Morgunblaðið - 19.12.1982, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.12.1982, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982 a DRormwei UMSJÓN: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Gunnar Haukur Ingimundarson Séra Ólafur Jóhannsson 99 Fólk hér er mjög velviljað kirkjunni u Oft heyrast þær raddir, að of margir prestar séu á íslandi; þeim mætti að skaðlausu fækka, enda geri þeir margir flest annað en að sinna kristilegu starfi og kirkjulífi. Sjálfsagt fer athafnasemi presta eftir ýmsu, eins og gengur og ger- ist um alla menn. En okkur fannst ekki úr leið á aðventunni að slá á þráðinn til eins einangraðasta prests á íslandi og spyrja hann um safnaðarstarfið i sínu prestakalli. Fyrir valinu varð sr. Kristinn Ág- úst Kriðfinnsson á Suðureyri við Súgandafjorð. Og hann byrjar: „Ég bý við þau forréttindi, að þjóna aðeins einni sókn. Og þótt hér séu tvær kirkjur, á Suður- eyri og Stað, fer langmest af starfinu fram á Suðureyri, því Staðardalur er að mestu kominn í eyði. Annan hvern sunnudag er almenn gúðsþjónusta í Staðar- kirkju. Kirkjusókn er mjög góð. Ætla má, að fimmtungur íbúa Suðureyrar yfir 15 ára aldri sæki þær að jafnaði yfir vetur- inn. Hinn sunnudaginn á móti eru barnaguðsþjónustur og bæna- guðsþjónustur. Flest börn á staðnum á aldrinum undir 12 ára sækja barnaguðsþjónusturn- ar, oft u.þ.b. 80 börn. Auk þess koma alltaf einhverjir foreldrar með börnunum. Einstaka sinn- um höfum við reyndar fjöl- skylduguðsþjónustur. Bænaguðsþjónusturnar byggj- ast upp á stuttri ræðu um bæn- ina, tilbeiðsluna og traustið til Guðs, og bænagjörð. Þar eru bæði fluttar almennar bænir og þá er hljóð fyrirbænastund. Þótt fáir sæki þessar bænaguðsþjón- ustur, eru þær mjög uppbyggi- legar og flytja með sér endur- næringu trúarlífinu. Ætli flestir geri hvort eð er ekki of lítið af því, að eiga hljóða stund með Guði í önn daganna." En hvað gerist þá milli sunnudaga? „Eigum við ekki að byrja á æskulýðsstarfinu? Ég er að gera tilraun í fermingarundir- búningnum núna. I stað viku- legra tíma, hef ég þrisvar yfir veturinn tveggja vikna námskeið með 3—4 tímum á viku. Hvert námskeið endar á einhverju ákveðnu verkefni, t.d. endaði eitt um daginn á undirbúningi fjöl- skylduguðsþjónustu. Það háir hins vegar Æsku- lýðsie.. jiru, á staðnum, að hér endar L’.ó.inn á 8. bekk. Efiir það þurfa unglingarnir að sækja annað til náms, og því eru for- sprakkar æskulýðsfélagsins til- tölulega ungir. En það félag heldur hálfsmánaðarlega fundi, sem byrja og enda með helgi- stund, en þess á milli hafa krakkarnir eitthvert afþrey- ingarefni." Eru einhverjar nýjungar hafnar eóa á döfinni? „Já, ég er að þreifa mig áfram í þeim efnum. Ég óttast, að kirkjan sé hætt að ná til fólks Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson með sama hætti og e.t.v. áður, því boðmiðlar hennar eru sumir almennt viknir fyrir öðrum nýrri. Vikulega hengi ég veggspjöld við hlið auglýsinga í Félagsheimilinu, til þess að vekja athygli á boðskap texta næsta helgidags á eftir, ásamt bænarefnum. Yfirskrift þessa veggspjalds er: Til umhugsunar. Ég er að byrja með mánaðar- lega fræðslufundi, þar sem fjall- að er um ýmis efni er tengjast kristinni trú og lífi manna, svo sem messuna, dauðann og fjöl- skylduna. Þá stefni ég að því að stofna n.k. biblíuleshóp, sem hittist reglulega til íhugunar um efni