Morgunblaðið - 19.12.1982, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.12.1982, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982 Sigríður Hallsdóttir Akranesi - Minning Fædd 23. október 1898 Dáin 12. desember 1982 Þegar ég heyrði fregnina um andlát vinkonu minnar, Sigríðar Hallsdóttur, sem að vísu kom mér ekki svo mjög á óvart, rifjuðust upp í huga mér okkar löngu og góðu kynni. Fyrst og fremst kynntist ég henni sem „bara hús- rnóður" og ógleymanlegri vinkonu. Sigríður var fædd 23. október 1898 og ólst upp fyrstu tíu árin að Stórafljóti í Biskupstungum, en móðir hennar lést er Sigríður fæddist. Síðan dvaldi hún víða, meðal annars tvo vetur í Hvítár- bakkaskóla. í Borgarfirðinum kynntist hún svo þeim mæta manni Þórði Asmundssyni, sem lengst af var kenndur við Uppsali á Akranesi. Þau gengu í hjóna- band árið 1925, fluttu saman á Skagann, og lifðu við farsæld og frið þar til hann lést árið 1971. Vegna náins vinskapar við einn af sonum þeirra hjóna, var ég um margra ára skeið einskonar „heimilisköttur" á Suðurgötu 38, þar sem þau bjuggu lengst af. Þar af leiddi að ég kynntist vel þeirri góðu konu, er ég nú kveð að leið- arlokum. Sigríður var dæmigerð fyrir- mynd þeirra kvenna, sem vinna sitt mikla og giftudrjúga ævistarf innan veggja heimilisins, án þess að bera hæfileika sína á torg. Hennar góða skap og æðruleysi, Ijúfmennska og hlýja, auðkenndi hana hvenær sem fundum okkar bar saman. Að vísu lengdist á milli samfunda okkar á seinni ár- um, þar sem oft var vík milli vina, en viðmót hennar var ætíð hið sama. Þau hjónin eignuðust fjögur börn: Kristbjörgu sjúkraliða, gifta Hilmari Þórarinssyni, Skúla, for- stöðumann, kvæntan Soffíu Al- freðsdóttur, Braga, bókaútgef- anda, kvæntan Astu Gústavsdótt- ur, allt hið gjörvulegasta og besta fólk. Afkomendur þeirra eru orðn- ir margir, en meðal barnabarna má finna hagfræðing, prest, og jarðfræðing, svo einhverra sé get- ið. Sigríður bjó nokkur síðustu árin á Dvalarheimilinu Höfða við gott atlæti þess ágæta fólks er þar starfar, og ástríki og umönnun sinna nánustu. Hún átti að vísu við vanheilsu að stríða nokkur síð- ustu árin, en 'bar hana eins og ánnað með slíku æðruleysi að að- dáanlegt var. Það fer ekki á milli mála, að kynni af slíkri manneskju sem Sigríði eru mjög mannbætandi. Því tel ég mig mann að meiru að hafa átt vináttu hennar. Um leið og ég svo kveð elskulega vinkonu mína hinstu kveðju, og bið henni blessunar, sendi ég ætt- ingjum hennar samúðarkveðjur mínar og minna. Hilmar Hálfdánarson Aðfaranótt sl. sunnudags and- aðist móðursystir mín, Sigríður Hallsdóttir, húsfreyja á Akranesi, 84 ára að aldri. Hún fæddist á Stóra-Fljóti í Biskupstungum 23. október 1898. Foreldrar hennar voru Hallur, bóndi á Stóra-Fljóti, Guðmundsson, b. þar, og kona hans, Sigríður Skúladóttir, bónda á Berghyl, Þorvarðarssonar. Sama dag og Sigriíður yngri fæddist lést móðir hennar af barnsförum, og voru börnin þá fimm. Hin eldri voru: Jóhanna, húsfreyja á Akra- nesi, Skúli, stöðvarstjóri í Kefla- vík, Guðmundur, bóndi í Auðsholti í Biskupstungum, og Elín, hús- freyja á Kaldbak í Hrunamanna- hreppi. Þau eru öll látin, en yngri hálfbróðir þeirra, Finnbogi, húsa- smíðameistari í Hafnarfirði, lifir nú einn þeirra systkina, áttræður að aldri. Snemma varð Sigríður að vinna fyrir sér, en þegar hún var 10 ára Vcmdadar íslenskar barnabcekur Sólarblíðan, Sesselía og mamman í krukkunni Bráðskemmtileg bók um dugmikla stelpu sem kemur vinstúlku sinni til hjálpar og fær í lið með sér strák sem á töfrastein. Þetta er önnur barnabók höfundarins, Vésteins Lúðvíkssonar, sem er kunnur fyrir skáldsögur sínar, smásögur og leikrit. Malín