Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1983 15 Leiðtogar Varsjárbandalagsríkjanna á fundi sínum, sem lauk í Prag á miðvikudag. Frá vinstri: Kadar frá Ungverjalandi, Zhivkov frá Búlgaríu, Andropov frá Sovétríkjunum, Husak frá Tékkóslóvakíu, Hönecker frá A-Þýskalandi, Ceaucesku frá Rúmeníu og Jaruzelski frá Póllandi. Fátt nýtt í tillögum leiðtoga V arsjárbandalagsrí kjanna Reagan Bandaríkjaforseti segist reiðubúinn að íhuga þær með samþykki annarra aðildarríkja NATO Prag og víðar, 6. janúar. AP. RONALD REAGAN, Bandaríkja- forseti, sagðist I dag reiðubúinn til að íhuga tillögur leiðtoga Varsjár- bandalagsins um slökun í vígbúnaðarkapphlaupinu, en ekki án þess að bera slíkt undir önnur aðild- arríki Atlantshafsbandalagsins, NATO. Leiðtogar Varsjárbandalagsins, sem luku fundi sínum í Prag i dag, vöruðu við því, að mannkynið gæti ekki lifað kjarnorkustyrjöld af, Ronald Reagan sést hér I herjeppa, sem öslar vatnsflauminn á flóða- svæðunum í Louisiana um áramótin. Ekki er annað að sjá á forsetanum og fylgdarmönnum en flóðin séu í rénun, a.m.k. bendir svipurinn ekki til annars. um leið og þeir kváðust reiðubúnir til að gefa loforð sitt fyrir því, að ráðast aldrei til atlögu með venju- legum vopnabúnaði eða kjarn- orkuvopnum ef NATO væri reiðu- búið að gefa samskonar loforð. „Hættan á styrjöld, sérstaklega kjarnorkustyrjöld, fer vaxandi," sögðu leiðtogarnir í sameiginlegri yfirlýsingu í fundarlok. „Aðildar- ríki Varsjárbandalagsins sækjast ekki eftir yfirráðum aðildarríkja NATO og hafa ekki í hyggju að ráðast gegn þeim ríkjum eða neinu öðru ríki í Evrópu eða utan hennar." í yfirlýsingu Varsjárbanda- lagsleiðtoganna sagði einnig: „Að- ildarriki NATO hafa einnig lýst þvi yfir að þeim sé ekki ófriður í huga. Eins og i pottinn er búið ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu, að fulltrúar aðildar- rikja beggja bandalaganna geti tekist á hendur gagnkvæmar skuldbindingar í anda alþjóða- laga.“ í 24-síðna langri yfirlýsingu leiðtoganna var fátt nýtt mark- vert, en hins vegar ítarlega fjallað um hugmyndir austantjaldsríkj- anna um slökun á vígbúnaðar- kapphlaupinu. Þar er m.a. lagt til, að kjarnorkuvopnatilraunir verði afnumdar, sömuleiðis notkun eit- urefna, nifteindasprengja og geislavirkra vopna í hernaði. Tilræðið við páfa: Celebi framseldur til Ítalíu * Oskað er upplýsinga um 100 týnd börn í Argentínu Buenos Aires, 6. janúar. AP. SAMTÖK, sem hafa á stefnuskrá sinni að leita uppi fólk sem hefur horfið í Argentínu á síðustu árum, óskuðu í dag eftir upplýsingum um rösklega eitt hundrað börn sem þau segja að hafi annaðhvort verið rænt af öryggislögreglu eða fæðzt eftir að mæður þeirra voru handteknar. Undir áskorunina skrifa hundruð argentínskra borgara, þar á meðal Perez Esquivel sem fékk Friðarverð- laun Nóbels árið 1980, svo og Gabri- el García Márquez, sem fékk Bók- menntaverðlaun Nóbels á sl. ári. Talsmenn mannréttindahópa í Argentinu, sem starfa við hin verstu skilyyði, segja að allt að fimmtán þúsund manns hafi horf- ið í landinu á tímabilinu 1975 