Morgunblaðið - 19.12.1982, Síða 3

Morgunblaðið - 19.12.1982, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982 3 Andrés Sigurvinsson, Sigurjón Jóhannsson, Bríet Héðinsdóttir, Jón Þórar- insson og David Walters fylgjast með æfingu á Jómfrú Ragnheiði. Þjóðleikhúsið: Jómfrú Ragnheiður er jólaleikritið Jólaleikrit Djóðleikhússins í ár er Jómfrú Ragnheiður, í nýrri leikgerð Bríetar Héð- insdóttur á Skálholti Guð- mundar Kambans. Frumsýn- ing verður á annan dag jóla. Bríet er sjálf leikstjóri, leik- mynd og búninga gerir Sigurjón Jóhannsson, tónlistin er eftir Jón Þórarinsson, en hann hefur aukið töluvert við fyrri tónlist sína við verkið, segir í frétt frá Þjóðleik- húsinu. Lýsingu annast David Walters. Aðstoðarleikstjóri er Andrés Sig- urvinsson. Guðbjörg Thoroddsen leikur Ragnheiði Brynjólfsdóttur og kemur nú í fyrsta sinn fram í Þjóðleikhúsinu. Gunnar Eyjólfs- son leikur hans herradóm, Brynj- ólf biskup í Skálholti. Kristbjörg Kjeld er í hlutverki Margrétar konu hans, Hallmar Sigurðsson leikur Daða Halldórsson og er það frumraun hans á fjölum Þjóð- leikhússins. Helga Backmann er Helga í Bræðratungu, Hjalti Rögnvalds- son síra Torfi Jónsson, Þóra Frið- riksdóttir leikur skólaþjónustuna í Skálholti en Guðbjörg Þorbjarn- ardóttir og Árni Tryggvason leika hjúin. Auk ofangreindra koma fimm- tán aðrir fram í sýningunni. Gunnar Eyjólfsson og Guðbjörg Thoroddsen í hlutverkum Brynjólfs biskups og Ragnheiðar dóttur hans. Lokiö við hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði nNÚ ER þetta allt tilbúið, eins og ráðgert var fyrir rösklega hálfu öðru ári og iðnaðarmennirnir hafa unnið hér stanzlaust í tvo sólar- hringa til þess að svo mætti vera,“ sagði Pétur Sigurðsson, formaður Sjómannadagsráðs, í samtali við Mbl. á föstudag, en þá luku iðnað- armenn við frágang á matsal starfsfólks og setustofu í hjúkrun- ardeild Hrafnistu í Hafnarfirði. í hjúkrunardeildinni geta verið 88 vistmenn og sagði Pétur: „Það er allt þegar fullt og ógnarlangur biðlisti." Lokaáfanganum fagnað. Morgunhlaöiö KOE Seltjarnarnes: Kveikt á jólatrénu í DAG kl. 16.00 verður kveikt á jóla- leikur og Kiwanis-menn skjóta tré sem Kiwanisklúbburinn Nes gef- flugeldum. ur Seltjarnarnesbæ. Tréð mun standa i Snægerði við Lúðrasveit Tónlistarskólans Lindarbraut. itt frábærasta tónverk allra tíma komið út í fslenzkri heildarútgáfu M ATTHEUSAR - PASSIA fYRSTI HElLOARFLUTmriGUR Á ÍSLANDI @ ArMÆUSÚTQÁFA PÓLÝFÓrfKÓRIMft 25 ÁR um 320 flytjendur á 4 LP-hljómplötum Stórviðburður í íslenzkri menningu, safngripur og valin gjöf handa öllum sem unna fagurri tónlist. A Vivaidi J S Bach © i.F HANDEL Munið einnig eldri hljóðritanir Pólýfónkórsins, frœgra ein- söngvara og hljómsveitar undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar, sem senn verða ófáanlegar: Frábær tónverk í vönduðum flutningi fyrir gjafverð til góðra gjafa. Enginn, sem fylgist með íslenzkri tónlist lœtur þessar plötur vanta í safn sitt. Polyfonkorinn FÆST í HLJÖMPLOTUVERSLUNUM OG FERÐASKRIFSTOFUNNI ÚTSÝN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.