Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1983 12 Haukur ísfeld mokar frá bifreió sinni ásamt sonunum tveimur. Morgunblaðið/KÖE. Hundruð bifreiða skild- ar eftir á götum Reykja- víkur í ófærðinni Helgi Jóhannsson í bifreið sinni og kemst hvergi. Morgunblaðið/Kristján Einarsson. Hreggviður Þorsteinsson og Margrét Siggeirsdóttir ásamt sonunum Siggeiri og Olafi. MORGUNBLAÐSMENN fóru á stórri jeppabifreið um kaffileytið í fyrradag til að fylgjast með umferðinni á höfuðborgarsvæðinu, en þá var ógreiðfært um flestar götur borgarinnar, einkum þó í Breiðholtshverfum og í Árbæ. Út um alla borg voru yfirgefnar bifreiðir svo hundruðum skipti. Höfðu þær verið skildar eftir ýmist á miðjum götum eða í vegarköntum, og höfðu félagar í björgunarsveitum ærinn starfa við að moka frá þeim og fjarlægja svo snjóruðningstæki kæmust leiðar sinnar. Einnig aöstoðuðu þeir bifreiðarstjóra sem festu sig hér og þar og spóluðu án afláts í örvæntingu sinni, og víða mátti sjá björgunarmennina flytja fólk á brott úr bifreiðum og kom því heilu á húfi til sinna heima. Á fimmta tímanum síðdegis komum við að strætisvagni, leið 11, þar sem hann sat fastur í Skógarseli, en þar festist vagninn upp úr hádegi og komst hvergi. í sama mund og blaðamenn bar að kom snjóbíll frá Landsvirkjun, 20 manna farartæki, og flutti farþeg- ana á brott, en þeir höfðu þá dúsað í vagninum og húsi skammt þar frá sem vagninn festist í einar fimm stundir. „Það festist einn sem var rétt á undan mér, og því skóf að vagnin- um meðan hann var að losa sig. Annars hefði ég aldrei fest mig hér,“ sagði Ríkharð Kristjánsson strætisvagnastjóri í samtali við Mbl. „Þetta hefur verið hálfgert stór- svig á milli bíla, sem setið hafa fastir frá því í gærkvöldi, hér í götunni og annars staðar," sagði Ríkharð og benti ergilega á bif- reiðir framan og aftan við vagninn sem voru óðum að hverfa í fönn- ina. Hann var gramur öku- mönnum sem skilið höfðu bifreiðir sínar eftir á götunum í stað þess að reyna að koma þeim út fyrir strætisvagnaleiðirnar. Farþegarnir í vagninum báru sig vel er þeir stigu um borð í snjóbílinn, sögðust hafa verið í góðu yfirlæti hjá hjónunum í Skagaseli 6, en þangað var farþeg- unum boðið eftir að hafa dúsað í vagninum í þrjár stundir. „Það bar sig vel fólkið, og beið í rólegheitum eftir að verða sótt, hringdi til sinna heima, drakk kaffi og spjallaði saman. Þetta var ósköp ánægjuleg stund,“ sagði Margrét Sigurgeirsdóttir hús- freyja í Skagaseli 6, er farþegarnir úr leið 11 voru nýfarnir frá þeim hjónum, Margréti og Hreggviði Þorsteinssyni, og sonum þeirra tveimur, Sigurgeiri og Ólafi. Skammt þar frá sem strætis- vagninn sat kyrfilega fastur, var jeppabifreið hálfgrafin í fönnina. Bílstjórinn, Haukur Isfeld, var að moka frá bifreið sinni ásamt son- um sínum tveimur og var óhress í bragði, en hann festi sig um eitt- leytið. „Ég komst í samband við skurðgröfueiganda, eftir að dúsa þarna í tvær stundir, en hann var ófús til að hjálpa mér þótt ég væri með konuna og börn í bílnum." Haukur kvaðst síðar hafa komið konu sinni heim og ungum syni er stundarhlé varð á veðrabylnum. Víðast hvar í Breiðholti mátti sjá yfirgefnar bifreiðir, sem orðið höfðu að gefast upp í baráttunni við skafrenning og ofankomu. Fólk var víða á gangi, þar sem það þurfti að ganga síðasta spölinn til sins heima. Stundum var skaf- renningurinn slíkur að vart sá út úr augunum. Neðarlega í brekkunni milli Höfðabakkabrúar og Hólahverfis sátu nokkrir bílar fastir og voru hálffenntir í kaf. Þeir höfðu verið yfirgefnir flestir, en björgunar- menn að aðstoða aðra. í einni bif- reiðinni sat ungur maður, Helgi Þessi sendiferðablll klossfestist er bann var að aka út á Breiðholtsbraut úr Kópavogi og þurftn björgunanaenn bæði að ýta og moka áður en bíllinn losnaði úr prísundinni. Morgunbi»óió/KÖE. Fannborgir á „hálendinu“ í Breiðholti, Árbæ og Selási: Fremst er íbúi í Árbæjarhverfi að hreinsa snjó úr vélarhúsi bifreiðar sinnar, í fjarska er veghefill að ryðja snjó og lengst til vinstri er langferðabíll að koma í bæinn frá Selfossi. Otrúlega vel gekk að ryðj'a götur í borginni STÓRVIRK tæki á vegum Gatnamáladcildar Reykjavíkurborgar hafa rutt götur borgarinnar með undraverðum hraða þegar gefið hefur og í gær vakti það sérstaklega athygli hve vinnuvélarnar komust yfir mikið uppi á „hálendinu" í Breiðholti og Sclási, þar sem snjóruðningar voru allt að 5—6 metra háir. Þegar blaðamenn Morgunblaðsins fóru um borgina í gær var umferð með rólegra móti, enda stór hluti af bílakosti borgarbúa tepptur á bílastæðum, bæði heima og heiman. Hvarvetna voru menn að losa um bíla og krakkarnir létu ekki sinn hlut eftir liggja varðandi snjóinn og víða var verið að grafa snjóhús í stóru skaflana. Feiknamikill snjór var í Breiðholtsbrekkunni hjá Birgisbraut, en stórvirk vélskófla spændi snjóinn upp þar og síðdegis í gær var byrjað að moka hliðargötur á „hálendinu".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.