Morgunblaðið - 18.12.1982, Síða 6

Morgunblaðið - 18.12.1982, Síða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 MERCEDES BENZ Gerð: Mercedes Benz 190, 190E. Framleiðandi: Mercedes Benz. Framleiðsluland: Vestur- Þýskaland. Innflytjandi: Ræsir hf. Verð: 400.000-435.000. Þyngd: 1.080-1.100 kg. Lengd: 4.420 mm. Breidd: 1.678 mm. Hæð: 1.383 mm. Hjólhaf: 2.665 mm. Vél: 4 strokka, 1.997 m3,90 og 122 hestafla. Skipting: 4ra gíra beinskipt- ur (val 5 gíra og sjálfskipt- ing). Beygjuradíus: 10,6 metrar. Bremsur: Vökvabremsur, diska. Fjöðrun: Sjálfstæð fjöðrun á hverju hjóli. Hjólbarðar: 175/ 70 R 14 82 S og H. Drif: Afturdrifinn. „Litli Benz-inn“, sem er ekki svo lítill, kominn á markaðinn: Sighvatur Blöndahl Ekkert skortir á hinn klassíska Benz-íburð HANN er þá loksinjj kominn á mark- aft „litli Benz-inn", sem er alls ekki svo lítill eftir allt saman. Mikil leynd hefur hvílt yfir áformum Mercedes Benz um framleiðslu á tiltölulega litl- um fjölskyldubíl, en menn spáðu þvi helzt, að þar væri á ferðinni bíll í svipuðum stsrðarflokki og 3-línan frá BMW og ætti að fara i beina sam- keppni við hana. Á dögunum, þegar bíllinn var fyrst kynntur í Þýzkalandi, en hann nefnist Mercedes Benz 190, kom í Ijós, að hann var nokkru stærri en menn höfðu reiknað með auk þess sem ekkert skorti á hinn klassíska Benz-iburð. ÍJTLIT Hvað útlit snertir er bíllinn mjög svipaður stóru Benz-unum úr S-seríunni. í gríni hafa menn sagt, „að Benz 190 sé eins og stór Benz, sem hafi hlaupið í þvotti". Hann er fjögurra dyra og eru þær frekar stórar, þannig að haganlegt er að ganga um þær. Línur bílsins eru mjög góðar og samsvarar bíllinn sér mjög vel. Hann er mjög straumlínulaga og vindstuðullinn er aðeins 0,33 Cw, sem er mjög gott. Aðalljós Benz 190 eru stór, sömu- leiðis stefnuljós, sem eru utan til á brettunum. Benz 190 er frekar upp- hár að aftan og er hann með hin hefðbundnu Benz-ljós, sem eru til- tölulega stór og sjást vel að. INNRÉTTING Innréttingin í Benz 190 er í svip- uðum dúr og í stærri Benz-unum og skortir þar hvergi á íburðinn. Sætin eru klædd vönduðu tauáklæði, auk þess sem hægt verður að fá bílinn bæði með plussáklæði og leður- áklæði. Bíllinn er frekar mikið bólstraður og armpúðum innan á Nýi Mercedes Benz 190-bilii*a. Tíknrænt, klassískt mælaborð. íburðarmikil innrétting. Billinn er straumlínulaga, niðurbyggður að framan og upphár að aftan. Sportlegur að aftan. Bílar Mjög hefur straumlínulaga og skemmtilegar línur Audi 100 sigraði í kjöri um „bíl ársinsu í Evrópu Ford Sierra lenti í 2. sæti og Volvo 760 í 3. sæti þAÐ kom fáum á óvart, þeg- ar tilkynnt var í vikunni, að hinn nýi Audi 100 hefði verið valinn „bíll ársins“ í Evrópu, en það eru 58 blaðamenn víðs vegar að úr Evrópu, sem greiða atkvæði. Á síðasta ári var Renault 9 fyrir valinu. I umsögn um „bíl ársins“ segir, að hans aðalsmerki séu „þægindi, góðir aksturseiginleikar, tækni- framfarir, samkeppnishæfni og hagstætt verð miðað við gæði“. 1 atkvæðagreiðslunni fékk Audi 100 410 atkvæði, en í öðru sæti koma hinn nýi Ford Sierra með 386 stig og í þriðja sæti nýi Volvo-inn, Volvo 760 með 156 stig. Volvo 760 í 3. sæti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.