Morgunblaðið - 18.12.1982, Side 16

Morgunblaðið - 18.12.1982, Side 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 Islands- kynning leiðsla, en annars staðar eingöngu ræktað grænmeti. Við komum á kúabú og sáum mjólkurfram- leiðslu, sem er tæknilega mjög fullkomin. Við vorum spurðir í þaula um landbúnað á íslandi og veittum þau svör sem við gátum. Öfugt við það sem er á Islandi, þá kvartaði mjólkurbústjórinn yfir að hann fengi ekki nægilegt magn af mjólk. En þeir framleiða þarna smjör, sem selt er fyrir ofan markaðsverð vegna gæða. Þar er ekkert allsherjar gæðasmjör. Allir þeir sem við ræddum við þarna á löngum fundi, voru ákaflega áhugasamir um að skipuleggja bændaferðir til íslands og einnig bændaferðir frá íslandi til Nor- mandí. Síðasta daginn var farið til Bay- eux, þar sem tekið var á móti gest- unum í aðalsa! borgarstjórnarinn- ar, þeim hinum sama sem Carter forseti Bandaríkjanna var boðinn í fyrir 2 árum. En í Bayeux er þessi frægi refill, sem Björn Th. Björnsson hefur skrifað um í einni bóka sinna, og skoðuðu íslenzku gestirnir hann að sjálfsögðu. Sveinn sagði að refillinn væri 50 sm á breidd og 70 sm langur. Hann lýsir innrás Normana í England árið 1066 og er talið að drottning Vilhjálms hertoga hafi CO UM Refíllinn á Bayeux, sem er 70 metra langur, lýsir innrás Normana í England 1066. ofið hann og saumað sjálf með hirðmeyjum sínum, aðeins um 10 árum eftir að þeir atburðir gerð- ust, sem lýst er. Og að biskupinn í Bayeux, sem var bróðir Vilhjálms, hafi lagt á ráðin um efnisval. Á reflinum er lýst í myndum umsvif- um Haraldar Guðvinssonar. Hann var í erindagjörðum Vilhjálms hertoga af Normandí í innrásinni í England, en lét svo krýna sjálfan sig konung Englendinga. Er lýst skipasmíðum og förinni yfir Erm- arsund, og loks orustunni við Hastings. Sagði Sveinn að fransk- ur listamaður væri nú að skera allt myndefni refilsins í lágmynd úr tré og sáu gestirnir það verk. Loks má geta þess að borgin Bay- eux var ein af örfáum borgum í norðurhluta Normandí, sem ekki skemmdist í ínnrásinni á heims- styrjaldarárunum, og er þar gömul óskemmd dómkirkja. — Þótt kannski sé ekki hægt að gera mikið á 4 dögum, þá tókust í þessari ferð kynni við margt ágæt- is fólk, sagði Sveinn. Og áhugi bankans Credit Agricole er lofs- verður. Svo og áhugi og fyrirhöfn félagsins Ásgarðs á þessari ís- landskynningu, sem var sérstak- lega vel undirbúin og framkvæmd- in til fyrirmyndar. — Það kom fram í ferðinni að Normandí er ekki mikið ferða- mannahérað og Normandíbúar vilja gjarnan auka ferðamanna- strauminn. Þeir hafa margt að sýna frá fornu og nýju og telja að ferðafólk í París, eigi að koma og eyða 2—3 dögum í Normandí, til að sjá franska sveit og smábæi, eins og þeir gerast bestir. Loks má geta þess að skrifað var um íslandskynninguna og birtar myndir af heimsókn íslend- inganna í blöðum í Normandí. Fyrirfram hafði fyrirhuguð sýn- ing verið kynnt í mánaðarriti Búnaðarbankans, sem er einn stærsti banki Frakklands og skrif- uð þar löng grein um ísland og íslendinga og samskipti landanna. En norrænu víkingarnir voru ein- mitt að koma til Normandí og setjast þar að um líkt leyti og ís- land tók að byggjast af landnáms- mönnum. Einnig eru þar rifjuð upp samskipti frönsku fiskimann- anna við Islendinga á 19. og fram á 20. öld. Og sagt er frá nútíma- fiskveiðum Islendinga og landbún- aði. Eins farið fáeinum orðum um íslenzka menningu. Hefur þessi íslandskynning því náð í Frakk- landi langt út fyrir héraðið Nor- mandí. — E.Pá. Nokkrar góðar tillöqur gð OLYMPUS T-32 leiíturljós - hœíir öllum myndavélum en er al-sjálfvirkt með OLYMPUS OM2. Verðkr. 4,780- OLYMPUS OM 10, rafeindastýiða mynda- vélin sem gerir nánast allt fyrir þig nema að smella af. Verð kr. 5,750 með 50 mm linsu(l,8)ogtösku. CULLMANN þrífœtur - léttir - stöðugir meðfœriiegir. Verð kr. 660 - 2,403.- POLAROID - ljósmyndavél sem skilar myndunum strax - kynnið ykkur jólatilboðið írá Polaroid. OLYMPUS XA OG XA2 sannkallaðar vasa- myndavélar - en nota samt 35 mm íilm- ur.Verðkr. 3,160 og 4,190.-m/Al 1 flassi. OLYMPUS OM2 ljósmyndavél sem á sér enga hliðstœðu. Frábœr vél á frábœm verði. Verð kr. 9,120 - með 50 mm 1.8 linsu og tösku. KONICA FS1 ljósmyndavól með innbygð- um sjálltrekkjara - vél framtíðarinnar. Verð kr. 9.190 með 40 mm 1.8 linsu / tösku. Auk þess AGVA myndavélar, leifturljós og slidessýningarvélar. - Ljósmyndabœkur — töskur — myndaalbúm — rammar - filmur - og íleira. - Sendum í póstkröfu. Gevafoto AUSTURSTRÆTI6, SÍMI22955

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.