Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR 4. tbl. 70. árg. FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1983 Prentsmidja MorgunblaAsins Sex fórust við Bretland Blackpool, Knglandi, 6. janúar. AF. ÞRÍR lögreglumenn og einn borgari létu lífið i miklu óveðri í gær, eftir að tilraun til að bjarga hundi nokkrum undan ströndum borgarinnar hafði mistekist, samkvæmt heimildum lög- reglunnar. Tveir fiskimenn létu einnig lífið í öðru slysi eftir að þá hafði tekið út af báti í nánd við Shetlandseyjar. Tveimur lögreglumönnum sem að björgunarstörfunum unnu var hægt að bjarga á land. Fiskimannanna tveggja, sem báðir voru frá Shetlandseyjum, var leitað í allan dag, en án árangurs enda leit- arskilyrði mjög slæm. Kosningar á Indlandi: Kongress- flokkurinn beið skipbrot KONGRESS-flokkur Indiru Gandhi virðist hafa beðið mikið skipbrot í kosningum til löggjafarþingsins sem fram fóru þar í landi í gær. Alvarlegasta áfallið fyrir for- sætisráðherrann og flokk hennar mun þó hafa verið í Karnataka- ríki, sem lengi hefur verið eitt sterkasta vígi Kongress-flokksins, en þar náði R. Gundu Rao ríkis- stjóri ekki kosningu í kjördæmi sínu og sagði af sér er úrslitin lágu fyrir. Samkvæmt indverskum lög- um er skylt að ríkisstjórinn sitji á löggjafarþinginu. Það var aðeins í Norðaustur- Tripura-ríki sem úrslitin voru stjórnarflokknum í hag, en þar vann hann tvö sæti á ríkisþinginu sem áður var algjörlega undir stjórn marxista. Talið er að u.þ.b. 65 prósent þeirra sem kjörgengi hafa, hafi neytt kosningaréttar síns, en það munu vera um 53 milljónir manna. Gífurlegt ofbeldi fylgdi í kjölfar kosningabaráttunnar, sem leiddi til dauða sex manna og fjölmargir slösuðust. Ákveðið hefur verið að í nokkrum ríkjum verði kosn- ingarnar endurteknar. Skip úr breska flotanum sést hér skammt frá dönskum togurum undan Norðausturströnd Bretlands, en einn dönsku togaranna er „Sand Kirk“, sem snúið var til hafnar i Bretlandi í dag. Á innfelldu myndinni sést Kent Kirk í faðmi fjölskyldunnar um borð í togara sínum, áður en hann lagði á miðin við Bretland. ■ mm i-f ***• Danskur togari færður til hafnar í Bretlandi Harka færist í fiskveiðideilu Dana og Breta: North Shields og Kaupmannahöfn, 6. janúar. Frá fréttaritara Mbl. Ib Björnbak og AP. TVEIR yfirmenn úr breska hernum fóru í dag um borð í danska togbátinn „Sand Kirk“ og skipuðu honum að snúa til hafnar í North Shields, þar sem hann var að veiðura á bannsvæði innan tólf mílna landhelgi Bretlands. Dönsk stjórnvöld tilkynntu síð- an í dag, að þau myndu stefna breskum stjórnvöldum fyrir dómstóla EBE fyrir þá sök að banna dönskum fiskiskipum veið- ar innan tólf mílna landhelgi þeirra. Skipstjóri danska togbátsins, Kent Kirk, sem er EBE-þingmað- ur, tók glaðlega á móti bresku yf- irmönnunum, en hann hafði til- kynnt áður en hann lagði af stað á miðin að hann væri staðráðinn í því að láta taka sig við veiðar inn- an landhelginnar, til að láta reyna á málstaðinn fyrir. rétti. Hann getur nú átt yfir höfði sér allt að 5o.ooo punda sekt í Bretlandi. Kent Kirk siglir nú í fylgd skips úr breska flotanum í átt að landi, en togbátur hans, „Sand Kirk“, var með vörpuna úti þegar að hon- um var komið. Pokinn var hins vegar ekki lokaður þannig að afl- inn reyndist enginn. Með þessu uppátæki sínu fær Kirk því framgengt að málið fer fyrir dómstóla í Bretlandi og hyggst hann halda þar fram sak- leysi sínu. Hann hefur síðan í hyggju að fara með málið fyrir Evrópudómstólinn í Luxemburg og halda fast við þá sannfæringu, að Bretar geti ekki meinað Dönum að veiða innan landhelgi þeirra þar sem þeir séu einnig í EBE. Utanríkisráðherra Danmerkur, Uffe Ellemann-Jensen, hélt í dag tii höfuðstöðva EBE í Brussel til viðræðna við utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands, Hans Dietrich Genscher, sem er núvernadi for- maður stjórnarnefndar EBE. Kirk mun