Morgunblaðið - 19.12.1982, Síða 19

Morgunblaðið - 19.12.1982, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982 19 eiginlega sjómennsku hóf ég á útilegubát frá ísafirði, þá 15 ára gamallff yy— því auðvit- að vissum við að kafbátar Þjóð- verja voru þarna um allan sjó að skjóta niður skip sem virtu ekki hafnbannið á Bretland{{ yyÉg veit eigin- lega ekki við hvað ég vaknaði, nema mér fannst eins og það væri óhugnanleg kyrrð í káetunni — það var eins og eitthvað illt lægi í loftinu{{ yyí því kemur kúla þvert í gegn um eldhúsið — inn um kýraugað stjórnborðsmeg- in og út hins veg- jjHafði þá skot- hrina komið frá kafbátnum sem hreinlega sagaði skipsbátinn í sundur^^ jjSvo virðist sem maðurinn á stýrisvaktinni hjá þeim hafi hreinlega sofnað útaf við stýrið^ yyÉg hugsaði með mér að það væri víst hægt að drepa sig á öllu — þeir í landi væru svo sem ekki óhultir held- urU Hér sést Fróði síga upp að hafnarbakkanum í Reykjavík. T.h.: Líkkisturnar standa á þilfari sveipaðar íslenzka fánanum. Séra Árni Sigurðsson stendur uppi á stýrishúsinu og flytur minningarræðu sína — til vinstri við hann sést skarðið sem sprengjan gerði í stýrishúsið. húsið var fullt af eim. Ég aðgætti hvort nokkuð líf væri með mönn- unum en þegar svo reyndist ekki snéri ég niður aftur og kalla í Benna. „Fékk skot í báða hand- leggi gegnum þilfarið“ í því heyrum við að dynjandi skothríð bylur á skipinu svo allt ætlar um koll að keyra en skömmu síðar dettur allt í dúna logn. Bíð- um við þá átekta nokkra stund en áræðum ekki að fara upp. Á með- an á þessu hafði staðið var Sveinbjörn Davíðsson 1. vélstjóri inni í herbergi sínu að ná í jakka, og fékk þá skot í báða handleggi gegnum þilfarið stjórnborðsmeg- in. Hann fer þá rakleiðis upp til að nálgast meðalakistuna, sem er í brúnni, en kemur nær samstundis aftur og kallar til okkar að það séu helsærðir menn uppi og við verð- um að koma strax. Ég hleyp nú upp og hitti þá Guðmund E. Guðmundsson há- seta, en hann var sá eini sem lifði af árásina af dekkmönnunum. Við komum að skipstjóranum, Gunn- ari Árnasyni, þar sem hann lá ósjálfbjarga á bátadekkinu og bárum við hann niður í káetu, því í brúnni var allt brotið og bramlað og fullt af svælu. Steinþór Árna- son, bróður hans, fundum við þar sem hann skreið áfram á fjórum fótum í þilfarsganginum fyrir neðan bátadekkið. Þetta hafði at- vikast þannig að skipstjórinn og bróðir hans ásamt Guðmundi, höfðu verið að losa skipsbátinn. Hafði þá skothrina komið frá kafbátnum sem hreinlega sagaði skipsbátinn í sundur. Skipstjórinn og bróðir hans voru við aftari dav- íðuna og urðu báðir fyrir skotum, en Guðmundur, sem var við fremri davíðuna slapp. Hafði Steinþór fallið fram af bátadekkinu niður á þilfarið þar sem við fundum hann. Við bárum hann líka niður í káet- una. Við, sem vorum uppistandandi, fórum nú að reyna að hlynna að þeim sem særðir voru og snérum okkur fyrst að skipstjóranum. Hann var með fullri rænu og bandaði okkur frá sér. „Hugsið þið um Steina fyrst“ — hann endur- tók þetta tvisvar. Steinþór var þegar hér var komið með óráði, og var séð að hverju dró. Hann lést skömmu síðar. „Voru skotgöt að kalla má um allt skipið“ Þegar við höfðum hlúð að þeim særðu eftir föngum tókum við að ráðgast um hvað gera skyldi, halda áfram eða snúa við til Is- lands. Skipstjórinn tók þá af skar- ið og skipaði okkur að snúa við. „Stýrið í norð-norð-vestur,“ sagði hann og bað okkur að gera það sem við gætum til að koma skip- inu í höfn. Þegar við komum upp á dekk var orðið albjart. Ég