Morgunblaðið - 24.12.1982, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1982
29
Elín Jónsdóttir
Brekkuhúsi — Minning
Fædd 13. apríl 1884
Dáin 7. júlí 1982
Amma mín andaðist 7. júlí sl. á
Elliheimilinu Grund í Reykjavík
98 ára að aldri. Jólin eru að koma,
og í mínum huga vakna margar
hugljúfar minningar. Því minnist
ég þess að síðustu 12 ár hefi ég
heimsótt ömmu mína á aðfanga-
dag, og sakna ég liðinna stunda
með henni. Síðasta daginn m.a.
sat ég við rúm hennar og sá að
hún var að fá hvíldina sem hún
hafði lengi þráð. Einnig koma
fram í hugann minningar um
látna ástvini sem komnir eru á
æðra tilverustig.
Elín fæddist 13. apríl 1884 á
Fáskrúðsfirði, og voru foreldrar
hennar þau Þórdís Guðmunds-
dóttir og Jón Vigfússon. Ólst hún
upp á Fáskrúðsfirði til 8 ára ald-
urs, og flyst síðan með foreldrum
sínum að Bláfeldi í Staðarsveit á
Snæfellsnesi, en þaðan var faðir
hennar ættaður. Systkini hennar
voru átta talsins. Hún var næst
elst, og kveður síðast.
Tvítug kynnist hún eiginmanni
sínum Jónasi Egilssyni frá Búðum
í Staðarsveit. Til Ólafsvíkur flytj-
ast þau árið 1905. Hún missti
KvennaframboðiÓ Rvík:
Nýútkomin
bók Kvenna-
framboðinu
óviðkomandi
Mbl. hefur borizt eftirfarandi til
birtingar:
Ut er komin bók eftir Guðmund
Sæmundsson um kvennaframboðin í
Reykjavík og á Akureyri til sveitar-
stjórnakosninganna á sl. vori. Utgef-
andi er Örn og Örlygur. Til að koma
í veg fyrir allan misskilning vill
Kvennaframboðið í Reykjavík að það
komi skýrt fram að bók þessi er því
algerlega óviðkomandi. Til að undir-
strika það sendum við bréf til bóka-
útgáfunnar þann 12. nóvember sl.
þar sem kom fram m.a.:
„Kvennaframboðið í Reykjavík vill
hér með staðfesta það sem fram kom
í samtali undirritaðra við fulltrúa
útgáfunnar 30. sept. sl.: Bók Guð-
mundar Sæmundssonar um Kvenna-
framboðin, sem koma mun út hjá
útgáfu yðar á næstunni, er Kvenna-
framboðinu í Reykjavík gjörsamlega
óviðkomandi og á engan hátt unnin í
samvinnu við það.
Virðingarfyllst,
f.h. Kvennaframboðsins í Rvík,
Kristín Ástgeirsdóttir,
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir."
manninn sinn árið 1946, en þau
höfðu eignast 4 börn, þau Ágústu,
Jónínu og Þórjón sem eru látin, en
eftir lifir Elín sem fylgdi móður
sinni síðasta spölinn.
Margar minningar vöknuðu hjá
mér, og þær minningar sem lifa í
hjörtum okkar systkinanna eru
bjartar. Amma var alltaf boðin og
búðin að hjálpa móður minni og
okkur systkinunum. Erum við
henni afar þakklát fyrir alla
hjálpsemina og umhyggjuna í
okkar garð.
Amma var létt í lund og fannst
mörgum gott að vera í nálægð
hennar. Gestakoma var líka mikil
í Brekkuhúsi í Ólafsvík, þar sem
hún dvaldist í 66 ár, frá
1905—1971, en þá hafði amma ver-
ið ekkja í 25 ár.
Ég er hjartanlega þakklát öllum
þeim sem heimsóttu ömmu í
Brekkuhús eða á Elliheimilið
Grund, og sendi þeim öllum inni-
legustu þakkir og jólakveðjur.
