Morgunblaðið - 19.12.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.12.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982 25 Betra er berfættur en brókar- laus að vera, sagði maðurinn í stíl við nútíma frjálsa notkun á málsháttum. Svo fór hann út og keypti jólabuxurnar. Fer því ekki í jólaköttinn. Ekki þurfum við, þessi íhaldssömu á máls- hætti, heldur að fara í köttinn þann. Enginn þarf bókarlaus að vera um þessi jól. Ólyginn sagði mér að hátt i 500 bókum hefði verið hespað af og látnar á þrykk út ganga í jólamánuðinum. Hver bók fær vitanlega sitt pláss með mynd í fréttum blaðanna og gagnrýnendur renna léttilega gegnum 400—500 bækur. Verða að gera það. Annars er allt ónýtt. Gert ráð fyrir að flest séu þetta einnajólabækur, prúðbún- ar að utan og skrautlegar sem vera ber, í stil við hana Gunnu á nýju skónum í jólavísunni eða jólatréð með glitkúlunum. Það hefur fleiri kosti en að vera jóla- legt. Þá getur bókin líka prýtt bókahillur í áratugi. Um æskilega endingu á bókum eru skoðanir skiptar. Breska skáldið Emmerson hefði fallið vel að íslenzkum venjum. Hann sagði að aldrei ætti að lesa bók eldri en ársgamla. Aftur á móti vildi bandaríska skáldið Ezra Pound halda því fram að bók- menntir væru fréttir sem héldu áfram að vera fréttnæmi. Báðir hafa þeir lifað af í sínum verk- um. Hve mikið af jólabókunum í ár skyidi nú lifa af og koma aft- ur fram úr bókahillum utan hreingerningatíma á vorin? Vilhjálmur Hjálmarsson sagði mér sem við stóðum á vængnum á varðskipi á leið inn Mjóafjörð, að eitt sinn hefði verið samþykkt í stjórn bókasafnsins á staðnum að kaupa ekki framar bók eftir unga rithöfundinn Halldór Kilj- an Laxness, sem þá olli mikilli ólgu meðal þjóðarinnar. Það var slæmt, sagði ég. — Ég var bóka- vörður og lét eins og ég vissi það ekki, svaraði Vilhjálmur kíminn. Þessvegna á nú þetta litla bóka- safn í Mjóafirði dýrmætar frum- útgáfur af öllum fyrri bókum Nóbelsskáldsins. Gáruhöfundur á sinn jólamat óetinn og sínar jólabækur að mestu ólesnar. Og nú er ekki einu sinni hægt að hlakka til drjúgrar helgar til bókalesturs milli jóla og nýárs. Því verður vel að vanda til vals á lestrarefni úr þessu 400—500 bóka fram- boði. Þá koma auglýsingarnar í góðar þarfir. Mark heitnum Twain þótti fréttin um lát sitt obbolítið ýkt. Kannski er engin goðgá að segja að sumar jóla- bókaauglýsingarnar séu dulítið ýktar. Ekki þó allar. Væri til dæmis ekki erfitt að gera meira krassandi lýsingu á jólabókinni, sem ég greip niður í uppi á Borg- arbókasafni, er nýjar bækur dagsins voru að koma inn? Sag- an sú gerist einmitt þarna í Þingholtunum. Morðinginn snýr upp á hálsinn á konunni, sér hníf og rekur í hana og er vandlega lýst hvernig hann snýr og ristir upp úr sárinu og blóðið spýtist. Höfundurinn, sem er erlendur, þekkir vel sögusviðið á íslandi, að sagt er, enda veit hann að viðbrögð hinnar myrtu eru ein- mitt einkennandi fyrir íslenzkar konur. En bókin sú er í end- ingargóðu bandi og vönduðu eins og allar hinar jólabækurnar. Enginn ódýr pappírskiljufrá- gangur þar. Ætti lengi að end- ast. Ég greip upp aðra bók á vagn- inum. Engin ofbeldisbók það. Hefðbundin þjóðleg æfisögu- kippubók. í upphafi lýsir höf- undur því yfir að ekki fylgi þessu margra binda verki nafnaskrá, eins og lofað hafi verið, því ekki vannst tími.til að vinna hana í tæka tíð. í tæka tíð fyrir hvað? spyr ég eins og kjáni. Fyrir jólin vitanlega. Jólunum verður ekki frestað, hvort sem innihaldið í bókinni er tilbúið eða ekki. Hún verður auðvitað að koma út, burt séð frá því. Aldous Huxley reyndi að skilgreina hver væri höfuðmun- urinn á bókmenntum og lífinu. Sagði að í bókum væri hlutfallið milli þess sem er sérstætt og þess alvanalega hátt, en í raun- veruleikanum væri þetta hlutfall mjög lágt. Ég er nú svo illa þenkjandi að ég vona að þetta eigi við um frásögnina af morð- inu á konunni í Þingholtunum. Æviminningar skipa sem oft áður veglegan sess í bókaflóðinu fyrir jólin. Mest hin hefðbundna íslenzka tegund af æfisögum, þar sem söguhetjan segir söguna frá eigin sjónarhorni. Ýmist skráir sjálf eða skrásetjari tekur hana upp á band eða vélritar hana. Aðstandendur, kunningjar eða óvildarmenn koma þar hvergi nærri, sem betur fer. Söguhetjan verður svo miklu geðfelldari þannig. í grein, eftir bandaríska höf- undinn Tom Wolfe um bók- menntir, segir: „Æfiminningar hafa alltaf verið svo vinsælar, vegna þess að maður fær þar all- an spenninginn og skemmtunina , sem er að fá í skáldsögu og samt veit maður eða heldur a.m.k. að þetta sé satt.