Morgunblaðið - 07.01.1983, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 07.01.1983, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1983 13 Jóhannsson, sem lét engan bilbug á sér finna, þótt útséð væri um að hann kæmist áfram í bráð. „Ég festi mig í morgun klukkan 11,“ sagði Helgi, en blaðamenn gengu fram á hann klukkan sex að kvöldi. „Ég ætla að bíða í bílnum, þarf að komast til Grindavíkur í kvöld. Er skipverji á Langá, sem þar liggur í höfn,“ sagði Helgi. Þótt við flyttum honum þær fregnir að Grindavíkurvegur væri lokaður og í fyrsta lagi ruddur næsta dag, lét hann ekki deigan síga og ákvað að sitja sem fastast í bílnum í þeirri von að snjóruðn- ingstæki ættu þar leið um og los- uðu hann úr prísundinni. I brekkunni varð á vegi okkar fólk, sem var að koma úr vinnu á Artúnshöfða. Það hafði komist í bifreið að Höfðabakkabrúnni en átti fyrir höndum tveggja kíló- metra gang í þæfingnum. Það varð því fegið er við buðum því far langleiðina heim, og sagðist konan mundu sitja heima ef veðrið yrði jafn slæmt morguninn eftir. Þegar blaðamenn sneru til vinnustaðar síns á ný á sjöunda tímanum var skafhríðin að minnka og snjóruðningstæki tóku til óspilltra málanna á aðalgötum. Veitti ekki af þar sem þúsundir manna voru á heimleið úr vinnu, en það tók misjafnlega langan tíma, eins og af framangreindu má sjá, en dæmi eru um að heim- ferðir með strætisvögnum undir kvöld, þegar færð tók að batna, hafi tekið allt að tvær stundir. Ríkharð Kristjánsson Btrætisvagnastjóri óhress fýrir framan vagn sinn i Einn klossfastur efst i Breióholtsbraut Eigandinn mokar fri hjólunum Skógarseli þar sem hann mitti dúsa fastur í flfnninni i tæpar sex stundir. meðan skurðgrafa reynir aö opma honum leió. /krktján Einaraxon. MncgaabtnM/KÖE. Eitt af því sem orsakaói aA margir bflar stöAvuAust i ófærAinni var aA snjó Þensi var óAum aA hverfa i flinnina i brekkunni milli Stekkjarbakka og skóf inn í vélarnar og bleyta komst í rafkerfi þeirra. Þessi bifreiA staAnæmd- Hólahverfis. MwimUiW/iiiUjfa Ewnnnnn. ist í JaAarselí. MorpinbUdid/Krwtján Einaraaon. Strandagiópar hólpnir í snjóbil Landsvirkjunar fimm tímum eftir aA strætisvagn þeirra lagði upp frá Hlemmi. MorgnnblnAit/KÖE. Fegin heimkomunni. Björgunarsveitarmenn skila i leiðarenda konu, sem þurfti að dúsa í bifreið sinni með þrjú börn í þrjir stundir áður en henni barst hjálp í ófærðinni. MorgunblaAiA/Kristján Einarsaon. Rutt efst í Selisi og eins og sjá mi er ruðningurinn jafnhir gröfunni. Þeir höfðu engar áhyggjur af tilverunni, strákarnir í Árbæjarhverfínu, þótt bílastæðin væru á kafí í snjó, aðeins tilbrigði í tilverunni að þeirra mati.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.