Morgunblaðið - 19.12.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.12.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982 7 I dag er föstu-dagur Ég hélt nú, að það væri sunnudagur í dag, kann ein- hver að hugsa, sem sér yfir- skrift þessarar hugvekju. Jú, auðvitað er sunnudagur í dag, en samt er föstu-dagur og það meira að segja alþjóðlegur, því að kirkjur heimsins vilja í dag taka höndum saman um að hjálpa þeim, sem eiga bágt. í dag er hvatt til þess, að menn fasti eina máltíð til að votta iðrun sína og samstöðu með þeim, er minnst mega sín. Hér á landi tengist þessi al- þjóðlega fasta söfnun Hjálp- arstofnunar kirkjunnar, sem við þekkjum öll undir kjörorð- inu Brauð handa hungruðum heimi. Við íslendingar stöndum nú á kafi í jólaönnum og þótt tal- að hafi verið um, að fólk hafi minni fjárráð nú en áður, er víst alveg óhætt að segja, að við höfum alveg nóg fyrir okkur að leggja. Það er langt síðan íslendingar hafa liðið skort og fæstir landsmanna þekkja hann af eigin raun. Hvernig er hægt að tala um hungur við fólk, sem sest að hlöðnu jólaborði? Eða hefur þú, lesandi góður, nokkurn tíma orðið að neita þér og fjöl- skyldu þinni um mat, vegna þess að þú hafðir ekki efni á því að kaupa hann? Ég held, að fáir íslendingar geti sagt þá sögu sem betur fer og von- andi kemur aldrei slíkt ástand hér á landi. íslendingar hafa lifað hátt í mörg ár og um efni fram, það er staðreynd, sem flestum er ljós. Góður kunningi minn sagði við mig nýlega, að okkar kynslóð hefði haft náðuga daga. Við hefðum byggt okkar íbúðir og hús fyrir sparifé gamla fólksins og nú hefðum við safnað skuldum, sem við svo iétum börnin okkar borga. Ég held, að það sé mikið til í þessum orðum. Við lifum og leikum okkur og reynum að hrinda frá okkur þeirri hugs- un, að einhvern tíma komi að skuldadögunum, einhvern tíma komi reikningurinn fyrir óráðsíu liðinna daga. Við get- um ekki endalaust látið verð- bólguna og fórnarlömb hennar borga fyrir það, sem við höf- um eytt. Getur þessi þjóð fastað einn dag, verið án matar og gefið einhverjum öðrum þá peninga, sem áttu að fara í mat handa okkur? Fasta er flestum mönnum aðeins fjarlægt hug- tak og tilheyrir helst munkum í klefum sínum í hugarheimi okkar, en ekki nútíma íslend- ingum. Hvað kemur okkur það við, þótt einhverjir svelti úti í heimi? Sagt er, að 20 börn deyi úr hungri á hverri mínútu. Það er skelfilegt, en það eru ekki okkar börn. Þau eru öll södd og sælleg og vel haldin. Hvers vegna þarf að vera að tala um þessa skelfingu svona rétt fyrir jólin? Getum við ekki fengið að kaupa í jóla- matinn í friði, án þess að við séum ónáðuð með einhverjum hungruðum vesalingum úti í heimi? Þetta kemur okkur öllum við og þetta kemur við okkur, því að Islendingar eru hjarta- hlý þjóð. Það hefur svo marg oft komið fram á undanförn- um árum, þegar til þjóðarinn- ar hefur verið leitað. Við erum kristin þjóð og viljum lifa lífi okkar eftir kærleiksboðskap frelsarans, Jesú Krists, sem kenndi okkur að elska náung- ann -eins og okkur sjálf og fyrst og fremst Guð, sem er sjálfur uppspretta kærleikans í hverjum manni. Kristinn maður getur ekki staðið aðgerðarlaus hjá og horft á náunga sinn þjást. Hann hlýtur að taka til sinna ráða og veita þá hjálp, sem hann má. Neyðin er víða og það jafnvel í sjálfri Evrópu. Eftir síðari heimsstyrjöldina var Evrópa í rústum. Þá voru Islendingar vel stæð þjóð og gátu gefið góðar gjafir til þeirra, sem áttu bágt og gerðu það af mikilli rausn. Ætla mætti, að neyðinni í Evrópu væri lokið svo löngu eftir stríðslok, en svo er þó