Morgunblaðið - 19.12.1982, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.12.1982, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982 41 ekkjum þeirra þegar þeir féllu frá. Þar vann hann oft stórvirki. Naut hann þess þá oft að þekkja fjölda manna í flestum starfsgreinum þjóðfélagsins og þeir vissu að það sem hann sagði stóð eins og stafur á bók. Þau verk sem hann vann á þessum vettvangi er að sjálfsögðu ekki hægt að tíunda hér, en verða honum alla tíð til sóma og lýsa best hvern mann hann hafði að geyma. Einar var mikill skapmað- ur og ekki áttu nú allir upp á pall- borðið hjá honum, en hann var sannur vinur vina sinna og meiri tilfinningamaður en margur hélt. Hann starfaði mikið að félags- málum, en hæst ber þó frumkvæði hans í stofnun Kiwanishreyf- ingarinnar á Islandi, þann 9. nóv- ember 1963. Nú í dag eru um 1200 Kiwanismenn á íslandi. Um árabil var hann forstjóri skemmtigarðs- ins Tívolí í Reykjavík. Réð hann þá ýmsa erlenda skemmtikrafta til þess að sýna listir sínar í Tívolígarðinum. Ennfremur flutti hann inn ýmis villt dýr, til þess að hafa til sýnis í garðinum. A þess- um árum sá hann líka um ráðn- ingar allra erlendra skemmti- krafta fyrir sjómannadagskabar- ettana frægu í Austurbæjarbíói og oft minntist hann á með ánægju þegar húsfyllir var á 24 sýningar í röð og biðraðir eftir aðgöngumið- um náðu langleiðina niður að Rauðarárstíg. Þegar sirkusarnir voru haldnir í stóru sirkustjaldi í Skerjafirðinum á þessum árum sá Einar líka um ráðningar þeirra skemmtikrafta sem voru meðal annarra loftfimleikamenn, trúðar og dýratemjarar, sem komu með ljón, hesta, fíla og fleiri dýr. Þetta voru ekki nein smáfyrirtæki og kostuðu óhemju vinnu. Öll þessi störf vann Einar með fullu starfi í sparisjóðnum og með samþykki stjórnar sparisjóðsins. Einar rak einnig í mörg ár fyrirtækið Feg- urðarsamkeppni íslands og var umboðsmaður fyrir allar helstu alþjóðafegurðarsamkeppnir í heiminum og sat þar oft í dómara- sæti. Hann var mjög víðförull maður og hafði frá mörgu skemmtilegu að segja. A yngri árum sínum stundaði hann fimleika hjá Glímufélaginu Ármanni og var þar í fremstu röð. Áður hafði hann æft fimleika hjá Vigni Andréssyni fimleikakenn- ara í Austurbæjarskólanum og frægt var þegar hann eitt sinn gekk á höndunum niður stigana í skólanum og út í skólaportið og nam ekki staðar fyrr en úti á Bergþórugötu. Af framansögðu má sjá, þó miklu fleira hefði verið hægt að nefna, að Einar hafði mörg járn í eldinum um ævina. Hann var sí- starfandi. Það sópaði að honum hvar sem hann fór. Það var því hryggilegt að horfa upp á hversu illa liðagigtin lék hann hin síðustu ár og síðan sá sjúkdómur er lagði hann að velli. Þegar menn hafa verið sam- starfsmenn í mörg ár fer ekki hjá því að þeir kynnist jafnt kostum sem göllum hver annars. En þegar þeim ber gæfa til að vega og meta þessa hiuti með jákvæðu hugar- fari myndast oft góður kunn- ingsskapur eða jafnvel vinátta. Þannig held ég að hafi verið hjá okkur Einari. Ég er þakklátur fyrir þann kærleika sem hann sýndi mér og fjölskyldu minni. Heimili Einars og Herdísar Hinriksdóttur, eiginkonu hans, hefur alltaf staðið okkur opið, en þar ríkir snyrtimennska og hlýja, sem ber húsráðendum gleggst vitni. Einar og Herdísi varð þriggja