Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1983 23 Nýr kraftmikill Alfasud „Quadri- foglio“ á markað Hefur fengið góða dóma bílablaða í Evrópu Sighvatur Blöndahl ALFA ROMEO-verksmiðjurnar kvnnlu á dögunum endurhannað- an Alfasud híl, sem nefndur hefur verið „Alfasud 1,5 Quadrifoglio", en hann er á ýmsan hátt frábrugð- inn forvera sinum. Bíllinn var kynntur í Evrópu síðast á liðnu ári og fékk yfirleitt góða dóma bíla- blaða, sem segja breytingarnar yf- irleitt allar vera til bóta. STÆRRI VÉL Bíllinn er með stærri vél en forveri hans. Hefur fengið 4 strokka, 1,5 lítra, 95 DIN-hest- afla vél, en það er sama vélin og hefur verið í ti-bílnum. Bíllinn er gefinn upp með 175 km há- markshraða á klukkustund og samkvæmt mælingum bílablaða er hann rétt innan við 10 sek- úndur að ná 100 km hraða. Billinn er fjögurra dyra með stórri afturhurð. að til mikilla þæginda. Hins veg- ar hefur maður einhvern veginn alltaf dálitla vantrú á rafdrifn- um upphölurum hér á landi, sé það haft í huga, að veðráttan breytist á ótrúlega skammri stundu. AKSTURSEIGINLEIKAR Um aksturseiginleika bílsins er lítið hægt að fullyrða, en sam- kvæmt skrifum erlendra bíla- blaða, hefur fjöðrun bílsins verið endurbætt og þar með aksturs- eiginleikarnir, sem voru mjög góðir fyrir, samkvæmt reynslu- akstri Mbl. á síðasta ári. GÍRKASSI Quadrifoglio-inn er ennfremur með sama gírkassann og ti-bíll- inn, sem er með hærra hlutfall, sem gerir það m.a. að verkum, að hann er um 10% eyðslugrennri að meðaltali en bíll með venju- legan gírkassa frá Alfa. NÝSKUTHURÐ Helztu breytingar á útliti eru þær, að bíllinn hefur fengið smá andlitslyftingu að framan með nýju grilli og afturljósin eru nokkru stærri en á eldri gerðum. Sú breyting, sem hins vegar vek- ur mesta athygli, er ný skuthurð, sem er mun stærri en á eldri gerðum. Bíllinn er í raun búinn að fá skuthurð, sem verulega gott er að ganga um. Hurðin á forvera hans var alltaf heldur lítil og óþægilegt að ganga um Alfasud Quadrifoglio. hana. Bíllinn er fjögurra dyra og eru þær ágætlega stórar, þannig að gott er að ganga um bílinn. GOTT RÝMI Rými fyrir ökumann og far- þega er eftir sem áður ágætt og sætin hafa fengið betri stuðning en áður var, sem er til mikilla bóta. Af öðrum breytingum inn- vortis má nefna, að nýtt stýri hefur verið hannað í bílinn, sem mér finnst smekklegra en hið eldra. Þá eru rúðuupphalarar nú rafdrifnir í stað þess að vera handdrifnir áður, sem er auðvit- Alfa Romeo Gerð: Alfasud Quadrifoglio Framleiðandi: Alfa Romeo Framleiðsluland: Italía Innflytjandi: Jöfur hf. Verð: Ca. 270.000,- Þyngd: 895 kg Lengd: 3.978 mm Breidd: 1.590 mm Haeð: 1.370 mm Hjólhaf: 2.455 mm Vél: 4 strokka, 1.490 rúmsenti- metrar, 95 DIN-hestöfl Girkassi: 5 gira beinskiptur Drif: Framdrifinn Bremsur: Diskabremsur að aftan og framan Fjöðrun: Sjálfstæð fjöörun á hverju hjóli Benzíneyðsla: 8—9 lítrar í bæj- arakstri Hjólbarðar: 165/ 70SR13 Bílar París-Dakar-rallið stendur yfir: Yfir 10.000 km eknir á 20 dög- um og farið er um átta þjóðlönd Leiðin, sem ekin er i París-Dakar- rallinu, er um 10.000 km og ekið er um 8 þjóðlönd. Volvo í Frakklandi um þátttöku í rallinu og sendi þá venjulegan Volvo N-10 6x4-vörubíl, sem komst á leiðarenda og því þótti sjálfsagt að taka þátt að nýju með tvö „torfærutröll" af Lapplander-gerð,“ sagði Har- aldur Hjartarson ennfremur. PARÍS-Dakar-rallið, fyrsta rall ársins, stendur nú yfir, en í því verður ekið frá París í Frakk- landi til borgarinnar Sete við Miðjarðarhafið og síðan frá Al- geirsborg út í Sahara-eyði- mörkina og verður ekið um Norðvestur-Afríku til vestur- strandar Senegal, eða nánar til- tekið til Dakar. Samkvæmt upplýsingum Haraldar Hjartarsonar, blaða- fulltrúa Veltis, er þetta rall það eina sinnar tegundar í heimin- um og talið eitt hið villtasta, þar sem vörubílar, fólksbílar, mótorhjól og bílar með drifi á öllum hjólum hafa jafnan rétt til þátttöku. „I ralli þessu, sem nú er hald- ið í fimmta sinn, reynir mikið á þolrif og þrautseigju keppenda. Einn keppenda á Volvo Lappland- er, 303. Eknir verða meira en 10.000 km á 20 dögum á vegum og vegleys- um. Ekið verður um átta þjóð- lönd, Frakkland, Alsír, Nígeríu, Efri-Volta, Fílabeinsströndina, Mali, Máritaníu og Senegal. Um þessi lönd verða því keppendurnir 376 að aka ætli þeir að ljúka keppni í rallinu. Snemma á nýársdagsmorgun voru fyrstu keppendurnir ræst- ir frá Place de la Concorde í París,“ sagði Haraldur. „Þar sem Volvo-verksmiðj- urnar framleiða hinar ýmsu gerðir af bifreiðum, var ákveðið að senda til þátttöku tvo Volvo Lapplander, gerð 303, með drifi á öllum hjólum, ásamt tilheyr- andi búnaði. Á síðasta ári sá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.