Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 9
I MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANÚÁR 1983 9 ýmiss konar viðgerðarvinnu hef- ur skánað til muna. En þar sem „andleg menning sósíalismans" hefur ekki hafið innreið sína er heldur dapurlegt um að litast. Til að mynda er varla hægt að fá leigubil í Peking, vegna þess að leigubílstjórarnir hafa sömu laun, hvort sem þeir aka farþeg- um eða sofa í aftursætinu á bíln- um sínum. Og auðvitað sofa menn frekar en vinna. Mannlegt eðli er samt við sig. Nú mun þó „andleg menning sósíalismans" hafa hreiðrað um sig i leigubila- akstri í Canton, þar sem einka- fyrirtæki hafa fengið að stunda leigubifreiðaakstur. Grænmetismarkaður þar sem einkaaðilar hafa aðstöðu í húsnæði í ríkiseign. Blaildað hagkerfi í uppsiglingu? Þó hér sé talað um einkarekst- ur, ber þess þó að gæta, að ríkis- valdið hefur náið eftirlit með at- vinnulífinu í heild. Mörg einka- fyrirtækjanna eru rekin á eins konar leigugrundvelli. Þar er um að ræða fyrirtæki sem ríkið hafði áður rekið með tapi og niðurníðslu, en hafa nú verið fengin í hendur duglegum ein- staklingum. Ríkið er eigandi slikra fyrirtækja en einstakl- ingarnir reka þau að eigin vild. Þeir skuldbinda sig til að skila ríkinu ákveðnum ágóða á ári hverju, en geta sjálfir hirt það sem umfram verður ef ágóðinn er meiri. Á hinn bóginn verða þeir að bera tap af fyrirtækinu ef illa gengur. Hér er því á ferð- inni eins konar skattlagning, ekki ósvipað því sem gerist á Vesturlöndum, þótt nafnið sé allt annað á pappírnum. Fyrir- tæki sem eru í algerri einkaeign þurfa líka að gefa nákvæma skýrslu til yfirvalda og eru þátt- ur í áætlunargerð ríkisins á efnahagssviðinu. Enn sem komið er, liggur því þunglamalegt 8krifræði ofan á einkarekstrin- um og ekki er hægt að tala um frjálsan markað líkt og gerist á Vesturlöndum. En greinilegt er að hverju stefnir. Kínverskir valdhafar ætla sér að leysa efna- hagsvandamál Kínverja með blönduðu hagkerfi einkarekstrar og ríkissósíalisma og þá gildir einu hvort slíkt er kallað „andleg menning sósíalismans" eða ekki. Áhrifin eru nákvæmlega hin sömu. RíkissUrfsmenn í kaffipásu — götusóparar í Peking. Bændur á grænmetismarkaði. Þeir koma frá kommúnunum umhverfis Pek- ing og sofa úti undir berum himni meðan „vertíðin" stendur yfir. (Bvggt á The (•uardian, (’hina Daily, Far Eastern Economic Review ojj The Asian Wall Street Journal.) Morcjunbladid/ólafur Akureyri: Kabarettinn Lausar skrúfur í Sjallanum FRÁ Akureyri hefur MorgunblaAinu borist eftirfarandi fréttatilkynning frá aðstandendum kabaretts i Sjallanum: „í Sjallanum á Akureyri var frum- sýndur kabarettinn „Lausar skrúfur" á nýársdagskvöld við mikinn fögnuð áhorfenda. Fjölmargir höfundar hafa lagt til skrúfurnar, og svo skemmti- lega vill til að þær eru allar hæfilega forskrúfaðar. Þar kom fram meðal annarra Tarzan, sem bregður sér í líkamsrækt, „Halldór