Morgunblaðið - 07.01.1983, Page 8

Morgunblaðið - 07.01.1983, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1983 Einkarekstur í gífur- legum vexti 1 Kína eftir Kristján Guðlaugsson, fréttaritara Morgunblaðsins í Peking Á nýafstöðnu fimmta þjóðþingi Kina lögðu ráðamenn Kínverja á það mikla áherslu, að hlutur menntafólks og sjálfstæðra at- vinnurekenda yrði aukinn að mun. Zhao Ziyang, forsætisráðherra Kína, sagði í ræðu sinni á þinginu, að án menntafólksins yrði ekki af frekari sósíalskri þróun. Hann fjölyrti um þátt einka- framtaksins og hrósaði mjög þeim breytingum sem orðið hafa síðan einkarekstur var leyfður að nýju. Þykir ýmsum sem hér kveði við nýjan tón, en gagnrýn- israddirnar innan flokksins og hersins hafa miskunnarlaust verið þaggaðar niður. Ber þar hæst brottvikning Hua Guo feng, fyrrverandi formanns flokksins, og Geng Biao, fyrrver- andi varnarmálaráðherra, úr fastanefnd miðstjórnarinnar. En einnig hefur vakið athygli að ráðuneytisstjóri hermálaráðu- neytisins, Wei Guo ging, var lát- inn víkja úr embætti vegna gagnrýni sem birst hafði í mál- gagni hersins á stefnu Den Xiao ping. Hin nýja stefna, sem mörk- uð var á 12. þingi flokksins í september sl., hefur hlotið nafn- giftina „andleg menning sósíal- ismans". Líklega hefði fróma maóista 8. áratugarins rekið í rogastans, ef þeim hefði verið sagt að landstólpar „andlegrar menningar sósíalismans" í þús- undáraríkinu austur í Kína, væru einkaframtakið og menntafólkið. Vaxandi einkarekstur Einkareksturinn hefur vaxið gífurlega á siðustu þremur ár- um. Miðað við 1979 hefur tala fyrirtækja í Kína þrefaldast. En það segir þó ekki alla söguna. Árið 1981 voru 3,04 milljónir fyrirtækja í Kína. Af þeim voru 600 þúsund í ríkiseign (28% aukning frá 1979), 940 þúsund í sameign (49% meira en 1979) og 1,5 milljónir í einkaeign. Hin síð- astnefndu voru 33 sinnum fleiri en árið 1979. Af þessu er ljóst, að fyrirtæki í einkaeign hafa sprottið upp eins og gorkúlur á síðari árum og aukning einka- rekstrarins heldur áfram með vaxandi hraða. Tianjin, sem er þriðja stærsta borg Kína, er ágætt dæmi um þetta. í júlí, ág- úst og september á þessu ári voru þar stofnuð 594 fyrirtæki, langflest í einkaeign. Aukningin er þó enn meiri á hinum svoköll- uðu „efnahagssvæðum" þar sem erlendum aðilum er leyft að fjár- festa og einkareksturinn hefur fengið frjálsari hendur en ann- ars staðar í Kína. „Efnahags- svæðin" eru 3. Guandong-hérað, sem liggur næst Hong Kong, Fukien-hérað sem liggur and- spænis Formósu og svæði sem liggur umhverfis Macao sem einnig er í Guandong-héraði. Það er augljóslega engin tilvilj- un að „efnahagssvæðunum" hef- ur verið valinn staður nærri þeim hlutum Kína þar sem einkarekstur stendur þegar með blóma. Flestar erlendar verk- smiðjur eða verksmiðjur í sam- eign erlendra aðila og kínverska ríkisins, eru staðsettar á þessum „efnahagssvæðum". Þannig er t.d. Camel-reyktókbak framleitt í Xiamen í Fukien, National Panasonic á verksmiðju í Gu- andong, CTI rekur gámaverk- y smiðju í sama héraði og svo mætti lengi telja. Hér er