Morgunblaðið - 30.12.1982, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1982
Verzlunarráð spáir
59% verðbólgu 1983
VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS hcfur gert spá um þróun verðlags, launa og
gengis Bandaríkjadollars á árinu 1983. Samkvæmt henni verdur verdbólgan
á næsta ári um 59%, mióað við hækkun framfærsluvísitölu frá upphafi til
loka ársins. Meðaltalshækkun verðlags á milli ára verður á hinn bóginn um
62%.
I spánni er einnig gert ráð fyrir
að laun hækki um 58% á árinu
1983, en gengi Bandaríkjadollars
um 65% .
Helztu forsendur spárinnar eru
þær, að engar grunnkaupshækk-
anir verði á árinu umfram gild-
andi samninga, viðskiptakjör
rýrni óverulega, eða um 1—2%,
dollarinn haldi styrkleika sínum á
alþjóða peningamarkaði og sam-
dráttur verði í eftirspurn vegna
vaxtabreytinga og breytinga á
kaupgjaldsvísitölu.
Spáin gerir ráð fyrir að gengi
Bandaríkjadollars verði 16,70
krónur 1. janúar nk., en verði
komið í 26,50 krónur 1. desember
nk. Þá er gert ráð fyrir því, að
laun hækki að meðaltali um 2,2%
1. janúar nk., 10,3% 1. marz,
12,3% 1. júní, 10,8% 1. september
og um 12,4% 1. desember nk.
Hækkun frá upphafi til loka árs
verði því 57,7%, en meðaltals-
hækkunin milli ára verði um
51,0%.
Tillagna stjórnarskrárnefndar aó vænta á þriójudag:
Þrenging á þingrofs-
rétti og útgáfu
bráðabirgðalaga
Kosningaréttur í 18 ár meðal tillagna
Stjórnarskrárnefnd kom saman til
fundar í gær og var þar ákveðið að
stefna að því að ganga frá skýrslu til
þingflokka og fjölmiðla varðandi
breytingar á öðrum greinum stjórn-
arskrárinnar en kjördæmamálsins á
fundi sem boðaður hefur verið nk.
þriðjudag.
í skýrslu þessari verður sam-
kvæmt hemildum Mbl. m.a. lagt
til að aldursmörk þeirra er njóta
kosningaréttar verði lækkuð niður
í 18 ár, veruleg þrenging verði á
þingrofsrétti og heimildum til út-
gáfu bráðabirgðalaga. Nefndum
Alþingis verði veitt meiri völd og
mannréttindaákvæði aukin. Þá er
að vænta aukinna ákvæða varð-
andi dómstóla til að tryggja rétt-
indi almennings.
Gamla myntin:
Síðustu forvöð
að skipta henni
á gamlársdag
FRESTUR til að skipta gömlu mynt-
inni i Seðlabankanum, eða í bönkum
og sparisjóðum, rennur út á gaml-
ársdag, að sögn Stefáns Stefánsson-
ar, aðalféhirðis Seðlabankans.
Stefán sagði menn reikna með
56—57% heimtum í myntpening-
unum, en hins vegar væri gert ráð
fyrir, að um 98,5% af seðlum
myndu skila sér.
AI }>v óu bandalagió
á Vestfjöröum:
Kjartan efstur
í fyrra forvali
Kjartan Ólafsson ritstjóri í
Reykjavík varð efstur í fyrri umferð
forvals Alþýðubandalagsins á Vest-
fjörðum, þar sem valdir voru þátt-
takendur til siðari umferðar vegna
vals á framboðslista við næstu kosn-
ingar til Alþingis. Samtals kusu 163
af þeim 200 sem á kjörskrá voru.
I öðru sæti varð Þuríður Pét-
ursdóttir kennari á ísafirði, næst-
ir og jafnir voru þeir Gestur
Kristinsson skipstjóri Súganda-
firði og Guðvarður Kjartansson
skrifstofumaður á Flateyri, þá
Pétur Pétursson læknir í Bolung-
arvík, og síðan jafnir Finnbogi
Hermannsson kennari á ísafirði
og Kristinn H. Gunnarsson skrif-
stofustjóri í Bolungarvík.
Síðari umferð forvalsins verður
í janúar.
Mynd Mbl. Júlíus.
