Morgunblaðið - 30.12.1982, Side 18

Morgunblaðið - 30.12.1982, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1982 Líbanon mesta fréttaefnið — segir AP-fréttastofan um árið 1982 Ncw \ «rk, 29. deMcmber. Al*. HERNAÐARÁTÖKIN í Líbanon og mannaskiptin í forystu Sovctríkjanna voru efst í flokki þeirra tíu frétta, sem áskrifendur að fréttum AP-fréttastof- unnar töidu þær mikilvægustu á árinu, sem senn er liðið. Mjótt var á munura milli tveggja efstu fréttanna, en fréttin um innrás ísraelsmanna í Líbanon í júní sl. ásamt með morðinu á forseta landsins og síðan fjölda- morðum þeim, sem framin voru á Palestínumönnum, var í efsta sæti á undan fréttinni um dauða Leonid Brezhnevs og valdatöku Yuri Andropovs, fyrrum yfir- manns KGB, sem eftirmanns hans. Falklandseyjastríðið milli Arg- entínu og Bretlands og innan- landsástandið í Póllandi voru í þriðja og fjórða sæti sem mikil- vægustu fréttaefni ársins. Einn fréttastjóri, Kushhwant Singh við blaðið Hindustan Times, lét svo um mælt, að fjöldamorðin í Beirút „leiddu í ljós þá svivirðu og hatur, sem ríkti í heiminum og getuleysið við að koma í veg fyrir slíkan harmleik". Aðrir frétta- stjórar brugðust öðru vísi við gagnvart skoðanakönnuninni og greiddu atkvæði eingöngu eftir fréttamati. Sumir þeirra töldu dauða Grace prinsessu og heims- meistarakeppnina í knattspyrnu sem mestu fréttaviðburði ársins. í Lissabon var það mat frétta- stofunnar Noticias de Portugal, að mannaskiptin í Sovétríkjunum væru mesti fréttaviðburðurinn, sökum þess að valdataka Andro- povs væri fyrirboði mikilvægra breytinga þar. Skoðanakönnunin fór fram hjá blöðum, fréttastofum og út- varpsstofnunum utan Bandaríkj- anna, sem fá fréttir frá AP. I sams konar skoðanakönnun í Banda- ríkjunum kusu fréttamenn efna- hagsástandið þar í landi sem mesta fréttaefni ársins. Sakleysinu haldið fram Nvlega gekkst búlgarska stjórnin fyrir blaðamannafundi í höfuðborginni Sofiu í tilefni af því að ítalska lögreglan telur sig hafa sannanir fyrir því að búlgarska leyniþjónustan sé viðriðin tilræðið við Pál páfa. Búlgarir hafa alfarið neitað ásökunum ftala og kom það glöggt fram á fundinum að engan bilbug er að finna á þeim málflutningi Búlgara. Fremst á meðfylgjandi símamynd AP eru frá vinstri, Theodor Ayvazov, fyrrum gjaldkeri búlgarska sendiráðsins í Róm, en hann er sagður hafa verið grár fyrir járnum á Péturstorginu er tilræðið fór fram, Rosica Antonova, eiginkona Sergei Ivanov Antonov, sem er í haldi í Róm og Vassilev Kolve, yfirmaður úr sendiráðinu í Róm. Árlegt þing stjörnuspámanna: Spá tveimur meirihátt- ar stríðum árið 1983 Mílanó, 29. des. Al*. STJÖRNUSPÁMENN víða að, einkum þó frá Vestur-Þýskalandi, Bret- landi og Ítalíu, komu saman fimmta árið í röð í Campione D’Italía og báru saman bækur sínar um hvað árið 1983 myndi bera í skauti sér. Ekkert varð úr heimsendinum sem spáð var 13. nóvember á þessu ári, en eftir því sem umræddur spámannaflokkur segir, verða jarðarbúar að búa sig undir ýmsar þrengingar og fleira ógeðfellt á nýja árinu. Flestir voru spámennirnir sammála um að ekkert lát yrði á efnahagslegu kreppunni sem farið hefur vaxandi. Einkum mun kreppan halda áfram í iðnvæddu ríkjunum, svo og í þróunarlöndunum. Þeir spá líka furðu margir miklum jarð- skjálftum í Mexíkó, á Ítalíu og í Júgóslavíu. Jarðfræðingar geta frætt fólk um það, að umrædd lönd eru öll á virkum jarð- skjálftabeltum. Einn spámannanna, franska konan Regine Ruet, spáir að bjartir tímar séu framundan eft- ir nokkur erfið ár, hún segir að jarðarbúar verði að herða ólarn- ar á næsta