Morgunblaðið - 19.12.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.12.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982 Níræðisafmæli: Jón Þorstemsson bifreiðarstjóri Níræður er í dag, 19. desember, Jón Þorsteinsson, bifreiðastjóri, Langholtsvegi 18, Reykjavík. Jón er fæddur að Stóragerði í Hvolhreppi, en ólst upp að Laug- ardalshólum í Laugardal. Jón fluttist til Reykjavíkur árið 1918 og hefur átt þar heima síðan. Jón stundaði lengst af bifreiða- akstur á vörubílum, og er með elstu bifreiðastjórum landsins, tók ökupróf 1919 og er með skírteini nr. 274. Jón var einn af stofnend- um Vörubifreiðastöðvar Reykja- víkur, og stundaði akstur ýmist á eigin bílum eða hjá öðrum. M.a. ók hann efninu í Rafstöðina við Ell- iðaár, árið 1921, fyrir Jón Þor- láksson. Árið 1940 réðist Jón til Vega- gerðar ríkisins þar sem hann starfaði æ síðan, eða þar til hann lét af störfum vegna aldurs 1972. Síðustu árin var Jón við af- greiðslustörf hjá véladeild Vega- gerðarinnar í Borgartúni. Jón kvæntist árið 1921 Guðrúnu Jóhannsdóttur, úr Reykjavík. Þau hjón eignuðust tvö börn, Unni og Jóhann Gunnar. Konu sína missti Jón 1979. Jón er mikill gæfumaður, og vinsæll meðal félaga sinna, ogger- ir sér far um að halda gömlum tengsium með því að heimsækja reglulega sinn gamla vinnustað. Jón er óvenjulega vel á sig kominn þrátt fyrir háan aldur, og fer allra sinna ferða einn og óstuddur þeg- ar honum býður svo við að horfa. Hann lét mig heyra þessa vísu þegar ^ég álpaðist til að spyrja hvernig honum liði: „Lífid allt er unaður, ef éjf rétt má lifa. I»að er mikill unaður, að mega sjá og skrifa." Jón er trúmaður góður, og þakk- ar það hollum vættum að hann hefur sloppið við allan krankleik í sínu lífi og aldrei orðið fyrir óhappi á tæpum 60 ára aksturs- ferli sínum, en seinast ók hann bíl 88 ára og valdi sér þá Sprengisand sem akstursleið. Jón hefur tekið þátt í félagsmál- um eftir því sem hann hefur haft tök á, var í mörg ár í stjórn Reykvíkingafélagsins. Einnig var hann stofnandi Starfsmannafé- lags vegagerðarmanna, og er þar heiðursfélagi. Jón er mikill bóka- maður, og er bókasafn hans meira að gæðum en stærð. Jón var vörubifreiðastjóri hjá föður mínum, Jónasi Magnússyni í Stardal, í fjöldamörg ár, og vil ég færa honum heillaóskir fyrir ára- tuga vináttu við mitt fólk. Sömu- leiðis sendir Starfsmannafélag Vegagerðarinnar honum innilegar hamingjuóskir með afmælið. Eyvindur Jónasson Níræðisafmæli: Jóhannes Bogason frá Brúarfossi Ég get ekki látið hjá líða að senda mínum góða vini smá af- mæliskveðju á þessum merku tímamótum. Það var sumarið 1966 sem ég sá þennan heiðursmann fyrst. Ég fór sem ráðskona við Hítará þetta sumar og mun seint gleyma því þegar hann kom ríðandi heim til sín frá því að fara með póstinn um héraðið, en það hafði hann með höndum í áraraðir. Hann var tígulegur og vel klæddur, með sinn fallega svip og yfirbragð þegar hann kom og heilsaði mér og bauð mig vel- komna. Með okkur bundust mikil vin- arbönd og kom hann oft niður í hús til mín í kaffisopa og var þá allræðinn. Það var gaman að hlusta á hann segja frá og má segja