úr Ritningunni." Hvernig er ástatt í tón- listarmálum kirkjunnar? „Hér hefur lengst af verið blómlegt kirkjukórsstarf. Sigríð- ur Jónsdóttir var organisti hér. Hún var frábær tónlistarmaður og einstaklega áhugasöm um kirkjuna. En hún flutti héðan í vor og það var mikill missir. Fyrst eftir það komst los á í þessum efnum. En nú hefur Sveinbjörn Jónsson, ungur mað- ur hér á staðnum, tekið að sér tónlistarmálin. Annars er í athugun að kaupa hingað pípuorgel og stofna hér tónjistarskóla. Þá gæti sami maðurinn verið hér organisti og skólastjóri tónlistarskólans." En hvað finnst þér um tengsl kirkjunnar við al- menning? „Við reynum að halda þeim í lagi. Safnaðartíðindi hafa komið út. Framvegis verða þau á bak- síðu „Víðförla", sem „Skálholt" gefur út. Fólk hér er mjög velviljað kirkjunni, og mér hefur verið vel tekið hér. En prestur og söfnuð- ur þurfa alltaf einhvern tíma til þess að komast í takt hvor við annan. Ég vil nefna sem dæmi um velvild til kirkjunnar, að menn hafa gefið rausnarlega í pípuorgelsjóð. Þá vil ég nefna, að kirkjan er aðili að samstarfsnefnd um öldr- unarmál, ásamt ýmsum líknar- félögum á Suðureyri. Sú nefnd hefur „opið hús“ í féiagsheiminu mánaðarlega. Þannig tengist kirkjulegt starf beint öðru sem er að gerast í samfélaginu." Að lokum, sr. Kristinn, hver er jólaóskin? „Ég vildi óska þess, að kirkjan og starf hennar yrði meiri áhrifavaldur í lífi manna al- mennt. Að trúariðkunin yrði ekki í jafn ríkum mæli eins og eitthvert sérstakt svið lífsins, heldur samtengdist öllu daglegu lífi manna og hefði áhrif á það. Slík kristin trú, sem gagntekur líf manna, er okkur nauðsynleg, sem einstaklingum og sem þjóð- félagi." Hefðbundin jól? Það er löngu liðin sú tíð, að umst við Jesúbarnsins sem þess menn hér á landi unnu nótt sem frelsara er Biblían boðar okkur nýtan dag við tóvinnu og prjónaskap við dygga fylgd svokallaðra vökustaura. Keppst var við vinnuna síðustu dagana fyrir jól, til þess síðan að selja afurðirnar í kaupstað og vera skuldlaus um áramót. Það eru breyttir tímar, en við Ijúkum samt öll okkar dags- verki, sum miklu meira en það. Allt þarf að vera fínt og fágað áður en jólin ganga í garð. Við stefnum að því að gleðja hvert annað með gagnlegum gjöfum og gerum okkur dagamun í matargerð. Gott þykir svo að eiga ærlega hvíld frá daglegu amstri rétt yfir hátíðarnar. Mörgum þykir almennilegt jólahald þó ekki renna upp fyrr en gengið hefur verið til aftan- söngs á aðfangadagskvöld. Þar á eftir eiga menn ánægjulega friðarstund í faðmi fjölskyldu sinnar eða vina. Sagt er að jólin séu hátið barnanna, e.t.v. vegna þess, að þá minnumst við litla Jesú- barnsins, syngjum því lof og hrífumst af fagurri frásögn um engla, hirða úti í haga að gæta fjár síns og vitringa sem færðu því gull, reykelsi og myrru. Við sjáum fyrir okkur hamingju- sama móður með nýfætt barn sitt. Er það allt og sumt? Minn- umst við helst hefðbundinna glansmynda af fallegu barni í hrörlegu fjárhúsi? Eða minn- að sé sonur Guðs — Immanúel — að Guð sjálfur sé hér mitt á meðal okkar og ekki bara á jól- um, 24.