Morgunblaðið - 30.12.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.12.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1982 35 Minning: Guðmundur Pétursson Stóru-Hildisey Fæddur 16. ágúst 1915 Dáinn 22. desember 1982 Hefurðu ekki veitt því athygli, lesandi góður, hve mikið við skuld- um sumum samferðamönnum okkar? Oft er um skuld að ræða, sem aldrei verður greidd og aldrei er ætlast til að greidd verði. Ég get nefnt mörg dæmi um mína skuld, ekki eingöngu við þá, sem nú lifa og ég þekki, heldur líka við marga þá, sem löngu eru liðnir og ég aldrei þekkti. Ég hef margan manninn heyrt segja með nokkru stolti og ánægju: „Ég skulda eng- um neitt." En hversu fjarri fer því ekki, að hér sé allur sannleikur sagður. Ég skal skýra þetta nokkru nánar. Eitt lítið lag getur þokað hugan- um frá okkar daglega amstri til þess, sem enginn má án vera. Eitt Íítið ljóð getur haft áhrif á hug- arfar okkar. Varanleg áhrif til betra lífs. Fáein máluð strik lista- manns á pappír geta gefið okkur innsýn í annarra heim. Heim, sem annars væri okkur lokaður og við fengjum aldrei að njóta. Þannig mætti áfram telja, en þessi dæmi nægja til að skýra fullyrðingu mína hér að framan. En hvers vegna að vera með svona bollaleggingar við andlát Guðmundar Péturssonar? Jú, vegna þess, að hann er einn þeirra manna, sem mér finnst, að ég eigi svo margt að þakka og eigi ógreidda skuld að gjalda. Ég vil finna orðum mínum stað. Ég kynntist Guðmundi fyrst svo ég muni í vinnu við byggingu garða í Markarfljót. Þar var mikið verk unnið til að bæta lönd bænda í Rangárþingi. Ávöxt þeirra verka sjáum við í dag og munum sjá framvegis í öllum lágsveitum sýslunnar. Við þessar fram- kvæmdir vann Guðmundur af þeirri ósérhlífni sem honum var lagin. Ég fullyrði, tveggja manna verk, án þess að kvarta. Frá þessum tíma er mér þó ann- að minnisstæðara í fari Guðmund- ar en dugnaður hans. Það hlýja viðmót og góðvild í minn garð, sem ætíð einkenndi framkomu hans. Ef til vill hefur hann þekkt erfiðleika þess, sem í fyrsta sinn Bridge Arnór Ragnarsson Bridgeklúbbur Akraness Nú er nýlokið haustsveita- keppni klúbbsins. Spilaðir voru 16 spila leikir og tóku 9 sveitir þátt í keppninni. Sigurvegari varð sveit Éiríks Jónssonar sem hlaut 141 stig. Auk Eiríks spiluðu í sveitinni Jón Alfreðsson, Álfreð Viktorsson, Guðjón Guðmunds- son og Ólafur Gr. Ólafsson. Sveit stig Olivers Kristóferssonar 126 Halldórs Sigurbjörnssonar 119 Jólatvímenningur klúbbsins hófst sl. fimmtudagsköld með þátttöku 20 para. Spilað var í tveimur 10 para riðlum. Efstu pör í riðlinum eftir fyrsta kvöldið urðu eftirtalin: A-riðill: Guðmundur Bjarnason — Bjarni Guðmundsson 124 Búi Gíslason — Jósef Fransson 119 Alfreð Alfreðsson — Hallgrímur Rögnvaldsson 118 B-riðill: Þórir Leifsson — Oliver Kristófersson 126 Jóhann Lárusson — Guðmundur Sigurjónsson 125 Eiríkur Jónsson — Alfreð Viktorsson 120 Meðalskor var 108 stig. Spilað- ar verða tvær umferðir enn í keppninni og næst verður spilað fimmtudagskvöldið 30. des. Bridgefélag Breiðholts Þriðjudaginn 21. des. lauk barometertvímenningi hjá félag- inu með sigri Sigurbjörns Ár- mannssonar og Björns Björns- sonar sem fengu 132 stig yfir meðalskor. Næstu pör: Rafn Kristjánsson — Þorsteinn Kristjánsson 108 Sverrir Þórisson — Haukur Margeirsson 55 Næsta spilakvöld verður 4. janúar en þá verður spilaður eins kvölds tvímenningur. Vonast er eftir að sem flestir mæti á nýja árinu. Spilað er í húsi Kjöts og fisks, Seljabraut 54, og hefst keppnin kl. 19.30. Reykjavíkurmótið í sveitakeppni 1983 Eins og þegar hefur verið kynnt í blöðunum verður undan- keppni Reykjavíkurmótsins í sveitakeppni spiluð á tímabilinu 5.