Morgunblaðið - 21.12.1982, Side 29

Morgunblaðið - 21.12.1982, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 77 VEL^AKAfiDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI 71! TIL FÖSTUDAGS Yr t\yí/JArnY\~aM\ lendum markaði svo við þyrftum ekki að fá þær í hausinn aftur? Eg held að við samsetningu þessarar stjórnmálayfirlýsingar hafi ekki verið reiknað með því að almenningur fylgdist með hlutun- um, heldur hinu að hann gæti kyngt öllu ómeltu. Ég var að hugsa að þessi ráð- stefna hefði verið flokknum okkar til meiri sóma ef hún hefði rætt meira um þjóðhollustu og hvernig á örlagatímum væri best að standa að hlutunum og aðstoða ráðandi ríkisstjórn við að leysa brýnustu þarfir þjóðarinnar, því næg hafa áföllin verið. Og svo heyrum við utan úr heimi að alls- staðar er að þrengjast um í efna- hagslífinu og þar snúa menn bök- um saman. Þá hefði það verið sómi ráðstefnunnar að ræða um hugsunarháttinn í dag í einhverju mesta eyðsluþjóðfélagi jarðarinn- ar og beina landsmönnum frekar inn á slóðir samheldni og spar- semi, en það virðist lítil þörf. Heldur er reynt að ráðast á og fara á móti. Meira að segja er talið sigurstranglegt að örva menn í óraunhæfum kauphækkunum. En hvernig skyldi þeirri forystu líða, sem nú spanar allt upp, þegar hún sest í ráðherrastólana næstu og hefir brotið þessa braut til enda. Jólin eru í nánd. Friðarhátíð og fagnaðar kristnum mönnum. Hvernig væri nú að nota þessa há- tíð til að sópa svolítið til í fylgsn- um sálarinnar, hleypa hatrinu, ofstopanum og hávaðanum út en lofa anda Krists að koma inn fyrir? Til tveggja perusala í Sólheimum Kella skrifar: „Hinn 12. desember hringduð þið dyrabjöllunni hjá mér og buð- uð mér perur til kaups. Það var vel þegið, þvi að aldrei er of mikið af birtunni. Þið voruð þreyttir, svo að ég bauð ykkur inn til þess að kasta mæðinni. Ég hef verið svo heppin að hitta aldrei nema gott ungt fólk á lífsleið minni. Og margur hefur komið til mín, bæði sölumenn og einnig fólk sem hefur viljað boða mér trú sína og ég hef boðið því sæti í sömu stólunum og þið sátuð í. En þetta hefur verið eins og með skip sem mætast að nóttu og heilsast og kveðjast, sem er svo eðlilegt. En hvað gerðist. Þið létuð um- slag við dyrnar hjá mér. Og í því var eitt fegursta kort, sem ég hef augum litið og á það ritaðar með fallegri hendi tvær vísur með þakklæti og góðum kveðjum og óskum. Þetta kort mun ég geyma alla mína ævi og alltaf lesa það, þegar illa liggur á mér. Ég bið góðan Guð að vera alltaf með ykk- ur í blíðu og stríðu. Þið vissuð ekki, að þetta var fyrsta gjöfin sem mér barst á sjötíu ára afmæl- isdaginn minn.“ Spilar HHÍ á 40% miða í HHÍ? Amór Ragnarsson skrifar: „Fyrir nokkrum árum fór ég til bankastjóra í viðtal. Bað ég hann að lána mér tiltekna upphæð og tók hann erindi mínu nokkuð vel. Daginn eftir fór ég að vitja láns- ins. Kom þá í ljós að umbeðin fjár- hæð hafði verið skert verulega og tók ég ekki lánið heldur hélt á fund bankastjóra á ný daginn eftir og bað öðru sinnu um þá fjárhæð sem mig vanhagaði um. Daginn eftir náði ég í þá upphæð í bank- ann. Þessi saga kom upp i huga minn þegar ég sá svar Jóhannesar L.L. Helgasonar við fyrirspurn minni um vinningshlutfall Happdrættis Háskóla íslands. Ég vil byrja á því að þakka Jóhannesi fyrir svar hans. Mér skilst að blaðið hafi ekki verið komið til allra kaup- 9520-8371 skrifar: „Það er alloft verið að hvetja fólk til að neyta þessara þriggja- komabrauða