Morgunblaðið - 19.12.1982, Side 39

Morgunblaðið - 19.12.1982, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982 39 Bókin um Jón Kaldal komin út „Kaldal" nefnist nýútkomin bók frá Ljósmyndasafninu og bókaútgáfunni Lögbergi. Bókin er fyrsta bókin í samvinnu þessara aðila um útgáfu á veglegum bók- aflokki um íslenska Ijósmyndara og Ijósmyndir. Er fyrirhugað að í bókaflokknum verði kynntir merk- ustu listamenn þjóðarinnar í þess- ari listgrein, og birt sýnishorn verka þeirra. í kynningu útgef- Tónleikar í Laugar- neskirkju Mánudaginn 20. desember verða haldnir tónleikar i Laugarneskirkju kl. 20.30 undir heitinu „Kvöldlokkur á jólaföstu“. Leikin verður blásara- tónlist eftir Beethoven, Sweelink og Mozart. Tónleikarnir hefjast á sextett í Es-dúr fyrir 2 klarinett, 2 horn og 2 fagott eftir Beethoven. Þá verða leikin tilbrigði um sönglag frá 16. öld fyrir blásarakvintett eftir hollenska tónskáldið Sweelinck, sem uppi var um aldamótin 1600. Að lokum verður leikin serenada í c-moll K388 eftir Mozart. Flytjendur verða: flauta: Bern- ard Wilkinson, óbó: Daði Kol- beinsson og Janet Wareing, horn: Joseph Ognibene og Jean P. Ham- ilton, klarinett: Einar Jóhannes- son og Óskar Ingólfsson, fagott: Hafsteinn Guðmundsson og Björn Arnason. enda á bókinni um Kaldal segir svo: Við hæfi þótti að helga fyrstu bókina Jóni Kaldal, einum merkasta portrettmyndasmiði þjóðarinnar á þessari öld. Thor Vilhjálmsson rithöfund- ur ritar inngang að bókinni þar sem hann rekur æviferil Jóns Kaldal og fjallar um list hans. Bókina prýða 66 ljósmyndir auk ljósmynda í inngangi. Allar ljósmyndirnar eru gerðar eftir frummyndum listamannsins. Bókin er prentuð í duotone. „Mannamyndir Kaldals hlutu alþjóðlegt lof á fjölda samsýn- inga, sem honum var jafnan boð- ið til þátttöku í, vítt og breitt um veröldina, allt frá kóngsins Kaupmannahöfn til Hong Kong og frá Berlín til Brasilíu. Gull-, silfur- og bronsmedalíum rigndi yfir Kaldal úr öllum heimshorn- um fyrir afburða andlitsmyndir eins og skæðadrífa verðlauna- peninganna á hlaupabrautinni forðum daga. Þessar listrænu myndir hans og verðlaunaport- ret voru tekin á ævafornan linsurokk frá aupphafsárum ald- arinnar og fýrað var af með eld- gömlum gúmmípung. Listin er annað og meira en steindauð og leiðigjörn tækni, sem margur lít- Rúmið brennur — eftir Faith McNulty HJÁ Máli og menningu er komin út bókin Rúmið brennur eftir Faith McNulty í íslenskri þýðingu Elísa- betar Gunnarsdóttur. Rúmið brennur er saga Franc- ine Hughes, bandarískrar konu, sem árið 1977 var ákærð fyrir að brenna mann sinn til bana. Þá var Francine Hughes 29 ára göm- ul og hafði búið við sívaxandi ofbeldi í hjónabandi sínu í þrett- án ár. Tilraunir hennar til að losna höfðu allar mistekist: lög- reglan, dómstólarnir, félagsmála- stofnanir, nágrannar, vinir, fjöl- skylda hennar og eiginmanns hennar — allir stóðu ráðþrota gagnvart þessu vandamáli eða vildu ekkert skipta sér af því. Höfundurinn McNulty, er fyrst og fremst kunn fyrir skrif sín um náttúrufræði og vísindi í tímarit- ið New Yorker. Rúmið brennur er 315 bls. að stærð, unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Auglýsingaþjónustan hf. gerði kápuna. Húsnæði óskast Ungur athafnamaöur meö 2 fyrirtæki í rekstri óskar eftir aö taka á leigu einstaklingsíbúö í lengri eöa skemmri tíma. Æskilegt er að húsnæöiö sé meö húsgögnum. Fyrirframgreiðsla hugsanleg. Uppl. í síma 76218. Rýmingarsala vegna flutnings búöarinnar. Mikiö úrval af gjafavör- um og pottahlífum meö 10—30% afslætti. Blómabúðín Míra, Suöurveri v/ Stigahlíö. KALDAL LIÓSMYNDIR ur til sem æðsta hnoss og sálu- bótaratriði nútímans. Japönsku Cannon-vélarnar, Rolliflex og Hasselblad og hvað þær nú allar heita, rándýru og tæknilega flóknu og fullkomnu myndavél- arnar, duga seint til listsköpun- ar ef hið sjáandi listræna auga þess, sem á heldur, vantar. Það sýndi og sannaði snillingurinn Jón Kaldal áþreifanlega með sínum ellilúna linsukassa. Hér áður fyrr birtust sjaldan fréttir í fjölmiðlum af listaaf- rekum Jóns á erlendri grund. Hann faldi jafnan sigra sína fyrir almenningi og fréttasnáp- um af meðfæddu lítillæti og hógværð hins sanna lista- manns." Þannig kemst Örlygur Sig- urðsson listmálari að orði í Morgunblaðinu 14. nóv. 1981 í „Kveðju til Kaldals". Tvær slóðir í dögginni Þjóðsaga gefur út fimmtu ljóðabók Valdimars Hólm Hallstað BÓKAÚTGÁFAN Þjóðsaga hef- ur gefió út Ijóðabókina „Tvær slóðir í dögginni“, eftir Valdi- mar Hólm Hallstað. í bókinni eru 34 ljóð ort á síðustu áratugum af ýmsu til- efni. Áður hafa komið út eftir Valdimar Hólm fjórar ljóða- bækur og barnaljóð: Komdu út í kvöldrökkrið (1933), Hlustið þið krakkar (1944), Syngið sól- skinsbörn (1949) og Sagan af Loðinbarða, söngljóð barna (1967). Hafsteinn Guðmundsson í Þjóðsögu, sem hannaði útlit bókarinnar, segir að Valdimar Hólm hafi ennfremur ort fjölda söngtexta, sem sungnir hafa verið á liðnum árum. Hann Valdimar Hólm kvað Valdimar Hólm vera mjög ljóðrænan og yrkja af smekk- vísi um litbrigði lífsins. Bókin er prentuð í Odda hf. Við bjóðum sex mismunandi gerðir af finnsku sœngurfatasettunum frú Finlayson. Þau eru úr 100% bómull ogfást í'mörgum litum. Án laks kosta þau 299. - en með laki 419.- Þessi finnsku sœngurföt eru einstaklega falleg og vönduð. f A thugið að á þriðjudaginn eropið tilkl. 22 í Hagkaup Skeifunni ih i 11 11 Kk HAGKAUP Reykjavík-Akureyri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.