barna auðið. Elsta barn þeirra, Ásgeir, sem var flugmaður, fórst í flugslysi við Vestmannaeyj- ar 3. maí árið 1967 og var þeim báðum mikill harmdauði. Anna Sigríður, verslunareigandi, gift Pétri Péturssyni kjötiðnaðar- manni, og Þórunn, bankastarfs- maður. Tengdamóðir Einars, Anna Árnadóttir, hefur um árabil búið á heimili þeirra hjóna og oft talaði hann um hvað hann mat hana að verðleikum og hversu mikil stoð og stytta hún væri fjöl- skyldunni. En velferð fjölskyldu sinnar bar hann mjög fyrir brjósti. Að lokum vil ég fyrir mína hönd, Helgu konu minnar og barna okkar votta Herdísi, eftir- lifandi eiginkonu hans, dætrum, tengdamóður og öðrum aðstand- endum dýpstu samúð okkar og bið þess að almættið styrki þau og styðji í hinni miklu sorg þeirra. Bent Bjarnason Einar A. Jónsson lést í Land- spítalanum 10. þ.m. eftir stutta en erfiða sjúkralegu. Ég sá hann fyrir um tveimur vikum er hann lá í sjúkrahúsinu þá helsjúkur á lík- ama en ekki'á sál. Það var hetju- leg barátta sem hann háði þar, glaðvær og hress í anda og ekki heyrðist eitt kvörtunarorð. Ér ég gekk út af sjúkrahúsinu þann dag var efst í huga mínum þakklæti fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast þessari hetju, því hvað er hetjuskapur ef ekki það að mæta örlögum sínum með bros á vör. Einari kynntist ég fyrir nokkr- um árum, er hann var að liðsinna tengdaföður mínum, Brandi Búa- syni heitnum, sem þá var orðinn gamall maður og heilsutæpur. Alltaf virtist Einar hafa nægan tíma er leita þurfti ráða hjá hon- um og tengdafaðir minn taldi Ein- ar einstakan dreng eins og hann orðaði það. Einar var maður fórnfús og hjálpsamur fram í fingurgóma. Hann var alltaf að hugsa um hag og líðan annarra og ef ég spurði hann hvernig hann hefði það sjálf- ur var hann yfirleitt fljótur að eyða því og tala um annað. Þann 10. desember átti ég erindi í Sparisjóðinn og var mér þá til- kynnt lát hans. Mér var litið yfir salinn og að herbergi Einars og fylltist djúpum söknuði. Lengi vel er ég hef átt erindi í Sparisjóðinn, hef ég litið inn til Einars til þess að tala við hann og oft án þess að eiga nokkurt sérstakt erindi. Það hafði góð áhrif á mig að vera í návist hans. Einhvern veginn hafði allur þessi eldmóður og starfsorka þannig áhrif að ég gekk þaðan út fullur af bjartsýni og orku til að takast á við hið daglega líf og amstur. Undanfarna daga er ég hef átt erindi í Sparisjóðinn finnst mér eitthvað mikið vanta og veit ég að margir eru mér samhuga, því hann liðsinnti svo mörgum öðrum en mér. Ég trúi því að Einar hafi haft góð áhrif á samstarfsmenn sína og innan veggja Sparisjóðsins muni ríkja áfram hans hjálpsemi og lip- urð! Ég og fjölskylda mín viljum að leiðarlokum þakka Einari fyrir alla umhyggju hans í okkar garð, um leið og við vottum eiginkonu hans og dætrum okkar dýpstu samúð. Ólafur Ó. Halldórsson Nú, þegar Einar A. Jónsson er allur, kemur upp í huga okkar hjá Starfsmannafélagi Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis þakk- læti til Einars. Ekki aðeins vegna framlags hans og stuðnings til þess, heldur einnig vegna áhuga hans að halda félaginu vakandi í öll þessi ár. Einar var formaður félagsins þar til fyrir þremur árum og á 30 ára formannsferli sínum barðist hann ötullega fyrir