Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1983 29 átti Óskar þar sem oftar stóran hlut að máli, því hann var allra manna trygglyndastur og vina- fastur með afbrigðum. Það er því foreldrum og systkin- um mikið reiðarslag að spyrja óvænt og ótímabært lát hans, snemma á nýársmorgni örfáum stundum eftir að hafa öll sam- fagnað nýju ári í heimagarði að Lambastekk 2. Allt eins og blómstrid eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt. Öll höfum við, vinir, kunningjar og ættingjar margs að sakna, er slíkur drengskaparmaður er kvaddur svo snögglega á brott mitt í blóma lífsins er ævistarfið var að hefjast og bjartar framtíð- arvonir framundan á hinu ný- stofnaða heimili að Hátúni við Rauðavatn. En mestur er missir i ástkærrar unnustu, er ber barn hans undir belti og litlu dætranna, sem voru honum svo kærar, að ógleymdum foreldrum og systkin- um er sjá á bak góðum og hugljúf- um syni og bróður. Ég og fjölskylda mín vottum öll- um hans nánustu okkar innileg- ustu samúð og biðjum alföður að veita þeim sinn styrk. Far þú í friði friður guðs þig ble.vsi hafðu þökk fyrir allt og allt. (.ekkst þú með guði guð þér nú fylgir hans dýrðar-hnoss þú hljóU skalt. Bent Scheving Thorsteinsson Árið er liðið. Margar góðar og yndislegar minningar að baki frá liðnu ári. Vonandi að nýja árið okkar verði jafn gott og síðastliðið ár. Svona hugsuðu margir um þessi áramót, og það gerði ég einn- ig. En ekki er allt eins gott og við ætlum og vonum. Símhringing snemma að morgni nýársmorguns og mér sagðar hörmulegar fregn- ir. Ég kiknaði í hnjáliðunum og var sem lömuð. Hann Óskar mág- ur minn var dáinn fyrir stuttri stund, og það á hörmulegan hátt. Ég vonaði að mig væri að dreyma. Ekki hann Óskar. Þessi lífsglaði og góði maður, sem elskaði lífið og aldrei gerði neinum neitt, nema gott. En við mér og öllum öðrum sem honum unnu, blasti við ís- kaldur raunveruleikinn, óumflýj- anlegur. Þetta var enginn draum- ur. Óskar var góður maður. Hann var ávallt boðinn og búinn til að gera allt fyrir alla og það með svo glöðu geði, og aldrei heyrðist hann telja neitt eftir sér. Alltaf var hann kátur og hress, alltaf í góðu skapi, meinstríðinn og alltaf gat hann komið fólki til að hlæja. Hann var dýravinur mikill, átti hesta, kanínur og tíkina Pollý, sem var honum tryggur vinur. Aldrei mátti hann aumt dýr sjá, þá tók hann það í sína vörslu. Óft var sagt við hann: Óskar minn, þú hefðir átt að verða bóndi. Ekki gat hann hugsað sér að búa í stórborg- inni, heldur bjó hann rétt fyrir utan hana, því þar gat hann unað með dýrunum sínum. Innst inni var hann stórkostlegur bóndi. öll- um leið vel í návist hans, bæði mönnum og dýrum. Hans verður sárt saknað. Öft gerir maður sér ekki grein fyrir því, hversu gífur- lega mikils virði vinir manns eru manni, fyrr en þeir eru horfnir. Maður hugsar: Þú sérð þennan vin þinn ekki meira, hann er horfinn og kemur ekki aftur, þetta kennir manni að elska þá sem eftir eru ennþá meira. Óskar var aðeins 28 ára gamall er hann kvaddi þennan heim. Hann var sonur hjónanna Maríus- ar Blomsterberg og Maríu Óskarsdóttur. Hann var einn fimm systkina, sem eru Emma Þórunn, Hans Pétur, Birgir Bogi og Sesselja María. Þau sjá nú á eftir yndislegum syni og bróður. í þessari grein minni get ég eng- an veginn lýst Óskari meira. Þeir sem voru svo heppnir að þekkja hann, vissu hvernig hann var og hvaða mann hann hafði að geyma. Ég á engin nógu falleg orð yfir það. Til þeirra sem nú syrgja horfinn vin, vil ég segja: í bænum mínum bið ég aigóðan guð að styðja ykkur og styrkja í gegnum þennan erfiða tíma. Sárin eru oft lengi að gróa, en þau gróa að lokum. Það