Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1983 Leppstjórninni mótmælt Til mikilla mótmæla kom víðs vegar um heim þegar þess var minnst að þrjú ár voru liðin frá innrás Sov- étmanna í Afganistan. Myndin að ofan er tekin fyrir utan sovéska sendiráðið í Washington og sýnir mót- mælendur brenna sovéska fánann. Skemmdarverk unnin á olíuleiðslunni á milli Zimbabwe og Mozambique: Segja skæruliða gerða út af S-Afríku vera sökudólgana Harare, Zimbabwe, 6. janúar. AP HERMDARVERKAMENN hafa stórskemmt olíuleiðsluna á milli Beira og Mutare, en leiðsla þessi var oliulífæð Zimbabwe við Mozambique. Skemmd- arverkin voru unnin aðeins nokkrum dögum áður en hefja átti dælingu olíunnar um leiðsluna á ný. Leiðslunni var lokað þann 8. desember sl.eftir að skemmdar- verk voru unnin á meira en 30 olíugeymslutönkum í Beira í Mozambique. Hægrisinnaður skæruliðahópur í Mozambique lýsti skemmdarverkunum í des- ember á hendur sér. Síðar lýstu samtökin því yfir, að þau hygðust grípa til frekari skemmdarverka, er það fréttist, að Zimbabwe hefði sent 500 her- menn yfir til Mozambique til þess að hjálpa til við gæslu leiðslunnar. Zimbabwe þarf nú nauðsynlega á oliu að halda í kjölfar mikils oliuskorts, sem hefur nánast lam- að stóran hluta iðnaðarfram- leiðslu í landinu, auk þess sem hann hefur hamlað í eðlilegum framgangi viðskipta og landbún- aðar. Bæði Zimbabwe og Mozambique halda því fram, að skemmdar- verkamennirnir komi frá Suður- Afríku, sem þjálfi þá og láti þeim vopn og annan búnað í té. Suður- Afríka hefur þvertekið fyrir að eiga þar nokkurn hlut að máli. - Atvinnuleysið eykst enn og horfurnar sagðar versnandi Lundúnum, 6. janúar. AP. ATVINNULEYSIÐ í Bretlandi hef- ur nú náð nýju hámarki. Alls eru nú 13,3% af 21 milljón vinnufærra manna í landinu atvinnulaus. At- vinnulausum fjölgaði um 34.000 í síðasta mánuði og er nú tæplega 3,1 milljón manns án vinnu í land- inu. Desember var 37. mánuðurinn í röð, sem atvinnuleysið fer vax- andi í Bretlandi. Fyrsti stórmarkaöurinn opnaður í Kína: Sjö þúsund viðskiptavinir í dag hvern — margir af forvitni einni Peking, 6. janúar. AP. ÞEIR ÞURFA ekki að kvarta undan aðgerðarleysinu starfsmenn fyrsta stórmarkaðarins, sem opnaöur hefur verið í Kína. Stórmarkaður þessi er staðsettur í Peking og frá því hann tók til starfa fyrir viku hafa að með- Jafnt í þriðju skák Tal og Anderssons Stokkhólmi, 6. janúar. AP. MIKHAIL TAL, fyrrum heimsmeistari í skák, og sænski stórmeistarinn Ulf Andersson gerðu jafntefli í þriðju einvígisskák sinni, sem tefld var í Malmö í gærkvöldi. Einvígi þeirra er liður í því að velja áskoranda til að mæta heimsmeistaranum, Anatoly Karpov. Þeir eiga þó aðeins mögu- leika á að tefla gegn heimsmeist- aranum að því gefnu að einn hinna átta, sem eftir eru í barátt- unni, verði úr leik af einhverjum ástæðum. Andersson neyddist til að tefla af meiri varfærni en venjulega gegn hinum 46 ára gamla Tal, sem vann fyrstu einvígisskák þeirra af sex fyrirhuguðum. Eftir að hafa