réttindum fé- lagsmanna sinna, kom félaginu meðal annars fyrst allra starfs- mannafélaga sparisjóða í Sam- band íslenskra bankamanna og sat í stjórn þess um tíma. Einnig átti hann sinn þátt í því að starfsmenn sparisjóðsins fengu aðild að verðtryggðum lífeyris- sjóði og þótti það góð kjarabót á þeim tíma. Virðing hans mun ætíð verða í hávegum höfð og nafn hans mun vera skráð í sögu félags- ins. Að lokum viljum við votta fjöl- skyldu hans og aðstandendum öðr- um okkar dýpstu samúð. Starfsmannafélag Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. Á morgun fer fram útför félaga okkar og vinar, Einars A. Jónsson- ar aðalféhirðis, er lést þann 10. þ.m. Einar var aðalhvatamaður og stofnandi Kiwanishreyfingarinn- ar á íslandi og jafnframt fyrsti forseti Kiwanisklúbbsins Heklu sem stofnaður var 9. nóvember 1963. Hann gegndi mörgum mik- ilvægum trúnaðarstörfum á upp- hafsárum hreyfingarinnar hér á landi og víðar um Evrópu, var um- dæmisstjóri Kiwanis á Norður- löndum 1967, sat í undirbúnings- nefnd Evrópustjórnar Kiwanis 1965—1968 og í stjórn Kiwanis International Europe 1%8—1969. Það frækorn er Éinar sáði með stofnun Kiwanisklúbbsins Heklu fyrir réttum nítján árum, hefur borið þann ávöxt að í dag eru starfandi 37 Kiwanisklúbbar vítt og breitt um landið með nærri tólf hundruð meðlimum er starfa í hinum góða anda hreyfingarinnar. Einar var gerður að heiðursfé- laga í Heklu á 10 ára afmæli klúbbsins í janúar 1974 í virðingarskyni fyrir frábærlega vel unnin störf í þágu klúbbsins. Hin síðari ár átti Einar við mikla vanheilsu að stríða sem olli því að hann gat ekki tekið eins virkan þátt í Kiwanisstarfinu og hann sjálfur hefði óskað. Engu að síður fylgdist hann grannt með okkar gjörðum og nú skömmu áður en hann lést, hvatti hann okkur til að starfa af fullum krafti undir kjör- orði Kiwanishreyfingarinnar, „Við Byggjum". Einar var mikilhæfur félags- málamaður og á þeim vettvangi sem og öðrum naut sín hinn eld- legi áhugi hans sem hreif með sér marga góða menn til starfa, Mikil er eftirsjá okkar Heklufé- laga er við kveðjum nú hinstu kveðju okkar góða vin og fyrsta leiðtoga, en við eigum góðar minn- ingar um Einar A. Jónsson og er- um þakklátir fyrir að hafa átt slíkan mannkost innan okkar raða. Við sendum eiginkonu’ Einars, Herdísi, og dætrum þeirra, Önnu og Þórunni, innilegar samúðar- kveðjur, svo og öðrum aðstand- endum. Kiwanisklúbburinn Hekla Karl Lillicndahl. Föstudaginn 10. desember síð- astliðinn, lést bróðir minn og vel- gerðarmaður, Einar A. Jónsson, eftir langvarandi og þungbær veikindi. Áldrei var kvartað, alltaf var mætt í vinnu hvernig sem á stóð. Einar var sú mesta hetja sem ég hef kynnst um dagana. Gott var að koma til Einars ef maður átti í einhverjum erfiðleik- um. Hann var hjálparhella fjöl- skyldunnar í gegnum árin, það sem Einar sagði var eins og stafur á bók. Eitt atvik er mér minnis- stæðast, Davíð, dóttursonur minn, fæddist 1978, með mikinn hjarta- galla, þurfti að fara með hann til London þrisvar á einu ári. Þá stóð ekki á aðstoð, hún var veitt fljótt og vel. Einari þótti einkar vænt um þennan litla dreng, spurði allt- af um hans heilsu hversu veikur sem hann var sjálfur. Einar var mikill gæfumaður í sínu einkalífi, eftirlifandi kona hans, Herdís