Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1983 18 Jónína Hermannsdóttir í Flatey jarðsungin Stykkishólmi, 28. des. í DAG var gerð frá Stykkis- hólmskirkju, útfor Jónínu Her- mannsdóttur frá Flatey á Breiða- firði, er andaðist hér á sjúkrahús- inu 19. þ.m. rúmra 93 ára gömul, f. 25. júní 1889. Séra Gísli Kol- beins jarðsöng. Með Jónínu hverfur nú af sviði jarðlífsins, stórbrotin höfðingskona. Hún var fædd og uppalin í Flatey á Breiðafirði, dóttir hins kunna sjógarps og kaupmanns, Hermanns Jóns- sonar, og konu hans Þorbjarg- ar Jensdóttur, en hún var frá ísafirði. Um ævina setti Jónína mikinn svip á byggðina í Flat- ey. Hús hennar var í þjóðbraut og þangað voru allir velkomnir. Vissulega naut ég einnig þess og margar voru komur mínar í stofuna til Jónínu og hennar ágæta manns Friðriks Saló- monssonar. Jónína var stál- minnug, hafði aflað sér mikils fróðleiks af bókum og lífinu allt í kring. Af þeim brunni gat hún miðlað öðrum. Hún rak um áratugi verslun föður síns, eða þar til hún flutti til Ólafsvíkur til fósturdóttur sinnar Þor- bjargar sem gift var Arngrími Björnssyni héraðslækni. Jón- ína verður öllum sem henni kynntust minnisstæð og tryggð hennar, hispursieysi og einlæg skoðanaskipti gleymast ekki. Hún var rúmföst nú um nokk- urt skeið á sjúkrahúsinu hér og fékk að halda sinni andlegu reisn til dauðadags. Oft heim- sótti ég hana þar og naut þar hennar mikla fróðleiks. Faðir hennar hafði skrifað mikið af sögu Flateyjar sem varðveitt er um mannlífið þar fram á sein- ustu ár. Eins og áður er getið giftist Jónína árið 1929, Friðrik Salómonssyni, bróður Lárusar og þeirra systkina og bjuggu þau allan sinn búskap í Flatey. Friðrik andaðist árið 1971 og hvíla þau nú bæði í Stykkis- hólmskirkjugarði. Fréttaritari Bandalag jafnaðarmanna stofnað á næstu dögum Kvennaframboðið í Reykjavík fundar um framboðsmál TILKYNNT verður hverjir skipa miðstjórn Bandalags jafnaðarmanna á næstu dögum, að sögn Vilmundar Gylfasonar. Stefnt er að því að bjóða fram i öllum kjördæmum landsins fyrir næstu Alþingiskosningar. Kvennaframboðið í Reykjavík hefur boðað til félagsfundar um næstu helgi þar sem framboðsmál verða áfram til umræðu, en að sögn Kristínar Ástgeirsdóttur, starfsmanns Kvennaframboðsins, er óvíst hvort ákvörðun verður tekin þá. Kristín sagði að fyrst og fremst væru skiptar skoðanir um hvort nægur tími sé til að móta stjórnmálastefnu Kvennafram- boðs á landsmálagrundvelli fyrir kosningarnar. Vilmundur Gylfason, aðalfor- svarsmaður stofnunar Bandalags jafnðarmanna, vildi ekki láta hafa neitt frekar eftir sér um stofnun bandalagsins, er Mbl. ræddi við hann í gær. Unnur Haraldsdóttir Loftur J. Guðbjartsson Guðjóna Guðnadóttir „Enginn varð virkilega hræddur“ HRINGT var í útibú Útvegsbank- ans í Kópavogi á tíunda tímanum í gærkvöldi og tilkynnt um sprengju þar. Starfsfólkið var flutt úr útibú- inu og sprengjuleit framkvæmd. Hún bar engan árangur. Morgun- blaðsmenn fóru á staðinn og ræddu við starfsfólkið. „Nei, ég held að enginn hafi orðið virkilega hræddur," sagði Unnur Haraldsdóttir, sem starf- ar við erlenda innheimtu. „Mönnum var í fersku minni sprengjugabbið á Hótel Borg og reiknuðu því fastlega með að þetta væri gabb líka. En auðvit- að er aldrei hægt að vera full- komlega öruggur, það er alltaf sá möguleiki að einhver brjálæð- ingur hafi komið fyrir raunveru- legri bombu. Þess vegna er sjálfsagt að fara að öllu með gát. En ansi finnst mér þetta ljótur grikkur ef það er