Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1983 7 r ipronateiag kvema Leikfimin hefst mánu- daginn 10. janúar kl. 6 siðdegis í Austurbæj- arskóla. Kennari verður Jóhanna Asmundsdóttir. Innritun og upplýsingar í símum 14087 og 29056. Stjómin. LANDSLEIKUR í KÖRFUKNATTLEIK ISLAND - DANMÖRK í íþróttahúsinu í Keflavík í kvöld kl. 21.00. Von er á jöfnum, spennandi leik. Leikiö verður í Reykja- vík laugardag kl. 14.00 og Borgarnesi sunnu- dag kl. 14.00. jazzBaLLeccskóLi bópu . /jy Jazzballettskóli ZjPVBáru Wa I Suðurveri \ uppi JAZZ-MODERN — CLASSICAL TECHNIQUE PASDEDUX-SHOW KENNSLA HEFST AFTUR 10. JANUAR Framhaldsflokkar: Þrisvar í vlku, 80. mfn. kennslustund. Framhaldaflokkar: Tvlsvar I viku, 70 mfn. kennslustund. Byrjendaflokkar: Tvisvar í viku, 70 mín. kennslustund. Lausir flokkar: Einu slnnl ( vlku, 70 mín. kennslustund fyrlr fólk með einhverja þjálfun. Ballett — Dans — Flmlelk- ar — o.s.frv. Innritun og upplýsingar 40941 Gengisfelling kemur ekki til greina (Forsíöa T 21/12 sl). Gengið fellt um 9% (Forsíöa Tímans). „Kemur ekki til greina“: undanfari framkvæmdar Hér að ofan má sjá tvær forsíðufréttir úr Tímanum, sem sýna fullyrðingu formanns Framsóknarflokksins sem und- anfara framkvæmdar hins gagnstæða. Þaö sem heitið var að framkvma er hins vegar látið ógert. Þetta viðurkennir Steingrímur í áramótahugleiöingu: „Þessi ríkisstjórn setti sér að koma verðbólgu í ár (1982) í svipað horf og er í okkar nágrannalöndum. Það hefur mistekizt. Það verður að viðurkenna. Breyta verður vísitölukerfínu Steingrímur Hermanns- son horfir fram á veginn í áramótagrein i Tímanum og segir m.a. orörétt: „Hins vegar vil ég nefna skipulega hjöönun eöa niðurtalningu verðbólgunn- ar. l*aft sannaðist 1981 að sú leift er vel fær. En það hefur einnig sannast, aft til þess að varanlegur árangur náist, er nauftsynlegt. að skrefin verði fleiri en nú- verandi ríkisstjórn hefur borið gæfu til að stíga. Við það hættuástand, sem nú er, verður ekki hjá því komist að lögbinda slíkar aðgerðir til lengri tíma. Jafnframt er, eins og nú er ástatt, óhjákvæmilegt að breyta vísitöhikerfinu þannig að verulega dragi úr víxlverkun verölags og launa. Ef um það næst ekki samstaða, kann aö reynast nauðsynlegt aft af- nema með öllu vísitölu- bindingu í okkar efna- hagslífi, á öllum sviðum. Það mun þó reynast þungbært i 60 af hundraði verðbólgu. Við skulum vona, að á nýju ári náist breið sam- stafta um skynsamlegar að- gerðir i efnahagsmálum, samstaða um hjöðnun verðbólgu án atvinnuleys- is.“ Þingmenn úr atvinnulífínu Bragi Bjarnason, útgerð- armaftur Höfn Hornafirði, sagði i Morgunblaðinu sl. miðvikudag: „Það er orftið mikift af því aft þeir sem vinna fiskinn geri einnig út skip- in og þá hefur skráft fisk- verft ekki svo mikift aft segja, því það er sama hvort þeir hafa hagnaft af fiskvinnslunni eða útgerð- inni. Þeir vilja jafnvel gjarnan hafa hagnaöinn af fiskvinnslunni, því það þarf þó ekki aft greiða skipta- hlut af henni. Það fer líka stöðugt minnkandi aft menn standi einungis í út- gerð, því þar kemur þetta verst niftur. Þetta hefur aldrei verið eins glannalegt og núna. Til dæmis er búið að selja héðan þrjá báta og engir hafa komið í staöinn og það er óvenjulegt á Hornafirði, vegna þess að menn hafa gjarnan viljaft eiga hér bát og reka, því það hefur verið alveg við- unandi að vera við það hingaft til, en svona er þetta í dag. Eg er búinn að gera út í 12 ár og ég hef aldrei tapaft fyrr en núna, nú tapafti ég. Mér líst illa á þetta og ég held að þetta lagist ekki fyrr en það koma alþingismenn sem hafa starfaft eitthvaö í at- vinnulífinu, en á meftan þetta heldur svona áfram í algjöru stjórnleysi breytist ástandið ekki.