Laxness" les upp úr óprentaðri bók sinni, danskur sjóliði af sumarbústaðaveiðiskipinu Hvítabirninum segir álit sitt á helstu framámönnum bæjarins, fjallkonan frá Winnipeg lítur inn og kennir föndur og heilbrigðisfulltrúi kannar ástand mála í eldhúsi Sjallans. Lausar skrúfur verða endurteknar næsta föstudag, hinn 7. janúar og sunnudagskvöldið 9. janúar. Hefst sýningin klukkan 22 bæði kvöldin. Gestir geta pantað sér kvöldverð yfir sýningu og sitja matargestir fyrir með miöapantanir. Fólki er ráðlagt að taka með sér skrúfjárn, því hér er um óborganlega skemmtun að ræða. Með hlutverkin fara leikararnir Bjarni Ingvarsson, Gestur E. Jónas- son, Kjartan Bjargmundsson, Ragn- 200 tonn af kindakjöti til Póllands BÆJARFOSS lestaði í gær á Blönduósi og mun í dag lesta á Sauðárkróki 200 tonnum af kinda- kjöti af um 300, sem ætlunin er að senda til Póllands, en þessi mat- vælasending á vegum Hjálparstofn- unar kirkjunnar er hluti af aðstoð- inni við Pólverja. 100 tonn fara síð- an í janúarmánuði og einnig er ætl- unin að i febrúar fari út 50—60 tonn af síld, en fyrr á árinu er búið að senda út milli 150 og 160 tonn af síld. Þá eru í gangi viðræður um frckara hjálparstarf. Þessar upplýs- ingar komu fram í samtali sem Morgunblaðið átti við Guðmund Einarsson, framkvæmdastjóra Hjálparstofnunar kirkjunnar. Starfsmenn Hjálparstofnunar- innar eru á förum til Póllands til að taka á móti matvælasending- unni og munu í samstarfi við pólsku kirkjudeildirnar sjá um dreifingu matvælanna. heiður Tryggvadóttir, Theódór Júlíus- son og Viðar Eggertsson. — Fjöl- margir söngvar eru í kabarettinum og sér hinn kunni tónlistarmaður Ingi- mar Eydal um undirleik, auk þess sem hann heldur skrúfunum saman með fjörugum píanóleik." ' [70 FASTEIGNA LuJ HÖLLIN FASTEIGNAVIÐSKIPTI MIÐBÆR-HÁALEITISBRAUT58-60 SÍMAR 35300&35301 Við Sóleyjargötu 4ra—5 herb. íbúö 120 fm á 1. hæð. Nýtt gler. Við Þinghólsbraut 2ja herb. íbúö á jaröhæö. Sér inng. Sér hiti. Við Nesveg 3ja herb. góö kjallaraíbúö. Laus strax. Viö Hvassaleiti 4ra herb. mjög góð íbúö á 3. hæö með bílskúr. Laus fljót- lega. Álfheimar 4ra herb. glæsileg íbúö á 4. hæö. Suðursvalir. Ný teppi. Geymsluris yfir íbúö. Laus fljót- lega. Við Blönduhlíð 137 fm sór efri hæð. Skiptist í 3 stór svefnherb., stofur, skála og eldhús. Ný innrétting í eldhúsl. 40 fm bílskúr. Við Austurbrún Sór efri hæð 140 fm skiptist í 2 stofur og 3 svefnherb. Stórt eldhús, gestasnyrting. Þvotta- hús á hæðinni. Bílskúr. Við Hjallaveg Einbýlishús hæö og kjallari meö bilskúr. Laust nú þegar. Við Langholtsveg Einbýli — tvíbýli í steinhúsi. Frakkastígur — Einbýli Mjög fallegt, endurnýjaö timb- urhús. Skiptist í hæö, ris og kjallara. Nýtt gler og gluggar. Ný haröviöareldhúsinnrétting. Grunnflötur hússins er ca. 70 fm. Eignarlóö. í Smíöum Við Brekkutún, Kóp. Einbýlishús fokhelt hæö og ris. Steypt bílskúrsplata fylgir meö. Teikn. á