Morgunblaðið - 18.12.1982, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 18.12.1982, Qupperneq 46
94 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 Loksins til á íslensku Bókmenntir Siguröur Haukur Guöjónsson LKIKIK FYRIR ALLA Safnað af Niels E. Bindslev Myndir: Peter Sugar Þýðing: Sigurður Helgason 555 GATUR Söfnun annaðist Börge Jensen Myndir: Jörgen Clevin Þýðing: Sigurveig Jónsdóttir Setning og fdmuvinna: Korpus hf. ÞRAUTIR FYRIR BÖRN Werner Nielsen tók saman Myndir: Jörgen Lövgret, Flemming Aabech og Ole Werner Þýðing: Guðni Kolbeinsson Setning og filmuvinna: Korpus hf. Allar eru bækurnar prentaðar og innbundnar af Odda hf. Það er alltaf með nokkurri eftir- væntingu að ég opna bók frá nýju útgáfufyrirtæki. Hvað hefir það að bjóða? Er það stofnað til þess að auka fjölbreytni þess sem á bók er þrykkt, eða er það aðeins draumur útgefandans um að verða ríkur? Vaka hefir ekki valdið mér vonbrigðum með þessum bókum, heldur sannað mér að af henni sé mikils að vænta. Með bókunum er verið að svara þörf sem allir, er starfa með börnum og ungu fólki, hafa fundið til. Samkvæmisleikir og skemmtanir Ragnars Jóhann- essonar, sem út kom 1945, er löngu lesin til agna, og vægast sagt leitt til lengdar að þurfa alltaf að benda á erlendar bækur, þegar spurt er um hjálpargögn til fé- lagsskemmtana. Nú þarf þess ekki lengur, hafi Vaka þökk fyrir. Bækurnar eru gerðar í sam- vinnu við Politikens-útgáfuna í Kaupmannahöfn, þær þýddar, auknar og staðfærðar hér. Þýð- endum var mikill vandi á höndum, því danskir orðaleikir eru oft erf- iðir viðfangs, kímni þeirra fljót að fölna, ef hún er færð úr dönskum búningi. Eg fæ ekki betur séð en þýðendum hafi tekizt mæta vel, lesendum verði augljóst við hvað er átt, eða til ætlazt. Alltaf má deila um orð, leita annars betra. Dæmi: Hvað er líkt með barnapela og fíl? Svar: Þeir fæða báðir lif- andi afkvæmi. Hér hefði átt að velja sögnina næra. Á blaðsíðu 22 í Þrautir fyrir börn stendur undir mynd: „Hér er þjóð- garður sem skipt er í 49 ferhyrnda Kópavogshæli: Safnað til sundlaugar FORELDRA- og vinafélag Kópa- vogshæli.s hefur ákveðið að einbeita sér að því að safna fé svo Ijúka megi við sundlaug Kópavogshælis. Félagsfundur samþykkti, að það fé sem aflaðist með kaffisölu og flóamarkaði yrði notað til kaupa á hreinsitækjum til sundlaugarinn- ar og einnig, að rekstrarafgangur ársins 1981 og vextir af Auðar- sjóði renni til sama verkefnis. Til áframhaldandi söfnunar vegna sundlaugarinnar hefur fé- lagið ákveðið að stofna sérstakan gíróreikning og ennfremur eru í undirbúningi sérstakar fjáröflun- araðgerðir á næsta ári. Föt- Frakkar Finnsk föt, einhneppt og tvíhneppt — meö og án vestis. Mikiö úrval. Allar stæröir — Yfir- stæröir. Finnskir frakk- ar meö og án beltis. Efni kamelhár og ull, verö frá kr. 2.690. Föt frá kr. 2.950. Cashmere-treflar. Ullar- hanzkar, skinnfóöraöir. Nátt- föt — Náttfatasett. Sloppar og náttföt. Lloyd-skór. ★ Byford-peysur ★ Jeger-peysur ★ Van Heusen- skyrtur r Melka-skyrtur HERRADEILD r- AUSTURSTRÆTI 14 reiti." Ég margreyndi að koma auga á