fyrst og fremst um fjármagn frá Japan og Bandaríkjunum að ræða, en Hong Kong hefur líka fest fé í mörgum fyrirtækjum í Kína. Þessi hluti einkarekstrarins er þó ekki sá sem mest hefur vaxið á undanförnum árum. Og í yfir- liti yfir fjölgun fyrirtækja frá opinberum aðilum flokkast hann undir ríkisrekstur, þar sem kín- verska ríkið á 51% af rekstrin- um. Smáfyrirtæki blómstra Þegar Menningarbyltingunni lauk 1977, var ástandið í efna- hagsmálum Kínverja ekki beys- ið. Margar verksmiðjur höfðu lagt niður starfsemi sína, fyrir- tækjum hafði fækkað verulega og gæði og magn framleiðslunn- ar hafði rýrnað til muna. Fyrir- tækjum hafði fækkað um 80% frá 1958, vegna þjóðnýtingar og sameiningar allrahanda fyrir- tækja. Á sama tíma hafði Kín- verjum fjölgað verulega og af því leiddi að þjónusta og verslun gat engan veginn gegnt hlutverki sínu. Efnahagsstefna núverandi valdhafa beinist að miklu leyti að því að greiða úr þeim vanda sem þjóðnýtingarstefna Menn- ingarbyltingarinnar hafði fært með sér. Eftir 1979 hafa alls konar smáfyrirtæki sprottið upp í Kína. Grænmetis- og ávaxta- verslanir, viðgerðaþjónusta fyrir sjónvörp, útvörp og myndavélar, kornvörumarkaðir, veitingastof- ur og reiðhjólaverkstæði o.s.frv. standa meðfram öllum stærri götum. Að hluta til er þarna um föst fyrirtæki að ræða, en marg- ar sölubúðirnar standa aðeins tímabundið. Verslunarfyrirtæk- in eru líka af ýmsum toga. Þar má greina verslanir sem bjóða erlendan varning, en slíkt er ein- vörðungu hægt að kaupa fyrir sérstaka útlendingapeninga, sem ganga kaupum og sölum á svartamarkaðinum. Þar eru líka veitingastofur og vínbúllur sem ætlaðar eru Kínverjum. Og síð- ast en ekki síst eru ólögleg við- skipti orðin býsna algeng. Þar er á ferðinni starfsemi sem ekki er amast við af yfirvöldum, því hún leysir að nokkru þann vanda sem Kínverjum stafar af atvinnu- leysi. Bændur úr nærliggjandi kommúnum koma til stórborg- anna og selja ýmiss konar varn- ing, svo sem hnetur, egg, græn- meti og lifandi fiðurfénað til að drýgja tekjur sínar. Allt hefur þetta leitt til að þjónusta hefur batnað og framboð á matvöru og Sölubúð með hnetum, te og sælgæti. Gamall bóndi selur hnetur i skemmtigarði. Vandræði sósíalismans — Sofandi starfsmaður um háannatímann. Hér vant- ar „andlega menningu!" 1982 kalt og úrkomulaust MORGUNBLAÐIÐ hefur fengið eftir- farandi yfirlit frá Veðurstofu íslands um veðrið á síðastliðnu ári, 1982. „Árið 1982 hefur verið kalt og úr- koman verður með meira móti. Árshitinn í Reykjavík verður 4° sem er 1° lægra en meðaltal áranna 1931 — 1960 og 'h° lægra en hitinn á árunum 1961 — 1980. Á Akureyri verður árshitinn 3° sem er tæplega 1° kaldara en 1931 — 1960 en nokkurn veginn það sama og á árunum 1961-1980. Ársúrkoman í Reykjavík var til jafnaðar 805 mm 1931—1960, en lítið eitt minni næstu 20 ár og nú verður hún 880 mm. Á Akureyri var ársúr- koman 1931—60 474 mm og eins og í Reykjavík voru næstu 20 árin heldur þurrari, en nú í ár verður úrkoma þar meira en 550 mm. Mjög sólarlítið var í Reykjavík alla mánuði frá apríl til júlí. Aðeins