Morgunblaðið - 30.12.1982, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1982
Nokkrir aðstandenda sýningarinnar á Súkkulaði handa Silju. Talin frá vinstri: Messíana Tómasdóttir, sem gerir
leikmynd, María Kristjánsdóttir, leikstjóri, Egill Ólafsson, sem semur tónlistina við verkið, og Nína Björk Arnadótt-
ir, höfundur verksins. Ljósmyndari ÞjMleikhússins.
Súkkulaði handa Silju sýnt á Litla sviðinu í Þjóðleikhúsinu:
„Bara að nóttin kæmi“
DRAUMUR ÖNNU
Bara að nóltin ka*mi
oj» þú værir kominn
allir vindar sva*fu
aðeins regnið drypi
heitt t»n þunjjt á Kluggann
og við myndum móta
líkami hvors annars
að þeir yrðu að einum
líkama sem hnígur
heitt og milt sem regnið
Bara að nóttin ka*mi
ojí þú
Milli jóla og nýárs, nánar tiltek-
ið fimmtudaginn 30. desember,
verða hafnar sýningar á litla svið-
inu í Þjóðleikhúsinu, á leikverkinu
SÚKKULAÐI HANDA SIUU eft-
ir Nínu Björk Árnadóttur. Þetta
er frumflutningur verksins og það
er María Kristjánsdóttir sem
leikstýrir því. Ofangreint ljóð er
úr verkinu, en Anna er aðalper-
sóna leikritsins.
Átök milli mæðgna
Morgunblaðið tók Nínu Björk,
höfund leikritsins, tali og spurði
hana um verkið.
„Verkið er um mæðgur, 15 ára
dóttur og 35 ára gamla einstæða
móður, og átök sem eiga sér stað
milli þeirra. Ég hef unnið að þessu
verki á undanförnum þremur ár-
um, en þetta efni hefur verið mér
hugleikið mjög lengi. Verkið hefur
tekið leikrænum breytingum á
þessu tímabili, ég hef umskrifað
það oft, en þráðurinn hefur haldið
sér.“
— Er það eitthvað eitt öðru
fremur sem þú ert að reyna að
koma á framfæri í leikritinu?
„Verkið skýrir sig sjálft. Það
fjallar um það hvernig aðstæður
við búum þessari konu og þeim
mæðgum."
— Nú ert þú fyrst og fremst
ljóðahöfundur, þótt þú hafir skrif-
að nokkur leikrit áður. Er það
eitthvað ákveðið sem veldur því að
þú velur þér þessi form fremur en
önnur?
„Bæði formin eru intím, náin.
Minn stíll er sennilega knappur og
ég held þess vegna að hann henti
fremur við leikritagerð. Annars
Iærði ég leiklist hjá Leiklistar-
skóla Leikfélagsins á sínum tíma
og þannig hefjast skrif mín fyrir
leikhúsið. Mitt fyrsta leikrit skrif-
aði ég árið eftir að ég lauk námi og
það var leikið af Litla leikfélaginu,
sem var stofnað af skólasystkin-
um mínum hjá LR með aðstoð
Sveins Einarssonar sem var leik-
hússtjóri þar þá og skólastjóri.
Þetta verk hét I SÚPUNNI og Pét-
ur Einarsson setti það upp. Þetta
Inga Bjarnason í hlutverki Hinnar konunnar. Ljósmynd Krístjin Einaraaon.
Unga fólkió í leikritinu í hlutverkum sinum. Ljóamjndir Kristján Einnraaon.
Þórunn Magnea Magnúsdóttir og Bára Magnúsdóttir í hlutverkum msðgn-
anna. Ljósmynd Kristján Einarsson.
„Hún á svolítið
erfítt í þessum
harða heimi okkar“
Þórunn Magnea Magnúsdóttir
leikur aðalhlutverkið i SÚKKIJLAÐI
HANDA SIIJU, leikur hlutverk
móðurinnar Önnu í leikritinu. Morg-
unblaðið hafði tal af Þórunni
skömmu áður en ein af æfingum
verksins hófst og var hún fyrst spurð
um hvað henni fyndist um leikritið.
Oskop vidkvæm og góð kona
„Þetta er yndislegt leikrit og
það er mjög gaman að leika í því.“
— Hvað geturðu sagt um þessa
persónu sem þú leikur í leikritinu?
„Nú seturðu mig í bobba, ég á
svolítið erfitt með að lýsa þessari
persónu, því að í rauninni er
kannski persóna hennar aðalplott-
ið í leikritinu. Þetta er ósköp við-
kvæm og góð kona í sjálfu sér.
Hún á svolítið erfitt í þessum
Rætt við
Þórunni Magneu
Magnúsdóttur
harða heimi okkar. Ég veit ekki
hvort það borgar sig að útlista það
neitt nánar, því sjón er sögu rík-
ari. Ég held að fólk verði bara að
sjá hana til að dæma hvernig
persóna hún er.“
— Er þetta hlutverk svipað
þeim hlutverkum sem þú hefur áð-
ur leikið eða er það öðruvísi?
„Það er að sumu leyti öðru vísi,
en það sem ég hef fengist við áður.
Ég er núna að leika í TVÍLEIK í
Kjallaranum og þetta hlutverk er
gjörólíkt því. Þetta er náttúrlega
bara mannleg og eðlileg mann-
eskja, en fólk er líka mjög mis-
jafnt."
— Hefur verið erfitt að ná tök-
um á þessu hlutverki?
„Nei, ég hef fengið mjög góða
hjálp, þar sem eru bæði höfundur-
inn og leikstjórinn, svo að þetta
hefur gengið mjög vel og verið
mjög ánægjulegt samstarf hjá
okkur þarna í Kjallaranum,
skemmtilegur leikhópur og allir
verið mjög samhentir."
Fjallar fyrst og
fremst um manneskju
— Nú er leikritið um mæðgur,
höfundurinn er kona, leikstjóri og
leikmyndateiknari eru konur og
aðalhíutverkið er leikið af konu.