bað um að fá að taka stýrið en annar vélstjóri, háseti og kyndari fóru að hagræða líkunum sem voru í brúnni; hinn kyndarinn fór niður að ræsa vél- ina. Er þeir höfðu lokið þessu var farið að kanna skemmdir á skip- inu. Voru skotgöt að kalla má um allt skipið þó skemmdirnar væru mestar á brúnni, þar sem sprengi- kúla hafði lent. Hafði skotárásin líka staðið í um klukkustund. Og það kom í ljós að kafbátur- inn hafði skotið á Fróða bæði stjórnborðs- og bakborðmegin — töldum við liklegast að þeir hafi fært sig til kringum skipið til að geta fengið sem best skotfæri á mennina sem ofanþilja voru, eftir þvi sem þá bar við sjóndeildar- hringinn, því ekki var orðið al- bjart meðan á árásinni stóð. Kaf- báturinn skaut af svo stuttu færi að þeir þóttust sjá til hans út í sortanum. Við áttum alveg eins von á að hann hefði fylgt okkur eftir og hæfi skothríð aftur hvenær sem væri. Ég man að ég var að velta því fyrir mér þarna í brúnni að þó skipsbáturinn væri farinn þá ætt- um við flekan eftir — stóran tunnufleka sem hafður var aftast á skipinu. Ég fer að svipast eftir honum afturá og er hann allur sundur skotinn og gjörónýtur. Ýmislegt í brúnni bar þess órækt vitni að skothríðin hafði verið þétt og mikil — t.d. voru ekki færri en tuttugu kúlnagöt á mjólkurbrúsa sem staðið hafði úti á brúar- vængnum. Að nokkurri stundu liðinni kem- ur Guðmundur háseti og leysir mig af við stýrið. Ég hafði haft tækifæri til að setja saltkjöt yfir í eldhúsinu og var það nú orðið mallað — eins átti ég smjörgraut frá deginum áður. Eg læt félaga mína vita að maðurinn sé til ef þeir vilji — en það hefur enginn nokkra matarlyst." „Þá var farið að fjúka í mig“ — Þið mættuð svo Skaftfellingi á leiðinni til lands. „Já, þá var komið fram undir kvöld. Fyrst héldum við reyndar að þetta væri kafbátur — seglið sem þeir höfðu uppi gerði það að verkum að skipið leit út úr fjar- lægð eins og kafbátsturn. Við ráðguðumst við skipstjórann og sagði hann okkur að skjóta upp rakettum og reyna að vekja at- hygli skipverja á okkur. Við gerð- um þetta en þeir virtust ekki gefa okkur nokkurn gaum. Við sveigð- um þvert í veg fyrir hann og var þarna næstum orðinn árekstur, því við tókum hann á vitlausan bóg í fátinu sem á okkur var. Við sigldum svo samsíða honum dá- góða stund án þess að sjá nokkra hreyfingu um borð — og flautuð- um við þó stanzlaust. Loks sjáum við að einhver kemur í hendings- kasti upp úr lúkarnum á Skaftfell- ingi og hleypur yfir dekkið og upp í brúnna — og skömmu síðar slær Skaftfellingur af. Guðmundur háseti reynir fýrst að kalla yfir til þeirra, en þeir heyra ekkert til hans. Þá var farið að fjúka í mig, og hljóp ég út að borðstokknum og hef víst látið þá hafa það óþvegið — spurði þá hvern andsk ... svona sigling ætti eiginlega að þýða, þetta væri eins og eitthvert helv... draugaskip. Ég hef víst látið ýmislegt flakka Sex skipverjar af ellefu manna áhöfn Fróða lifðu árásina af. Á myndinni til vinstri er Guðmundur E. Guðmundsson. Hann stendur í brúnni, þar sem sprengjan tætti hana í sundur. Framhliðin og veggurinn til vinstri hafa molast burt og að framan liggur vélsíminn sundurskotinn. Til hægri sjást hinir skipsmennirnir (f.v.) Benedikt Halldórsson kyndari, Jón Guðmundsson 2. vélstjóri, Jón Guðmundsson kyndari og Sverrir Torfason matsveinn. Sveinbjörn Davíðsson 1. vélstjóri var á sjúkrahúsi í Vestmannaeyjum er myndirnar voru teknar — hann varð örkumla maður alla ævi sökum sáranna sem hann hlaut.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.