verið hótað margsinnis af Tal á taflborðinu, bauð Andersson jafn- tefli eftir 20 leiki og tveggja og hálfs klukkustundar viðureign. Annarri skák þeirra, sem tefld var á mánudag, lauk einnig með jafn- tefli. Tal og Andersson urðu jafnir í 3. sæti millisvæðamótsins í Moskvu í september. Fjögur milli- svæðamót eru haldin til þess að velja áskorendur fyrir heims- meistarann. Tveir komast áfram úr hverju móti. Hvor þeirra, Tal eða Andersson, sem ber sigur úr býtum í einvíginu hefur ekki þar með tryggt sér sæti fyrsta varamanns í hópi hinna átta útvöldu. Áður en svo er komið verður sigurvegarinn úr einvíginu að mæta sigurvegaranum úr öðru sambærilegu einvígi á milli Spasskys, einnig fyrrum heims- meistara, og Rúmenans Gheorghiu, en þeir urðu einnig jafnir í 3. sæti á öðru millisvæða- móti. Hvort nokkru sinni kemur til kasta þessarra skákmanna í slagnum um einvígissætið gegn Karpov er svo allt önnur saga. taltali 7000 manns verslað þar dag hvern. Vöruverð í þessum stórmarkaði, sem er í eigu ríkisins, er heldur hærra en gengur og gerist í versl- unum hins opinbera, en talsvert lægra en tíðkast á frjálsum mark- aði. Þrátt fyrir aðeins hærra verð virðist stórmarkaðurinn ekki missa aðdráttaraflið. Margir kennarar og láglaunaðir mennta- menn hafa sagt, að þeir kunni vel að meta þá hagræðingu, sem í markaði sem þessum er fólgin. „Þetta er fyrsta vísbendingin í þá átt, að yfirvöld séu að reyna að bæta hið daglega líf mennta- manna í landinu," sagði einn við- skiptavinanna úr hópi mennta- mannanna. „í stað þess að þurfa að bíða í 10 biðröðum eftir mis- munandi nauðsynjavörum, þurf- um við nú aðeins að bíða í einni." Margir viðskiptavinanna viður- kenndu í viðtölum við fréttamenn, að þeir hefðu komið af forvitni einni saman til að fá að sjá hvern- ig það verkaði að fá sjálfir að velja vörurnar úr hillunum, í stað þess að fá þær afgreiddar yfir búðar- borð, oft af fýlulegu afgreiðsl- ufólki, eins og venjan hefur verið. Þessi fyrsti stórmarkaður Kín- verja er reyndar ekkert risavaxið bákn eins og ætla mætti af fjölda viðskiptavinanna, heldur aðeins 350 fermetra verslun. Þessi tala er fengin með því að skrásetja alla þá, sem þiggja at- vinnuleysisstyrki af ríkinu. Að- ferð þessi hefur sætt mikilli gagnrýni víðs vegar um Bretland og andstæðingar stjórnarinnar segja þetta ekkert annað en stað- reyndafölsun. Fjöldi atvinnu- lausra sé enn meiri. Segja stjórn- arandstæðingar að margir þiggi ekki atvinnuleysisstyrki fyrst um sinn eftir að þeir missi vinnu. Væri gamla aðferðin notuð eru líkur taldar á, að talan væri á bilinu 3—400.000 hærri. Gömlu skráningunni var hætt í nóvem- ber. Þá hafði atvinnuleysið ögn minnkað frá því það varð verst í september. Samkvæmt gömlu skráningunni voru þá 3,35 millj- ónir atvinnlausra í landinu. Þrátt fyrir hina nýju aðferð við skráningu atvinnulausra segja sérfræðingar, að enginn vafi leiki á, að atvinnuleysi sé nú Tyrkland: 27.818 hafa fengið dóma síðan 1978 Ankara, 6. janúar. AP. HERDÓMSTÓLAR í