ári og færa ýmsar fórnir til þess að ástandið megi batna. Þeir sem aðhyllast spámann- inn nafntogaða Nostradamus, sem uppi var í Frakklandi á 16. öld eru uppfullir svartsýni, enda þóttu spádómar Nostradamusar yfirleitt hinir hvimleiðustu og svartsýnustu. Jean Charles De Fontbrune, franskur spámað- ur/ rithöfundur, sem bjó til prentunar hin illskiljanlegu rit- verk Nostradamusar, „Aldirnar" og gerði úr bók, spáir tveimur meiriháttar stríðum. Annað þeirra verður milli Egypta ann- ars vegar og einhvers banda- manns Rússa hins vegar. Hallast De Fontbrune að því að það verði Líbýa. Hitt stríðið verður milli V-Þjóðverja annars vegar og einhvers Austur-Evrópulands hins vegar. Þá voru spámennirnir allir sammála um að nýja árið yrði ekki gott frá sjónarhóli eldri stjórnmálamanna og leikara. Þetta þyrfti ekki endilega að þýða að þeir myndu margir and- ast á árinu, heldur frekar að völd og vinsældir myndu þverra í stórum stíl. Einn spáði því að Bandaríkja- dollar myndi falla gagnvart ít- ölskum gjaldmiðli um 12 pró- sent, en annar vék að páfa og spáði því að hann myndi á árinu heimsækja heimaland sitt, Pól- land. Loks má geta þess, að margir spámannanna voru sammála um að lyf gegn krabbameini og hjartasjúkdómum myndu líta dagsins ljós á nýja árinu. Þeir vöruðu einnig flestir við því að nýr þáttur í kjarnarannsóknum myndi opna möguleika fyrir framleiðslu á nýjum og hrylli- legum kjarnorkuvopnum. Ný tegund interferons sem Japanir framleiða Tókýó, 29. descmher Al*. TORAY-lyfjafyrirtækið í Japan hefur sótt um leyfi hjá heilbrigðismálaráðu- neyti landsins til þess að fá að fram- leiða sérstaka tegund af lyfinu inter- feron, sem notað er gegn krabba- meini, og nefnist þessi tegund lyfsins interferonbeta. Er það í fyrsta sinni, sem sótt er um heimild til stjórnvalda í einu landi til framleiðslu á þessari tegund lyfsins. Það interferon, sem Toray framleiðir, er talið árangursríkt gegn heilaæxlum, krabbameini í húð og fleiri tegundum krabbameins. Er lyfi þessu sprautað í líkamann og er gert ráð fyrir því, að framleiðsla á lyfinu til sölu á almennum markaði hefjist innan tveggja ára. í tilraunum, sem fram hafa farið með þetta lyf, hafa heilaæxli minnkað um meira en helming í 25 — 30% tilfella og illkynjuð æxli í húð horfið algerlega í 75% tilfella eftir notkun á lyfinu. Hins vegar hafa tilraunir með þá tegund int- erferons, sem Toray-fyrirtækið framleiðir, ekki borið neinn árang- ur enn gegn öðrum tegundum krabbameins. Interferon, sem verður til í litlu magni í mannslíkamanum, dró að sér athygli heimsins á síðasta ára- tug, sem gagnverkandi lyf við krabbameini. Með aukinni þekk- ingu á starfsemi genanna í frumum mannslíkamans hafa vísindamenn gert sér vonir um að geta framleitt interferon í miklu magni í því skyni að nota það gegn krabbameini. í Bandaríkjunum hefur interfer- on verið árangursríkt í meðferð krabbameinssjúkdóma í 7 af hverj- um 16 tilfellum, þar sem sjúkdóm- urinn var kominn á hátt stig. Til- raunir með lyfið í Bretlandi benda hins vegar til þess, að það komi ekki að gagni gegn krabbameini í lung- um. Eru og mjög skiptar skoðanir á meðal vísindamanna margra þjóða um gagnsemi lyfsins gegn lungna- krabba. Enn mannskaðaveð- ur í Bandaríkjunum New Vork, 29. de-s. AP. Enn geisa mikil óveður í Bandaríkjunum og í gær var blindhríð og mann- skaðaveður í miðvesturríkjunum og rosaleg vatnsveður sums staðar í suðurríkj- unum. Óveðurslotan hefur staðið yfir frá jólum og í gær féll 46 senti- metra jafnfallinn snjór í Iowa, Michigan, Wisconsin, Illinois, Kansas og Nebraska. Víða