Morgunblaðið - 18.12.1982, Síða 8

Morgunblaðið - 18.12.1982, Síða 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 Islenzka hljómsveitin og söngsveitin Fílharmonía: Hátíðarsöngvar í Háskólabíói Frá efingu söngsveiUrinnar Fílharmoníu og íslenzku hljómsveitarinnar i kirkju Óháða safnaðarins á fimmtudagskvöld. Uten. GnAjin. segir stjórnandinn, Gudmundur Emilsson íslenzka hljómsveitin og Söng- sveitin Fílharmonía munu halda tónleika í Háskólabíói kl. 21.15 á morgun, sunnudag. Á tónleikun- um, sem bera yfirskriftina hátíð- arsöngvar, munu hljómsveitin og söngsveitin flytja kantötu Bachs Nr. 140, „Wachet auf ruft uns die Stimme". Einsöngvarar verða þau Signý Sæmundsdóttir, John Speight og Sigurður Björnsson. Þá mun Snorri Örn Snorrason, lútuleikari, flytja hátíðartónlist frá endurreisnartímabilinu, þar á meðal verk eftir Francisco da Mil- ano en hann var talinn einn bezti Iútuleikari síns tíma. Lútan er að uppruna ævaforn, komin frá Aust- urlöndum um Spán. Hljóðfærið náði mestri hylli á endurreisnar- tímanum og er til fjöldi tónverka fyrir lútu frá þeim tíma. Er hljóðfæri Snorra nákvæm endur- smíð eftir lútu frá fyrri hluta 17. aldar. Því næst mun íslenzka hljóm- sveitin flytja verk eftir Askel Másson, sem höfundur nefndir „Okto November" samið að til- hlutan íslenzku hljómsveitarinar, og er hér um frumflutning að ræða. Að lokum mun verða flutt há- tíðarmótettan „In Ecclesiis" eftir Stjórnandinn: Guðmundnr Emllamn. „Stöndum eða föllum með þessum tónleikum,“ íslenzka hljómsveitin: Grafíkverk prýðir for- síðu hverrar efnisskrár ÍSLENZKA hljómsveitin hefur tekið upp þá nýbrettni að fá fé- laga úr íslensk grafík til þess að gera forsíðu hverrar efnisskrár. Eru þessar myndir tileink- aðar íslenzku hljómsveitinni og tengjast yfirskrift hverra tónleika. Þessar grafíkmynd- ir eru gefnar út í takmörk- uðu upplagi, en þær er hægt að kaupa á tónleikum hljómsveitarinnar. Nú þegar hafa listamennirnir Ingiberg Magnússon og Jón Reykdal gert grafíkmyndir af þessu tilefni og fyrir tónleika sveit- arinnar núna á sunnudaginn hefur Jóhanna Bogadóttir gert grafíkmynd á forsíðu efnisskrár. Seinna í vetur er von á myndum frá Valgerðí Bergsdóttur, Ríkharði Valt- ingojer, Sigrid Valtingojer og Jenný Guðmundsdóttur. Grfíkverk Jóhönnu Bogadóttur, sem prýða mun forsíðu efnisskrár tón- leika íslenzku hljómsveitarinnar um helgina. Giovanni Gabrieli. Verkið er sam- ið fyrir átta radda tvöfaldan kór, málmblásturshljóðfæri og orgel. Orgelleikari verður Jón Stefáns- son. — íslenzku hljómsveitinni þykir við hæfi að ljúka þessum tónleikum með nokkrum jólalög- um með þátttöku tónleikagesta. Stjórnandi Söngsveitarinnar Fíl- harmóníu og íslenzku hljómsveit- arinnar er Guðmundur Emilsson. Blm. og ljósm. Morgunblaðsins litu in >, á æfingu hjá íslenzku hljóms eitinni og Söngsveitinni Fílharmoníu sl. fimmtudagskvöld. Stóð þá yfir æfing á hinu sérstæða tónverki „In Ecclesiis" eftir Gabrieli. Þegar örstutt hlé varð á notaði ég tækifærið til að spyrja stjórnandann, Guðmund Emils- son, hvernig honum fyndist æf- ingarnar ganga. „Þetta gengur allt eftir áætlun — kórinn er að ná saman og við vonum að þessir hljómleikar heppnist vel,“ sagði Guðmundur. „Það er líka áríðandi að okkur takist vel upp núna. Þetta eru þriðju tónleikar Islenzku hljóm- sveitarinnar og verða eins konar vendipunktur í sögu hennar — við stöndum eða föllum með þessum tónleikum, og megum til með að fylla húsið. Það er búið að leggja mikið undir, bæði peningalega og með miklu undirbúningsstarfi. En ef við komumst frá þessu með full- ri sæmd, höfum við líka ástæðu tij þess að vera bjartsýn á framhald- ið. Nú eru þetta óvenjulega fjöl- breyttir tónleikar sem þið verðið með í Háskólabiói á sunnudaginn. „Já, það má segja að það sé mik- il vídd í þessari dagskrá, allt frá einleiksverkum til kór- og hljóm- sveitarverka sem eru bæði mjög sérstæð og fáheyrð, eins og „In Ecclesiis" eftir Gabrieli. Dagskrá sem þessi kostar auðvitað mikla vinnu en fyrir bragðið eru tónleik- arnir sterkari og höfða til fleiri áheyrenda." Nú eru þetta fyrstu tónleikarnir sem þú stjórnar með þessum kór — er ætlunin að þú verðir með hann áfram? „Já, það er meiningin að ég verði að minnsta kosti með hann út veturinn — nema skattarnir taki mig upp í skuld," segir Guð- mundur og hlær, „ég er að korna úr níu ára tónlistarnámi og fjár- hagurinn anzi þröngur, eins og þú skilur. Það var mikið átak í byrjun að taka við stjórn Söngsveitarinn- ar Fílharmoníu. Ég þurfti að stilla mig inn á ákveðna bylgjulengd. Þessi kór, sem var svo lengi undir meistaralegri stjórn Dr. Róberts A. Ottóssonar, hefur undanfarin ár verið undir stjórn ólíkra kór- stjóra. En nú finnst mér eins og við séum að ná saman — kórinn að læra á mig og ég á hann.“ Egilsstaðir: ME útskrif- ar stúdenta KgilsNtöóum, 15. de.sember. Menntaskólinn á Egilsstöðum útskrifar 14 stúdenta á sunnudag- inn kemur. Er það í fyrsta skipti sem skólinn útskrifar stúdenta að lokinni haustönn og hafa þá út- skrifast samtals 60 til 70 stúdant- ar frá skólanum frá upphafi. Athöfnin á sunnudaginn fer fram í Egilsstaðakirkju og hefst klukkan 14. Að lokinni útskrift verður kveikt á jólatré sem er gjöf til Egilsstaða frá bænum Eiðsvöll- um í Noregi. - Ólafur TJöfóar til Xlfólks í öllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.