að hann hafi verið mjög fróður um marga hluti og minnugur með afbrigðum. Ég efast ekki um að hann muni tímana tvenna og hafi þurft að takast á við marga erfiðleika eins og tíðkast um þetta aldamótafólk. Ég kann ekki að rekja æviferil þessa sómamanns, enda ekki ætl- un mín þar sem þetta er bara fá- tækleg afmæiiskveðja. Jóhannes er fæddur 19. desem- ber 1892 að Brúarfossi, Mýrasýslu. Foreldrar hans voru Bogi Th. Helgason, bóndi að Brúarfossi og Guðbjörg Jóhannesdóttir. Jóhann- es tók við búi foreldra sinna árið 1928 og var Soffía systir hans bústýra hjá honum þar til árið 1960 að hann kvæntist Margréti Þorvaldsdóttur frá Skálanesi í Hraunhreppi. Konu sína missti hann 19. apríl 1969. Soffía systir hans flutti til Reykjavíkur, en var hans stoð og stytta á sumrin meðan hennar heilsa entist. Einnig voru alla tíð á heimilinu, Teitur bróðir hans, og bróðurson- ur, Bogi Helgason, sem nú er tek- inn við búinu. Fyrir um það bil þrem árum fór Jóhannes á Dvalarheimili aldr- aðra í Borgarnesi, þar sem hann dvelur nú ásamt systur sinni. Hann missti sjónina fyrir nokkrum árum og er orðinn all heilsuveill hin síðari ár. Ég get ekki annað en þakkað forsjóninni fyrir að hafa kynnst Jóhannesi. Betri vin er ekki hægt að hugsa sér og hefur hann reynst mér og börnum mínum frábærlega vel alla tíð frá fyrstu kynnum. Ég læt bíða betri tíma að gefa nánari lýsingu á þessum heið- ursmanni. Hann ber aldurinn með sóma og alltaf jafn ánægjulegt að sjá hann. Ég veit að hann fyrirgefur mér þessa klaufaiegu afmæliskveðju. Ég og fjölskylda mín sendum hon- um innilegustu kveðjur á þessum merku tímamótum og vona ég að hann eigi gott og rólegt ævikvöld það sem eftir er. Guð blessi hann alla tíð. Sigríður Þorvaldsdóttir Sr. Bolli Gústavsson í Laufási: Endadægur Hvítar frostrósir falla, er skáld andar létt á rúðu, horfir þögull um vök á austurljóra að áliðnu aðventukvöldi. Handan við blátt þil hljóðnar baðstofuþys. Yfir ásnum að bæjarbaki slær tungl fölkaldri birtu á harðfenni milli svartra kjarrfingra. Glampa smáfelldir kristallar efst á frerabungu, horfast í augu við titrandi stjörnur í órafirð. Handan þeirra himinhnatta opnast hlið á gátt, er básúnur gjalla. Heilagt englalið kallar skáld til farar. Langgnúinn griffil leggur hann á þéttskráða örk; skáld hverfullar gleði skáld djúprar sorgar skáld vorbirtu og vetrardrunga skáld brennandi efa og sefandi trúar. Hægum skrefum gengur hann til svefnhúss. í lágum dyrum slær þreytt hjarta hinsta slag í veiku brjósti og við tekur hljómur fjarlægra klukkna. Skarsúðin lága rofnar við þau voldugu slög, en hásalur fagnaðar lýkst upp. Sjá, himins opnast hlið. Til skýringar á ljóði og tilefni í dag, þann 19. desember 1982, eru liðin 100 ár frá andláti skáldsins síra Björns Halldórs- sonar í Laufási við Eyjafjörð. Síra Björn fæddist að Skarði í Dalsmynni þann 14. nóvember 1823. Hann var prestur í Laufási í 30 ár og prófastur í Þingeyjar- þingi í nær tvo áratugi. Síra Björn var eitt af merkustu skáldum 19. aldar. Kunnastir eru sálmar hans, en þeirra á meðal eru jólasálmurinn Sjá, himins opnast hlið, og þýðingin Á hendur