fór rafmagn af húsum í ríkjum þessum og þegar mest var, bjuggu 100.000 manns við rafmagnsleysi. Vitað er um 25 dauðsföll í kjölfarið á óveð- urshrinunni, flestir hafa dáið í um- ferðarslysum, sem eiga rætur að rekja til skilyrðanna. Vindhraðinn hefur náð allt að 80 kílómetrum á klukkustund. Það var víðar óveður en í mið- vesturríkjunum. I Minnesota var afar vont veður vegna nýjustu lægðarinnar, yfirvöld þar sögðu óveðrið það fjórða versta í sögu Minnesota. í Minneapolis og St. Paul, stærstu borgum Minnesota, var varla nokkur maður á ferli og flugvellinum var lokað í fyrsta skipti í 25 ár. Flóðin i Missisippi og Louisiana eru síður en svo í rénum og þúsund- ir manna hafa verið fluttar af heimilum sínum vegna vatnavaxt- anna. í gær bættust 14 héruð við hinn fyrri álitlega fjölda þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir. Urkoman er að mestu hætt þar syð- ra, en vatnavextirnir hafa engu að síður víða haldið áfram. Framleiða raforku með kjarnasamruna riainsboro. New Jerscy, 29. descmber. Al*. VÍSINDAMENN við Princeton-háskólann í Bandaríkjunum hafa skýrt svo frá, að þcir muni í apríl nk. hcfja reglubundnar tilraunir með framleiðslu á orku með kjarnasamruna, en þeir hafa fyrir skemmstu lokið smíði fyrsta kjarnaofnsins fyrir samruna á efniskjörnum. Teíja vísindamennirnir, að þcir muni að lokum geta framleitt samkeppnishæfa raforku með kjarnasamruna, en það verði þó varla fyrr en í kringum áriö 2020. Kjarnasamruni á sér s - • með því að fá léttar frumeindir til þess að renna saman í aðrar þyngri og með því móti fæst fram orka. Þessi að- ferð er andstæðan við kjarnaklofn- ingu, þar sem þungar úraníum- frumeindir eru klofnar til þess að fá þannig fram léttari frumeindir og um leið aragrúa af minni orkueind- um. Er þetta sú aðferð, sem nú er notuð hjá kjarnorkuverum, er fram- leiða raforku. Samrunaofninn í Princeton var látinn starfa í fyrsta sinn sl. föstu- dag og þá aðeins í 50 millisekúndur, sem er ekki nema augnablik. Engin umtalsverð orka var framleidd í þessari fyrstu tilraun, en Harold P. Furth, yfirmaður þeirrar deildar Princeton-háskóla, sem annast þess- ar rannsóknir, lýsti henni samt sem einstökum atburði í þessari vísinda- grein. Bandaríska orkumálaráðu- neytið hefur veitt 314 millj. dollara fjárhæð til smíði á samrunaofninum og er markmið þessara tilrauna að skapa varanlegan kjarnasamruna, sem myndi leysa úr læðingi gífurleg- an hita. Þessi hiti yrði síðan notaður til þess að framleiða gufu, er látin yrði knýja hreyfla, sem svo aftur framleiddu raforku. Koo var hátíðargest- ur 1 Buckinghamhöll London, 29. des. Al*. Enn eru þau Koo Stark og Andrew prins að draga sig saman og breska blaðið Daily Mail gat þess í gær, að ungfrú Stark hafi verið i hópi jólagest- anna í Buckingham-höllinni um hátiðirnar. Blaðið hafði fréttina frá bygg- ingamönnum sem voru að vinna skammt frá höllinni og sáu Koo laumast inn. Talsmenn krúnunnar hafa ekki tjáð sig um sannleiksgildi fréttarinnar. Daily Mail getur þess einnig að að versla í sömu búð, bar kennsl á Koo, og rabbaði við hana, að þau ætluðu saman í frí. Fyrir þessari ókunnu konu játaði Koo svo ást sína á Andrew, jafnframt því sem hún bætti við að prinsinn elskaði sig afar heitt. þau Andrew og Koo hafi í hyggju að taka sér vetrarfrí saman á næstunni. Til Koo sást í verslun- arleiðangri í Kensington High Street nýlega og þar keypti hún m.a. skíðagalla einn fullkominn. Blaðið hafði eftir konu, sem var Koo Stark, hin umdeikla vinstúlka Andrew prina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.