“ Pólsk-sovézk- ur stefnuviti Björgvin Jónsson fyrrv. þingmaöur Framsóknar- fiokks frá SeyftLsfirfti lýsir stjórnsýslu síðustu missera svo: „Astandið í Póllandi hlýtur að vera framtíðarsýn stjórnvalda okkar. Enda styttist nú mjög í pólskt ástand hér á landi. Þar er allt skammtað ... Álitið er að ennþá finnist fyrir- tæki í verzlun og iftnafti. sem ekki eru rekin með tapi. Eins er meft nokkurn hluta heimila í landinu. Nifturtalning afkomu þessara fyrirtækja og heimila ætti ekki aö taka langan tíma, sé rösklega aft verki staftift. Þá er hægt aft fara að aftstoða alla. Vilji er allt sem þarf, ef þetta er haft aö leiftar- Ijósi." Þessi fvrrverandi fram- sóknarþingmaöur talar um „hagblindu sem hel- tekift hafi ríkisstjórnina" og stefni þjóðlífi okkar í „pólskt ástand". Sú lýsing hittir rækilega í mark. Kór Egilsstaðakirkju nýtti tímann milli jóla og nýárs til æfinga fyrir tónleika á þrettándanum undir stjórn Jóns Ólafs Sigurðssonar. Myndin er tekin á æfingn. Kór Egilsstaðakirkju syngur út jólin Kgilsstöóum, 2. janúar. KOR Egilsstaðakirkju efnir til tón- leika í Egilsstaðakirkju á þrettánd- anum 6. janúar. Á efnisskránni verða bæði innlend og erlend kirkju- leg verk. Kór Egilsstaðakirkju átti 25 ára afmæli í ágúst síðastliðnum. í fyrstu var til hans stofnað til að syngja við kirkjulegar athafnir — en hin síðari ár hefur starf kórs- ins aukist og orðið fjölþættara. Auk hinna hefðbundnu kirkjulegu athafna hefur kórinn efnt til tón- leikahalds að jafnaði tvisvar á ári og sungið við ýmsar opinberar at- hafnir. Má þar til nefna 17. júní- hátíðarhöld, afhendingu jólatrés frá vinabæjum, vinabæjamót og skólaslit ME. Þá fór kórinn til tónleikahalds í Vesturheimi fyrir 2 árum, og komið hefur út snælda með söng kórsins. Söngstjórar frá upphafi hafa verið fjórir: Stefán Pétursson, Svavar Björnsson, Margrét Gísla- dóttir og Jón Ólafur Sigurðsson. Jón Ólafur tók við kórstjórn og organistastarfi við Egilsstaða- kirkju 1975, en lætur nú af því starfi þar sem hann mun flytjast búferlum til Akraness og taka við organistastörfum þar af Hauki Guðlaugssyni, söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar. Tónleikarnir á þrettándanum verða því jafn- framt kveðjutónleikar, þar sem Jón Ólafur lætur þá af störfum sínum hér. Við störfum Jóns Ólafs tekur David Knowles frá Bret- landi, en hann er kennari við Tónskóla Fljótsdalshéraðs. Þess má geta að Margrét Gísladóttir hefur starfað í kórnum frá upp- hafi og starfar enn. Tónleikarnir á fimmtudaginn — þrettándanum — sem hefjast kl. 21, munu ugglaust verða vel sóttir, þar sem varla er ofsögum sagt að kórinn hafi dafnað undir stjórn Jóns Ólafs og almennar vinsældir kórsins farið vaxandi. Undirleik- ari á tónleikunum verður David Knowles. Formaður stjórnar Kórs Egils- staðakirkju er Broddi Bjarnason. - Ólafur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.