Morgunblaðið - 24.12.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1982
13
Sjónvarp & útvarp
Sjónvarp á jóladajr kl. 18.00:
Úr mannheimum, álf-
heimum og tröllheimum
— í Jólastundinni okkar
Á dagskrá sjónvarps kl. 18.00 á jóladag er Jólastundin okkar.
Nokkrir nemendur í Bjarkarási flytja jólaguöspjallið. Ása fer aö
leita 'að jólasveininum, því aö karlanginn hefur villst og lenda
þau í ýmsum ævintýrum. Kannski rekast þau á álfa og tröll,
a.m.k. eru Grýla, Leppalúöi og jólakötturinn á kreiki. Kór
Kársnesskóla syngur undir stjórn Dórunnar Björnsdóttur og svo
verður gengið kringum jólatréð. Umsjónarmenn Ása Helga
Kagnarsdóttir og Oorsteinn Marelsson. Upptöku stjórnaði Viðar
Víkingsson.
Aftansöngur jóla
í sjónvarpssal
Kl. 22.00 er aftansöngur jóla í sjónvarpssal. Biskup íslands,
herra Pétur Sigurgeirsson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór
Keflavíkurkirkju og Barnakór Tónlistarskólans á Akranesi
syngja. Haukur Guðlaugsson leikur á orgelið. Upptöku stjórnar
Maríanna Friðjónsdóttir.
Beðið eftir jólunum: Gunnvör Braga, Jenna Jensdóttir, Bernharður Guðmundsson og Ingibjörg R. Magnúsdóttir í
hópi jólabarna.
llljóövarp á aófangadag kl. 10.20:
Nú líður senn að jólum
Á aðfangadag kl. 16.20 er á
dagskrá hljóðvarps þáttur sem nefn-
ist Nú líður senn að jólum. Umsjón-
armaður: Gunnvör Braga. Aððstoð:
Ágústa Ólafsdóttir.
— Krakkarnir bíða jólanna
ásamt nokkrum góðum gestum,
sagði Gunnvör Braga. — Jenna
Jensdóttir rithöfundur rifjar upp
bernskujól og segir m.a. frá því
þegar þær systurnar gáfu rebba
jólamatinn sinn. Ingibjörg R.
Magnúsdóttir, deildarstjóri í heil-
brigðisráðuneytinu, segir frá ýms-
um skemmtilegum siðvenjum sem
hún viðhefur í jólamánuðinum.
Séra Bernharður Guðmundsson
segir frá jólum hér og annars
staðar. Svo var sérstaklega rætt
hvað við ætluðum að gera á að-
fangadagskvöldið og Bernharður
sagði okkur frá starfi kirkjunnar
þetta kvöld, auk þess sem krakk-
arnir spyrja margs um jólin í
gamla daga. Og ekki má gleyma að
geta þess, að til okkar kemur heill
kór, Skólakór Kársnes- og Þing-
hólsskóla og syngur undir stjórn
Þórunnar Björnsdóttur; Marteinn
H. Friðriksson leikur á píanó.
Sjónvarp á jóladag kl. 20.15:
Litla stúlkan með
eldspýturnar
Á dagskrá sjónvarps kl. 20.15
að kvöldi jóladags er söngleikur
sem Magnús Pétursson samdi
eftir hinu fræga ævintýri H.C.
Andersens, Litlu stúlkunni með
eldspýturnar.
Leikstjóri er Kolbrún Hall-
dórsdóttir, en leikarar eru 10
til 12 ára börn úr Fellaskóla.
Aðalhlutverk: Rósa Jósefs-
dóttir (litla stúlkan), Óla
Björk Eggertsdóttir (amma),
Halldór Snorrason (pabbi),
Berglind Waage (mamma),
Matthías Arngrímsson (götu-
strákur). Undirleik og kór-
stjórn annast Snorri Bjarna-
son. Leikmynd er eftir Baldvin
Björnsson og má í henni sjá
eftirlíkingu af húsi H.C. And-
ersens í Oðinsvéum.
Rósa Jósefsdóttir í hlutverki litlu stúlkunnar.