skrifstofunni. Fasteignaviðskipti Agnar Ólafsson, Arnar Sigurðsson. Hafþór Ingi Jónsson hdl. 29555 29558 Sérhæð óskast Höfum veriö beðnir aö útvega fyrir fjársterkan kaup- anda sérhæö í Reykjavík. Mjög góöar greiöslur í boði fyrir rétta eign. Eignanaust Skipholti 5. Símar 29555 og 29558. Þorvaldur Lúðvíksson hrl. rCp) HUSEIGNIN Of^Sími 28511 Sími 28511 'rj V Skólavörðustígur 18, 2. hæð. Einarsnes — 3ja herb. 3ja herb. 70 fm risíbúö í járnklæddu timburhúsi. Verö 750 þús. Furugrund — 3ja herb. Góö 90 fm íbúð Þ2ja hæöa blokk + aukaherb. í kjallara. Suöur svalir. Skipti koma til greina á 110—120 fm íbúö á Reykjavíkursvæðinu. Verö 1,1 millj. Laugarnesvegur — 3ja herb. 3ja herb. 85 fm íbúö á 4. hæð. Verð 950 þús. Hofteigur — 3ja herb. Ágæt 70 fm íbúö í kjallara. Ný máluö stofa, ný teppalögö. Sér kynding. Sér inng. Engin veð- bönd. Verð 800 þús. Skeggjagata — 3ja herb. 75 fm íbúö í steinhúsi sér kynd- ing. Verð 800 þús. Hjaröarhagi — 3ja herb. — makaskipti Ágæt 90 fm íbúö á 2. hæö, tvær saml. stofur, svefnherb. Góð geymsla i kjallara. Suöur svalir. Verð 1 millj. til 1.050 þús. Skipti óskast á 2ja herb. íbúö á Mel- unum. Austurberg — 4ra herb. Mjög góó tæplega 100 fm íbúö á 3. hæó auk bílskúrs. Góö teppi. Suöur svalir. Lítil veö- bönd. Verö 1.150—2 millj. Kleppsvegur — 4ra herb. 95—100 fm íbúð á 4. hæö, tvær saml. stofur, tvö svefnherb. tvær geymslur og frystiklefi. Verö 1,1 millj. Skipti koma til greina á 2ja til 4ra herb. íbúð í nýlegu húsi. Æsufell — 3ja til 4ra herb. Glæsileg íbúö á 1. hæð. Bein sala. Verö 950—1 millj. Laus strax. Seljabraut 3ja—4ra herb. 90—95 fm íbúö á 4. hæö. 2 svefnherb. Hol. Stór stofa. Búr. Bílskýli fylgir. Bein sala. Hæðarbyggð — Garöabæ 3ja herb. 85 fm íbúö á jaröhæö. Rúmlega tilbúin undir tróverk. Einnig er 50 fm ibúðarhúsnæöi fokhelt. Verð 1200 þús. Álfaskeið — 4ra herb. 100 fm íbúö ásamt bílskúr. Verö 1250 þús. Kjarrhólmi 4ra—5 herb. Mjög góð 120 fm íbúö á 2. hæö. Stór stofa. 3 svefnherb. Búr og sér þvottahús. Stórar suður- svalir. Verö 1200—1250. Skipti koma til greina á 4ra herb. íbúö í Vestur- eöa Austurbæ í Reykjavík. Vesturberg 4ra—5 herb. Góð 106 fm íbúö á 2. hæð. Eng- in veöbönd. Skipti koma til greina á stærra húsnæöi. Verö 1.150 þús. Lindargata — sérhæð 90 tm sérhæö í eldra húsi. Tvö- falt gler, allt sér. Bílskúr fylgir. Verð 1 millj. Lokastígur — einbýli-tvíbýli Húsiö er hæð og ris og jaröhæö að flatarmáli cá. 160 fm. Góðir möguleikar. Engin veöbönd. Bein sala. Verö 1,5 millj. Lyngbrekka Kóp. — makaskipti Góö 100 fm íbúð á 1. hæð í tvíbýlishúsi. Tvær saml. stofur, tvö svefnherb. Sér garöur. Sér inng, Bílskúr tylgir. Verö 1.300—1.350 þús. Skipti óskast á góöu einbýlishúsi í Kópavogi. Höfum fengiö á söluskrá vora glæsilegt einbýli í Garðabæ. Húsiö er um 200 fm að flatarmáli auk 30 fm bílskúrs. Höfum kaupanda að lóð ( Mosfellssveit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.