Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1983 5 Akstur strætisvagna um Hjallasel: Stjórn SVR mælir ekki með breytingu á leiðakerfi STJÓRN Strætisvagna Reykjavíkur mælir ekki með því aö akstursleið strætisvagna númer 11 og 14 verði breytt, þar sem slík breyting myndi valda verulegum óþægindum fyrir marga íbúa í Seljahverfi i Breiðholti, sem vagnana nota, samkvæmt upp- lýsingum sem Mbl. fékk hjá Eiríki Ásgeirssyni, forstjóra SVR. Sagði hann að umsögn stjórnar SVR hefði verði send Borgar- skipulagi til frekari meðferðar, en nú er unnið að endurskoðun leiða- kerfis strætisvagnanna. íbúar við Hjallasel höfðu mótmælt akst- ursleið strætisvagna númer 11 og 14 og stöðvað umferð strætis- vagna tvo sunnudaga. Fari svo að skipulagsyfirvöld í Reykjavíkur- borg ákveði að breyta akstursleið vagnanna, leggur stjórn SVR það til að akstursleiðir vagnanna verði um Skógarsel, Flúðasel og Jaðar- sel. Guðmundur Hallvarösson: Fiskverð taki regluleg- um vísitöluhækkunum „VIÐ ERUM komnir sem næst því að hafa fengið sömu hækkanir á fiskverði eins og almenn laun hafa hækkað i landinu frá því sólstöðu- samningarnir voru gerðir 1977, þó við teljum aö það vanti 3% á, vegna almennu launahækkananna 1. janú- ar. Ef hægt er að binda þetta fisk- verð eins og það er og jafnframt að ganga frá því að það taki reglulega almennum vísitöluhækkunum þá þurfura við ekki að koma nálægt fiskverðsbreytingum og þyrftum ekki að standa i kjarasamningum WNKRSTOIK------- ársfjórðungslega, auk aðalkjara- samninga á eins og tveggja ára fresti“, sagði Guðmundur Hall- varðsson formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, en sjómenn hafa rætt sín á milli að breytinga á fyrirkomu- lagi fiskverðsákvörðunar sé þörf. Guðmundur sagði að þetta væri sú leið sem sjómenn ræddu nú sin á milli, en einnig væru aðrar leiðir til athugunar. Hann sagði að hugmynd sín væri að hlutaskipti, hlutakjör og annað yrði óbreytt, breytingin yrði einvörðungu hvað varðar það að fiskverðið sjálft yrði hækkað samkæmt vísitölu. Hann sagði síðan: „Ef það síðan gerist að markaðurinn erlendis tekur við sér þannig að það fáist verulega hærra verð fyrir unnin afla á erlendum markaði, þá yrði það til hagsbóta fyrir útgerðina og fiskvinnsluna, þeir myndu skipta kökunni sin á milli. A sama hátt tækjust þessir aðilar á við vandann ef þróunin verður á hinn veginn. Okkar hugmynd er fyrst og fremst sú að losna við að standa í kjarasamningum árs- fjórðungslega." 'O' INNLENT MorgunbUAió/ KEE. Hélt upp á 100 ára afmælið sitt i gær í GÆR varð frú Jensína Guömundsdóttir 100 ára gömul. Jensina býr i Þjónustuibúðum aldraðra á Dalbraut 27 í Reykjavík. íbúarnir á Dal- brautinni gerðu sér dagamun í gær í tilefni þessara merku tímamóta í lífi Jensínu með rjómatertum og kaffi og var þessi mynd tekin af henni við það tækifæri. Jensína er vel ern, hefur fótavist næstum alla daga og er hrókur alls fagnaðar á heimilinu. Margeir 1 4. sæti MARGEIR Pétursson er í fjórða sæti á alþjóðlegu skákmóti í Hamar í Noregi að loknum sjö umferðum. Hann hefur hlotið 5 vinninga, en efstur er Bass, alþjóðlegur meistari frá Bandaríkjun- um, með 5’ 2. í 2.