Morgunblaðið - 30.12.1982, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1982
7
Lokað
gamlársdag, nýársdag og
annan í nýári.
Eigendur og starfsfólk
óskar ykkur gleðilegs árs
og þökkum viðskiptin á
liðnu ári.
Oskum
vióskiptavinum
okkar gleóilegra
jóla og farsæls
komandi árs
<M
Scantrans GmbH
INTERNATIONALE SPEDITION
Benco kynnir:
Neyðarsenda
fyrir
gummíbáta
Fyrirferöarlítill neyöarsendir meö inn-
byggðu loftneti.
Sjálfvirkt tónmerki á neyöartíöni 121.5
MHz og 243 MHz kemur á meö því einfald-
lega aö losa um boröann framan á sendin-
um.
Full afköst eru meira en 48 stundir (allt aö
70 klukkustundir) viö hitastig á milli + 20°C
og + 55° C.
Rafhlaöan geymist óskemmd í allt aö sjö
ár.
Lampi sem er inni í sendinum gefur til
kynna aö hann virki rétt.
Má halda á eöa nota úr geymsluvasa á
björgunarbát, hann flýtur einnig þannig, aö
hann snýr rétt til notkunar.
Ytra byröið er úr plasti, sem ekki tærist og
er vatnshelt.
Hannað til geymslu í gúmmíbjörgunarbát-
um eöa í björgunarbátum, eöa til neyðar-
notkunar í embættis- eða skemmtibátum.
Viðurkennt af:
Siglingamálastofnun ríkisins og Pósti
og síma til notkunar í gúmmíbjörg-
unarbátum i íslenskum skipum og
bátum.
VerÖ 4.915.-
(gengi 7/12 ’82)
BENCO
Bolholti 4, Reykjavík.
Símar 91-21945/84077.
J
VIÐTAUÐ:
„Hef meiri trú á
gæðum en magni”
— segir Guðmunhr Árni Stefánsson, nýr ritstjóri i
AlþýðublaðsinsíReykjavfk j
Lokaorðin 1982: í þessum síðustu Staksteinum ársins 1982 er
vitnaö til ritstjóra Tímans og Alþýðublaðsins, sem hafa hvor með
sínum hætti miðlað lesendum Staksteina ýmsu efni á því ári sem er
að kveðja — og þarf enginn að efa, að þeir verða einnig aufúsu-
gestir á þessum staö á árinu 1983.
Maðurinn á
hinni síðunni
Skrif IVirarin.s l>órar-
inssonar um alþjóðamál
bera þess oft merki,
einkum í seinni tíð, að
hann hefur tileinkað sér
einkennilega afstöðu þegar
hann skrifar um KremF
verja, eins og til dæmis
þegar hann sagði frá fundi
Yuri Andropovs og George
Bush, varaforseta Banda-
ríkjanna, í tengslum við
jarðarfor Brezhnevs. Þá
lagði I>órarinn sovésku ör-
yggislögregluna KGB, sem
Andropov stjórnaði í 18 ár,
og bandarisku leyniþjón-
ustuna CIA, sem Bush
veitti forstöðu í skamman
tíma, að jöfnu, einnig þá
Andropov og Bush og
væntanlega stjórnkerfi
Bandaríkjanna og Sovét-
ríkjanna með því að segja,
að þeir Andropov og Bush
hefðu líklega ekki rætt
lögreglumál þegar þeir hitt-
ust! Hvað skyldi Þórarinn
hafa sagt um umræðuefniö
ef eini forsætisráðherra fs-
lands, sem var lögreglu-
stjóri, hefði haft tækifæri
til að hitta Andropov?
Með hliðsjón af þessum
sérkennilegu skirskotun-
um l>órarins vakti það at-
hygli, að hann skyldi birta
eftirfarandi kafla úr fyrra
bindi ævisögu Steindórs
Steindórssonar, fyrrum
skólameistara á Akureyri, í
ritstjórnargrein í Tíman-
um:
„En ef einhver vill minn-
ast verka minna í framtíð-
inni, þá gerði ég skólanum
þetta tvennt til góða, stofn-
aði náttúrufræðideild og
hratt af stað og lét fram-
kvæma byggingu Möðni-
valla. Nafninu réð ég.
Hugsaði ég það sem verð-
uga minningu þeirra nátt-
úrufræðinganna lmrvalds
Thoroddsens og Stefáns
Stefánssonar, sem báðir
störfuðu á Möðruvöllum og
urpu meiri Ijóma á skólann
en nokkrir aðrir með vís-
indastörfum sínum. Fékk
ég menntamálaráðherra
Gylfa Þ. Gíslason til að
festa nafnið á húsið við af-
hendingu þess. Lítt grunaöi
mig þá, aö nafnið yrði
tengt gapuxahreyfingu
nokkurra framsóknar-
komma. Hefði ég aldrei
leyft fundarhald þeirra þar,
ef ég hefði húsum ráðið.
