Morgunblaðið - 19.12.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.12.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982 „Það eru rétt þrjátíu ár síðan ég varð hreppstjóri," sagði Björn og kímdi, „og ég fór í sýslumanninn fyrir skömmu og spurði hann hvort ég ætti ekki að segja af mér á átt- ræðisafmælinu. Hann kvað þvert nei við, svo ég er að hugsa um að vera 30 ár í viðbót." Geymdi peningana í sjóvettlingum „Fyrsti forveri minn hér á Bæ kom hingað 1785. Jón ríki Konráðs- son hét hann, sama nafn og faðir minn bar. Jón ríki keypti síðan einnig Gröf, en Konráð afi minn keypti Bæ 1889 af Jóni spaðbita, sem erfði Jón ríka, en Jón spaðbiti hlaut það viðurnefni vegna þess að hann græddi á því að brytja niður kjöt og selja það í smábitum. Jón ríki í Bæ geymdi peningana sína í sjóvettlingum í bænhúsinu í Gröf. Hann geymdi þar einnig harðfisk og það var sagt að hann hefði falið sjóvettlingana í harð- fiskhlaðanum. Jú, ég er fæddur hér og uppalinn og hef búið hér allan minn búskap, en nú er ég hættur. Ég held þó áfram að skrá niður eitt og annað, en frá árinu 1918 hef ég haldið dagbók og skráð veðurfar og helztu tíðindi. Lítið hef ég skráð um landsmálin nema stórviðburði, en ég skrái á hverjum degi og ef það fellur úr dagur, finn ég að ég hef vanrækt eitthvað, það er komið svona inn í mig, og ég skrái í kompu ef ég er ekki heima. Ég hef einnig safnað sögum frá fólki, helzt full- orðnu fólki, sem hefur upplifað margt sem myndi fara með því og ekki nást. Hér er um að ræða ým- iskonar sögur, kynlegar og sumar dularfullar." Hjá Birni í Bæ á Höfðaströnd FYRRI HLUTI Aö koma mér vel við samferðafólkið Þú spyrð um lífsstefnu. Mín lífsstefna hefur verið að koma mér vel við samferðafólkið. Ég er ákaf- lega þakklátur fyrir það á mínu átt- ræðisafmæli að hreppsnefndin ætl- ar, að mér finnst óverðskuldað, að halda mér samsæti klukkan 3 laug- ardaginn 18. desember, en afmælið mitt er 20. desember. Þá ætla bðrn- in mín öll að koma hér saman á sunnudeginum og ég hlakka til þess. Sannast sagna held ég að ég eigi enga óvildarmenn persónulega og ég hef aldrei fundið fyrir sliku. Meira að segja pólitík kemur þar ekki við sögu, því margir af mínum beztu vinum eru framsóknarmenn og jafnvel jafnaðarmenn, en ég hef alla tíð verið sjálfstæðismaður og árið 1934 byrjaði ég sem fréttarit- ari Morgunblaðsins. Það vantar því aðeins tvö ár í hálfa öld sem frétta- ritari fyrir Morgunblaðið. Ég hef alltaf haft góð kynni af starfsfólk- inu þar og set mig ekki úr færi að líta þar við og sitja fund með rit- stjórninni ef ég er á ferð í Reykja- vík. Þorbjörn Guðmundsson fulltrúi ritstjóra sem ég hef haft talsverð kynni af, er einhver bezti vinur Björn við skrifborðið sitt góða sem er orðið 90 ára gamalt. Á veggnum er mynd af foreldrum hans, Jófríði Björnsdóttur og Jóni Konráðssyni. Steinninn sem varð fls „Einu sinni lá með mér á sjúkra- húsi Ólafur Gunnarsson bóndi á Miklabæ í Ósmannshlíð. Hann sagðist hafa tekið gröf eftir konu sem honum þótti vænt um. í gröf- inni var stór steinn, sem hann réði ekki við. Þetta var á Ríp á Hegra- nesi. Hann fékk til liðs við sig sterkan mann og þegar þeir koma að gröfinni, stekkur Ólafur ofan í hana og tekur á steininum. Þá var steinninn eins og fis í höndunum á honum og hann kastaði honum upp á bakkann, en þegar þeir reyndu síðan að lyfta steininum uppi á bakkanum gat hvorugur þeirra lát- ið síga vatn undir hann. Ég á þó nokkuð margar sögur um tilvik og viðburði sem maður skilur ekki." „Hefur þú reynt slíkt sjálfur?" „Já, sérstaklega í tvö skipti. Ég var á sinum tíma skorinn upp á Siglufirði, það var árið 1947, og ég var það langt leiddur að ég var meðvitundarlaus, en þóttist þá sjá sjálfan mig í rúminu neðan undir. En á sama tíma vaknar kona mín hér heima í Bæ og sér mig þá standa við rúmið, unz sýnin hvarf. I annað skipti var konan mín mjög langt leidd í veikindum og þá kölluðum við saman, að ráði Ólafs Tryggvasonar á Akureyri, um 30 manns víðs vegar að af landinu. Ólafur var eins konar trúarlæknir og þar sem hver og einn af þessum hópi var staddur á landinu áttum við sameiginlega bænastund vegna konu minnar. Morguninn eftir var hún eins og ný manneskja og talaði um heima og geima, en hún hafði verið talin í mikilli lífshættu. Margar sögur hef ég skráð um huldufólk, steina og álagabletti, það er hér um bil á hverjum bæ sem siíkt er. Hér við túngarðinn er einn slíkur, langur steinn eins og lík- kista, og enginn annar steinn er nálægur. Við krakkarnir höfum alltaf kallað hann líkkistuna. Göm- ul sögn segir að ef hróflað sé við steininum valdi það bruna í bænum og einnig fylgir það sögunni að fjár- sjóður sé fólginn undir steininum. Ég var einu sinni byrjaður að grafa niður á fjársjóðinn, en móðir mín kallaði í mig og sagði mér að koma heim. Enn markar fyrir holunni sem er til vitnis um ágirndina, lík- lega. „Ósætti vekur vanlíðan, en sáttarorðið vellíðan“ Bær á Höfðaströnd dormaði í norðan kælunni. Birtu var þverhníptur hamar „kærust- unnar“ hans á firðinum. Við gengum í bæ til notalegrar stofu Björns þar sem elja og áhugi bóndans skimar móti manni, hvort sem er frá mynd- um af glæstum stofni afkomenda eða úr bókahillum þar sem traustar bókmenntir eiga stað i híbýlum þessa ágæta manns sem verður áttræður nk. mánudag.