einhver spaug- ari sem er þarna á ferð." „Ég hreinlega trúði þessu ekki,“ sagði Loftur J. Guð- bjartsson útibússtjóri, „Það voru mín fyrstu viðbrögð þegar mér var tilkynnt um sprengjuhótun- ina í morgun. Þetta er svo fár- ánlegt. Það var ekki fyrr en ég gekk fram á gang og sá lögreglu- þjóna út um allt að ég fékkst til að trúa þessu. Viðbrögð lögregl- unnar voru náttúrulega alveg sjálfsögð. Það kemur ekkert annað til greina en að rýma hús- ið þegar svona stendur á, jafnvel þótt maður innst inni viti að hér sé um gabb að ræða. Það var farið með starfslið Búnaðar- bankans og Reiknistofunnar á lögreglustöðina, okkur boðið upp á kaffi og við sátum þar í góðu yfirlæti þar til klukkan ellefu að talið var óhætt að fara á staðinn aftur. Það er mín skoðun að það eigi að taka mjög strangt á svona löguðu. Þetta er dýrt spaug, og raunar alls ekkert spaug. Það má alls ekki sleppa mönnum með einhverjar vægar ákúrur ef upp um þá kemst, þá er meiri hætta á því að óábyrgir menn freistist til að gera þetta að leik sínum.“ „Ég hélt satt að segja að þetta gæti ekki átt sér stað á íslandi," sagði Guðjóna Guðnadóttir í gjaldeyrisdeildinni. A.m.k. var ég að vona að við íslendingar slyppum við þetta sprengjufár sem er orðið svo útbreitt í sum- um erlendum stórborgum. Að vísu töldu flestir að þetta væri gabb, en það er nógu alvarlegt samt. Hótanir af þessu tagi verður alltaf að taka alvarlega og það getur kostað mikla pen- inga og erfiðleika, fyrir utan alla þá óþarfa hræðslu sem þetta hefur í för með sér.“ „Fréttaannáll“ úr Garðinum: Telja má á fingrum annarrar handar þær íbúðir sem til sölu eru í þorpinu (iarði, 3. janúar. JÓLIN og áramótin hafa liðið án sóróhappa, en við höfum ekki farið varhluta af veðurhamnum sem gekk yfir landið um ára- mótin. Er mikill snjór í þorpinu eins og annars staðar á suður- og suðvesturlandi. Jólasveinar hafa verið hér á sveimi. Ekki liggur ljóst fyrir hvaðan þeir koma. Margir telja að þeir séu úr Esjunni, en aðrir halda að þeir komi sjóleiðina úr Snæ- fellsjökli, en bein lína þangað er um 100 kílómetrar. Ekki er hægt að segja að árið hafi liðið án stórátaka, þar sem hreppsnefndarkosningar voru á sl. vori, og tók hægrimeirihlut- inn við stjórn eftir nauman sig- ur á vinstrimönnum. Fólks- fjölgun varð mikil á árinu. Sam- kvæmt bráðabirgðatölum eru Garðbúar nú um 1.050—1.060 en voru 985 um sl. áramót. Þetta er nálægt 6% fjölgun íbúa, sem er langt yfir landsmeðaltal. Arangursríkt sumar varð hjá knattspyrnufélaginu Víði. Meistaraflokkur karla vann sig upp um eina deild — úr þriðju deild í aðra. Meistaraflokkur kvenna vann aðra deild, og leik- ur í þeirri fyrstu á þessu ári. Af þessu tilefni fór stór hópur héðan til Benidorm í september eða um 4% íbúanna. í þessari ferð var undirritaður, og hefir hann sjaldan orðið fyrir ann- arri eins lífsreynslu og skal hér frá því sagt í fáum orðum. Þannig var, að 60 íslendingar fóru að sjá leik Valencía og Manchester United í einhverri af þessum Evrópukeppnum. Heppnin fylgdi okkur ekki, því sætin sem við höfðum keypt voru í miðjum hóp aðdénda United sem hafa á sér sérstakt orð fyrir ólæti. Fátt eitt mark- vert gerðist fyrr en er síðara hálfleik var að ljúka. Þá skoraði United, og var ekki tekin miðja eftir markið. Þá byrjaði ballið. Tjallarnir sungu svo mikið að völlurinn skalf þótt þeir væru innan við 1.000 og völlurinn taki um 60.000 manns. Þetta þoldi spánverjinn illa, og fljótlega í fyrri hálfleik fóru stólseturnar að