Að sögn Gunnars G. Schram
ráðunauts nefndarinnar verður í
framhaldi af afgreiðslu þessarar
skýrslu fjallað um hvernig tryggja
megi kjósendum meiri áhrif á
hvaða frambjóðendur ná kjöri,
einnig er henni ætlað að fjalla um
starfshætti Alþingis, það er breyt-
ingar á þingsköpum Alþingis.
Ölvaður ók á 4 bíla
LAl'ST eftir klukkan eitt í fyrrinótt ók ölvaður ökumaður 330 hestafla Ford Mustang bifreið sinni á fjórar
bifreiðir á Þórsgötu og olli miklu tjóni. Maðurinn ók austur Þórsgötu á mikilli ferð og missti stjórn á tryllitæki
sínu með fyrrgreindum afleiðingum.
Draga þurfti tvær bifreiðir í burtu, gereyðilagðar. Ökumaðurinn var fluttur í slysadeild en meiðsli hans
reyndust ekki alvarleg.
Olafur G. Einarsson:
„Þetta er kák eitt“
„ÞESSAR láglaunabætur eru ein
endemisvitlcysa," sagði Ólafur G.
Einarsson, alþingismaður, formaður
þingflokks Sjálfstæðisflokksins,
þegar Morgunblaðið hafði samband
við hann og spurði hann álits á út-
hlutun láglaunabótanna. „Þær eru
ákveðnar af ríkisstjórninni til þess
að réttlæta að nokkru kjaraskerð-
inguna 1. desember síðastliöinn.
Þær eru ákveönar án þess að menn
hafi haft hina minnstu hugmynd um
hvernig þeim yrði úthlutað og við því
fengust heldur engin svör, þegar
bráðabirgðalögin voru afgreidd úr
nefnd í efri deild fyrir jólin.
Nú er líka komið á daginn að
ríkisstjórnin hefur ekki hitt á út-
hlutunarreglu sem réttlát getur
talist, enda sjálfsagt ekki hægt.
Það er hins vegar nokkuð seint að
verða þess fyrst var, þegar greidd-
ar hafa verið 50 milljónir króna
nánast út í loftið, en svo mikið lá
við að ljúka þessum peningasend-
ingum af fyrir jól, að ríkisstjórnin
Ottó Pálsson á
Akureyri látinn
sást ekki fyrir. Það hefði út af
fyrir sig verið nokkur sárabót
fyrir skattpínda láglaunamenn,
sem þar að auki hafa verið sviptir
umsömdum launahækkunum, að
fá nokkra peningagjöf í jólagjöf
frá iðrandi ríkisstjórn, en sú er
bara ekki raunin, þetta er kák eitt
sem bætist við fyrri misgjörðir
þessarar lánlausu ríkisstjórnar,"
sagði Ólafur G. Einarsson.
Þá kom fram hjá Ólafi, að farið
verður ofan í kjölinn á þessu máli
innan Sjálfstæðisflokksins og það
tekið fyrir þegar þing kemur sam-
an að nýju eftir jólaleyfi.
OTTÓ 1'áls.son, fyrrum kaupmaöur á
Akureyri, er látinn, 67 ára að aldri.
Hann andaðist á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri 27. desember.
Ottó var fæddur í Einarsnesi í
Mýrarsýslu 17. september 1915.
Hann var sonur Páls Jónssonar,
búfræðikennara á Hvanneyri og
bónda í Einarsnesi, og konu hans,
Þóru Baldvinsdóttur.
Ottó missti foreldra sína ungur
Ú tf lu tningsg jaldsleiðin
yæntanlega fyrir valinu
Losuöu sig við
þýfið á flótta
í FYRRINÓTT var brotist inn í
flugeldasölu hjálparsveitar skáta í
Kópavogi og þaðan var stolið flug-
eldum. Lögreglan í Kópavogi varð
áskynja um þjófnaðinn og elti
piltana, sem voru að verki, upp í
Breiðholt, en þeim tókst að kom-
ast undan í skjóli myrkurs. Þeir
losuðu sig hins vegar við þýfið —
sjö poka af flugeldum.
YFIRNEFND verðlagsráðs sjávarútvegsins fundaði í gær um nýtt fiskverð,
einnig átti sjávarútvegsráðherra fundi með hagsmunaaðilum fiskvinnslu og
fleirum. Þá funduðu þingflokkar Framsóknarflokks og Aiþýðubandalags í
gær um málið og mun Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra gera
grein fyrir hugmyndum sínum á ríkisstjórnarfundi árdegis.