ekki. Undanfarið ár hefur hugur okkar mjög beinst til Pólverja, þessarar miklu menningarþjóðar, sem svo mjög hefur þjáðst og liðið mikinn skort. Við höfum rétt þeim hjálparhönd og það vilj- um við enn gera, því að þörfin er brýn. En víðar um heiminn, sérstaklega í Afríku, ríkir mikil neyð. Þar þjást okkar svörtu bræður, sem eru svo ólíkir okkur og svo fjarlægir í öllu tilliti, en þó svo nákomnir okkur, því að þeir eru líka börn Guðs rétt eins og við. Þar er mikið verk að vinna og þörfin brýn. í dag er alþjóðlegur föstu- dagur til hjálpar bræðrum okkar, sem þjást og líða. Við skulum ekki láta okkar hlut eftir liggja. í þakklætisskyni við Guð, sem hefur gefið okkur svo mikið, skulum við rétta fram okkar hönd í dag og gefa hungruðum heimi brauð. T résmíðaver kstæði — Húsbyggjendur Vinsamlega athugiö aö timburafgreiöslan sem staðsett hefur veriö viö Lágholtsveg hefur veriö flutt og sameinuö vöruafgreiðslu okkar aö Hringbraut 120 (Sólvallagötu 79). HARÐVIÐUR - SPÓNN - SPÓNAPLÖTUR - GRINDAREFNI Þetta er mikilvæg spurning þegar leiðum til þess að verðtryggja fé hefur fjölgað og hægt er að velja mismunandi ávöxtun. Leiðin sem hentar þér gæti m.a. verið: Verðtryggð spariskírteini ríkissjóös. Vertryggð veðskuldabréf. Óverðtryggð veðskuldabréf. Happdrættisskuldabréf ríkissjóðs. Viö höfum víðtæka reynslu í veröbréfaviöskipt- um og fjármálalegri ráðgjöf og miðlum þeirri þekkingu án endurgjalds. Viljir þú ávaxta sparifé þitt munum við ráöleggja þér hagkvæmustu ráðstöfun þess. VerÖbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik Iðnaóarbankahúsinu Simi 28566 Gengi verðbréfa 19. desember 1982: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 1970 2. flokkur 1971 1. flokkur 1972 1. flokkur 1972 2. flokkur 1973 1. flokkur A 1973 2. flokkur 1974 1. flokkur 1975 1. flokkur 1975 2. flokkur 1976 1. flokkur 1976 2 flokkur 1977 1. flokkur 1977 2. flokkur 1978 1. flokkur 1978 2. flokkur 1979 1. flokkur 1979 2. flokkur 1980 1. flokkur 1980 2. flokkur 1981 1. flokkur 1981 2. flokkur 1982 1. flokkur Sölugengi pr. kr. 100.- 9.933,27 8.693,14 7.538,61 6.384,42 4.593,50 4.232,05 2.920,95 2.400,55 1.808.45 1.713,05 1.369,24 1.270,26 1.060,59 861,24 677,54 571,20 441,50 333,15 261,71 224,92 167,05 151,75 Meöalávöxtun ofangreindra flokka um- fram verðtryggingu er 3,7—5%. VEÐSKULDABRÉF ÓVEROTRYGGÐ: Sölugengi m.v. nafnvexti (HLV) 12% 14% 16% 18% 20% 47% 1 ár 63 64 65 66 67 81 2 ár 52 54 55 56 58 75 3 ár 44 45 47 48 50 72 4 ár 38 39 41 43 45 69 5 ár 33 35 37 38 40 67 VEDSKULDABRÉF MEÐ LÁNSKJARAVÍSITOLU: Sölugengi nafn- Ávöxtun m.v. vextir umfram 2 afb./ári (HLV) varötr. 1 ár 96,49 2% 7% 2 ár 94,28 2% 7% 3 ár 92,96 2 %% 7% 4 ár 91,14 2Vi% 7% 5 ár 90,59 3% 7% 6 ár 88,50 3% 7%% 7 ár 87,01 3% 7%% 8 ár 84,85 3% 7’/s% 9 ár 83,43 3% 7Vt% 10 ár 80,40 3% 8% 15 ár 74,05 3% 8% VERÐTRYGGÐ HAPPDRÆTTISLÁN RÍKISSJÓÐS ölugengi pr. kr. 100.- B — 1973 C — 1973 D — 1974 E — 1974 F — 1974 G — 1975 H — 1976 I — 1976 J — 1977 1. fl. — 1981 3.266.14 2.777,76 2.403,13 1.808,03 1.808.03 1.198,59 1.142,08 869,00 808,57 161,50 Seljum og tökum í umboössölu verötryggð spariskírteini Ríkis- sjóös, happdrættisskuldabréf Ríkissjóös og almenn veðskulda- bréf. Höfum víötæka reynslu í veróbréfaviðskíptum og fjármálalegri ráögjöf og miðlum þeirri þekkingu án endurgjalds. rrwi BYGGIWGAVÖBUBl LaaJ HRINGBRAUT119, SÍMAR10600-28600. TIMBURDEILD. SÍMI 28604. Verðbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsiixs Lækjargötu12 101 Reykjavik lónaöarbankahúsinu Simi 28566

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.