Morgunblaðið - 07.01.1983, Side 32

Morgunblaðið - 07.01.1983, Side 32
^^^skriftar- síminn er 830 33 ^^uglýsinga- síminn er 2 24 80 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1983 Súðavík: Snjóflóð féllu á tvö fjárhús Súóavík, 6. janúar. TVÖ snjóflóð féllu í gær á fjárhús á bæjunum Höfða og Ytri-Höfða hér i Súðavík. f húsunum voru á milli 60 og 70 kindur og um hálf tíu í kvöld hafði tekizt að bjarga 7 kindum úr öðru húsinu, en björgunarstörf björgunarsveitarinnar Kofra í Súða- vík voru að hefjast við hitt fjárhúsið. Voru smábátar úti á víkinni notaðir til þess að lýsa upp svæðið með Ijóskösturum. Vegna hættu á frekari snjóflóðum þótti réttast að flytja fólk af bænum Dalbæ. Það var um klukkan fjögur í dag að til stóð að flytja féð, sem fund- izt hafði lifandi við Ytri-Höfða, í fjárhúsin að Höfða. Höfðu menn farið þangað eina ferð, en þegar komið var úr þeirri næstu voru fjárhúsin þar nánast horfin. Eins og áður sagði hófust björgunar- störf þar eins fljótt og auðið var, en í kvöld er engan veginn hægt að geta sér til um hve mikið af fénu er dautt. — Sigurður Snjórinn hefur verið til ama og vandræða fyrir landsmenn, þó ekki fyrir alla eins og sjá má. Við segjum frá óveðrinu og afleiðingum þess á bls. 2, 3, 12, 13,16 og 17. Morgunblaðið/RAX. Lögreglumaður á verði í Útvegsbankanum i Kópavogi í gærmorgun. Morgunbladið/KEE. Sprengjugabba- faraldur í gær Verðlagsráð: Ákveðnar iðnaðarvörur undan verðlagsákvæðum TALSVERÐ brögð voru að því í gær, að hringt væri til fyrirtækja eða lög- reglu og tilkynnt , að í ákveðnum fyrirtækjum og stofnunum hefði verið komið fyrir sprengju og spryngi hún innan skamms. í öllum tilfellunum reyndist um gabb að ræða. Alls voru það 4 hús, sem sagt var að sprengjur væru í, Alþingishúsið, hús Almennra trygginga, Bókaverzlunin Veda í Kópavogi og Útvcgsbankinn i -Kópa- vogi. Laust fyrir klukkan hálftíu í VerdlagsráÖ: Hækkanir á bilinu 11—15% samþykktar . VKKDLACSRÁÐ samþykkti á fundi sínum í vikunni að heimila 15% meðal- talshækkun á fiskverði í smásölu, en hækkunin er bein afleiðing af ákvörðun fiskverðs um áramótin. Þá samþykkti ráðið að heimila 11—14% hækkun á unnum kjötvör- um, en sú hækkun er bein afleiðing hækkunar búvara 1. desember sl., en ákvörðun um hækkun hefur verið frestað til þessa. gærmorgun. var tilkynnt, að sytrengju hefði verið komið fyrir í Utvegsbankanum í Kópavogi. Starfsfólk í báðum útibúum bank- ans í Kópavogi var flutt frá vinnu- stöðum sínum og lokaði lögregla svæðum í næsta nágrenni. Lögregla fór síðan inn í útibúin og leitaði að sprengju — engin fannst og var hættuástandi aflýst rétt um klukkan 11 eða einni og hálfri klukkustund síðar. Ekki er vitað hver stóð að baki sprengju- gabbinu. Síðdegis í gær bárust svo til- kynningar til lögreglunnar og Al- mennra trygginga, að í áðurnefnd- um húsum myndu sprengjur springa innan skamms. Hús Al- mennra trygginga og bókaverzlun- in voru rýmd og könnuð og fannst þar ekkert. Hvað Alþingishúsið varðaði var það Ijóst að þar hafði ekkert verið um mannaferðir um tíma, en þrátt fyrir það var húsið kannað og fannst ekkert þar. Mál þessi fara nú öll til rann- sóknarlögreglu ríkisins til frekari rannsóknar. Sjá viðtöl við starfsfólk Út- vegsbankans í Kópavogi á bls. 19 í dag. VERÐLAGSRÁÐ hefur samþykkt, að taka á næstunni ákveðnar inn- lendar iðnaðarvörur undan ákvæð- um um hámarksverð, þ.e. framleiðsluverð þeirra, að