-22. jan., ýmist í Hreyfilshús- inu eða Domus Medica. Skrán- ingu þarf að vera lokið fyrir 3. jan. Þeir sveitarforingjar sem enn eiga eftir að láta skrá sig hafi samband við Guðm. Pál Arnar- son í síma 33989. fer úr foreldrahúsum til vinnu hjá öðrum kannski 14—16 ára. Já, var það ekki venjan í Landeyjum áður fyrr að senda unglinga á vertíð á þeim aldri til að afla tekna fyrir fátæk heimili? Var ekki Guð- mundur einn þeirra? Það er fagn- aðarefni þegar menn vaxa af kynningu sinni við erfiðleika lífs- ins og leyfa öðrum að njóta eftir- tölulaust reynslu sinnar. Ég minn- ist Guðmundar sem þeirrar traustu stoðar, sem grípa mátti til, þegar með þurfti, en tranaði sér ekki fram, þegar einskis þurfti með. Ég minnist þess löngu síðar að hafa komið í samkomuhús Land- eyinga, þar sem Guðmundur var húsvörður. Þá tók á móti mér brosandi andlit þessa heiðurs- manns, útrétt hönd og hlýleg orð. Brosið til að tjá vináttu, höndin til að bjóða frið og orðin til að gera mig að meiri manni en ég sjálfur var. Slíkur var Guðmundur mér. Ég geri það stundum að lengja mér leið á ferð minni um Landeyj- ar. Til þess meðal annars að skoða blómleg býli þessarar fallegu sveitar. Þá er gjarnan staldrað við á móts við Stóru-Hildisey til að horfa þangað heim. En fleiri eru þeir, sem telja þá töf ómaksins verða. Ég minnist þess, að sjón- varpsmenn áttu þar leið um á síð- astliðnu hausti. Það fór vel á því, að þeir gæfu gaum býli Guðmund- ar. Stórbýlinu, sem risið hefur fyrir elju og dugnað hans, þó ekki megi gleyma öðrum þeim, sem þar hafa lagt hönd á plóg. Það var ekki viðtal við bóndann og ekki heldur getið um eiganda býlisins. Mér þótti fara vel á öllu þessu. Engu að síður var þetta hans býli og sléttan ræktuð af honum. Skerfur, sem hann hefur lagt framtíðinni til. Sannarlega hrein eign. Það er nú okkar skuld. Eiginkonu Guðmundar og af- komendum þeirra óska ég gæfu. Filippus Björgvinsson Góður vinur hefur kvatt okkur í svartasta skammdeginu og fengið sinn frið í lok jólaföstu. Guðmundur Pétursson var mik- ill persónuleiki, sem ávallt setti markið hátt. Guðmuffdur var fæddur í Selshjáleigu í Austur- Landeyjum, næstelstur 14 systk- ina. Það má nærri geta að það hef- ur verið mikil þörf fyrir aðstoð við heimilisstörfin á hinu stóra heim- ili, enda var það svo að Guðmund- ur var varla vaxinn úr grasi er hann fór að vinna heimili sínu. Ungur að árum fer Guðmundur til sjóróðra í Vestmannaeyjum. Ekki veit ég hvort það voru forlög, eða heppni, að hann lendir þar í góðu skipsrúmi hjá mjög fengsælum skipstjóra. Það kom fljótt í ljós að þessi ungi maður stóð vel fyrir sínu hvort heldur var í beitu- skúrnum eða á sjónum, enda var hann margar vertíðir hjá sama skipstjóra. Áð vertíð lokinni lá leiðin heim í sveitina, og hygg ég að hann hafi þá komið færandi hendi á hið stóra heimili, enda var það hans stóra takmark að vera veitandi en ekki þiggjandi. Það var ómetanleg stoð fyrir foreldra og systkini að hafa slíka stoð á þeim