september var sólríkari en venja er til. Sólskinsstundir ársins verða 1150 en í meðalári eru þær 1249. Á Akur- eyri var hins vegar mjög sólríkt í júní. Sól skein þá í 262 klst. og hefur enginn júnímánuður verið jafn sól- ríkur þar frá uphafi mælinga 1927. Á Akureyri var einnig tiltölulega sólríkt í mars, apríl og ágúst. Sól- skinsstundir ársins urðu þar 1019 en eru í meðalári 962. Á árinu hafa skipst á kaldir og tiltölulega hlýir mánuðir, en þeir köldu hafa þó verið fleiri. Janúar var kaldur og munaði þar mest um harðan frostakafla 2.—10. Snjólétt var sunnanlands, en mikill snjór á Norðurlandi. Veður var fremur stillt og stormdagar fáir. í byrjun febrúar hlýnaði til muna og mánaðarhitinn á öllu landinu varð 2'h° yfir meöallagi. Mikil úr- koma var um allt land fyrstu dagana en mest 4.-5. og urðu þá víða mikil flóð. Mánaðarúrkoman varð víðast mun meiri en í meðalári, en á Vest- fjörðum og Norðvesturlandi náði hún þó ekki meðallagi. Hvassviðri voru alltíð í febrúar og einnig í mars. I marsmánuði var hitinn um og yfir meðallagi austantil á landinu en vestantil var kaldara en í meðalári. Suðlægir vindar voru ríkjandi í apríl og hiti meira en 1° yfir meðallagi norðanlands og austan en suðvest- anlands var hann í rösku meðallagi. Síðasta dag mánaðarins gerði hart norðan hret sem stóð fram til 5. maí. Þessa 6 daga var frost um allt land. í Reykjavík fór frostið niður í 7,7° þ. 5. og er það mesta frost þar í maí frá upphafi samfeildra mælinga 1920. Á Akureyri fór frostið niður í 10,1°. Þar hefur einu sinni mælst meira frost í maí en það voru 10,4° 1968. Mælingar á lágmarkshita eru svo til samfelldar á Akureyri frá 1928. Maí varð í heild kaldur eða um 2° undir meðallagi. í júní var heldur hlýrra en í með- alári suðvestanlands en annars stað- ar var hiti undir meðallagi. I júlí var hins vegar vel hlýtt norðaustantil á landinu en lítið eitt kaldara en í meðalári annars staðar. Fyrri mán- uðinn var víðast mjög þurrt nema á Suðvesturlandi en í júlí var úrkomu- samt um allt land. Ágúst og september voru báðir kaldir, einkum þó september, en þá var meðalhitinn um 3° undir meðal- lagi. í Reykjavík hefur ekki orðið jafn kalt þessa tvo mánuði til sam- ans nema tvisar á heilli öld en það var 1886 og 1921. Mælingar eru þó ekki fyllilega sambærilegar allt þetta tímabil og á síðasta áratug varð tvisvar næstum því jafn kalt. í október varð hiti nálægt meðal- lagi og veður var lengst af hæglátt þennan haustmánuð og snjór ekki teljandi. Nóvember var umhleyp- ingasamur og kaldur, hiti 2'A —3° undir meðallagi og víða talsverður snjór seinni hlutann. Desember hefur einnig verið kald- ur og verður í heild 2—2'h° undir meðallagi. Sunnanlands snjóaði talsvert um miðjan mánuðinn og norðanlands bættist við þann snjó sem fyrir var. Aftakaveður gerði á Suðurlandi dagana 18.—20. og stórhríðarveður var norðanlands. Jólasnjóinn skórti ekki. Við veður- stofuhús mældust 32 cm þ. 27., en snjódýpt í Reykjavík fer sjaldan yfir 30 cm. Skrifað 29. desember 1982.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.