Hinriksdóttir, er ein sú besta kona sem ég hef kynnst. Eignuðust þau þrjú börn, Ásgeir Hinrik, sem fórst í flugslysi 1967 í blóma lífsins, og dæturnar önnu Sigríði og Þórunni Ágústu. Einari bróður mínum vil ég óska alls hins besta á nýjum leið- um. Guð blessi hann. Anna clara + Fósturmóöir mín, HÓLMFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, fyrrv. kennari, Meðalholti 17, sem lóst á elli- og hjúkrunarheimllinu Grund, 13. desember sl., veröur jarösett frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 21. desember, kl. 10.30. Erla Kristinsdóttir. SVAR MITT eftir Billy Graham „Óþolandi fólk“ Eg hef verið kristinn í mörg ár og á þá vissu, að eg muni verða hólpinn. En það er sumt fólk, sem verður á vegi mínum á hverjum degi, sem eg þoli ekki. Eg hef beðið Guð þess, að eg gæti sigrazt á þessu. Nú spyr eg: Verður mér á sama veg farið á himnum, ef þetta fólk verður þar: Biblían segir: „Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í óljósri mynd, en þá augliti til auglitis. Nú er þekking mín í molum, en þá mun eg gjörþekkja eins og eg er sjálfur gjörþekktur orðinn.“ (1. Kor. 13,12). Yður verður ekki á sama veg farið á himnum, því að þá sjáið þér sérhvern mann eins og hann er í raun og veru — og hann yður. Núna skiljum við hver annan ekki fullkomlega, hvatirnar, markmiðin, erf- iðleikana. Biblían segir, að við sjáum eins og í skuggsjá, þ.e. í óskýrum spegli. Guð elskar sérhvern okkar, því að hann sér hvað með hverjum manni býr, hver hann er í raun og veru, og hann skilur, hvers vegna við breytum eins og við gerum og bregðumst við hlutunum eins og raun ber vitni. Stundum fara sumir „í taugarnar á okkur". Ástæðan er sú, að skilningur okkar er tak- markaður. Gamall indíáni sagði einu sinni: „Við ættum ekki að dæma annan mann fyrr en við höfum gengið í skónum hans í hálfan mánuð.“ Okkur er um megn að þekkja náunga okkar til fulls, því að við höfum ekki hlotið sömu reynslu og hann, ekki glímt við sama vanda, búum ekki við sömu takmarkanir. Haldið áfram að biðja þess, að þér verðið umburð- arlyndur. Biblían segir: „Ef einhvern yðar brestur vizku, þá biðji hann Guð, sem gefur öllum örlátlega og átölulaust, og mun honum gefast." Ef við ættum svo mikla vizku, að við gætum litið mennina sömu augum og Guð, mundum við elska þá. Því nær sem við drögumst Guði, þeim mun betur skiljum við mennina. Þökkum auðsýnda vináttu viö fráfall og útför frænku okkar, BJARGAR JAKOBSDÓTTUR, Þórsgötu 3. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Landakotsspítala. Þóra Magnúsdóttir, Inga Erlendsdóttir. t Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför, s KRISTJÖNU BJARNADÓTTUR frá Stakkhamri. Börn, tengdabörn barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför mannsins míns, fööur okkar, tengdaföður og afa, SKÚLA H. SKÚLASONAR, trésmíöameistara, Tjarnargötu 30, Kellavík. Ragnheiöur G. Sigurgísladóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Minningarsjóður Ásgeirs H. Einarssonar, Kiwanis- klúbbsins Heklu Minningarsjóðskort fást hjá Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis, Blómabúðinni Vori, Austurveri og Furuhúsgögnum Braga Eggertssonar, sími 85180T Kiwanisklúbburinn Hekla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.