Morgunblaðið - 19.12.1982, Page 22

Morgunblaðið - 19.12.1982, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982 23 ■ ■ áramót á Akureyri og síðan víðar um land eftir aðstæðum. Þess má geta að myndin var tekin upp í „dolby-stereo" og hefur hluti af tónlistinni verið gefinn út á hljómplötu. Af öðrum umsvifum Stuðmanna nú á næstunni má nefna að þeir munu koma fram á nokkrum dansleikjum, þar á meðal á Borg- inni á Þorláksmessu og nýársdag og svo á jólaballi í Laugardalshöll á annan í jólum. Sv.G. sem hann gerir. Ágúst kvaðst hafa haft mikla ánægju af þessu verki og orðið „ungur í annað sinn“, eins og hann orðaði það. Stuðmenn halda því reyndar fram, að mesta upplifunin fyrir Ágúst í sambandi við gerð þessarar myndar hafi verið að þarna komst hann í fyrsta sinn í kynni við ofleikara. En Ág- úst leiðréttir þá og segir að hann hafi að vísu áður unnið með ofleik- urum en aldrei eins mörgum í einu. Kvikmyndatökumaðurinn er enskur, Dave Bridges, eða „Davíð frá Brú“ eins og þeir kalla hann, en hann er skólabróðir Ágústs frá því hann var við nám í kvik- myndagerð í Englandi. Þá unnu þeir mikið saman og Dave kvikm- yndaði þá meðal annars prófverk- efni Ágústs, „Vinur minn Jónat- an“, sem sýnt hefur verið hér í sjónvarpinu. Honum til aðstoðar við myndatökuna á „Með allt á hreinu“ var Ari Kristinsson og hljóðupptökumenn voru Júlíus Agnarsson og Gunnar Smári Helgason. Aðstoðarleikstjóri var Tinna Gunnlaugsdóttir og aðrir nánir aðstandendur myndarinnar voru Anna Dóra Rögnvaldsdóttir, sem hannaði leikmynd, Dóra Ein- arsdóttir, sem gerði búninga, og Þorgeir Gunnarsson, sem sá um leikmuni. Þá vildu Stuðmenn einnig geta framlags Sigurðar Bjólu, fyrrverandi Stuðmanns, sem þeir sögðu að hefði alltaf ver- ið nálægur þótt hann komi ekki beint fram í myndinni. Myndin er tekin víða um land og reyndar einnig erlendis og má nefna staði eins og Reykjavik, Vestmannaeyjar, Akureyri, Möðrudalsöræfi, Osló og Kaup- mannahöfn. Hún verður sýnd á næstunni í Háskólabíói og á ann- an í jólum hefjast sýningar í Vest- mannaeyjum og Keflavík og eftir Mti), ALLTA mm Af nýrri kvikmynd Stuðmanna Frumsýning nýrrar íslenskrar kvikmyndar er vissulega mikill viðburður í menningarlífinu og slíkur atburður átti sér , einmitt stað í Háskólabíói í gær þegar frumsýnd var kvik- myndin „Með allt á hreinu“. Myndin er hugarfóstur og afkvæmi Stuðmanna og það eitt ætti að nægja til að vekja áhuga manna á að sjá myndina enda hefur þeim sjaldan brugðist bogalistin þegar þeir bregða á leik. Undirritaður átti þess reyndar kost að fylgj- ast með upptöku myndarinnar eina dagstund í sumar og í ljósi þeirrar reynslu þorir hann að taka persónulega ábyrgð á að eng- inn þarf að láta sér leiðast á mynd- inni. Húmorinn og vinnubrögðin eru eins og Stuðmönnum einum er lagið, að viðbættu framlagi Ágústs Guðmundssonar leikstjóra og ann- arra aöstandenda myndarinnar. Stuðmenn sköpuðu sér sérstöðu í íslensku dægurtónlistarlífi á sínum tíma og