Morgunblaðið - 19.12.1982, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.12.1982, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982 Hjónin Ingveldur Björnsdóttir og Þórarinn Sveinsson á Kílakoti. Myndin er tekin um síðustu aldamót. Þegar líður á jólaföstuna er ekki leng- ur hægt að standast freistinguna og láta sem maður sjái ekki allar þær bækur, sem streyma á markaðinn. Sumum er haldið mjög á lofti, — oft vegna þess að höfjundurinn eða viðfangsefnið hafa ver- ið í sviðsljósinu, eru persónur, sem menn þekkja úr sjónvarpinu og langar að kynnast nánar. Aðrar bækur láta lítið yfir sér og nánast tilviljun ef maður verður þeirra var. Samt sem áður eru það einatt beztu bækurnar og þær sönn- ustu. Ein af þessum bókum er „Að heiman", síðara hefti ljóðasafns Þórarins Sveins- sonar, sem fyrr meir bjó í Kilakoti í Keiduhverfi, litríkur persónuleiki og hafði gott skopskyn, tryggðatröll og maður fyrir sínum skoðunum. Þegar ég fletti blöðum Þórarins vekur fyrst athygli hversu nánir menn voru hér áður. í stökum hans og ljóðum eru mannkostirnir og breyskleikinn í hverri hendingu þegar hann lýsir sveitungum sínum. Bændavísurnar eru ýmist mann- lýsing eða öfugmæli. Karli Kristjánssyni hafa farist svo orð, að þegar þær bárust í hans sveit, „skemmtu menn sér við þær eins og nokkurs konar felumyndir eða gátur". Þar er Árni uppstökkur allra manna bónverstur bragðar aldrei brennivín og býður fáum inn til sín. Þannig skemmtir Þórarinn sér við að lýsa Árna Kristjánssyni í Lóni, sem raunar var vinsæll og annálaður höfð- ingsmaður. Þessi leikur að vísunni er jafnvinsæll nú og hann var þá, ætlaður fyrir augnablikið og til þess fallinn að létta geð guma. í þessari íþrótt-standa fáir hagyrðingar Þórarni jafnfætis, enda hafði hann næmt auga-fyrir myndum og andstæðum sem gekk raunar í arf til Sveins listmálara, sonar hans. Tíðarvísur eru dæmigerðar fyrir íþrótt Þórarins. Þær voru ortar 1908, en um, þær mundir voru ýmsar djarfar og ný- stárlegar hugmyndir uppi meðal sumra Keldhverfinga. Þórarinn gerir þær að yrkisefni í vísunum og lætur sér fátt um finnast: ... afarmennið aldrei þreytist öllu á jörð að snúa við. Náttúran er eins og áður enginn henni rótað fær. Glitrar jökull geislum fáður gullinn máni þegar hlær. „Ofurmennin" urðu aðhlátursefni mánans, enda breyttist ekkert við þeirra tillögur. Náttúran var söm og áður. Tíð- arvísur eru fullar af gamansömu spaugi framan af og víða komið við. En þegar á líður kvæðið verður Þórarinn alvarlegri og efnistökin sterkari. Smátt og smátt snýst það upp í dýrðaróð til sveitarinnar og náttúrunnar. Á þessum árum var þeirri hugmynd hreyft, að heiðin yrði girt af frá Tungu- heiði um Fjöll að Jökulsá til að auðvelda fjárgæzlu, — gífurlegt mannvirki, sem enn sér ekki dagsins ljós. Þórarinn hugs- aði sér að múrveggur mikill yrði reistur, „sem móa þvera yfir nær“. Engin þörf yrði að hýsa fé né halda því til beitar, heldur safnaðist það undir múrvegginn og yrði sjálfu sér nógt. Karlmennsku þurfti til að standa yfir fé á vetrum, en nú biðu manna önnur verk og löður- mannlegri: Aldrei sést nú út um móa einn við sauði ráfa Björn. Aldrei Þórður heyrist hóa hásum róm við Litlu-Tjörn. Báðir inni á svæflum sitja svönnum hjá og kemba ull. Hrín á gluggum hríðarrytja hjörð í skjóli liggur full. Auðvitað voru þeir Björn og Þórður með mestu karlmennum sveitarinnar í vísum Þórarins. En þetta var líka á þeim góðu og gömlu dögum þegar allir við það eina strita að efla sóma þessa lands. Ósanngjarnt