þjóðgarð en tókst ekki. Þetta er sparðatíningur og mál að linni. Prófarkir eru vel lesnar, og fyrirgefanlegar villur sem öllum ættu að vera ljósar, t.d. „Ekki þarf að taka fram, að hægt að snúa leiknum við þannig að dömurnar lýsi herrunum. (Bls. 56 í Leikir fyrir alla.) Mér telst til, að í bókinni Leikir fyrir alla séu 62 leikir, sem og bók- inni skipt í 7 kafla. Af þvi ætti öllum að vera ljóst, að úr mörgu er að velja, og þegar það er haft í huga, að allir eru leikirnir úrval samkvæmisleikja grannþjóða okkar, þá er óhætt að fullyrða, að þeir munu og veita þér og þínum ánægju. Þrautirnar fyrir börn eru 100 að tölu, og miða allar að því að skerpa athyglisgáfu skoðandans, lyfta honum þvi hærra í þroskans fja.ll. Gáturnar eru 555 eins og heiti bókarinnar gefur til kynna, flestar logandi af kímni. Það verður að teljast mikil nærgætni við þann er gáturnar leggur fyrir gesti sína, að svör eru prentuð neðst til hægri á hverja opnu. Þarf því aðeins að drjúpa höfði, svona eins og hugs- uðum er tamt, hafi gleymst, hverju svari skuli játa eða neita. Þessar bækur, þrjár, ættu að vera til á hverju heimili, og hafi Vaka innilega þökk fyrir að gera það kleift. Kópavogur: Kveikt á jólatrénu Sunnudaginn 19. desember 1982 kl. 15.00 verður kveikt á jólatrénu í Kópavogi. Tréð er gjöf frá Norrköp- ing, vinabæ Kópavogs í Svíþjóð, og hefur því verið valinn staður sunnan til á Borgarholtinu við Borgar- holtsbraut. Sænski sendiráðunauturinn, Esbjörn Rosenblad, afhendir Kópavogsbúum tréð og tendrar Ijós þess, en forseti bæjarstjórnar, Rannveig Guðmundsdóttir, veitir trénu viðtöku. Skólabörn syngja jólalög. Skólahljómsveit Kópavogs leikur. Jólasveinarnir koma í heimsókn. Þá verður opin sýning á graf- íkmyndum sænska listamannsins Ragnars Lindén á 4. hæð Félags- heimilis Kópavogs. Verður sýning- in opin á afgreiðslutíma bæjar- skrifstofanna og mun standa fram yfir hátíðarnar. Listamaðurinn Ragnar Lindén er frá Norrköping, vinabæ Kópavogs í Svíþjóð. Gódan daginn! Hér með tilkynnist, að Hlynur Sveinsson nafnnr. 640909-1152 er með botnlangabólgu Hann getur ekki komið til Barnaeyjarinnar. Virðingarfyllst Auður Sveins Hlynur Sveinsson er ellefu ára - og reyndar alls ekki meö botnlangabólgu. Mamma hans skrifaði heldur ekki þetta bréf. Hlynur býr hins vegartil sjúkrasögu, kemst undan því að fara í sumarbúðir á Barnaeyjunni og leggst í staðinn út í stórborginni Stokkhólmi. Barnaeyjan eftir P.C. Jersild er stórskemmtileg bók um barn - skrifuð fyrir fullorðið fólk. P.C. Jersild hefur fyrir löngu áunnið sér sess á meðal allra fremstu rithöfunda Norðurlanda. Hann hefur skrifað á annan tug bóka sem allar hafa hlotið frábærar viðtökur og er skemmst að minnast „Babels hus“ sem sló öll fyrri sölumet höfundarins. Barnaeyjan er tvímælalaust ein erfirminnilegasta skáldsaga P.C. Jersild og nú er hún komin út í íslenskri þýðingu Guðrúnar Bachmann. Ðarnaeyjan -skemmtileg og holl lesning fyrir alla þá sem hafa gleymt hvernig það var að vera barn í heimi fullorðna fólksins. Mál og menning

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.