örlygsdóttir hefur gert bráðfallegar myndir í bókina. Kötturinn sem hvarf Sagan hennar Nínu Tryggvadóttur um konuna sem lifði fyrir kettina sína og köttinn sem brá sér á músaveiðar, prýdd frábærum myndum lista- konunnar. Sígild bók sem lengi hefur verið ófáanleg, en hvert barn ætti að eignast. Búkolla Ævintýrið góðkunna um Búkollu með myndum Hrings Jóhannessonar. Bókin seldist upp á örskömmum tíma, en er nú aftur fáanleg. Gullfalleg bók handa börnum á öllum aldri. Viltu byrja með mér? Ný unglingabók eftir Andrés Indriðason um feiminn strák í 7. bekk og stelpuna sem kemur ný í bekkinn, myndskreytt af önnu Cynthiu Leplar. Andrés fékk viðurkenningu Fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir bók sína Polli er ekkert blávatn sem kom út í fyrra. Þessi bók svíkur heldur engan. önnur prentun komin. Það er ekki sama hvað börn og unglingar lesa - gefum þeim góðar bækur Mál IHI og menning varð faðir hennar að bregða búi. Kom sér þá vel að hún var bæði hraust og sterkbyggð, og heyrt hef ég til þess tekið að hún þótti a.m.k. karlmannsígildi til allra verka þegar hún var á æskuskeiði. Sig- ríður var bæði vel gefin og námfús og mun hafa haft löngun til meiri skólagöngu en kostur var á. Því var það henni mikils virði að geta komist í Hvítárbakkaskóla, en þar var hún tvo vetur við nám. í Borg- arfirðinum kynntist hún Þórði Asmundssyni frá Fellsaxlarkoti í Skilmannahreppi og giftist honum árið 1925. Þau settust að á Akra- nesi, þar sem Þórður stundaði sjó og síðar ýmis störf, síðast við Sementsverksmiðju ríkisins. Þórð- ur var annálaður dugnaðar- og drengskaparmaður, og það mun hafa orðið frænku minni þungt áfall þegar hann lést fyrir 11 ár- um, þótt enginn sæi hénni bregða. Þórður og Sigríður eignuðust 4 börn. Þau eru: Kristbjörg, hús- freyja og verslunarmaður á Akra- nesi, Skúli, forstöðumaður Lífeyr- issjóðs Vesturlands, búsettur á Akranesi, Bragi, bókaútgefandi á Akranesi, og Birgir, deildarstjóri hjá Kaupfélagi Borgfirðinga í Borgarnesi. Öll eru þau systkin gift og eiga afkomendur. Síðustu æviár Sigríðar átti hún við nokkra vanheilsu að stríða, en þó bar hún aldur sinn vel. Eftir lát Þórðar bjó hún áfram í húsi þeirra að Suðurgötu 38 og naut til þess fulltingis barna sinna, einkum Kristbjargar, sem lengi bjó í sama húsi. En þar kom, að Sigríður treysti sér eigi lengur að halda eigið heimili, og seldi þá húsið og fluttist í hið nýja visthemili að Höfða. Þar undi hún hag sínum hið besta og var innilega þakklát að geta verið svo nærri börnum sínum. Heimilinu að Höfða bar hún hið besta orð, og kunnugt er mér um að jákvætt viðhólf hennar varð mörgum vistmönnum til upp- örvunar og skapléttis. En á sl. sumri veiktist hún og sjúkdómur- inn svipti hana bæði kröftum og máli. Síðustu mánuðir urðu henni því erfið raun, sem hún þó bar með þolgæði, og æðraðist ekki þótt svo væri komið líðan hennar, að dauðinn varð henni sannkölluð líkn. Þó að Sigríður festi fullkomlega rætur á Akranesi dvaldi hugur hennar oft við bernsku- og æsku- slóðirnar í uppsveitum Árnes- sýslu, Biskupstungur, Laugardal og Ytri-Hrepp. Einstaklega var skemmtilegt að ferðast með henni um þær slóðir, heyra hana rifja upp gamlar minningar, ekki síst gamanmál, og finna hve hún naut slíkra stunda. Skyld átthaga- tryggð hennar var einstæð frænd- rækni. Hún iagði mikið kapp á að halda sambandi við systkini sín og systkinabörn og naut til þess stuðnings fjölskyldu sinnar. Það varð henni því meiri gleði og upp- lyfting en frá verði sagt, þegar sá draumur hennar rættist að fá að sjá flest af þessu skyldfólki sínu saman komið á ættarmóti í Reykjavík 30. ágúst 1981. Okkur systkinunum sjö frá Kaldbak sýndi