þar nutu þeir auðugs hugmyndaflugs auk góðra tónlist- arhæfileika og nú hafa þeir bætt myndmálinu við til að koma hug- myndum sínum á framfæri og er það vel. í þessu sambandi má rifja upp það sem Stuðmenn sjálfir sögðu í samtali við Morgunblaðið á meðan á töku myndarinnar stóð: „Kvikmyndin er það tjáningarform sem tekur við af hljómpiötunni og því má segja að við séum með þessu að færa út kvíarnar. Þetta er rök- rétt útfærsla kvíanna..." „Þetta er fyrst og fremst örlaga- rómans tveggja einstaklinga sem ekki fá notist sem skyldi,“ — sögðu Stuðmenn þegar þeir voru spurðir um efni myndarinnar „Með allt á hreinu“. — „Hún fjallar um hljómsveitirnar Stuðmenn og Gær- urnar og samskipti hljómsveita- meðlima. Þetta er eiginlega lýsing á endalausri leit hljómsveit- armannanna að réttri ímynd, en í rauninni endurspeglar myndin hina áköfu leit mannsins að ham- ingjunni og i þessu tilfelli eru það iiðsmenn tveggja hljómsveita sem eiga í hlut. Við leggjum áherslu á að þetta er ekki hljómleikamynd þótt tónlist sé vissulega veigamikill þáttur í henni. Við höfum kallað þetta söngva- og gleðimynd en gleðin er að vísu nokkuð trega- blandin á köflum." Um ástir og ósamlyndi I upphafi myndarinnar vinna hljómsveitirnar tvær, Stuðmenn og Gærurnar, saman, en Stuð- menn skipa: Kristinn Styrkársson Proppé (Egill Ólafsson), Lars Himmelbjerg (Valgeir Guðjóns- son), Skafti Sævarsson sólógítar- leikari (Þórður Árnason), Fri- Liðsmenn Stuömanna næra sig í einni af ferðum sínum um landiö. kostlega listaverki sem raun ber vitni," segja þeir. Um kostnaðarhliðina segja þeir félagar, að það sé vissulega dýrt að gera kvikmynd á íslandi og mikið lagt undir. En þó hafi þessi mynd ekki orðið eins dýr og þeir höfðu reiknað með og Ágúst telur skýringuna vera þá að aðstand- endur myndarinnar eiga óvenju- mikinn hlut í verkinu. Þeir semja handritið og tónlistina, leika aðal- hlutverkin og eiga auk þess hljóð- upptökuverið þar sem tónlistin var tekin upp. En þrátt fyrir þetta þurfa þeir talsvert mikla aðsókn til að myndin standi fjárhagslega undir sér. Um möguleika myndarinnar er- lendis segja þeir að búið sé að panta hana á norræna kvik- myndahátíð í Finnlandi og Jakob kvaðst hafa sýnt hana nokkrum kunningjum sínum í kvikmynda- bransanum vestan hafs og hafi hún virkað vel á þá. Þeir hefðu jafnvel séð ýmislegt listrænt í henni sem aðstandendur sjálfir hefðu ekki verið sér meðvitandi um á meðan á tökunni stóð. „Þannig að myndin virkar meira úthugsuð frá listrænu sjónarmiði en við sjálfir höfðum gert okkur grein fyrir,“ segir Jakob. Stuðmenn segja, að ef vel gangi með þessa mynd, sé ekki útilokað Kvikmyndatökufólkiö aö störfum. að önnur fylgi í kjölfarið og gæti hún til dæmis borið heitið „Stuðmenn og Megas í Las Vegas“ eða þá „Stuðmenn á Ítalíu" svo nokkrar hugmyndir séu nefndar. En án gríns, ef vel gengur eru allir möguleikar opnir. Ungur í annað sinn Leikstjórn er í höndum Ágústs Guðmundssonar, eins og áður seg- ir, og