fel þú honum. Á næsta ári er þess að vænta, að ljóðmæli síra Björns verði gefin út, en þau eru fjölþætt að efni og löngu tímabært, að ljóðunum sé safnað saman í bók. Sagan hermir, að síra Björn hafi síðla kvölds þann 19. des- ember 1882 staðið upp frá skrifborðinu /á kontórnum í Laufássbæ og gengið til svefn- húss, en féll þá örendur niður í dyrum þess. Sá atburður hefur orðið síra Bolla Gústavssyni í Laufási að hugleiðingarefni og birtir Morgunblaðið óbundið ljóð hans um endadægur síra Björns á aldarártíð skáldsins. Að skima eftir plottinu Bókmenntír Jóhanna Kristjónsdóttir Guðmundur Frímann: Tvær fylli- byttur að norðan, sannar skrök- sögur Útg. Bókaútgáfan Skjaldborg Mér sýnist á upptalningu á bók- um Guðmundar Frímanns, að um þessar mundir séu hvorki meira né minna en sextíu ár, síðan hann sendi frá sér sína fyrstu bók, Náttsólir, æskuljóð. Síðan hefur hann skrifað ljóð og þó einkum smásögur, sem margar hverjar hafa mælzt prýðis vel fyrir. í þessari bók eru tíu alllangar smásögur og er sú fyrsta um Tvær fyllibyttur að norðan. Segir þar frá tveimur drykkfelldum vinum og kúnstugum tiltektum þeirra. Annar þeirra er staffírugur í drykkjunni fram í andlátið, hinn fer að drekka sig niður á miðjum aldri, reynir að snúa vini sínum frá villu síns vegar og dreypir ekki á brennivíni sjálfur fyrr en á út- farardegi vinarins og er þá líklegt að hann muni ekki linna drykkj- unni um hríð. Síðan kemur saga af Hetjudáð Úlfdala-Begga; sögu- maður er hér sem oftar og sagan snýst um að lýsa því þegar Ulf- dala-Beggi fer að magna upp lýs- ingar af „hetjudáð" sinni, en hann teygði sig einhvern tíma ofan í gjótu og tosaði þaðan upp lambs- hró. Misferlið í Rauðhúsum satt að segja var ég nú að gefa upp alla von um að fá að vita um hvað sag- an snerist, ég hafði lesið ein þrjár til fjórar þéttprentaðar blaðsíður Guðmundur Frímann og ekki bólaði á nokkru öðru en kjaftæði. En þó hófst sagan, Konkordía hefur haldið fram hjá Runólfi, presturinn mætir á stað- inn til að stilla til friðar. Tekst ekki. Skömmu sinna flytur flagar- inn inn til þeirra hjóna og takast með öllum góðar ástir. Það væri auðvitað hægt að rekja vandlega og samvizkusamlega hinar sögurnar. Þær eru mjög á sömu lund og þessar fyrstu, höf- undur reynir að byggja upp spennu, eða aðdraganda og það tekur svo langan tíma og er gert af þvílíkri málgleði og smámuna- semi, að lesandi hlýtur fyrir löngu að vera orðinn leiður á að skima eftir hinu váentanlega plotti. Því að það fer ekki á milli mála, að mikið er höfundi niðri fyrir og margt hefur hann að segja. Sög- urnar tvær um Glóa og Rönnu fannst mér bara notalegar aflestr- ar, enda ólíkt betur upp byggðar og ekki þetta endalausa málskrúð. Sérvizkuleg stafsetning höfundar, sem einkum felst í því að slá sam- an tveimur til fjórum orðum án þess að í því virðist sjást neinn tilgangur, fannst mér hvorki markviss né sniðugur. Bara heldur kjánalegur, enda mundi þessi samsláttur orða breyta áherzlum íslenzks máls ef eftir orðunum væri lesið. Sj Eilfifrifr 5 Áskriftarsíminn er 83033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.