væri að skilja svo við Þórarin og ljóð hans að afgreiða hann sem hagyrðing, þótt ég og mínir líkar getum vel unað því að það orð sé um okkur haft. Þórarinn var skáld eins og margur alþýðumaður af hans gerð á þeirri tíð þegar honum bauð svo við að horfa. Einu sinni tók hann sig til og orti „Skáldatal Keldhverfinga 1935“. Þar lýs- ir hann m.a. Birni Þórarinssyni á Vík- ingavatni, ógleymanlegum manni öllum sem honum kynntust, fyrir sakir gáfna hans, fróðleiks og málsnilldar. Björn átti við langvarandi vanheilsu að stríða og hafði það áhrif á skaphöfn hans. En þeg- ar hann fékk gest í heimsókn sem hann mat mikils og langaði að eiga orðaskipti við, hresstist hann allur og lék á als oddi: Kveður hann enn á kararbeði listræn ljóð svo lýðir hlusta, því arnfleygur andi aldrei þreytist né lækkar flug þó í lofti syrti. Liggur hann nú einn og ellihrjáður úti við ósa ævistrauma. Teningum er kastað og tafli lokið. Brosir við bráröðli betri heimur. Og gamansemin er æ á næsta leiti. Um Einar Benediktsson á Víkingavatni yrkir Þórarinn m.a.: ... Seint mun minning þess mærings fyrnast er Soffíu ljóð hann söng og orti. Jörmuðu þá gimbrar í jötukofa, hlustuðu hreindýr á Hágöngum. Hoppuðu höfrungar á hranna-brjóstum, kumruðu kaplar en kýr drundu. Óneitanlega saknar maður þess að hafa ekki getað heyrt Einar syngja um Soffíu sína svo áhrifamikið sem það hef- ur verið eftir lýsingunni! Eins og þessi sýnishorn af kveðskap Þórarins bera með sér átti hann marga strengi í hörpu sinni. Ymsir bragarhætt- ir léku honum á tungu. Fornyrðislag eða ferskeytla og jafnvel sonnetta voru í háttatali hans eftir því sem honum hent- aði í það og það sinnið. Málið er hreint og kjarnmikið. Yrkisefnin sótti hann í hversdagslífið og náttúran var hluti ljóðsins: Víkingavatn og Stórá gamla, þar sem hann undi sér vel við veiðiskap, fuglarnir og Jökulsá með sinn Dettifoss, svaðilfarir á vetrum eða Bakkus gamli, sem átti um sárt að binda þegar bannlög- in gengu í gildi. Og þarna er Strokkur, það fræga kvæði, lýsing á sveitarfundi þegar heldur betur hitnaði í kolunum, en ort til styrktar Benedikt á Tóvegg, þegar hann gat ekki gengið til heyskaparverka sakir vanheilsu. Mæltu þá allmargir Keldhverfingar, konur og karlar, sér mót í Garðsengjum einn sunnudag um slátt- inn og slógu og rökuðu saman allmiklu heyi fyrir Benedikt. En einn var sá, sem tók hvorki hrífu né orf. Það var Þórar- inn. Hann settist við skriftir og um kvöldið hafði hann ort Strokk, mikið kvæði og skemmtilegt. Setti hann það upp, að enginn fengi að hlýða á það nema hann gyldi Benedikt á Tóvegg eina mörk af smjöri eða jafngildi þess og reyndist það svo, að hann varð Benedikt drýgstur allra þegar upp var staðið. Björn Þórarinsson frá Kílakoti hefur safnað saman ljóðum föður síns og gefið út bæði bindin „Að heiman". Frágangur- inn er vandaður og honum til sóma. Halldór Blöndal Blaöburðarfólk óskast! Úthvorfi Gnoöarvogur 44—88 viiivciii Hjallavegur Vesturbær Tjarnarstígur Garöastræti Faxaskjól Skerjafjörður sunnan flugvallar! Austurbær Skólavöröustígur Laugavegur 1—33 Flókagata 1—51 ■ Uppsetningarbúðin Musselmalet munstrið Tilbúnir straufríir dúkar, serviettur, diskaþurrkur og fleira meö þessu vinsæla bláa danska postulínmunstri. Borödúkar í úrvali. Matardúkar. Blúndudúkar. Flauelisdúkar. Handunnir dúkar. Dúkar á sporöskjulaga borö. Dúk- ar á hringiaga Doro. Allar stæröir. Jóladúkar i urvali. Uppsetningarbúðin, iHverfisgötu 74 sími 25270.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.