Morgunblaðið - 18.12.1982, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 18.12.1982, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 67 Fræðsluþættir frá Geðhjálp: Lífsleiði Ég er einn af þeim sem fylgj- ast með og lesa fræðsluþætti Geðhjálpar í Morgunblaðinu, ekki vegna þess að ég hafi per- sónulega reynslu af geðsjúkling- um, en ég þekki nokkra sem eiga við vandamál að stríða sem koma fram á ýmsan máta. Því les ég þættina af áhuga. Mér hefur skilist að þeim sé ekki ein- ungis ætlað að vekja athygli á geðsjúklingum, heldur að vekja fólk til umhugsunar um það sem að gerast í kringum okkur og getur jafnvel haft áhrif á geð- heilsu manna, og er það vel. Ég vinn á fjölmennum vinnustað. Þar tel ég mig verða varan við mikinn leiða meðal vinnufélaga, lífsleiða, tjáskipti eru mjög litil, og stundum hef ég það á tilfinn- ingunni að lítið þurfi út af að bera til að allt springi í loft upp. Sjaldan er hlegið, og lítið gert af því að grínast; ef einhverjum dettur í hug að grínast, telur sá sem fyrir gríninu verður að verið sé að gera lítið úr sér og verður öskuillur. Getur það verið, að lífsgæðakapphlaupið valdi þessu? Menn vinni, sofi en gleymi að lifa. Eigum við íslend- ingar erfiðara með að láta í ljós tilfinningar okkar bæði í gleði og sorg en aðrar þjóðir? Gott væri ef Geðhjálp gæti fengið einhvern til að skrifa um þetta. Jafnvel væri gott ef til væru góð ráð varðandi samskipti manna á vinnustöðum. Ég þekki fólk sem bókstaflega þyrstir í kjaftasög- ur, svo eru aðrir sem nærast á því að segja slíkar sögur, helst eru sögurnar um, hver sé að skilja og hver heldur við hvern, og auðvitað er þetta allt frá fyrstu hendi, sumar sögurnar eru eins og hrollvekjur. Þegar þeir sem segja þessar sögur segja frá, lyftast þeir upp, líta í kringum sig með dularfullan svip, eins og til að athuga hvort allir séu nú ekki að hlusta. Flest- ar eru þessar sögur meiðandi fyrir aðila, og sjaldan er verið að tala vel um fólk. Ég man eftir því þegar ég var lítill drengur, að ef amma mín heyrði illa talað um fólk, tíndi hún alltaf fram það góða hjá þeim sem talað var um, og ef hún þekkti ekki við- komanda, sagði hún alltaf, hann eða hún getur ekki verið svona slæmur. Eg held að við gerum alltof lítið af því að sýna öðrum að okkur sé ekki sama um hvort fólk hafi það slæmt og líði illa. Ei^t lítið bros getur gert svo mikið, en við hlæjum alltof sjaldan. Mér er sagt að AA-sam- tökin eigi bækling sem þeir fara eftir, og heitir að ég held „10 sporin" eða eitthvað svoleiðis, og hefur hann breytt hugarfari margra. Er hægt að fá hann birtan í þessum þáttum? Mér hefur oft dottið í hug hverskonar tvískinnungur er í uppeldisað- ferðum hjá mörgum foreldrum, þeir kenna börnum sínum að vera þolinmóð, góð og segja satt, jafnframt að vera tillitssöm við aðrar manneskjur, þar á meðal gamalt fólk. Hjá mörgúm virðist siðan gleymast að rækta þessa sömu eiginleika hjá sjálfum sér, og virðast börnin vera farin að taka eftir þessum tvískinnungi foreldranna. Er ekki vert fyrir okkur að reyna svolítið að breyta þessu, lifa sjálf og hegða okkur í samræmi við það besta sem við kennum börnunum okkar? Nú líður senn að jólum, hátíð friðar og kærleika, þá efast ég ekki um að allar kirkjur verði yfirfullar af fólki, sumir komi til að hlýða á boðskap jólanna, en aðrir til að sýnast. Gæti það verið til að friða samvizkuna? því nú snýst allt um að kaupa og kaupa sem mest og dýrast, þó verð ég var við að margir eru þeir sem vilja breyta þessu, finnst þetta inn- antómt, og kvíða frekar fyrir jól- unum en hlakka til. Þetta fólk er hrætt við að breyta. Þessar hugsanir mínar, sem ég hef sett á blað, eiga ef til vill ekki heima i . fræðsluþætti Geðhjálpar, finnst ef til vill ein- hverjum, en ég læt mér það í léttu rúmi liggja. Ég hafði þörf fyrir að koma þessu frá mér, ef það á einhvern hátt gæti stuðlað að því að fólk færi að hugsa um þessa ókosti sem ég hef gert að umtalsefni. Ég óska enn eftir að Geðhjálp gæti fengið einhvern til þess að koma með skýringar á þeim ókostum manna sem ég hef nefnt. Ég er ekki gamall maður, rúmlega þrítugur, en þó verður sú hugsun æ sterkari hjá mér að