Morgunblaðið - 19.12.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.12.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982 Útgefandi nttbifrUt hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 150 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 12 kr. eintakíð. Afullveldisdaginn birtust hér í blaðinu umræður skólamanna, háskólastúdents og menntamálaráðherra und- ir fyrirsögninni: Getur verið að það sé komið að því nú, að háskólinn standi á tímamót- um? Að lestri loknum verður svarið við þessari spurningu játandi. Mun meira er þó í húfi. Vandi háskólans er vandi þjóðarinnar allrar og þó helst hinnar dugmiklu æsku. Af umræðunum er ljóst, að straumurinn til stúdents- prófsins kemur ekki bara til af því, að það sé eina leiðin, sem framhaldsskólarnir hafa upp á að bjóða, heldur vegna þess að markaðurinn fyrir menn með verknámsmenntun er lítill sem enginn. Ungt fólk í framhaldsskólum sækir á stúdentsprófsbrautir meðal annars vegna þess, að það er um svo fátt annað að ræða. Stúdentsprófið er að sumu leyti orðið sambærilegt við gagnfræðaprófið áður. Svo virðist sem það markmið með fjölbrautaskólunum að beina fólki inn á fleiri námsbrautir hafi ekki náðst. Fram- haldsskólastigið hefur þanist óhemjulega út á undanförn- um árum, án þess að ráð væri fyrir því gert, að nemendur sættu sig aðeins að takmörk- uðu leyti við að hætta námi og hverfa út á hinn almenna vinnumarkað beint úr fram- haldsskóla. Einn þátttakenda í umræðunum, Guðni Guð- mundsson rektor Mennta- skólans í Reykjavík, komst þannig að orði: „Þessi nýskip- an á framhaldsskólastiginu er auðvitað enn eitt dæmið um það, að við viljum helst hlaupa áður en við kunnum að ganga.“ Auðvitað er gott og skyn- samlegt að mennta sem flesta, enginn ágreiningur er um það. Og miðað við þróun- ina í öðrum löndum þurfum við í sjálfu sér ekkert að óttast, þótt hlutfall stúdenta af hverjum aldursárgangi hafi vaxið úr 14% í 30% síðan 1970. Einmitt fyrir og um 1970 vöktu háskólastúdentar sjálfir rækilega athygli á því, að bókvitið er í askana látið. En dr. Guðmundur Magnús- son, háskólarektor, hitti naglann á höfuðið, þegar hann sagði í umræðunum: „Spurningin er bara sú, hvernig á að virkja þetta á réttan hátt og gefa fólki jafn- framt tækifæri til að njóta menntunar. Það er stöðugt verið að tala um nýjar virkj- anir, en maður heyrir af- skaplega lítið talað um að það eigi að virkja nám, það er eins og það eigi að koma af sjálfu sér. Það er kannski einn vandinn." Það verður að veita vel menntuðum mönnum tæki- færi til að takast á við verðug verkefni og standa þannig að þróun atvinnulífs í landinu, að þjóðin dragist ekki aftur úr í lífskjörum og á sviði verkmenntunar. Mestu stór- framkvæmdir hér á landi hafa verið við virkjun vatns- falla og enn er mikið verk óunnið á því sviði. Þegar litið er á þróun þeirra fram- kvæmda frá því hafist var handa við smíði Búrfells- virkjunar um miðjan sjöunda áratuginn, kemur í ljós að ís- lendingar hafa stig af stigi aukið eigin hlut í öllum þátt- um virkjanaframkvæmda og við gerð síðustu stórvirkjun- arinnar við Hrauneyjafoss var verkið alfarið í íslenskum höndum. Deilur um hag- kvæmni stórvirkjana eiga að heyra sögunni til og víst er að með gerð þeirra hefur þjóðin aflað sér dýrmætrar reynslu og verkmenntunar. Sú bylt- ing hefur verið hljóðlát en finni þeir menn sem að þess- um verkum stóðu ekki kröft- um sínum viðnám hér á landi getum við hæglega glutrað þessari verkmenntun niður á skömmum tíma. Stórhuga at- vinnustefna er forsenda þess að víðtæk menntastefna skili þeim árangri sem að er stefnt. Og góð lífskjör, háar rauntekjur alls almennings, byggjast á því að sem mest verðmæti séu framleidd á hvern einstakling. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr er Háskóli Islands almenn menntastofn- un en ekki fræðasetur, svo að vísað sé til þeirra skilgrein- inga sem notaðar voru í hin- um fróðlegu umræðum hér í blaðinu. Rannsóknastarfsemi innan háskólans hefur að verulegu leyti orðið að víkja fyrir þunga kennslunnar. Innan háskólans er að finna starfsmenn með doktorspróf frá 42 háskólum. Afram verð- ur að stuðla að því að íslend- ingar leiti sér æðri menntun- ar og njóti aðstöðu til vís- indaiðkana á fremstu fræða- setrum um víða veröld í þeirri von, að ættjarðarástin, verðug viðfangsefni og bæri- leg lífskjör muni lokka hina hámenntuðu menn aftur hingað heim. Miðað við fjárhagshorfur á næstunni megum við hafa okkur alla við til að halda í horfinu. Ábyrgð þeirra er mest sem vegna þröngsýni og fordóma leggjast gegn því að öllum tiltækum ráðum sé beitt til að breikka tekju- grundvöllinn. Skorturinn á heilbrigðri og frjálslyndri framtíðarsýn við mótun stórhuga atvinnustefnu er að drepa allt þjóðlífið í dróma. Verði ekki brotið blað á þess- um tímamótum er verið að dæma ísland til að vera lág- launaland. Unga fólkið verð- ur að snúast gegn þröngsýn- inni á þessum sviðum eins og öðrum. Augljóst er, að er- lendu skuldabyrðinni vegna fyrirhyggjuleysis undanfar- inna ára verður varpað á þess herðar og á uppvaxandi kynslóð bitnar það þyngst, ef ekki tekst að virkja nám með skynsamlegum hætti allri þjóðinni til farsældar. Eða hver sættir sig við þessa framtíðarsýn: Illa menntuð eyþjóð í erlendum skulda- klafa án verðugra verkefna? Að virkja nám [ Reykjavíkiirbréf ♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 18. desember Dæmisaga um gúmmí- vadstígvél I endurminningum Ingólfs Jónssonar fyrrv. ráðherra frá Hellu er „grátbrosleg saga af gúmmívaðstígvélum", er lýsir hafta- og skömmtunartímabili í sögu þjóðarinnar. Þar segir að gefin hafi verið út reglugerð um skömmtun á gúmmívaðstígvélum 21. maí 1943, sem leiddi til mikill- ar skriffinnsku, ef menn vildu verða sér úti um þennan skófatn- að. Viðskiptaráðuneytið gaf út fréttatilkynningu, svohljóðandi: „Ríkisstjórnin hefur ákveðið að taka upp skömmtun á gúmmistíg- vélum karlmanna (nr. 7 og stærri) frá og með 1. júní nk. Ástæðan til þess er sú, að mikill skortur er á gúmmíi, eins og kunnugt er, og það skilyrði var sett fyrir því að þessar vörur fengjust til landsins, að séð yrði um, að þær væru ein- ungis seldar þeim, er nauðsynlega þyrftu á þeim að halda vegna at- vinnu sinnar ... Nánari reglur um fyrirkomulag skömmtunarinn- ar er að finna í reglugerð ..." Síðan er sagt frá því í Ingólfs- sögu að Sigurjón Pálsson, Söndum í Meðaliandi, hafi hinn 23. júní rit- að bréf til Skömmtunarskrifstofu ríkisins: „Ég undirritaður leyfi mér hér með að fara þess á leit við skömmtunarskrifstofuna, að hún veiti mér leyfi til þess að fá ein klofhá gúmmístígvél nú á þessu yfirstandandi ári. Atvinnu minni er þannig háttað, að ég fæ ekki séð ég komist af án þess að hafa fullhá stígvél til að fara í land í hvert sinn, er ég þarf að fara að heiman ..." Sigurjón bjó á Söndum í Með- allandi, en sú jörð er eyja í Kúða- fljóti, stærsta vatnsfalli á íslandi, sem farið var yfir á hestum. Skömmtunarskrifstofa ríkisins skrifar nú viðskiptaráðuneytinu bréf þar sem segir m.a.: „ ... Sam- kvæmt 7. gr. reglugerðar frá 21. maí 1943 um skömmtun á gúmmí- vaðstígvélum má aðeins veita sjó- mönnum innkaupsleyfi fyrir klof- háum gúmmístígvélum. Skrifstof- una brestur því heimild tii að veita umbeðna undanþágu, en hef- ur eftir atvikum talið rétt að senda erindi þetta til ráðuneytis- ins, ef því kynni að þykja ástæða til