eru fleiri en okkar fjölskylda sem á erfitt þessa dagana. Eg vil beina orðum mínum til annarrar fjöl- skyldu hér í bæ. Guð styrki ykkur einnig og styðji í ykkar miklu sorg. Foreldrum Óskars, systkinum, Dísu unnustu hans, Sonju litlu dóttur hans, Tótu litlu og litlu ófæddu barni hans bið ég Guðs blessunar, einnig öllum ættingjum hans og vinum. Kg gel ei huguA horfinn vin við Heljar bundinn dyr, hann lifir hvort ég hlæ eöa styn, þótt hafi dáiö fyr. I»ví elnkan hefur einkarétt sem aldrei skilur hel, þau lög þá herra hefur sett, sem beit sín efnir vel. (Matthías Jochumss.) Að lokum vil ég þakka Óskari samfylgdina og kunningsskapinn þau ár sem ég þekkti hann. Megi hann hvíla í friði. Þess óskar hans mágkona Binna Klestum kostum fylgja brestir, flestum löstum einhver bót oft þeir verstu verða bestir vel ef sést í hjartarót. Gunnar Óskarsson byrjar nám í múrverki í upphafi áttunda ára- tugarins og lýkur sveinsprófi í iðninni árið 1980. Hann var dugn- aðarforkur til allrar vinnu, ein- staklega vandvirkur og verklag- inn, samviskusamur, vinsæll og vel liðinn meðal vinnufélaga, yfir- manna og vinnuveitanda, enda geta allir um það borið sem kynnt- ust honum að einhverju ráði að þar fór mikill mannkostamaður. Eftir að hann hóf nám í múrverki var þeim sem til þekktu það ljóst að hann hafði valið sér lífsstarf sem átti mjög vel við hann. Gunn- ar var hraustmenni og gekk að öllu verki af miklum áhuga. Á síð- ari árum var hann störfum hlað- inn og hafði varla undan að sinna beiðnum um vinnu við húsbypg- ingar, og orð fór af vandvirkni hans og dugnaði. Ég vann með honum sem handlangari í rúmmt ár og mér er það minnisstætt að hann gekk jafnan rösklega að hverju verki og ég fullyrði að hann hafi verið í fremstu röð í iðngrein sinni og átt sér fáa jafningja. Gunnar hafði yndi af iþróttum einkum knattspyrnu og hand- knattleik og fylgdist af áhuga með félagi sínu, KR, og var leikmaður í handknattleik með félaginu á unglingsárum sínum. Eftir að hinn hörmulegi atburð- ur gerðist í Vífilsfelli á nýárs- dagsmorgun, þegar Gunnar Óskarsson og vinur hans, Páll Ragnarsson, fórust af slysförum, hafði ég samband við Sveinbjörgu Guðmundsdóttur, ekkju Óskars E. Sigurðssonar, föður Gunnars. Við ræddum hin skelfilegu tíðindi um stund og hún tjáði mér að Gunnar hefði sagt við sig ekki alls fyrir löngu að sér fyndist hann vera svo hamingjusamur og nyti nú lífsins jafnvel betur en áður á lífsleið- inni. Já, við fundum það einnig vinir hans að hann naut þess virkilega að lifa og ég hef nú séð á eftir þeim vini sem mér var hvað kærastur. Gunnar var maður á framfarabraut. Vinir hans og nán- ustu ættingjar bundu miklar vonir við hann og þess vegna er nú erfitt að átta sig á því að hann sé látinn í blóma lífsins aðeins tæplega fer- tugur að aldri. Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Það á við bæði um Gunnar og Pál Ragnarsson. Vinirnir hverfa nú til nýrra heimkynna. Þar þykist ég vita að þeirra biði verkefni í ríki Drottins. Báðir voru þcir miklir trúmenn og þeir unnu ötullega að boðun trúarinnar meðal jarðarinnar barna. Kristur var þeirra leiðtogi og í anda hans vildu þeir að við, er nú syrgjum látna vini, störfuðum, í veröld á heljarþröm, veröld sem ekkert fær bjargað nema trúarvakning. Minningin um Gunnar Sigurð Óskarsson mun lifa með mér og ylja um ókomin ár. Hann var þannig drengur að mér verður hugsað til þess hvernig hann myndi bregðast við þegar eitthvað á bjátar í mannheimi. Móður Gunnars, Guðleifi Guðjónsdóttur, sem svo mikið hefur misst, votta ég dýpstu samúð mína og einnig öðrum ástvinum hans. Með Gunn- ari Óskarssyni er góður drengur genginn. Guð