lögfræðing enda eigi hann of fjár í vændum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.