frekari aðgerða." Ráðuneytið þarf dulítinn um- hugsunartíma, sem vænta mátti, en svarar 7. júlí sama ár og heim- ilar undanþágu í þessu og viðlíka dæmum, þó brot séu á útgefinni reglugerð. Enginn mælir því í mót, að skömmtun getur reynzt óhjá-- kvæmileg á afbrigðilegum tímum, en engu að síður er hollt fyrir fólk, sem ekki lifði blómaskeið hafta og skömmtunar hér á landi, að leiða hugann að þeirri miðstýringu manneskjunnar er þá var. Þessir tímar eru ekki langt að baki í þjóðarsögunni og þessir tímar eru enn í dag í þjóðfélögum sósíalismans, þar sem hagkerfi marxismans blívur. Vöruskortur, biðraðir, skömmtun og kerfisstýr- ing á neyzlu og raunar lífsmunstri fóiksins „daglegt brauð" í öllum marxískum þjóðfélögum. Og grunnt er á þeim skoðunum hjá „hugmyndafræðingum" vinstri mennskunnar hér á landi, að þeir og miðstýringin þurfi til að koma svo haft „verði vit fyrir sauðsvört- um almúganum", eins og í fyrir- myndarríkjunum. Það segir sitt að eftir fjögurra ára nær samfellda ríkisstjórnar- aðild Alþýðubandalagsins setur formaður þess, félagi Svavar Gestsson, fram kenningu um „fjögurra ára neyðaráætlun" í þjóðarbúskapnum. Fjögurra og fimm ára „áætlanir" hljóma kunn- uglega, minna eilítið á Tassfréttir — og kornhungur Sovétríkjanna. Og miðstýringarmenn bíða síns færis svo hanna megi neyzluþarfir einstaklinganna í eitt allsherjar nauðþurftarmót „vísindalegs sósí- aiisma." Alþingi, fjár- veitingavaldid og löggjafar- valdiö í Ólafslögum, þ.e. lögum um stjórn efnahagsmála nr. 13/1979, sem Alþýðubandalag og Fram- sóknarflokkur knúðu í gegn um þingið á sínum tíma, segir orðrétt: „Ríkisstjórnin skal leggja fyrir Alþingi fjárfestingar og lánsfjár- áætlanir fyrir eitt ár í senn og skulu þær fylgja fjárlagafrum- varpi." Ríkisstjórn, sem vill fara að landslögum, ber því að leggja fram lánsfjáráætlun þegar þing kemur saman að hausti, eða fljót- lega eftir það, og sjá svo um, að Alþingi afgreiði samtímis fjárlög- um, þ.e. áður en viðkomandi fjár- lagaár byrjar. Þetta var og er rökstutt þann veg, að lánsfjárlög og fjárlög séu tvær hliðar á sama fyrirbæri, því stjórntæki í ríkis- og þjóðarbúskapnum, sem þessum iögum er ætlað að vera. Þingmenn fá heldur ekki heild- stæða mynd af ríkisbúskapar- dæminu — né af stjórnarstefn- unni í ríkisbúskapnum fyrir kom- andi ár, ef slík stefna er þá fyrir hendi, — nema að lánsfjárhliðin fylgi með. Lánsfjárhliðin í þjóðarbúskapn- um skiptir og veruiega meira máli en áður þegar erlend skuldabyrði er komin up í 23—25% af útflutn- ingstekjum þjóðarinnar ^ en skuldasúpan í 45% af þjóðarfram- leiðslu. Samkvæmt upplýsingum frá Seðiabanka hafa erlendar skuldir ríkissjóðs og ríkisstofnana hækkað úr 3.345 m.kr. 1977 í 4.839 m.kr. 1981 reiknað á föstu gengi, sem er 45% skuldaaukning, einnig á föstu gengi reiknað. Þrátt fyrir skýlaus lagafyrir- mæli og þrátt fyrir samhengi fjár- og lánsfjárlaga fengu þingmenn ekki einu sinni að sjá frumvarp að lánsfjárlögum fyrir þinghlé, hvað þá um að fjalla og afgreiða. Óvíst er, að samstaða hafi verið um lánsfjárlagagerðina í ríkisstjórn fremur en önnur meginmál, eins og nýjan vísitölugrundvöil, kjör- dæmamálið, viðræður við Alu- suisse o.fl. Frá upphafi líðandi árs til' októberloka hafa ráðherrar og ráðuneyti staðið fyrir mýmörgum aukafjárveitingum, umfram fjár- lög ársins, án nokkurs samráðs við Alþingi, sem lögum samkvæmt fer með fjárveitingavaldið, eða fjár- veitinganefnd í þess umboði. Það kom fram við fjárlagaumræður á Alþingi að samtals nema þessar aukafjárveitingar hvorki meira né minna en kr. 741.808.000.- Sjö ráðuneyti eiga hér hlut að máli með fjárhæðir sem nema frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.