__________ vant, enda desember, en þrennt skar sig úr í þessari veröld Skagafjarðar, Drangey, Kerling- in vestan hennar sem satt mun vera að sé allra kerl- inga elzt í Skaga- firði, og áttræði unglingurinn Björn í Bæ sem stóð hnar- reistur á hlaði þegar okkur bar að, teinréttur eins og minn og hefur reynzt mér vel. Hann er með traustari mönnum sem ég hef kynnst." „Hvað er að þínu mati að vera sjálfstæðismaður?" „Það er að vera sjálfstæður í hugsun og gerðum, fyrst og fremst það. Mitt álit á stjórnmálum er misjafnt, ég tel að alltaf sé hægt að finna sáttaleið og það er fyrsta skil- yrðið til þess að framþróunin verði eðlileg. Mín trúarjátning felzt í rauninni í vísunni góðu: Trúðu á tvennt í heimi, tign sem æðsta ber. Guð í alheimsgeimi, Guð í sjálfum þér. Ekki verður hjá því komist að eldast og safna árum að baki, en þá, jafnvel frekar en áður, verður tími til heilabrota, umhugsun um allt mögulegt milli himins og jarðar, jafnvel um andlega og líkamlega velferð sína og sinna. Þó að trúarjátning mín sé í raun og veru grundvölluð í ofanrituðu ljóði, þá er ég vitanlega jafn fáfróð- ur og aðrir um tildrög og tilgang lífsins. Er tilvist okkar í þessum heimi fyrsti vísir að óendanlegu lífi, fyrst hér á jörðu, en síðar einhvers stað- ar, — á öðrum hnetti eða á öðru óþekktu og óendanlegu tilverustigi. Getur ekki verið að okkar þróttur á henni Jörð, sé aðeins lítið spor frá einu þrepi til annars. Hvað djúpt sem við hugsum fáum við í raun og veru ekkert svar við öllum spurningum okkar, en vert er þó að hafa í huga hvílík regin villa það er að vera trúlaus á handleiðslu hins góða, sem við hljótum að trúa að sé til og það jafnvel í okkur sjálf- um, ef vel er að gáð. Ef ég reyni að skýra viðhorf mitt til Guðs, sem í alheimi býr og þá trú sem ég vesæll maður vill hafa, þá er auðsvarað að kærleikann tel ég grundvöll að öllu því góða sem við eigum að tileinka okkur i daglegu líferni, því að kærleikurinn er hinn sanni Guð í alheimi og það besta í okkur sjálfum. í flestum tilfellum er kærleikur- inn fyrsta kenndin sem barnið skynjar, það er til móður sinnar, og út lífið er það þessi guðdómlega kennd, sem er undirstaða alls góðs. Ég hef oft tekið eftir því að ósætti við aðra vekur vanlíðan, en sáttarorðið er vellíðan. Eitt sinn heyrði ég að afi minn hafi sagt að ósætti og hatur væri djöfullegt, en fyrirgefning og vinátta guðdómleg. Þetta voru spakmæli hins lífs- reynda manns, sem gat verið harð- ur og óvæginn þegar því var að skipta, en sáttfús strax og hann hafði snúið baki við andstæðingi. Kærleikurinn kemur fram í ýms- um myndum og við ólíkar aðstæður. Má þar nefna samband barna og foreldra, tilhugalíf ungmenna, sam- band hjóna og í fjölda mörgum myndum í samstarfi fólks sem þarf að vinna saman að ólíkum verkefn- um. En hvarvetna kemur kærleik- urinn fram til góðs, þótt það sé á margskonar vegu. í löngu samstarfi með einum vina minna fannst mér á stundum að hann skaraði um of eld að sinni köku og sæi aðeins sig og sína. Þó vorum við vinir, að ég held, að minnsta kosti forðuðumst við að láta ósamkomulag komast að lausn mála. Við áttum ekki að öllu skap saman og þar mun ég ef til vill hafa átt verri hluta, því að vitan- lega var ég, og er, bráðgeðja, þó alltaf vilji ég vel, en í þessu tilfelli hefur mig líklega van^ð kær- leikshugsun. Þegar þessi samstarfsmaður var fluttur að heiman dauðvona, fylgdi ég honum að flugvél, sem sótti hann. Hann horfði á mig og þótt hann hefði rænu, sá ég að hann gat ekki talað. Ég veit ekki hvað hann hugsaði, en ég held að vinarhugur hafi verið síðasta kveðjan okkar. Ég skrifaði minningargrein um hann sem vin og þakkaði langt og gott samstarf, en fyrir það fékk ég óþökk frá andstæðingi hans. Þar fannst mér óvinátta ganga of langt, út yfir gröf og dauða. Samskipti okkar og viðhorf til þeirra, sem við kynnumst og þurf- um að vinna með, verður að byggj- ast á vináttu ef vel á til að takast um árangur verkanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.