-26. desember ár hvert, heldur alla daga lífs okkar? Jólin eru hvíldar- og frítími fyrir allflesta. Notum við þann tíma til þess að uppbyggjast í (barna)trú okkar á frelsarann Jesúm? Á mörgum heimilum er það góður siður að sameinast í faðmi fjölskyldunnar til þess að lesa sameiginlega í orði Guðs og biðja saman — sökkva sér í þann ríkdóm náðar og friðar sem slíkt veitir ómælanlega. Samfélagið við Jesúm er ekki bara gamll vani — afleiðing af fagurri sögu um lítið jólabarn, heldur daglegt líf, lifað sönnum friði í sátt við Guð og menn. Hefurðu annars gælt við þá hugmynd, að allir menn gætu lifað í sátt og samlyndi hver við annan og við Guð? Eflaust hefur þú heyrt getið um hinn forna íslenska sið í tíð vökustaura, að lesa húslestra á síðkvöldum. Hvernig væri að endurvekja þennan ágæta sið, andaktsstund, í faðmi fjölskyld- unnar og byrja á aðfanga- dagskvöld. Það þarf ekki að vera langur kafli sem lesinn er hverju sinni. (Annars staðar á síðunni er skrá um heppilegan „dagsskammt".) Eftir lesturinn getur fjölskyldan rabbað saman um efni kaflans. Við höidum nú sérstök „frið- arjól". Hefjum þann frið okkar á milli innan veggja fjölskyld- unnar og stöndum saman um að flytja þann frið áfram út til fólksins sem við umgöngumst dags daglega. Notum þessi jól einnig fyrst og fremst til þess að finna þann frið sem Drottinn Jesús (þessi sem eitt sinn lá í jötu) segir um: „Frið læt ég eftir hjá yður, minn frið gef ég yður; ekki gef ég eins og heimurinn gefur. Iljarta yðar skt lfi.st ekki né hræðÍNt." Jóh. 14.27. Biblíulestrar vikuna 19.-25. des. Sunnudagur 19. des.: Mánudagur 20. des.: l>riöjudagur 21. des.: Miðvikudagur 22. des.: Fimmtudagur 23. des.: Föstudagur 24. des.: Laugardagur 25. des.: Jóh. 1:19—28. Efesusbr. 6:1—9. Efesusbr. 6:10—24. Davíðssálmur 62. Davíðssálmur 63. Jóh. 1:1—14. Jesaja 9:1—7. Á ég að minnka? Orð guðspjallsins í dag snerta okkur eflaust, eins og raunar ævinlega, á mismun- andi hátt. Það fer sjálfsagt eft- ir skilningi okkar á trúarlífi kristins fólks, eftir skapgerð okkar og þeim aðstæðum, sem við lifum við einmitt núna á þessari aðventu. Sumum okkar er það ögrun að eiga að minnka, ögrun við dugnað, framtak og framsækni. Öðrum okkar er það kærkomið skjól, huggun í aðstæðum, þar sem okkur finnst við smágerð. En ég hygg að þær aðstæður komi í lífi okkar allra að það verði 4. sunnudagur í aðventu Jóh. 3.22-36 okkur ýmist erfitt eða huggun- arríkt að eiga að gera lítið úr sjálfum okkur til þess að Krist- ur fái að komast að. Það getur orðið okkur öllum erfitt að láta af okkar eigin vilja, jafnvel okkar eigin rétti, til þess að ekki falli blettur á kirkjuna eða málstað kristn- innar. Stundum getur það valdið okkur þungri baráttu við efasemdir. Við spyrjum sjálf okkur í hverju tilfelli: Geri ég Krist mikinn með því að láta af rétti mínum eða vilja mínum, eða geri ég Krist mik- inn með því að halda fast við mitt? Því það getur líka verið rétt að það getur orðið þung ábyrgð að axla. Fólk Krists hefur það verk- efni að aga sjálft sig, styrkja og bæta og fegra sína eigin skapgerð. Það hefur líka það verkefni að byggja upp kirkj- una, vinna að útbreiðslu Guðs- ríkis. Stundum virðist okkur þetta fara illa saman en á öðr- um stundum finnst okkur þar undursamlegur samhljómur. Við, sem erum fólk Krists, munum alltaf verða að þola þungann af innri baráttu og ytri erfiðleikum í útbreiðslu trúarinnar. En við munum líka fá að finna hina óviðjafnanlegu gleði þeirra, sem heyra rödd Krists i hjarta sínu. Guð gefi okkur góðar hugsanir og frið í störfum okkar á þeim aðventu- dögum, sem enn eru til jóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.