Tyrklandi hafa kveðið upp fangelsisdóma yfir 27.818 manns síðan herlög voru sett í landinu 1978, að því er sagt var í tilkynningu frá Ankara. Sextán manns hafa verið dæmd- ir til dauða, fundnir sekir um morð, 98 bíða fullnægingar dauða- dóma. Aðrir hafa verið dæmdir í allt frá fimm árum og upp í lífs- tíðarfangelsi. í lok nóvember voru samtals 23.752 pólitískir fangar í fangelsum, 15.597 af þeim í varð- haldi eða bíða réttarhalda. Sam- kvæmt tölum þessum segir AP- fréttastofan að álykta megi að meirihluti þeirra sem hafa verið dæmdir síðan 1978 hafi lokið af- plánun refsivistar og/eða fengið styttingu á fangelsisvist sam- kvæmt lögum. Áður ósýndir filmubútar í heimildaþáttum um Chaplin l/ondon, 6. janúar. AP. í GÆR, miðvikudag- sköld, var sýndur í brezka sjónvarpinu fyrsti þáttur af þremur um Charlie Chaplin og í honum voru sýndir ýms- ir filmubútar, sem hvergi hafa sézt áður og þykja sýna á mjög glöggan og snjallan hátt vinnubrögð Chaplins við kvikmyndagerð sína. Er þar um að ræða filmu- búta sem Chaplin lét klippa burtu, einnig eru nokkrar ræmur af æf- ingum á myndum, svo og nokkur sýnishorn af þeirri tækni sem Chapl- in beitti. Síðast en ekki sízt áður óbirtar filmur af Chaplin, þar sem hann hvílist milli upptökuatriða. í einu æfingaratriðanna er Chaplin að leiðbeina Ednu Puruiance, sem var ein helzta stjarnan í myndum hans í átta ár. í öðru atriði sést Chapl- in grýta staf frá sér í illsku vegna þess að eitthvað þótti honum illa miða í upptöku. Chaplin meira en nokkru sinni í landinu og fari versnandi. Benda þeir á, að samkvæmt nýju skráningunni hafi 51.000 manns bætst á at- vinnuleysisskrána, helmingi fleiri en í nóvember. Sérfræðingar þessir halda því fram, að allt að 600.000 manns, auk þeirra sem eru á atvinnu- leysisskrá ríkisins, séu án vinnu. Þeir séu ekki skráðir vegna þess, að þeir fullnægi ekki kröfum þeirra, sem njóta atvinnuleysis- bóta. Verst er ástandið, sem fyrr, á Norður-írlandi. Þar er fimmti hver maður atvinnulaus. Ástand- ið er sagt litlu skárra í iðnaðar- héruðum norðurhluta Englands og svo í Skotlandi. Veður víöa um heim Akureyri -1 snjóél Amsterdam 11 rigning Aþena 15 heióskírt Barcelona 12 skýjaó Berlin 13 skýjaó Chicago -1 úrkoma Dyflinni 14 skýjað Feneyjar 4 þokumóóa Frankfurt 13 rigning Genf 10 skýjað Helsinki 3 rigning Hong Kong 19 rigning Jerúsalem 7 skýjaó Jóhannesarborg 30 heiðskírt Kaupmannahöfn 5 rigning Kairo 17 skýjaó Las Palmas 18 al8kýjaó Líssabon 12 heióskírt London 12 skýjaó Los Angeles 24 heiöskirt Madrid 13 heiðskírt Mexíkóborg 19 heiðskírt Miami 24 skýjað Moskva -2 snjókoma Majorka 14 þokumóða Malaga 16 alskýjaö Nýja Delhí 21 heiöskírt New York 6 skýjaó Ósló 3 skýjaö Paris 15 skýjaó Peking 3heiðskírt Perth 38heiðskírt Reykjavik -2 skafr. Rio de Janeiro 29skýjaó Róm 15 heióskirt San Francisco 8 skýjaö Stokkhólmur 5 skýjaö Sydney 25heiðskírt Tel Aviv 14skýjað Tókýó 9 skýjað Vancouver 8 skýjað Vinarborg 12heíöskírt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.