Morgunblaðið - 30.12.1982, Page 14

Morgunblaðið - 30.12.1982, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1982 Málaferlum lokið 15 árum eftir Máiið kom_ bruna í Borgarskála Eimskips ir Hæstarétt FYRIR skömmu féll dómur í Hæstarétti í máli, sem á rætur sínar að rekja allt til ársins 1967. Tvívegis kom það fyrir Hæstarétt, en úrlausnaratriði voru ekki hin sömu. Annars vegar úrlausn um bótaskyldu og hins vegar um upphæð skaðabóta. Mun þetta eitt lengsta mál í dómsmálasögunni á íslandi. Um er að ræða mál Gylfa Guðmundssonar gegn Eimskipafélagi íslands. Málavextir eru þeir, að árið 1967 flutti Gylfi búferlum til íslands frá Svíþjóð þar sem hann hafði verið búsettur um nokkurra ára skeið. Dettifoss, skip Eimskipafélags íslands flutti búslóð hans frá Gautaborg til Reykjavíkur og kom skipið til hafnar þann 30. ágúst 1967. Búslóð Gylfa var skipað upp samdægurs. Hann vildi taka við búslóðinni við skipshiið og bauð fram trygg- ingar til greiðslu á gjöldum en var synjað um það af tollayfirvöldum, þar sem tollskoðun hafði ekki farið fram. Búslóðin var flutt í vörugeymslu Eimskips við Borgartún, svonefndan Borgarskála. Að kvöldi sama dags kom upp eldur í Borgarskála og brann skál- inn til kaldra kola. Gífurlegt tjón varð og meðal muna sem eyðilögð- ust í eldinum var búslóð Gylfa. Hann mat tjón sitt þá á 578 þús- und gkrónur og höfðaði mál fyrir Bæjarþingi Reykjavíkur til greiðslu á þeirri fjárhæð og fékk hann gjafsókn í málinu. Raunar komu upp mikil málaferli í kjölfar brunans í Borgarskála og höfðuðu ýmis fyrirtæki mál á hendur Eim- skip, sem taldi sig ekki bótaskylt. Stefnandi taldi Eimskip bóta- skylt, félagið hefði tekið að sér flutning varanna frá Gautaborg til Reykjavíkur, án þess að nokkuð henti vörurnar. Hann hefði verið reiðbúinn til þess að fullnægja öll- um skilmálum, bæði um greiðslu farmgjalds og tolls, ef það mætti verða til þess að taka við búslóð- inni við skipshlið. Þá reisti hann kröfur sínar á því, að orsakir brun- ans í Borgarskála mætti rekja til vangæzlu starfsmanna Eimskips og félagið bæri ábyrgð samkvæmt reglum skaðabótaréttar um hús- bóndaábyrgð. Sýknu byggði Eimskip á því, að félagið hefði ekki bakað sér skaða- bótaskyldu. Það sé meginregla, að réttarsambandi farmflytjanda og farmeiganda ljúki er vörurnar séu komnar á áfangastað. Skipafélag beri ábyrgð á meðan á flutningi stendur — geymsluskylda hvíli ekki á félaginu. Það þyki eðlilegt að skipafélög taki að sér þá þjón- ustu að hafa geymslurúm en þá aðeins í skamman tíma. Raunar kosti þessi þjónusta félagið stórfé. Því beri félagið ekki ríkari skyldur sem geymslumaður en leiði af Jónsbók, þjófabálki 15, sem segi að geymanda beri að hirða og varð- veita geymsluhiuti á sama hátt og eigin hluti, þá er hann vill vel varðveita. Félagið fullyrti að þessu ákvæði hefði á allan hátt verið fullnægt. Málsaðilar voru sammála um að skipta málinu, þannig að fyrst yrði úrskurðað um bótaskylduna sér- staklega og var það samþykkt. Þann 19. janúar 1973 féll dómur í Bæjarþingi Reykjavíkur. Niður- , 'VDI seuvt , ,, 'nnheímt <veB*ja slzz:™:- y """7 ' * *ölarhrine. E„„ að s'6kllvi- “ ■« -- ftv-kj" 17 Um v|d!“PPiok, ',0mt « l,k|ve« hi, mr, J'í ‘ <l V'rií ■* Bruna. !r K,lk*« A .9 Þ.9 ,é vfir 7 M"r hir * landi „a I ovist um tolla I unbi.sa *«, w vi5 I *"'"«"»ar hí i am .8 „ I Vm aldnjpptöhi **ra- Hann Saæ«i I lað ennW, [t**»pn..n„«,öfn. «»r,_ “m - **etta , MnníéWr er 1 “«d-1 "TX1 .Í7f;;’lur‘>'í‘;»,,,| r""Tue ^*ft Bréf frá Sviss 17. desembcr 1982. Jólaundirbúningur stendur nú sem hæst i hinum kristna heimi. Gjafir, góður matur og grenitré eru keypt og borin inn á heimilin svo hægt verði aö njóta hátíðarinnar með sem bestu móti. Götur og búðagluggar eru skreytt fagurlega og í Bern, höfuðborg Sviss, hefur fyrsti snjórinn fallið og þekur nú fjöllin og húsþökin og eykur á jóla- stemmninguna. Allt er þetta gott og blessað en þó vantar auðfínn- anlega eitthvað á. Jólasveinar láta vart sjá sig. Á meginlandi Evrópu stinga þeir rétt inn nefínu á degi Nikulásar helga, 6. desember, og eru svo á bak og burt. Eftir sitja silfurlitaðir englar og litla Jesú- barnið. Góðmennskan, ró og friður geislar af þeim en mikið væri hressandi að sjá smettið á