blessi minningu Gunnars Óskarssonar. „Far þú í fridi Cridur guós þig blessi hafdu þökk fyrir alll og allt." Ólafur Ormsson Minning: Páll Ragnarsson Fæddur 4. ágúst 1952 Dáinn 1. janúar 1983 Það er erfitt að setjast niður og skrifa jafn fátækleg orð um svo góðan dreng sem Páll var. Við kynntumst Palla sem bekkj- arfélaga í Verslunarskóla íslands. Þegar hann birtist var hann bros- andi og í góðu skapi og þetta bros hans og góða skap fylgdi honum æ síðan í samvistum við okkur krakkana. Það má ætla að sá mikli aldursmunur sem var á milli hans og okkar yrði einhvers konar hindrun en svo var ekki. Ef maður þurfti á góðum ráðum að halda eða hjálp kom maður ekki að tóm- um kofanum hjá Palla. Palli var góður námsmaður og lauk Versl- unarskólaprófi síðastliðið vor með góðum árangri. Síst af öllu datt okkur í hug þá að loknum þeim árangri að þessi góði félagi og vin- ur hyrfi svo skyndilega yfir móð- una miklu. Palli var mikill trúmaður og eitt sinn sagði hann eitthvað á þessa leið: „... ef eitthvað kemur þér einkennilega fyrir sjónir þá er ávallt skýring á öllu.“ Óg nú verðum við að trúa að hvarf hans héðan úr hinu jarðn- eska lífi hafi einhvern tilgang. Við bekkjarfélagar hans úr 4 bekk E í Verslunarskóla íslands veturinn 1981—1982 viljum þakka honum fyrir góð og hlý kynni, og einnig viljum við votta eiginkonu hans og tveimur börnum ásamt öðrum aðstandendum samúð okkar og biðja algóðan Guð að styrkja þau og blessa í þeirra miklu sorg. „Kar þú í friöi friður (iuÖ8 þig blossi, hafdu þökk fyrir alll on allt." Fyrir hönd minna, bekkjarfélaga M.S.A. Elsku móöir okkar, SÓLVEIG J. JÓNSDÓTTIR frá Laugarási viö Laugarásveg, (DAS Hafnarfiröi), verður jarösungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 7. janúar kl. 15.00. Blóm vinsamlega afþökkuö, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á DAS Hafnarfiröi og Tjaldarnesheimiliö. Börnin. + Hjartkær sonur okkar, unnusti, faðir og bróöir, ÓSKAR ÁRNI BLOMSTERBERG, er lézt aö morgni 1. janúar, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni, föstudaginn 7. janúar kl. 13.00. María Óskarsdóttir, Maríus Blomsterberg, Þórdís Sigfúsdóttir, Sonja Björk Blomsterberg, og systkinin. Eiginmaöur minn og faöir okkar, TÓMAS SIGURÐSSON frá Reynifelli, lézt 6. janúar í Landakotsspitala. Hannesína Einarsdóttir og börn. t Etsku mamma mín, tengdamamma og amma okkar, UNA D. SÆMUNDSDÓTTIR, Öldugötu 52, lést í Kvennadeild Landspítalans þann 27. desember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþei. Vilborg R. Sólbecgsdóttir, Kolbeinn Jakobsson, Eiríkur Kolbeinsson, Ólafur Kolbeinsson. + Maöurinn minn og faöir okkar, GUNNAR GUOMUNDSSON, Lyngheiöi 6, Selfossi, veröur jarösunginn frá Selfosskirkju, laugardaginn 8. janúar kl. 14.00. Arnheiöur Helgadóttir, Kristln Gunnarsdóttir, Vigfús Þór Gunnarsson. + Útför eiginmanns mfns, fööur okkar, tengdafööur og ata, INGÓLFS KARLSSONAR frá Karlsskála, Baösvöllum 16, Grindavlk, veröur gerö frá Grindavíkurkirkju, föstudaginn 7. janúar kl. 14.00 e.h. Vigdfs Magnúsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Þökkum innilega auösýnda samúö og hlyhug vlö andlát og jaröar- för, HAFSTEINS AXELSSONAR, Holtsgötu 18, Njaróvfk. Ingunn Ingvarsdóttir, Baldur Matthiasson, Hilmar Hafsteinsson, Guörún Hafsteinsdóttir, Elsa Hafsteinsdóttir, Ingunn Hafsteinsdóttir, Hafdfs Hafsteinsdóttir, Sigurjón Hafsteinsson, Matthildur Hafsteinsdóttir, og barnabörn. Margrét Bergsdóttir, Svala Sveinsdóttir, Edward G. Moore, Gunnar Sigurðsson, Hreinn Guðmundsson, Lokað vegna jaröarfarar. ídag Kjöt og álegg, Smiðjuvegi 24.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.