eitthvað sé að í þessu þjóðfélagi, og það meira en lítið. Það getur verið að þetta sé svona hjá öðr- um þjóðum, en ég er íslendingur og mér er ekki sama hvernig fer fyrir okkur. Gallerí Langbrók með jólasýningu GALLERÍ Langbrók hefur opnað jólasýningu sína á Bernhöftstorfu, Amtmannsstíg 1. í frétt frá Gallerí Langbrók seg- ir að á jólasýningunni sé boðið upp á ýmsar tegundir listiðnaðar og myndlistar svo sem keramik, vefn- að, tauþrykk í metravöru, úrval af handþrykktum púðum, ýmiskonar fatnað úr leðri, handunnið gler og aðra sérunna muni, m.a. grafík eftir marga myndlistarmenn. Jólaéiafimar frá Heimilistækjiim ílásaranett G-7000 sjónvarps- leiktækið. Skemmtilegt leiktæki sem gefur fjölskyldunni óteijandi möguleika til dægrastyttingar. Golf, kappakstur. Samlokuríst fró Philips. Þú þarft ekki út f sjoppu til þess að fá samloku með skinku, osti og aspas. Sam- lokuristin á heima í öllum eldhúsum. Tunturi - þrek- þjálfunartæki. Róðrabátur, prekhjól, hlaupabrautir og lyftingatæki. Allt sem þarf til þrekþjálfunar í heimahúsum. (Jtvarpsklukkur frá Philips Morgunhanann frá Philips þekkja flestir. Hann er bædi útvarp og vekjaraklukka í einu tœki Hann getur bœ&i vakiÖ þig á morgnana meÖ léttri hringingu og músik og sídan svœft þig med útvarpinuá kvöldin. Morgunhaninn er fallegt tœki og gengur auk þess alveg hJjódlaust Brauðristir frá Philips eru mef) 8 mismunandi stillingum, efiir því hvort þú vilt hafa brauöid mikiö eöa lítiö ristad. Ómissandi viö morgunverdar- boröiö. Rafmagnsrakvélar frá Philips Þessi rafmagnsrakvél er tilvalinn fuUtrúi fyrir hinar velþekktu Philips rakvélar. Hún er þriggja kamba meðW bartskera og stillanlegum kömbum. Hún er nett og fer vel í hendi. KynniÖ ykkur aörar geröir Philips rafmagnsrakvéla. Hárblásarasett frá Philips er 700 W, meö fjórum fylgihlutum. Fáanlegt f þremur geröum. Philips kassettutæki. Hafa lengi verið vinsælar gjafir handa unglingum. Þau eru ekki síður áhugaverð fyrir afa og ömmu! Kaffivélar frá Philips hella upp á 2-12 bolla í einu og halda kaffinu heitu. Pœr fást í nokkrum gerðum, sem allar eiga það sameiginlegt að lagt, úrvals kafji. Teinagrill frá Philips býtmr upp á skemmtilega nýjvng í matargerö. Átta teinar snúast um element, sem grillar matinn Jljótt og vel Grilliö er auövelt í hreinsun ogfer ve[ á matboröi. fyrir rafhlödur, 220 volt eda hvort tveggja. Úrvalid er mikid, allt frá einföldum vasatœkjum til fullkomnustu stofutœkja. Ryksuga frá Philips. Lipur, þróttmikil Philips gaða- ryksuga með 850W mótor, sjdifvirkri snúruvindu og 36(P snúningshaus. ** Philips IVIaxim. Fullkomin og ótrúlega ódýr hrærivél með hnoðara, bland- ara, þeytara, grænmetiskvöm, hakkavél og skálum. r* fPhilips solariuntlampinn til heimilisnota. Fyrirferðalítill og þægilegur í notkun. Hárblásarar frá Philips fyrir alla fjölskylduna. Jólagjöf sem alltaf er í gildi l Handþeytarar k frá Philips j med og án stands. Priggja og fimm hraóa. Afar handhœgt og fyrirferðarlitið eldhústæki Þeytir, hrærir og hnoðar. Veggfestingar fylgja. Hljóðmeistarinn frá Philips. Geysilega kraftmikið ferða- tækt með útvarpi og kassettu- tæki, 2x2 DW magnara, tveimur 7 tommu hátölurum og tveeterum. Sannkallað tryllitæki! Gríllofnar frá Philips gera hversdagsmatimi að veislumat 1 þeim er einnig hægt að baka. Þeir eru sjálfhreinsandi og fyrirferðarlitlir. Sinclair pínutölvan. Frábær tölva með ótrúlegum möguleikum. Tilvalin leið inn í tölvuheiminn. -VA'dlili- Straujárn frá Philips eru afar létt og meöfœrileg. Þau eru meö opnu haldx, hitastilli og langri gormasnúru. Heymatólin frá Philips. Tilvalin jólagjöf handa unga fólkinu f fjölskyldunni. Heymartólin stýra tónlistinni á réttan stað! Vasadiskó frá Philips. Þeir hjá Philips em sér- fræðingar í framleiðslu hljóm- tækja sem ganga fyrir raf- hlöðum. Vasadiskóið er eitt þeirra. Fæst með eða án útvarps. Djúpsteikingapottur frá Philips. Tilvalinn fyrir frönsku kartöflurnar, fiskinn, klein- umar, laufabrauðið, kjúkling- ana, laukhringina, camenbert- inn, rækurnar, hörpufiskinn og allt hitt. heimilistæki hf Hafnarstraeti 3 — 20455 Sætúni 8 — 15655

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.