vegna þess hve holl þau eru og er það vel. En nýlega voru skrif í dálkum Velvakanda um saltið í þessum brauðum og þeim sem þetta ritar hefur einnig fundist vera of mikið salt í þeim. Ég ákvað þess vegna að kanna þetta nánar í nokkrum brauðbúð- um til þess að fá samanburð. Hjá allmörgum þessara fyrirtækja er saltið í brauðum þessum það mik- ið, að þau eru næstum því óæt, en hjá öðrum eru brauðin lítið söltuð svo brauðbragðið finnst mjög vel. Ég varð þó að fara bæinn á enda til þess að finna þau, en stutt frá heimili mínu eru seld þriggja- kornabrauð með svo miklu salti að bragðið finnst ekki vegna salt- keimsins. enda þegar Velvakanda hafði bor- ist bréf hans. Jóhannes L.L. Helgason veit mætavel hvað ég er að fara með spurningum mínum enda þótt hann leyfi sér að snúa út úr þeim. Hann endurtekur enn og aftur að vinningshlutfallið sé 70% og að það sé hvergi í veröldinni hærra. Þá segir í svari Jóhannesar „Það er rétt hjá bréfritara að mið- um hefur fjölgað hjá HHÍ á liðn- um árum, þar á meðal var byrjað árið 1975 að gefa út svonefnda „trompmiða" sem gefa fimmfald- an vinning á við venjulegan miða, enda kosta þeir fimm sinnum meira. Þessi miðaaukning hefur auðvitað verið gerð til að full- nægja eftirspurn." — Eftir þessa yfirlýsingu langar mig að reyna öðru sinni að bera fram sömu spurningar, kannski svolítið öðru- Ég kann lítið til baksturs, en helst gæti mér dottið í hug að þetta sé að nokkru leyti hið sama og með hafragraut. Hann er óætur saltlaus, góður lítið saltaður, en óætur mikið saltaður. Ég hef litla trú á því að neyt- endur almennt vilji hafa brauðin svona sölt, að minnsta kosti eng- inn sem ég hef spurt. Fyrir þá sem sölt brauð smakkast betur má benda á, að nóg er til af söltu ofanáleggi. Gaman væri að fá álit hús- mæðrakennara á þessu." vísi orðaðar og auðskildari: Var HHÍ komið í þrot með miða 1975 þegar trompmiðarnir voru teknir upp eða voru einhver önnur sjónarmið sem lágu þar að baki? Er það rétt að HHI spili á um 40% miða í eigin happdrætti og fái ár hvert 40% vinninganna og þar með lækki 70% vinningshlutfallið niður i 42%? Að lokum vil ég taka það fram, að ég ber góðan hug til HHÍ, en krefst þess jafnframt fyrir hönd allra þeirra, sem í happdrættinu spila, að rétt sé sagt frá og ekki séu notaðar aðferðir stjórnmála- manna við að svara svo einföldum spurningum sem þessum. Þetta er önnur tilraun mín til að fá svar og vona ég að eins vel gangi að þessu sinni eins og í bankanum forðum. Virðingarfyllst." GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Börnin horfðu á hvort annað. Rétt væri: Börnin horfðu hvort á annað. Hef litla trú á að neytendur vilji hafa brauðin svona sölt Magnús Smámyndir Magnús Eiríksson er einn besti laga- og textasmiður okkar íslendinga. „Smámyndir“ er fyrsta plata Magnúsar í eigin nafni, en áður hafa komið út 3 Mannakornsplötur með löaum hans. Á „Smámyndum“ hefur Magnús til liðs og stoöar Ragnhildi Gísladóttur, Magnús Þór Sigmundsson og Pálma Gunnarsson og nokkurra valinkunnra tónlistarmanna auk Baldurs Más Arngrímssonar, sem sá um upptöku og stjórn upptöku ásamt Magnúsi. Lögin heita: Hvaö um mig og þig? Þorparinn, Sigling, Reykjavíkurblús, Gummi og óg, Vals númer eitt, Gúmmítarzan, Engan tii aö elska, Einn dag í senn, og titillagiö Smámyndir. FÁLKINN Suðurlandsbraut 8, Austurveri, Laugavegi, heildsöludreifing í ' • y t i * Eiríksson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.