sögn Georgs Ólafssonar, verðlagsstjóra, en þessi samþykkt er gerð með til- vísan til samkeppnisaöstæðna. Ráðið samþykkti, að taka þrjár tegundir iðnaðarvara undan ákvæðum um hámarksverð og fella þær undir svokallaða 5—15% reglu, sem gerir ráð fyrir, að við- komandi fyrirtæki geti sótt um verðhækkanir á framleiðsluvörum sínum innan fyrrgreindra marka, beint til Verðlagsstofnunar. Er- indi þurfa því ekki að fara fyrir Verðlagsráð. Þær iðnaðarvörur, sem um ræðir, eru brennt og mal- að kaffi, öl og gosdrykkir og niður- suða, fiskbúðingur og fiskibollur. Ennfremur samþykkti Verðlagsráð, að fella undan verð- ákvörðunum ráðsins framleiðslu- verð á 10 vöruflokkum íslenzkra iðnaðarvara. Flokkarnir eru: 1) Niðursuða, önnur en áður er um getið. 2) Efnagerðarvörur, sultur, safar, saft, búðingar, bökunarvör- ur, mayjones og fleira. 3) Sælgæti. 4) Kex. 5) Vefjaiðnaðarvörur, garn og vefnaðarvörur. 6) Hreinlætis- vörur, snyrtivörur, sápur og fleira. 7) Málningarvörur. 8) Umbúðir, dósir, kassar og fleira. 9) Raftæki og rafeindaiðnaður. 10) Plastiðn- aðarvörur. Framangreindir 10 flokkar iðn- aðarvara eru settir undir svo- kallaða verðgæzlu Verðlagsstofn- unar, sem felur m.a. í sér, að fyrir- tækin verða senda Verðlagsstofn- un tilkynningu um verðbreyt- ingar, ásamt ástæðum, hálfum mánuði fyrir verðbreytingu. Stofnuninnni ber að fara yfir þær °g leggja mat á þær. Ef stofnunin telur skýringar ófullnægjandi, á að taka upp viðræður aðila, til að finna lausn, án þess að grípa til verðlagsákvæða. Ef stofnunin fellst ekki á skýringar fyrirtækja og ekki næst samkomulag er mál- inu skotið til Verðlagsráðs. Enn- fremur er gert ráð fyrir, að Verð- lagsstofnun verði með verðkann- anir og upplýsingamiðlun til al- mennings um þessar greinar sér- staklega. Georg Ólafsson, verðlagsstjóri, tók sérstaklega fram, að sam- þykktir þessar væru ekki komnar í framkvæmd, en samband yrði haft við viðkomandi fyrirtæki á næstunni. 85 ára gamall bóndi skreið lærbrotinn í fjórar klukkustundir „GAMLI maðurinn var að gefa meri, sem kastaö hafði nýlega og það hefnr sennilega verið í henni einhver óveðursgalsi, því hún sló hann með þeim afleiðingum að hann lærbrotnaði,*' sagði Haraldur Tómasson læknir á Hvammstanga i samtali við Mbl. í gær, en í fyrradag kom hann til hjálpar Miðfjarðarbónda á níræðisaldri, Guðlaugi Jóhannes- syni á Litla-Bakka i Miðfirði, sem varð að skríða lærbrotinn í fjórar stundir í óveðri, áður en hann gat kallað á hjálp. „Það tók hann um fjóra tíma að skríða 200 metra leið heim að bænum í kolsvartri hríðinni. At- vikið átti sér stað um hádegisbil- ið, en hann skreið inn á gólf til sín og komst þar í síma og var ég kominn til hans um fimm leyt- ið“, sagði Haraldur. „Eftir atvikum var líðan hans þokkaleg eftir þessa þrekraun. Hann var þreyttur en vel klædd- ur og því ekki kalt, lá heima á stofugólfi þegar ég kom að Litla-Bakka. Eg þarf að senda hann suður, það þarf að negla þetta brot saman. Gamli maðurinn hefur mestar áhyggjur af kindum sínum og hrossum, en grannar hans ætla að annast skepnurnar meðan hann er í burtu, og er Guðlaugur þessa stundina að skrifa þeim leiðbeiningar um hvernig þeir eigi að fara með þær. Skepnurn- ar eru efst í huga gamla manns- ins, sem búið hefur á Litla- Bakka alla sína ævi, lengst af með móður sinni, sem bjó þar til hún varð 102 ára,“ sagði Harald- ur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.