er þetta þriðja stóra myndin Þetta atriöi er frá því þegar Harpa Sjöfn þreytti bílprófiö. mann Flyering hljómborðsleikari, (Jakob Magnússon), Hafþór Æg- isson trymbill (Ásgeir óskarsson), Baldvin Roy Pálmason, skólastjóri orgelskóla SÍS og bassaleikari (Tómas Tómasson), og svo bróðir hans Guðmundur Pálpiason hljóð- færaflutningsmaður, kallaður Dúddi (Eggert Þorleifsson). Liðs- menn hljómsveitarinnar Grýl- urnar fara með hlutverk stúlkn- anna í Gærunum, Harpa Sjöfn (Ragnhildur) Gefjun Iðunn (Her- dís), Dýrleif (Inga) og Guðfinna (Linda) og umboðsmaður þeirra er Hekla, leikin af Önnu Björnsdótt- ur. Auk þeirra sem hér hafa verið taldir koma ýmis þekkt andlit fyrir í myndinni og má þar nefna Flosa Ólafsson í hlutverki hús- varðarins Sigurjóns digra og Sæmund Pálsson í hlutverki tvist- arans Oliver Tvist. Kristinn Styrkársson Proppé, söngvari Stuðmanna, og Harpa Sjöfn, söngkona í Gærunum, eiga í ástarsambandi þegar við kynn- umst þeim fyrst, en svo lendir allt upp í loft hjá þeim og það hefur áhrif á samvinnu hljómsveitanna. Stúlkunum finnst drengírnir vera gamaldags og magnast ósamlynd- ið er á líður uns hljómsveitirnar slíta samvinnunni. En þar sem bú- ið er að bóka hljómsveitirnar sam- an á dansleiki víða um land upp- hefst mikill eltingarleikur um það að komast fyrst á staðinn þar sem halda á dansleikina. Gerist nú margt í senn .. Nei, það er engin ástæða til að rekja efnið í smáatriðum, enda er sjón sögu ríkari. Stuðmenn sjálfir segja að myndin sé fyrst og fremst léttar meiningar um lífið og til- veruna en í henni sé þó alvarlegur undirtónn þótt erfitt sé að koma auga á hann. Hún er til dæmis pólitísk, segja þeir, að því leyti að í myndinni eru Stuðmenn allir framsóknarmenn. Þá eigi sér einnig stað átök milli kynjanna annars vegar og svo stéttaátök hins vegar, en allt er þetta þó með léttu ívafi. Mikil breidd er í tón- listinni og hún spannar vítt svið, að sögn Stuðmanna og þeir full- yrða að þetta sé mynd fyrir næst- um alla fjölskylduna. „Hugmyndin hefur tekið mörg heljarstökk síðan hún kom fyrst fram,“ segja Stuðmenn þegar þeir eru spurðir um tildrögin að gerð myndarinnar. „Þetta hefur blund- að í okkur frá upphafi og legið í loftinu frá því hugmyndin um að gera mynd um Tívolí kom upp hér um árjð. En það var ekki fyrr en rithöfundurinn og kvikmynda- gerðarmaðurinn Ágúst Guð- mundsson kom til sögunnar að hugmyndin varð að þessu stór- ■I ' Lars Himmelbiarg úttkýrir „Stuömannahoppiö“. Stund mllli stríöa viö upptöku á einu atriði myndarinnar í Fálagsgaröi í Kjós. Bang&Olufsen BfOCÍ’nU'l Þegar gæði, hönnun og verð haldast jafn vel í hendur og í Beocenter 7002 hljómtækja- samstæðunni, þá er valið auðvelt. Komdu og leyfðu okkur að sýna þér þessi frábæru hljómtæki, sem fá lof tónlist- ar- og listunnenda. Beovox S 55 Verð 39.980 — með hátölurum. Greiöslukjör. Demantur fyrir dömuna Kjartan Asmundsson yullsmiður, Aðnlstnvti S.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.