Sem betur fer koðnaði
hreyfing sú fljótt niður við
lítinn orðstír, en ekki er
mér sársaukalaust að
heyra nafn slíks manns
sem Ólafs Kagnars bendl-
að við Möðruvelli."
Kaflinn sem Þórarinn
valdi með velþóknun er
sem sé fordæming Stein-
dórs á Möðruvaliarhreyf-
ingunni svonefndu, sem
gerði framsóknarmönnum
og mörgum fleirum gramt í
geði á sínum tíma. En á
hinni síðunni í Tímanum,
sama dag og Isirarinn birt-
ir þetta með mynd af sér,
er birt mynd af meðrit-
stjóra I*órarins á Timan-
um, Elías Snæland Jóns-
syni — hann var á kafi í
Möðruvallahreyfingunni
ekki síður en Olafur Ragn-
ar.
Ríkisrekna
blaðið
Alþýðuflokkurinn tók á
sínum tíma þá ákvörðun
þegar fokið var í öll önnur
skjól fyrir Alþýðublaðinu
að minnka það niöur í fjór-
ar síður, svo að þar kæmlst
fyrir forystugrein til upp-
lestrar í útvarpi, auglýs-
ingar frá opinberum aðil-
um sem eru skyldaðir til að
auglýsa í öllum dagblöðun-
um og pólitiskt smælki frá
Alþýðuflokknum. Með
þessum hætti og fyrir bein-
an stuðning úr ríkissjóði að
auki hefur krötum tekist
að halda Alþýðublaðinu á
floti um nokkurra ára
skeið og kannski má það
kaliast gott. Fyrir nokkru
urðu ritstjóraskipti á þessu
ríkisrekna blaði. Þótt
skattgreiðcndur beri
kostnaðarbyrðina ræður
Alþýðuflokkurinn því hver
ritstýrir Alþýðublaðinu,
enda er sú regla í góðu
samræmi við þá megin-
skoðun krata að betra sé
fyrir almenning að ríkishít-
in ráðstafi fé hans en fólk-
ið sjálft og síöan sé það
hlutverk stjórnmálamann-
anna aö hafa vit fyrir fólk-
inu i krafti hins opinbcra
fjármagns.
I)agblaðið-Vísir birti við-
tal við hinn nýja ritstjóra
Alþýðublaðsins, Guðmund
Arna Stefánsson, nú í vik-
unni. Eins og við var að
búast hefur hann þau við-
horf til blaðamennsku sem
eru eins og sniðin fyrir Al-
þýðublaðið. Kitstjórinn
sagði: „Ég hef aldrei verið
neitt feiminn við þá smæð
Alþýðublaðsins sem talin
er í blaðsíðum. Ég hef þá
bjargfostu trú aö það séu
gæði innihaldsins sem
skipta máli en ekki magn-
ið.“ Um stefnuna við val á
efni sagði ritstjórinn: „Al-
þýöublaðiö hefur fyrst og
fremst verið hreint póli-
tískt blað og verður það
áfram. Að minnsta kosti
fyrst um sinn. En við mun-
um vissulega leggja mikla
áherslu á aö gera það efni
sem allra læsilegast."
Og ritstjórinn nýi efast
ekki um að litla blaðiö
hans sé vel metið af les-
endum. Hann segir: „En
þar sem Alþýðublaðið kem-
ur er það lesið spjaldanna
á milli, ekki bara flett
lauslega og litið á fyrir-
sagnir eins og oft vill verða
með stærri og viöameiri
blöð. Og það finnst mér sá
besti dómur sem við getum
fengið um innihald blaðs-
ins.“ Við lestur þessarar
lýsingar kemur manni
helst til hugar, að svo fá
eintök komi út af Alþýðu-
blaðinu, aö það fáist aðeins
lesið undir umsjá ritstjór-
ans.
3,6 stiga skjálfti við Kröflu
JARÐSKJÁLFTI af stærðargráð-
unni 3,6 stig á Richters-kvarða kom
fram á mæla Kröflunefndar í Reyni-
hlíð á jóladag, að sögn Ármanns
Einarssonar í Reynihlíð.
Ármann sagði að ýmsir smærri
skjálftar hefðu fylgt aðalskjálft-
anum. Upptök jarðskjálftans voru
talin vera á Kröflusvæðinu, en þar
hefur gangur mála verið með eðli-
legum hætti og eins og búist hefði
verið við.
HHHltHlÍMllHHHllHIIHltH
Vegna vörutalningar
verða allar deildir okkar
lokaðar mánudaginn 3. janúar
og þriðjudaginn 4. janúar.
IhIheklahf
Laugavegi 170-172 Simi 21240