Glugga- gægi eða heyra til ferða Hurða- skellis og Grýla hefur aldrei gert neitt verra af sér en hræða blessuð börnin. Kvikmyndin um geimálfinn E.T. var frumsýnd í Sviss nokkr- um dögum eftir að hún var fyrst sýnd í París, London og Reykja- vík. E.T. hlýtur að vinna hugi og Hún seldi lauk um morguninn á laukmarkaðnum en ætli hún hafí ekki hent pappírssneplum framan í fólk um eftirmiðdaginn? Bráðum koma blessuð jólin... hjörtu Svisslendinga eins og annarra og verður væntanlega jólamyndin í ár sem lengst situr í fólki þó ekki væri nema vegna þess að í miðjum jólamánuðin- um kaus sameinað þing þjóðar- innar tvo nýja ráðherra og ekki er laust við að annar minni eilít- ið á E.T. Hann heitir Eggli og er sköllóttur, með stór eyru og gler- augu sem flokksbræður hans hafa þegar beðið hann að leggja á hilluna í stað annarra smærri af því að nú mun meiri athygli beinast að honum en hingað til. Hinn nýi ráðherrann heitir Friedrich og minnir meira á stork en E.T. Hann hefur starfað mikið innan skátahreyfingarinn- ar og samskátar hans kalla hann reyndar Storkinn. Hann hefur haft góðan tíma til að sinna störfum innan hreyfingarinnar þar sem hann er ekki fjölskyldu- maður og er fyrsti piparsveinn svissnesku ríkisstjórnarinnar í 100 ár. Eggli og Friedrich þykja báðir afar íhaldssamir og voru margir þungir á brún morguninn sem þingið kaus þá. Lýðræði er mikið í Sviss og kosningar haldnar um hverskyns hluti en kjósendur hafa takmörkuð áhrif á hverjir sitja í ríkisstjórn. Fjórir stærstu flokkarnir skipta með sér ráð- herraembættunum þannig að Frjálslyndi flokkurinn hefur tvo ráðherra, kristilegir demókratar tvo, Jafnaðarmannaflokkurinn tvo og Bændaflokkurinn einn. Þingflokkarnir tilnefna menn í embættin og þingheimur kýs þá en það heyrir til undantekningar ef tilnefndir menn eru ekki kjörnir í fyrstu kosningu. Ríkis- stjórnin vinnur saman og talar einum rómi. Ráðherrarnir skipta með sér embættum og skiptast á um að gegna embætti forseta eitt ár í senn. Sagt er að allir ráðherrar vilji sitja svo lengi í ríkisstjórninni að þeir fái að gegna embætti forseta að minnsta kosti einu sinni. Skoðanir og stjórnmálaflokk- ar skipta ekki einvörðungu máli við val í ríkisstjórnina heldur skiptir meginmáli hvaðan ráð- herraefnin koma og hvaða tungumál þau tala. Eggli og Friedrich breyta ekki þessu mynstri ríkisstjórnarinnar og koma í stað flokksbræðra sinna frá sömu fylkjum. Þeir eru báðir þýskumælandi en Eggli er kristilegur demókrati frá Luzern og Friedrich er úr flokki frjáls- lyndra í Zurich. Hann lét nokkuð til sín taka þar þegar mikill fjöldi ungmenna greip til mót- mælaaðgerða í borginni fyrir nokkrum árum og það kom til átaka við lögregluna. Líklegt þykir að Friedrich fái dóms- málaráðuneytið til umráða í rík- isstjórninni en þá verður víst best að halda sér á mottunni og hafa allt á hreinu. Mikið vonleysi og óánægja með lífið og tilveruna ríkir í hug- um fjölda svissneskra ung- menna. Kerfið þykir ómögulegt og ekki nóg gert fyrir ungt fólk. Veruleg uppþot hafa þó ekki orð- ið í lengri tíma. Ungmennin ná sér í staðinn niðri á borgara- stéttinni með því að sprauta málningu þar sem þeim dettur í hug og skrifa kröfur sínar stór- um stöfum á hvítmálaða veggi. Ábyrgir borgarar hrista höfuðið alvarlegir í bragði yfir þessu og velta fyrir sér hvað hægt sé að gera fyrir unga fólkið nú til dags. Svisslendingar yirðast yfir- leitt mjög alvarlegir og þeir ganga þungbúnir um göturnar, jafnvel í jólamánuðinum sjálf- um. Þeir eiga það þó til að sleppa fram af sér beislinu. íbúar Bern halda til dæmis svokallaðan laukmarkað síðasta mánudaginn í nóvember og skemmta sér kon- unglega. Bændurnir frá héruð- unum í kring selja lauk í kílóavís á torginu fyrir framan þinghúsið um morguninn en um eftirmið- daginn gengur fólk á öllum aldri um götur borgarinnar og hendir litlum pappírssneplum hvert framan í annað. Aðalsportið er að hitta upp í einhvern hlæjandi eða láta marglitum pappír rigna yfir höfuð lögreglunnar. Daginn eftir ríkir alvaran aftur í bænum en þá er jólaskraut komið í flesta glugga og lýsir upp svart- asta skammdegið. ab Eggli og Friedrich skála eflir að þingið kaus þá ráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.