árum, þegar vinna og áræði var það eina sem gat bjarg- að heimilunum. Ég hygg að það hafi verið hann sem hvatti til þess að foreldrar hans réðust í það árið 1936, að flytja búferlum að Stóru- Hildisey í sömu sveit. Þar voru miklu meiri möguleikar til að stækka bú og bæta afkomuna, enda reyndist það svo. Árið 1957 kvæntist Guðmundur eftirlifandi konu sinni, Margréti Stefánsdótt- ur. Þau eignuðust einn son. Þau taka við búi í Stóru-Hildisey 1957. Það eru mörg verkefni sem þarf að takast á við, rækta og stækka tún, byggja gripahús og margt fleira, sem of langt yrði upp að telja. Vinnudagur verður því oft langur og ekki spurt hvað klukkan er ef verki þarf að ljúka. Eftir nokkurra ára búsetu eru ræktuð tún orðin 40 hektarar, öll landareign girt, og öll hús á jörð- inni byggð úr varanlegu efni. Guðmundur var í orðsins fyllstu merkingu góður bóndi, fór vel með allan búfénað og fékk af honum góðan arð. Þá var hann snyrti- menni í allri umgengni, enda var honum veitt heiðursskjal frá Bún- aðarsambandi Suðurlands fyrir framúrskarandi myndarskap í allri umgengni á búi sínu. Stórt skarð er nú höggvið í bændastétt Austur-Landeyja, en stærst er skarðið hjá eiginkonu og syni. Guð styrki þau og styðji í lífsbaráttunni. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég eiginkonu og syni, og stóra systkinahópnum. Kar þú í fridi friéur (>uðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. (iekkst þú með (iuði (iuð þér nú fylgi hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdim. Briem) Sigurleifur Guðjónsson Sigríður Guðmundsdóttir Arnarstapa — Minning Fædd 13. mars 1916 Dáin 25. desember 1982 Elskuleg amma mín, Sigríður Guðmundsdóttir frá Arnarstapa, er í dag borin til grafar á Helln- um. Þar með er lokið löngu sjúk- dómsstríði. — Ég veit að hún er ánægð og sátt við þessi endalok, því síðustu æviárin hafa verið henni erfið. Ástæðan fyrir því að ég sendi henni þessa kveðju er sú, að ég vil þakka fyrir björtustu og skemmti- legustu bernskuminningarnar mínar og vil þakka henni fyrir skemmtilegu sumardvalirnar á Eyrinni. Það var oft líf og fjör hjá henni, afa og Nonna. Þegar ég hugsa um þetta, sé ég hana fyrir mér eins og hún var þá: full af ástúð og ávallt reiðubúin til að hugga og plástra. Einnig tengist kakóilmur þess- ari minningu, því það var það sem vakti mig á hverjum morgni. Síð- an var alltaf slegist um hvert okkar ætti að sitja á tröppustóln- um, það urðu oft slagsmál út af þessu en hún tók öllu með jafnað- argeði. Eftir allt þetta vildi ég að amma fléttaði á mér hárið því hún gerði svo fallegar fléttur, og ég man hve ég var hreykin af þeim. Eftir allan þennan barning fór öll hersingin út að leika sér og friður færðist yfir húsið. Ég ætla ekki að hafa þessa kveðju lengri og lík henni með þessu versi. „(>óói Josú, fyrir greftran þín gefóu síðasta útlor mín verói friósöm og farsæl mér frelsuó sál nái dýrð hjá þér.“ Sigga ÚTSÖLUSTAÐIR: „Þar sem frúin hlær í betri bíl“ í BÍLA- SÖLU GUÐFINNS, Ármúla 7. í VALSHEIMILINU HLÍÐARENDA. Alltaf kaffi á könnunni og Tommi og Jenni eöa fótbolti í video. OPIÐ FRA 11—21. Ótrúlegt úrval af hverskonar „topp klassa" áramóta „fírverkeríi" frá L.H.S. Fjölskyldupokar — góðar vörur — gott verð. FARIÐ VARLEGA MEÐ FLUGELDANA í UMFERÐINNI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.