koma fyrir rétt í North Shields á morgun, föstudag, og sagði Uffe Ellemann-Jensen við fréttamenn í dag, að Danir myndu styðja hann eftir fremsta megni. Genscher sagði síðan eftir fundinn í dag, að frekari umræður um fisk- veiðideiluna myndu fara fram í Strassbourg í Frakklandi á þriðju- dag. Kjarnorkuknúið sovéskt njósnagervi- tungl veldur áhyggjum: Stefnir stjórn- laust til jarðar Wa.shington, 6. janúar. AP. BANDARÍSKA varnarmálaráðu- neytið tilkynnti í gær, að það fylgd- ist grannt með kjarnaknúnu sov- ésku njósnagervitungli, sem talið er líklegt að muni falla til jarðar seint í þessum mánuði. Vísinda- menn eru uggandi um að geisla- virk efni i þeim hluta gervitungls- ins, sem fellur til jarðar, kunni að reynast hættuleg, lendi hann á fjöl- mennu landsvæði. í opinberri tilkynningu frá varnarmálaráðuneytinu var ekki skýrt nákvælega frá þeim erfið- leikum, sem gervitunglið á við að etja, en þar var staðfest, að hluti þess, sem talinn er innihalda kjarnorku, muni falla til jarðar seint í janúar. Ennfremur sagði í yfirlýsingunni, að varnarmála- ráðuneytið gæti ekki gert sér nákvæma grein fyrir því, hvar hluti gervitunglsins muni lenda, eða hvenær lendingin verður. Áður hafði varnarmálaráðu- neytið tilkynnt, að það fylgdist með gervitungli þessu og svo virtist sem stjórn þess væri að fara úr böndunum þar sem það væri á sporbraut tiltölulega lágt yfir yfirborði jarðar. Við þá til- kynningu var ennfremur tekið fram, að ógjörningur væri að segja nákvæmlega fyrir um lendingarstaðinn, nema með 12 stunda fyrirvara í hæsta lagi. Upplýsingar Geoffrey Perry, þekkts áhugamanns í Englandi, sem fyigst hefur með ferðum gervitungla um langt skeið, og þar á meðal þessu sama sovéska gervitungli, koma heim og sam- an við upplýsingar bandaríska Mynd þessi sýnir kjarnorkuknúió sovéskt njósnagervitungl, en talið er að gervitungl það sem nú stefnir stjórnlaust til jarðar sé þessarar gerðar. varnarmálaráðuneytisins. „Það gæti orðið hættulegt ef Cosmos 1402 hafnar á fjölmennu land- svæði“, sagði Perry. Fari svo að hluti gervitungls- ins hrapi til jarðar er það í fyrsta sinn í fimm ár, sem slíkt gerist. Þá hrapaði híuti sams- konar sovésks njósnagervi- tungls, sem innihélt geislavirk efni, niður á fámennt svæði í norðurhluta Kanada, skammt frá Stóra þrælavatni. Það atvik olli umtalsverðum áhyggjum og ieiddi til þess, að Jimmy Carter, þáverandi forseti Bandaríkjanna, lagði tii, að bann yrði lagt við notkun kjarnorku til að knýja gervitungl áfram. Breytingar á bresku stjórninni: Heseltine tilnefnd- ur í stað John Nott Lundúnum, 6. janúar. AP. MARGRÉT Thatcher tilnefndi í dag Michael Heseltine sem nýjan varn- armálaráðherra, en hann er kunnur ræðusnillingur og fyrrverandi um- hverfismálaráðherra. Talið er að þessi tilnefning sé siöasta breyting á stjórn Thatcher áöur en gengið verð- ur til kosninga í Bretlandi næsta haust. Heseltine kemur í stað John Nott, sem tilkynnti fyrir tveimur mánuðum að hann myndi ekki starfa frekar að stjórnmálum af persónulegum ástæðum og myndi snúa sér að kaupsýslu í þeirra stað. Tilnefning Michael Heseltine, sem er 49 ára gamall, í embætti varnarmálaráðherra kemur ekki á óvart, þar sem hann var talinn lík- legur til að taka við af Nott. Hann kveðst ekki ætla að taka þátt í næstu kosningum, sem talið er að fram fari næsta haust, eða u.þ.b. hálfu ári áður en fimm ára kjör- tímabil Margrétar Thatcher er formlega á enda. Einnig voru gerðar þær breyt- ingar á stjórninni í dag, að tveir Michael Heseltine, sem útnefndur var varnarmálaráðherra í stað John Nott. ráðherrar hurfu úr henni. Það voru þeir Neil Marten, þróunar- málaráðherra, og Trenchard lá- varður, sem var aðstoðarráðherra í varnarmálaráðuneytinu. Breytingar þessar voru tilkynnt- ar í yfirlýsingu frá bústað breska forsætisráðherrans í Downing- stræti 10 í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.