“ Hér í fámenninu á þetta ekki síður við um raunsæ- isskáldsöguna. Maður getur þá a.m.k. ímyndað sér að maður þekki skúrkinn í bókinni. í rit- dómi fyrir fáum dögum sá ég að gagnrýnandi einn kann vel að meta slíka kosti. Hann sagði eitthvað á þá leið að beðið hefði verið með ofvæni þegar von var á forvitnilegri skáldsögu úr stjórnarráðinu, meira að segja kannski „heimildarskáldsögu", því þá gæti ýmislegt forvitnilegt komið upp úr kafinu. Þar yrði kannski öllu því skrýtna í kýr- haus stjórnarráðsins flett í sundur. Én svo urðu menn bara fyrir vonbrigðum. Líklega þekk- ist enginn skúrkur þar. Svona er beðið eftir jólabókunum með mismunandi væntingum. Eina jólabókina er ég þó búin að lesa vandlega — enda skít- pliktug áður en ég færi í viðtal um hana. Það er viðtalsbók við samferðafólk Einars Benedikts- sonar. Viðtalið við Ragnar Jóns- son hrl., sem 1947 gerði upp Títan-fossafélagið, las ég ein- mitt í þann mund sem rifist var mest í blöðum og sjónvarpi um álverksmiðjuna og raforkusöl- una til hennar. Og hringir tóku að gára og stækka í hugskotinu. Títan-félagið var stofnað á fyrri heimsstyrjaldarárunum til að virkja fossaafl Þjórsár og til stóriðjureksturs í því sambandi. Málið var sett í milliþinganefnd 1917-19 og fékk ekki af- greiðslu. íslendingar sáu að þeir hefðu sjálfir takmarkað fé og urðu vitanlega hræddir við út- lendingana, Norðmennina. Um það hitamál var rifist í opinberri umræðu árum saman. Sérleyf- isbeiðninni var ekki ansað og hið mikla hlutafé eyddist upp. Þegar Ragnar Jónsson hrl. gerir þetta svo upp 30 árum síðar og fer í gegnum skjölin, sér hann að hér hefur verið mjög alvarlega til verka gengið, vandlega gengið frá öllum réttindum, og skjala- gerð og þinglýsingum öllum. Hver blaðsnepill þinglesinn sem nálægt þessu kom. Skortur á dirfsku og sjálfstrausti kostaði okkur meira en hálfrar aldar seinkun á fyrstu virkjunum. Sumar ókomnar enn. En gaman er að lesa á jólum um ævintýrið sem hefði getað orðið satt! rúmlega 13 m.kr. upp í tæplega 272 m.kr. hjá einstöku ráðuneyti. „Hér er ýmist um að ræða fjár- veitingar vegna rangra verðlags- forsendna eða beinna ákvarðana sem ríkisstjórnin tekur án heim- ildar Alþingis", segir í nefndar- áliti sjálfstæðismanna í fjárveit- inganefnd um fjárlagafrumvarpið. Gagnrýnin á fjárlagagerð kom- andi árs byggist og ekki sízt á því, að enn séu kolrangar verðlagshug- myndir lagðar til grundvallar fjárlagagerðinni. Því er jafnvel haldið fram, að ef tekið sé mið af stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í þjóðhagsáætlun hennar fyrir árið 1983, þá vanti heilan milljarð nýkróna til að endar náizt saman á árinu! Meginmálið er, að hér sýnist framkvæmdavaldið í vaxandi mæli setja upp eigin fjárlög, til hliðar við fjárlög þingsins, og framhjá fjárveitingavaldinu. Ekki er lengur um það eitt að ræða að verðbólga fari fram úr ráðgerðri verðlagsþróun í fjárlagafrumvarpi — þó það gerizt rækilega — held- ur annað og meira, sem erfitt er að réttlæta. Geir Gunnarsson, formaður fjárveitinganefndar og flokksbróðir fjármálaráðherra, taldi og, að hér þyrfti að skipa málum á annan veg, m.a. með nýj- um starfsháttum fjárveitinga- nefndar þingsins, svo fjárveitinga- valdið héldi hlut sínum og gæti komið við nauðsynlegu aðhaldi. Ríkisstjórnir ganga ekki ein- ungis á löggjafarrétt Alþingis með tíðum bráðabirgðalögum, sem dæmin sanna, heldur ekki síður rétt þess sem handhafa fjárveit- ingavaldsins. Allt undir því „vöru- merki", að „verið sé að bjarga virðingu Alþingis"! Jól— hvað spannar