Morgunblaðið - 19.12.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.12.1982, Blaðsíða 30
Verðlaunabækur Norðurlandaráðs eru góðar__________________ Þrælaströndin eftir danska verölaunaskáldiö Torkild Hansen Þrælaströndin er önnur bókin í bókaflokki Torkild Hansen um þrælahald og þrælasölu. Fyrsta bókin sem kom út á síðasta ári heitir Þrælaskipin og sú síðasta er kemur væntanlega út á næsta ári ber nafnið Þrælaeyjan. Þessi bókaflokkur hefur vakiö mikla athygli og hlaut höfundurinn Bók- - menntaverðlaun Noröurlandaráös fyrir þessar bækur 1971. Torkild Hansen hefur hlotiö einróma lof fyrir bækur sínar, m.a. hlotiö Gullna lárviöarsveig danskra bókaútgefenda og þriggja ára ríkisstarfslaun fyrir vinnu aö sögulegum bókmenntaverkum. w Jzsh* %t,|SÍTI.AFAM Er hœgt að hafna slíku boði? Nú gefst tækifærið til að eignast m.a. ítalskt leðursófasett fyrir aðeins kr. 39.470.- Við bjóðum fleira sem erfitt er að hafna: sófasett og hornsófar frá kr. 11.680.- hillusamstæður frá kr. 9.980.- rokkokóborð og stólar frá kr. 1.914.- eikarkommóður frá kr. 1.740.- ofl. á hlægilegu verði. - Kjör sem allir ráða við. - Húsgagna og gjafavöruverslun Hamraborg 12 - Kópavogi Sími 46460 Sendum í póstkröfu sýning sunnudag kl. 14-17 30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982 Poul og Signe Örum. Ravnen mod aften eftir Poul 0rum Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Fyrir tveimur árum lézt Signe örum, eiginkona hins þekkta danska rithöfundar Poul Örum. Nú hefur hann sent frá sér bók, „Ravnen mod aften", sem snýst um viðbrögð hans við missi kon- unnar sem hann hafði búið með í áratugi. Hann veltir fyrir sér hvað sorgin sé eiginlega. Afstöðulaus örvænting, grátur, þunglyndi. Ætli sorg mætti ekki lýsa á þenn- an veg: Botnlaus einmanaleiki, tóm í sálinni, sem þeir þekkja sem verða fyrir ástvinamissi og sjá ekki fram á, að nokkurn tíma geti nokkuð gerzt, sem breytir þessari (van)líðan og kvöl. En auðvitað er málið ekki svona einfalt, sorgin spannar yfir langtum víðara til- finningasvið. Tilfinningin að vera skilinn eftir, reiði eða gremja gagnvart þeim, sem hefur yfirgef- ið mann. Tilgangslaus reiði og fyllir viðkomandi blygðun, en reiði samt. Innibyrgð reiði, sem ekki má láta í ljós, en kemur fram í ýmsum tilgangslausum gerðum og sumum lítt sæmandi, að mati við- komandi. Inn í þessar flóknu til- finningar getur einnig blandazt sektarlegur léttir sem er fjarska erfitt að viðurkenna: nú getur hinn eftirlifandi verið hann sjálf- ur og þarf ekki að taka tillit til hins aðilans og eiga á hættu and- stöðu. Og hve miklu máli skiptir eitt atriði enn sem aldrei má nefna, það er kynlífið sem lifað var, og svo að horfast í augu við það að þær þarfir eru fyrir hendi áfram, þó svo að þær blundi kannski um hríð? Hvernig á að snúa sér í þessu. Poul Örum er djarfur í sögu sinni og mörgum kann að blöskra hispursleysi hans, hreinskilnin um reiðina og þrána sem togast á hjá honum. Vangaveltur um framtíð sem að sumu leyti er óbærileg, að hinu leytinu kannski spennandi, þrátt fyrir allt. Og hvernig lifir maður með sorginni og hversu mikið getur maður boðið með- bræðrum sínum uppá? Stundum hrökklast þeir í burtu vegna þess þeir fá smám saman nóg af því að hlusta á harmakvein. Og í hina röndina er svo ætlazt til þess af þeim sem eftir lifir að hann sýni sorgina og sýni umfram allt látn- um maka þá virðingu að fara ekki að leita að annarri manneskju í hennar stað. Enginn getur gefið af sér tilfinningalega fyrr en sorgin hefur dvínað og breytzt með tíð- inni í þann trega, sero öllum er hollt að bera með sér. En það vaknar enginn morgun einn, gáir til veðurs og finnur að sorgin er á bak og burt. Það er lóðið. Það skil- ur Poul Örum og þrátt fyrir að hann fari stöku sinnum út á yztu nöf er lærdómsríkt að lesa bók hans. Og að sumu leyti dálítið mannbætandi. De gode tider ANDERS BODELSEN De gode tider ftomwi OyWend*! eftir Anders Bodelsen And *rs Bodelsen hefur verið af- kasta nikill höfundur í Danmörku, síðar. hann sendi frá sér De lyse nætters tid hefur hann að ég hygg oftast gefið út bók á ári. De gode tider er fyrra bindi af sögu um vinina Bo og Arne. Hið síðara er Aar for aar. De gode tider upp- hefst þegar þeir Bo og Arne eru að lesa undir háskólaprófin sín, ungir menn með hugsjónir en þó ákveðið raunsæi í pokahorninu. Metnað- arsamir báðir, hvorugur þótti mér nú mjög skemmtilegur. Bókin hefst árið 1959 og síðasti kafli hennar gerist 1965 og sennilega tekur Aar for aar síðan við fljót- lega upp úr því. Sem þeir hafa nú lokið prófum sínum þurfa þeir að koma undir sig fótunum fjár- hagslega og Bo er að glíma við uppfinningar, hann gerir tilraunir með að búa til einangrunarplötur úr pressuðu heyi og unnu eftir kúnstarinnar reglum. Það er varið miklu plássi til að lýsa tilraunum Bos með einangrunarplöturnar og vangaveltum þeirra vinanna um framleiðsluna. Síðan fléttast inn í þetta ástarvæintýri þeirra, það er mikill léttir, því að hvað sem öll- um lofgreinum í dönskum blöðum líður um gagnmerka úttekt „sem fram komi varðandi danskt at- vinnulíf“(!) dregur það dulítið úr alvöruþunga bókarinnar, þó að ástafarslýsingar Bodelsen séu ekki með neinu nýjabragði. Höf- undurinn hefur stjórn og tök á efninu, það má hann eiga og raðar sögunni vel og skipulega saman. Eg varð ekki vör við teljandi húm- or í þessari bók, hún er að vísu ekki beinlínis í ætt við fjórbókina frægu eftir Christian Kampmann og margir þekkja hérlendis, en að sumu leyti þó tilraun til samfél- agslegrar úttektar. Bodelsen hefur fengið ýmsa viðurkenningu fyrir verk sín og eflaust að makleikum, en De gode tider er væntanlega svo staðbundin dönsk, að hún vakti að minnsta kosti ekki neina verulega spennu eða eftirvænt- ingu hjá mér. Kannski sú seinni sé betri. Það er sjálfsagt að halda í vonina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.