Sigríður alla tíð einlæga vináttu; fráfall móður okkar 1942 breytti þar engu um. Þó erfitt væri um samgöngur kom hún að finna okkur þegar hún gat og fylgdist síðar með hverju okkar. Þegar svo ný kynslóð tók að vaxa úr grasi gladdist hún yfir hverjum nýjum einstaklingi og hafði nákvæmar reiður á nöfnun og aldri. Virtist hún ekkert sljóvg- ast í því þrátt fyrir háan aldur. Fyrir hönd okkar systkinanna vil ég nú að skilnaði tjá einlægar þakkir til frænku okkar fyrir langa, órofa tryggð. Börnum henn- ar, tengdabörnum og afkomendum öllum sendum við innilegar sam- úðarkveðjur. Kristinn Kristmundsson Sigríður Hallsdóttir, amma okkar, er horfin yfir móðuna miklu. Hún var fædd að Stóra- Fljóti í Biskupstungum og ólst þar upp til 10 ára aldurs. Hún giftist Þórði Ásmundssyni manni sínum þann 24.10. 1925 og eignuðust þau fjögur börn, Kristbjörgu, Skúla, Braga og Birgi. Þau bjuggu alla sína búskapartíð á Akranesi utan eitt ár, er þau bjuggu að Bekan- stöðum í Innri-Akraneshreppi. Á Akranesi bjuggu þau lengst af á Suðurgötu 38 og 39. Þórður afi okkar lést í mars 1971 en Sigríður amma fluttist að elliheimilinu að Höfða árið 1979 og bjó þar til dauðadags. Amma var um margt sérstæð kona, sérstæðari og mikilfenglegri en svo, að hástemmd lýsingarorð geti gefið um það nokkra hug- mynd, enda myndi slík lýsing óneitanlega stinga í stúf við eðlis- þætti ömmu, sem öðru fremur ein- kenndust af hógværð og lítillæti. Hún var ekki sú manngerð sem tróð sér fram og barði sér á brjóst. Hún var heldur ekki sú sem bar tilfinningarnar utan á sér og still- ing hennar og hógvært fas var ein- stakt. Gera má ráð fyrir því að þeir sem lítt þekktu til hafi sjald- an áttað sig á hvern mann amma hafði að geyma, en fyrir okkur, sem kynntumst henni náið, er minningin fyrst og fremst tengd henni sem persónu, fremur en ein- stökum atburðum í sameiginlegri upplifun með henni. Við áttum þeirri gæfu að fagna að alast upp í nánara sambýli við ömmu og afa en dæmigert getur talist fyrir einstaklinga í nútíma kjarnafjölskyldu. Hjá ömmu átt- um við öruggt athvarf hvenær svo sem á bjátaði, jafnt í smáu sem stóru. Engin var eins þolinmóð við að lægja brátt skap. Engin var eins umburðarlynd og jákvæð í garð annarra. Engin var jafn blíð og mild í umvöndun sinni og leið- beiningum til okkar, er við stigum fyrstu skrefin út í iífið. Þessir mannkostir ömmu koma til með að standa steækt í minningunni um hana — sterkt vegna þess hve þeir voru ráðandi í öllu hennar fari. Sigríður amma var uppáhald barna sinna og annarra afkom- enda. Það var sérstætt að sjá ærslafullt fas lítils barns breytast í stillileik og umfram allt blíðu við langömmu sína í heimsóknunum að Höfða. Amma naut þeirrar blessunar að eiga börn sem létu sér annt um hana og sem sættu sig aldrei úr færi við að rétta henni hjálpar- hönd eða stytta henni stundir í ellinni. Það var ekki síst þess vegna sem hún hélt sinni líkam- legu og andlegu reisn, þó stöðugt hrjáðu hana langvarandi veikindi á seinni árum. 1 ágúst síðastliðnum dró skyndi- lega að leiðarlokum og amma veiktist alvarlega. Þó bún yrði ófær um að tjá sig, hnignaði henn- ar andlega atgervi ekki svo neinu nam. Það var ábyggilega erfið raun fyrir ömmu að skynja sjálfa sig og eigið ástand en vera ófær um að gera nokkuð sem til úrbóta gæti leitt. Það var því aðstandend- um hennar léttir þegar hvíldin kom og þjáningum hennar linnti. Um leið og við kveðjum ömmu hinstu kveðju, þökkum við henni samfylgdina og þá minningu sem hún skilur eftir um persónuleika sinn og einstæða eðlisþætti. Megi blessun fylgja henni á æðri til- verustigum. Þórður og Valla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.