—3. sæti eru DeFirmi- an og Kudrin frá Bandaríkjunum með 5 vinninga og innbyrðis biðskák. Virð- ist sem baráttan um sigur í mótinu standi milli þessara fjögurra skák- manna. Margeir vann DeFirmian á mið- vikudag en varð að lúta í lægra haldi fyrir Kudrin sama dag. I gær tefldi hann við Bass og gerðu þeir jafntefli. í 4. umferð vann Margeir Levitt. Sævar Bjarnason og Karl Þor- steins eru með 3 vinninga, en Karl á biðskák við Peter Wells frá Englandi en stendur höllum fæti. Sævar tap- aði slysalega fyrir DeFirmian í 4. umferð og á miðvikudag tapaði hann fyrir Kudrin og Bass, en hann byrj- aði mótið ágætiega. Karl tapaði fyrir Kudrin í 4. umferð og á miðvikudag tapaði hann fyrir Bass, lék af sér í jafnteflislegu endatafli. Utanbæjarprestar predika 1 Reykjavíkurprófastsdæmi Keflavík: Kynningarfundur AA og Al-Anon Á SÍÐASTLIÐNU ári voru 10 ár síðan 1. AA-Deildin var stofnuð á Suðurnesjum. í dag eru starfandi 8 AA- deildir að Klapparstíg 7 Kefla- vík, en þar er sameiginlegur fundarstaður deildanna utan Grindavíkur, en þar eru einnig starfandi AA-Deildir. Einnig er starfandi Al-Anon deild á Suðurnesjum, sem held- ur fundi á mánudögum að Klapparstíg 7. Að þessu tilefni gangast AA og Al-Anon samtökin á Suður- nesjum fyrir sameiginlegum kynningarfundi í Félabsbíó í Keflavík, laugardaginn 8. janú- ar kl. 14.00. (Úr fréttatilkynningu frá samstarfsnefndinni.) í NOKKUR undanfarin ár hafa prestar í Prestafélagi Suðurlands sótt hvorn annan heim og annast messugjörð hjá hver öðrum. Tilgang- ur þessara heimsókna er tvíþættur, annars vegar til þess að þeir geti sjálfir sótt sér heim fróðleik, kynnst hefðum og starfsháttum starfs- bræðra sinna og svo hins vegar til þess aö auka og lífga upp á safnað- arstarfið, gera það fjölbreytilegra á þann veg að gefa fólki kost á að hlýða á kennimenn, sem þeir ella ættu erfitt með að komast til að hlusta á sökum fjarlægðar þeirra frá heimabyggð. Að þessu sinni munu utanbæj- arprestar annast guðsþjónustur í Reykjavík og Kópavogi. í ár hefur næstkomandi sunnudagur 8. janú- ar orðið fyrir valinu og eftirfar- andi heimsóknir eru ákveðnar: Árbæjarprestakall: Sr. Gylfi Jóns- son rektor í Skálholti. Áspresta- kall: Sr. Bragi Friðriksson próf- astur í Kjalarnesprófastsdæmi. Breiðholtsprestakall: Sr. Ólafur Oddur Jónsson í Keflavík. Bú- Kviknaði í tannlæknastól ELDUR kom upp í tannlæknastól á tannlæknastofu i Miðstræti 12, laust fyrir klukkan átta í gær- morgun. Mikill reykur var á hæð- inni þegar slökkviliðið í Reykjavík kom á vettvang. Eldurinn var slökktur á skammri stundu, en tannlæknastóllinn var gjörónýtur. Að öðru leyti urðu ekki miklar skemmdir, nema af sóti og reyk. staðakirkja: Sr. Gísli Jónsson í Vík í Mýrdal. Digranesprestakall: Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir í Þykkvabæ. Dómkirkjan: Dr. Sveinbjörn Sveinbjörnsson próf- astur í Árnesprófastsdæmi og sr. Sváfnir Sveinbjarnarson prófast- ur í Rangárvallaprófastsdæmi. Fella- og Hólaprestakall: Sr. Úlfar Guðmundsson á Eyrarbakka. Grensáskirkja: Sr. Heimir Steinsson á Þingvöllum. Hall- grímskirkja: Sr. Halldór Gunn- arsson í Holti og sr. Eiríkur J. Ei- ríksson fyrrv. prófastur. Háteigs- kirkja: Sr. Gunnþór Ingason í Hafnarfirði. Kársnesprestakall: Sr. Bragi Skúlason fríkirkjuprest- ur í Hafnarfirði. Laugarneskirkja: Sr. Sigfinnur Þorleifsson á Stóra- Núpi. Neskirkja: Sr. Hanna María Pétursdóttir í Ásum. Seljapresta kall: Sr. Guðmundur Óli Ólafsson í Skálholti. Fríkirkjan í Reykjavík: Sr. Hannes Guðmundsson í Fellsmúla. Heimsóknum prestanna lýkur með samverustund í safnaðar- heimili Bústaðakirkju, sem hefst klukkan 18.30 með sameiginlegu borðhaldi. (FrétUtilkynning.) Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir. Tónleikar í Hlégarði Bara venjulegar ýkjur — segir Ragnar Arnalds fjármálaráðherra í tilefni af opnu bréfi Sófusar Alexanderssonar bátsmanns á v/s Óðni „ÞETTA eru bara venjulegar ýkjur manna sem finnst að ákveðnar rík- isstofnanir fái ekki nægjanlegt fé. Það eru auðvitað mýmargar kvart- anir af þessu tagi, en við höfum gert ráð fyrir því að sUrfsemi Landhelgisgæzlunnar á árinu 1983 verði með svipuöu sniði og var á árinu 1982, jafnvel ívið meiri“, sagði Ragnar Arnalds fjármála- ráðherra í tilefni af opnu bréfi Sóf- usar Alexanderssonar bátsmanns á v/s Óðni, í Mbl. milli jóla og nýárs, en Sófus spyr fjárveitinga- valdið m. a., hvort stefnt sé að því að leggja Landhelgisgæzluna niður og hvort það teljist forsvaranlegt að láta tvö varðskip liggja bundin við bryggju á mesta hættu- og slysatíma íslenzkra sjómanna. Fjármálaráðherra sagði einn- ig: „Það er eins og hver önnur fjarstæða að verið sé að leggja starfsemina í rúst. Fjárlaga- frumvarpið gerir ráð fyrir því að það verði jafnvel aðeins meiri útgerð varðskipa en var á árinu 1982. Þarfirnar eru vafalaust miklar, það er rétt, en í fjárlög- unum er miðað við 34 rekstrar- mánuði árið 1983 í staðinn fyrir 32 á þessu ári.“ Á MORGUN laugardag kl. 15 verða haldnir tónleikar i Hlégarði í Mos- fellssveit á vegum Tónlistarfélags Mosfellssveitar. Sigrún Hjálmtýs- dóttir sópran syngur við undirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur pí- anóleikara. Á efnisskránni eru m.a. lög eft- ir: Hándel, Schumann, Brahms, Schubert, Donnizetti, Rossini o.fl. Þetta verður í fyrsta sinn, sem Sigrún Hjálmtýsdóttir flytur klassíska tónleika opinberlega. Hún stundar nú framhaldsnám í London við Guildhall School of Music and Drama og mun væntan- lega ljúka þaðan burtfararprófi í júlí 1984. Aðalsöngkennari hennar er Laura Sarti. Áður en Sigrún hélt utan til náms, var hún tvo vetur við Tónlistarskólann í Reykjavík. Söngkennari hennar þar var Rut L. Magnússon. Þá verða einn- ig fluttir kaflar úr forleik eftir Hándel fyrir tvö klarinett og horn. Flytjendur eru: Kjartan Óskars- son, Knútur Birgissonklarínettu- leikarar og Þorkell Jóelsson horn- leikari. Festist í lykkju og fótbrotnaði 26 ÁRA gamall maður fótbrotnaði þegar hann festist í lykkju, sem myndaðist á tógi, þegar verið var að draga bifreið úr snjóskafli á Bæjar- hálsi um klukkan eitt í fyrrinótt. Hann kastaðist í loft upp og fót- brotnaði — missti ekki fótinn eins og fram hefur komið í fréttum. Maðurinn var farþegi í Cortinu, sem festist í snjóskafli á Bæjar- hálsi, skammt frá stórhýsi Osta- og smjörsölunnar. Eigandi jeppa sem kom aðvífandi hugðist kippa í Cortinuna og var maðurinn ásamt þremur öðrum að festa tógið og ýta á Cortinuna þegar slysið varð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.