Eins og Mbl. skýrði frá í gær er
10—14% gengisfelling, framleng-
ing olíugjalds og auknar niður-
greiðslur á olíu sú hugmynd sem
helst hefur verið til umræðu.
Hækkun fiskverðs mun vera nær
14% eftir umfjöllun málsins í gær.
Ekki hefur verið ljost hvernig afla
á fjár til aukinna niðurgreiðslna,
en í gær virtist sú leið að leggja
sérstakt útflutningsgjald á sjávar-
afurðir vera efst á baugi. Þá hefur
ríkisstjórnin leitað hófanna hjá
stjqrnarandstöðunni uln að hún
veiti samþykki sitt fyrir því að Al-
þingi gangi frá lagasetingu til
framlengingar olíugjalds og aukn-
um niðurgreiðslum á olíu á fyrstu
dögum Alþingis eftir jólahlé, sem
verður um miðjan janúar. Með því
móti telur ríkisstjórnin sig kom-
ast hjá bráðabi rgðalagasetni ngu
um áramótin.
Nýtt fiskverð kallar á breytingu
gengisskráningar en á þing-
flokksfundi Framsóknarflokksins
í gær kom fram, skv. heimildum
Mbl., að gengið yrði látið síga
fyrstu vikur ársins til samræm-
ingar við fiskverðsákvörðun.
Steingrímur Hermannsson hefur
enda lýst því yfir opinberlega að
gengisfelling komi ekki til greina
við lausn þessa máls. Ef fiskverð
hækkar um 14% kallar það á
hækkun gjaldeyris um 7%, en ef
sú leið verður valin að gengismun-
ur verði látin fjármagna auknar
niðurgreiðslur olíu, eins og einnig
hefur komið til tals, verður geng-
isfelling - eða gengissig - að verða
mun meira. Til umræðu hefur
einnig komið, eins og Mbl. skýrði
frá í gær, að auknar niðurgreiðsl-
ur olíu yrðu fjármagnaðar með
hækkun söluskatts. Sú hugmynd
mun ekki hafa fallið í góðan far-
veg í umræðunum í gær.
og ólst upp í Reykhúsum í Eyja-
firði hjá hjónunum Maríu Jóns-
dóttur og Hallgrími Kristinssyni
forstjóra SÍS, og dvaldi einnig hjá
frændfólki sínu að Kroppi í Eyja-
firði.
Á tímabili stundaði Ottó akstur
einkabifreiðar á Akureyri og var
hann einnig um tíma hjá Kristjáni
Kristjánssyni, eiganda Bifreiða-
stöðvar Akureyrar.
Ottó var kvæntur Sigfríð Ein-
arsdóttur Metúsalemsdóttur.
Kjördóttir þeirra hjóna er Þóra,
gift Erni Haukssyni í Mývatns-
sveit. Þau hjón, Ottó og Sigfríð,
ráku Prjónastofuna Drífu og síðan
lengi verzlunina Drífu á Akureyri,
eða þar til Sigfríð varð að hætta
vegna sjúkleika. Ottó var í fjölda-
mörg ár forstöðumaður kosninga-
skrifstofu Sjálfstæðisflokksins á
Akureyri og síðar í Norðurlands-
kjördæmi eystra.
„Ríkið“ búið
að fá húsnæði
á Akranesi
Nú styttist óðum í að Akurnes-
ingar þurfi ekki að sækja brjósbirt-
una yfir Faxaflóann til höfuðborgar-
innar. Áfengis- og tóbaksverslun
ríkisins hefur tekið á leigu húsnæði
við Þjóðbraut á Akranesi undir úti-
bú frá versluninni. Er húsnæðið leigt
til þriggja ára af Jóni Björgvinssyni,
eiganda þess. Gert er ráð fyrir að
útibúið opni í febrúar.
Kosið var um áfengisútsölu
samhliða bæjar- og sveitarstjórn-
arkosningunum þann 22. maí sl.
vor. í þeim kosningum samþykktu
kjósendur á Akranesi með um 200
atkvæða meirihluta að fara fram
á stofnun útibús.
Allt fram til dagsins í dag hefur
verið svipast um eftir heppilegu
húsnæði til kaupa eða leigu, en
það ekki fyrirfundist í kaupstaðn-
um þar til nú.