Ömmu minni bið ég blessunar
Guðs. Kristín
t
Eiginmaöur minn,
AGNAR KOFOED-HANSEN
lést í Borgarspítalanum aö morgni 23. desember.
Björg Kofood-Hanoon.
t
Eiginkona mín,
JÓNA SIGRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR,
Berghyl Hrunamannahreppi,
veröur jarösungin frá Hrunakirkju, miövikudaginn 29. desember
kl. 2.
Bílferð veröur frá Umferöamiöstööinni kl. 11.
Fyrir hönd vandamanna,
Eiríkur Jónsaon.
t
Útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur, ömmu og lang-
ömmu,
KRISTENSU MÖRTU STEINSEN,
Hjálmholti 3, Roykjavík,
fer fram þriöjudaginn 28. desember kl. 13.30 frá Dómkirkjunni í
Rvík. Blóm vinsamlegast afþökkuð. en þeim sem vildu minnast
hennar, er bent á Minningarsjóö Valgeröar, Guörúnar og önnu
Steinsen.
Minningarspjöld fást í Skóverslun Þóröar Péturssonar, Kirkju-
stræti 8, Rvík.
Vilhelm Steinsen,
Garðar Steinsen, Ásthildur G. Steinsen,
Örn Steinsen, Erna Franklín,
börn og barnabarn.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
ÓSKAR BJARNASON,
Leífsgötu 21,
lést í gjörgæsludeild Borgarspitalans, aöfaranótt 23. desember.
Sigurjóna Marteinsdóttir,
Svanborg Óskarsdóttir,
Þórir Óskarsson.
t
Útför föður míns,
SVERRIS JÓNSSONAR,
Sundlaugavegi 12,
fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 28. desember kl. 3.
Jón Þórarinn Sverrisson.
____________________________I________________________
t
Móöir okkar,
ÁLFHEIÐUR JÓNA JÓNSDÓTTIR,
Bústaöavegi 63,
andaöist aö Elliheimilinu Grund, miövikudaginn 22. desember.
Börnin.
t
Útför eiginmanns míns og fööur,
JÓNS GUÐMUNDSSONAR,
Furugerói 1,
sem andaöist 18. þ.m. fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn
28. desember kl. 10.30.
Valfríöur Guömundsdóttir, Guörún J. Möller.
t
Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö fráfall og útför móður
minnar og tengdamóöur,
RAGNHEIOAR KONRÁDSDÓTTUR,
Hellulandi.
Þórunn Ólafadóttir,
Jón Björnason.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og
jaröarför, eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa,
ARTHURS GUÐMUNDSSONAR,
Akureyri.
Ragnheiður Bjarnadóttir,
Þórdís Guörún Arthursdóttir, Hannes Þorsteinsson,
Bjarni Benedikt Arthursson, Jónina Jósafatsdóttir,
Guömundur G. Arthursson, Katrín Ástvaldsdóttir,
og barnabörn.
t
Þökkum auösýnda samúö og hlýhug viö andlát
ÁGÚSTU MAGNÚSDÓTTUR
OG
GUOMUNDAR BJARNLEIFSSONAR,
Haaöargaröi 30, Reykjavík.
Guö gefi ykkur öllum gleöileg jól.
Svava Viggósdóttir, Guömundur Helgason,
Helgi Magnússon, Guörún Björnsdóttir,
Ágústa Magnúadóttir, Gunnar Gunnarsson,
Ástrós Guömundsdóttir, Páll Björgvinsson,
Eygló Guömundsdóttir, Bragi Kriatinaaon,
Magnea Guömundsdóttir, Guömundur Símonarson.
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.
LITMYNDIR SAMDÆGURS!
Filman inn fyrir kl. 11 — Myndirnar tilbúnar kl. 17.
Nýjung: „Superstærð“ 10x15 cm
UÓSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F I
LAUGAVEG1178
REYKJAVIK
SIMI8561