til 1979. Óttazt er að flest þetta fólk sé látið, hafi annaðhvort lent J átökum við öryggissveitir her- stjórnarinnar eða verið líflátið, grunað um að vera fylgismenn vinstrisinnaðra stjórnmálahópa sem starfa í leynum. Bonn, 6. janúar. AP. VESTUR-ÞÝZKA stjórnin hef- ur fallizt á að framselja til ít- alíu Musar Cedar Celebi, sem er grunaður um að vera viðriðinn morðtilræðið við Jóhannes Pál páfa II, þann 13. maí 1981, að því er talsmaður dómsmálaráðu- neytisins í Bonn greindi frá í dag. Skömmu áður en þetta var gert heyrum kunnugt hafði rík- issaksóknara Rómaborgar verið send orðsending þessa efnis. I tilkynningunni segir, að fram- sals Celebi, sem er þrítugur að aldri, sé einnig krafizt af hálfu tyrkneskra yfirvalda. Vestur- þýzka stjórnin ákvað þó að ítal- ir hefðu forgang vegna rann- sóknar á tilræðinu sem gerist æ umfangsmeiri eins og fram hef- ur komið. Celebi hefur setið í varðhaldi í Frankfurt síðan 2. nóvember sl. Leifar 70—75 milljón ára landspendýra fundust í Bólivíu Washington, 6. janúar. AP. ELZTU leifar af landspendýri, sem nokkru' sinni hafa fundizt i Suður- Ameríku, hafa nú verið rannsakað- ar og eru taldar 70—75 milljón ára gamlar. Leifar af sjö dýrum fund- ust í fjallshlið í afskekktu héraði í Suðvestur-Bólivíu á sl. hausti. Franskir og bandarískir vísinda- menn fundu leifarnar. Dýrin virð- ast hafa verið áþekk pokadýrum og af skoltum og tönnum má marka að þau hafi sum verið á stærð við rottur, en önnur eins og miðlungskettir. Aður hafa fundizt leifar landspendýra sem lifðu i Suður-Ameríku fyrir 60 milljónum ára, nánar tiltekið í Brasilíu og Argentínu. Enn eldri leifar lands- pendýra hafa þó fundizt i Norður- Ameríku. TiL ÍSLANDS Lestun í erlendum höfnum AMERÍKA PORTSMOUTH/ NORFOLK Mare Garant 19. jan. City of Hartlepool 28. jan. Mare Garant 7. feb. NEW YORK Mare Garant 18. jan. City of Hartlepool 27. jan. Mare Garant 4. feb HALIFAX Stuölafoss 24. jan. BRETLAND/ MEGINLAND FELIXSTOWE Alafoss 10. jan. Eyrarfoss 17. jan. Alafoss 24. jan. Eyrarfoss 31. jan. ANTWERPEN Alafoss 11. jan. Eyrarfoss 18. jan. Alafoss 25. jan. Eyrarfoss 1. feb. ROTTERDAM Alafoss 12. jan. Eyrarfoss 19. jan. Alafoss 26. jan. Eyrarfoss 2. feb. HAMBORG Alafoss 13. jan. Eyrarfoss 20. jan. Alafoss 27. jan. Eyrarfoss 3. feb. WESTON POINT Helgey 12. jan. NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Dettifoss 7. jan. Manafoss 14. jan. KRISTIANSAND Dettifoss 10. jan. Manafoss 17. jan. MOSS Dettifoss 7. jan. Manafoss 14. jan. HORSENS Dettifoss 11. jan. Dettifoss 26. jan. GAUTABORG Dettifoss 12. jan. Manafoss 19. jan. KAUPMANNAHÖFN Dettifoss 13. jan. Manafoss 20. jan. HELSINGBORG Dettifoss 14. jan. Manafoss 21. jan. HELSINKI Grundarfoss 13. jan. Vessel 26. jan. GDYNIA Grundarfoss 15. jan. Vessel 28. jan. THORSHAVN Manafoss 20. jan. VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -framog til baka frá REYKJAVIK alla mánudaga frá ISAFIROI alla þriöjudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP SÍMI 27100 ___________

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.