Morgunblaðið - 19.12.1982, Page 16

Morgunblaðið - 19.12.1982, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982 Heimssaga Poli- tikens til sölu hér Sérstakur kynningarafsláttur til 15. janúar Heimssaga Politikens kynnt: Frá vinstri: Sören Seedorf, sölustjóri Politikens forlag, Guðmundur H. Sigmundsson, Bókaverzlun Braga, Jónsteinn Haraldsson, Máli og menningu, Haukur H. Gröndal, framkvæmdastjóri, og Arnar Guðmundsson, ÁStund. I.jósmynd Mbl.: K()E Innkaupasamband bóksala hefur nú gert samning við bókaforlag Politikens í Danmörku um sölu á nýrri Heimssögu Politiken. Er hér um að ræða verk í 21 bindi og eru þegar þrjú þeirra komin út en á næstu árum koma fjögur bindi út árlega þar til útgáfunni lýkur. Fram til 15. janúar veitir Innkaupasam- bandið nokkurn kynningarafslátt gerist menn áskrifendur að verkinu. Bækurnar eru á dönsku. Vegna þessa ræddi Morgunblað- ið við sölustjóra Politiken Forlag, Sören Seedorf. Sagði hann að fyrstu þrjú bindin hefðu komið út í haust og hefði salan gengið frá- bærlega vel. Fyrsta upplagið, 12.500 eintök, hefði selzt upp á fyrsta degi og þegar hefði verið ráðizt í aðra útgáfu. Hann sagði ennfremur að hér væri mannkynssaga nútímans komin í nútíma búning og kæmi þar fram árangur vísindalegra sagnfræðirannsókna nútímans og væru bækurnar prýddar þúsund- um mynda, bæði í lit og svart/- hvítu. Fyrsta bindið, „Fra urtid til nutid" felur í sér mjög áhugaverð- ar nýjungar og eru þar meðal ann- ars dregnar upp meginlínur sög- unnar. Ritverkið í heild-einkennist af samhengi atburða, þar sem litið er á málin í víðum skilningi. Sag- an er ekki lengur saga konunga og höfðingja, heldur lögð áherzla á lífskjör manna í aldanna rás, mannfjölda, akuryrkju, trúmál og hugmyndaþróun, svo eitthvað sé nefnt. Politikens Verdenshistorie er skrifuð af 21 sagnfræðingi frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi og hafa allir höfund- arnir verið sérstaklega valdir. Að- alritstjóri er Erling Bjöl. Verkið hefur verið boðið til sölu hjá bóka- verzlunum á íslandi undanfarnar vikur á sérstöku afsláttarverði, sem gilti til 15. desember. Frestur- inn hefur nú verið framlengdur um mánuð eða til 15. janúar, í til- efni af heimsókn sölustjóra Politiken forlags, Sören Seedorfs. Verð verksins er því nú 11.411,40 krónur allt verkið, eða hver bók á 543,40 krónur. Eftir það verður verðið 632,30 fyrir hverja bók. Verðið á bókunum miðast við gengi dönsku krónunnar á útgáfu- tímabilinu þannig að það breytist í hlutfalli við gengi hennar. Beifc*v cvó'aS°° cioo swu e,»vv, eÖl« Sk^s, 'o« t ViS,r*ar Bergsveinn Skúlason er löngu þjóðkunnur fyrir ritstörf sín. Hann hefur ritað fjölda bóka sem allar eru tengdar átthögum hans, Breiðafirði. Fjalla þær um mannlíf og atvinnuhætti á æskuslóðum höfundarins. Er þar samankominn mikill fróðleikur um hina fyrri menn og þjóðhætti, sem nú eru sem óðast að hverfa eða horfnir eru úr sögunni. Á árunum 1959-1966 komu BREIÐFIRSKAR SAGNIR út í þremur bindum, en sú útgáfa er löngu uppseld. Nú eru bindin tvö, en allt það efni sem var í fyrri útgáfunni er að finna í þeirri nýju, auk þess sem höfundur bætir talsverðu við sem ekki hefur birst áður á prenti. Geymdar stundir Frásagnir af Austurlandi Þessi bók er annað bindi frásagnabátta af Austur- , , ... Fnisagnir af Austuriantu 2. bmdi landi, sogusvið að mestu miln Langaness og Lónsheið- ar. Elstu atburðir sem fjallað er um, gerðust á sögu- öld, aðrir á 18., 19. og 20. öld. f þessu bindi eru 22 þættir eftir jafnmarga höfunda og einn eftir þrjá. Einn höfundanna er færeyskur en hinir íslenskir, flestir Austfirðingar. Á síðastliðnu ári kom út fyrsta bindi þessa safnrits. Ármann Halldórsson hefur valið efnið og búið til prentunar. Það er trygging fyrir góðu vali og vönd- uðum vinnubrögðum. HELGIMYNDIR í NÁLARAUGA Trúarljóð eftir Ingimar Erlend Sigurðsson. Athyglisverð ljóða- bók, sem enginn ljóðavinur getur látið fram hjá sér fara. ✓ ✓ ✓ Afgreiðsla: Reynimel 60 VIKURUTGAFAN Símar: 27714 og 36384 Pósthólf 1214 . 121 Reykjavík Geymdar stundir Önnumst skreytingar á leiði, krossa og kransa, meö og án Ijósa. Uppl. í síma 11331, 74514 og 19174. Góð jólagjöf Byrjið daginn vel með morgunhana frá okkur Bi Iff i mmmnmnm Kr. 1.989.- með vara rafhlööu. Kr. 2.084.- meö vara rafhlööu. Kr. 2.610.- meö hleöslu rafhlööu sem endist ævilangt. Þeir vakna vel sem nota Nordmende. Fáöu þér strax morgunhana og þaö verður auðvelt aö vakna Sendum í póstkröfu um allt land.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.