fljúga. Nokkrir tugir lög- regluþjóna komu á vettvang og voru engin vettlingatök sem þeir tóku á óeirðaseggjunum. Við höfðum þó mörg hvert haft vit á því að færa okkur um set í hálfleik og kom það sér vel. Við snérum til Benidorm með hjart- að í buxunum og ekki af ástæðulausu því þegar komið var að áætlunarbílnum sat spánverjinn fyrir hópnum og grýtti. Allt endaði þetta þó vel og engan sakaði. Eitthvað hefir dregið úr hús- byggingum í Garðinum að und- anförnu eftir mikið uppgangs- tímabil undanfarinna ára. Kemur þar eflaust til að ekki er lengur hægt að fá „góð“ verð- bólgulán. Þá er ekki að heyra annað á forsvarsmönnum líf- eyrissjóða en að þeir sem byggja annars staðar en í Reykjavík eða á Stór-Reykja- víkursvæðinu séu ekki heilir heilsu í höfðinu. Annað vekur mikla athygli. íbúðarhúsnæði er ekki til sölu í Garðinum. Telja má á fingrum annarrar handar þær íbúðir sem til sölu eru hér, og er það í miklu ósamræmi við t.d. Keflavík, þar sem tugir íbúða eða jafnvel hundruð eru til sölu. Að ekki sé minnst á þorp eins og Raufar- höfn og Suðureyri, þar sem kannski annað hvert hús er til sölu. Hvað þessu veldur er ekki auðskilið. Á sl. ári voru öll gjöld innheimt samkvæmt hæsta leyfilega skala. Þjónusta er hér í algjöru lágmarki. Að sögn Ellerts Eiríkssonar sveitarstjóra hefir útsvarsinn- heimta gengið svipað á þessu ári og undanfarin ár. Innheimta hjá einstaklingum er ágæt, en erfiðari hjá fiskverkunarhúsun- um, sem eru mjög mörg, líklega í kring um 15 og mörg þeirra í byggingarframkvæmdum. Þá búa nokkrir loðnusjómenn hér, en tekjur þeirra af loðnuveiðum hafa engar verið á þessu ári, eins og allir vita. í stað þess að tekjur hækki um 50% milli ára hafa þær lækkað um 40—50% hjá mörgum þessarra manna. það er annars einkennilegt, hve fiskifræðingar og aðrir for- svarsmenn fiskiðnaðar tala sjaldan um þorsk og loðnu í sama orðinu. Enginn setur minnkun þorskafla í samband við hvarf loðnunnar altalað sé að loðnan sé ein aðalfæða þorsks. Rafmagnsmálin hafa borið á góma manna í milli að undan- förnu. Þó þau hafi verið í sæmi- legu lagi undanfarna daga þá er ekki vert að loka umræðuna niður í skúffu. Ég spurði sveitarstjóra hvort nokkuð hefði verið rætt um að gera eitthvað í rafmagnsmálun- um á nýja árinu. Ekki hvað hann miklar líkur á því. Inn- komnir peningar fyrir raforku- notkun rétt dygðu til að greiða reikning rafveitunnar hjá RARIK og væri lítið afgangs a.m.k. til stórframkvæmda. Um framkvæmdir á nýju ári sagði Ellert að ofarlega á lista hreppsins væri grasvöllur fyrir knattspyrnuhetjur okkar sem lofað hefði verið í sigurvímunni í haust og ætti hann að vera kominn í gagnið vorið 1984. Þá þyrfti að fara að vinna að því að koma sundlauginni í gagnið, en hún hefir legið ósamsett í Lönguvitleysunni í langan tíma. Um áramótin voru 17 manns á atvinnuleysisskrá og er það óeðlilega há tala. Munar þar mest um, að Lagmetisiðjan hf. Garði, flutti starfsemi sína til Grindavíkur þegar fyrirtækið missti húsnæði það, sem það hefir haft á leigu undanfarin ár. Margar konur unnu hjá Lag- metisiðjunni í rækjuvinnslu og eru þær nú flestar á atvinnu- leysisskrá. Þess má að lokum geta, að fiskverkendur í Garðinum eiga mikla óselda skreiuð eins og aðrir. Hafa þeir boðist til að greiða gjöld sín til hreppsins með þessari vöru, en af skiljan- legum ástæðum hefir sveitar- stjóri orðið að afþakka boðið og óskað eftir greiðslu með nýju flotkrónunni. Arnór

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.