það orð? Jólin ber upp á helgi að þessu sinni. Aðfangadagur er á föstu- dag. Mánudagurinn næsti er venjulegur vinnudagur. Þetta verða því hvorki litlu né stóru brandajól. Það á þó ekkert skylt við „kreppuna", sem sumir segja að grúfi yfir okkur, að jólin eru í styttra lagi. Það hefur enginn af þeim klipið, eins og verðbótum í desemberlaun, heldur er þetta eðlilegur gangur tímans — og vinnst upp þótt síðar verði. Hvað eru jólin okkur sem lifum þau á því herrans ári 1982? Við eigum það sameiginlegt með þeim sem fyrstir námu þetta land, heiðnum forfeðrum okkar, að fagna þeim áfanga á hringrás árs- ins, að dag tekur senn að lengja á ný, sól að hækka á lofti. Við fögn- um því að skammdegið, myrkrið og kuldinn eru að kortleggja skipulegt undanhald. Sól og sumar eru í sjónmáli. Við þurfum að vísu að þreyja þorrann og góuna áður en gróandinn í umhverfi okkar gleður auga. En það er auðveldara að standa af sér hregg og hríð þeg- ar vitað er til hvers er að bíða. Þó hvort tveggja komi til, að við erum ekki jafn háð tíðarfari og árferði og áður, vegna breyttra þjóðlífshátta, hvað atvinnulíf, húsnæði og alla aðbúð varðar, sem og það, að vetraríþróttir eru þús- undum gleði — og heilsugjafi, hlýtur vorboði, eins og jólin eru í dimmasta skammdeginu, samt að ylja fólki á ströndu hins yzta hafs. Jólin eru meira en fyrsti vor- boðinn. Þau eru fjölskylduhátíð. Erill hvunndagsins, brauðstrit og lífsbarátta fólks á líðandi stund valda því, að skyldulið heldur ekki hópinn sem tíðkaðist með fyrri kynslóðum. Fjölskylduböndin eru lausknýttari, því miður, og sam- heldnin minni en áður gerðizt. Jól- in færa vini og ættingja saman. Þau gefa fólki lag í ölduróti sam- tímans til að sjást, blanda geði og efla vináttu. Það er mikils virði. Vinátta, hlýhugur, tryggðabönd, — eru ljós og vegvísar í skamm- degi mannlífsins. Við þurfum að virkja sjálf okkur sem orkugjafa þessara ljósa, er varpa birtu fram á veginn. Það er jákvæð íhalds- semi að hyggja að fornum dyggð- um. Skrifandi um skyldulið kemur í hugann fullyrðing gengins sam- ferðamanns og viðmælanda, þess efnis, að flestir íslendingar væru skyldir í fimmta lið. Skyldleikinn væri nánast öruggur þegar kæmi að þeim áttunda. Sjálfsagt hefur einhver skotið fjær marki. Við er- um að tölunni til eins og íbúar einnar götu í margmilljónaborg. Og við eigum mun meira sameig- inlegt en hitt er sundur skilur, þjóðerni, tungu, þjóðarbúskap og margvísleg lífshagsmunamál. Það er ekki út í hött að tala um þjóðar- fjölskyldu. Það skyldi því enginn gera litið úr kjörorðinu stétt með Stétt. Fyrst og síðast eru jólin þó kristin hátíð. í veröld þar sem margt veldur vá — og þá fyrst og fremst sambúðarhættir þjóða og mannkyns — eigum við engu að síður siðfræði og kærleiksboðun, þ.e. vegvísi, sem leitt getur okkur sem heild og einstaklinga í frið- arhöfn. Hvort við hlíðum því kalli skal ósagt látið. En ljósið skín í myrkrinu, jólaljósið, Jesúbarnið. í skammdegi vetrar eru jólin vin í eyðimörk. Hvort sem trúar- vissan býr í brjósti okkar eða bara trúarneisti eins og er um mörg okkar, þá er hún eða hann lífsfyll- ing, fagnaðarefni. Þessvegna höld- um við gleðileg jól, gleðjumst og reynum að gleðja aðra. Fáir eru þeir sem ekki leita kirkju sinnar a.m.k. um jólin. Og þó við, sum hver, gefum henni minni gaum í annan tíma, mynd- um við engu að síður bregðast skjótt við ef að henni væri vegið — eða ef taka ætti hana frá okkur. í þjóðfélögum þar sem ríkisvaldið snýst gegn kirkjunni slær fóikið skjaldborg um hana. Kirkjan í Póllandi býr engu síður í hjörtum fólksins en fögrum byggingum. Við köllum kirkju okkar þjóð- kirkju. Það segir í rauninni það sem segja þarf um hug okkar til hennar, þrátt fyrir sýndar kæru- leysi á stundum. Sjálfsagt eru skiptar skoðanir um, hvað orðið jól spannar. Það spannar í raun hjá hverjum og hverri það sem hann eða hún læt- ur það ná yfir. Hvarvetna er þó hiýhugur og innri gleði í hugtak- inu. Jafnvel þó hvorki séu litlu né stóru brandajól!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.