Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1983 Jón Þ. Árnason Lífríki og lífshættir. LXXXIV Spurningin er: Hvernig er líklegt, að at- vinnulýðræðismenn beri sig til við að þrífa upp eftir sig, Öðruvísi en með gagnkvæmum sakargiftum? Hinar björtu og fögru vonir, sem nær einróma og hvarvetna voru reistar á ímyndun um ævar- andi hagsældarmátt lýðræðis- sósíalískrar stóriðjualdar, svífa nú hver eftir aðra seglum þðnd- um út í ómælisbuskann. Von- brigðin og efasemdirnar, er tók að brydda á fyrir tæpum 10 árum, eru nú orðnar að fullri vissu, sem nálgast sannfæringu um, að heimsmenningin sé að syngja sitt síðasta vers, að mannkyninu verði tæpast forðað frá tortím- ingu. A viðtekinn mælikvarða mælt leikur ekki umtalsverður efi á, að almenn velmegun á Vesturlönd- um hafi vaxið með undraverðari árangri næstu 2—3 áratugina eft- ir lok síðari heimsstyrjaldar en dæmi voru til áður. En nú, þegar engu fortakslausari vafi getur ríkt á, að þessu velferðarskeiði er lokið, verður sú fullvissa æ rök- fastari, að bæði grunnur og burð- arstoðir hafi verið kenningahjóm eitt. Vesturlandaþjóðir eru ekki óvanar hröðum og snöggum sviptibyljum, en nú hefur sú óvenjulega og sársaukafulla til- finning gripið um sig, að þær séu farþegar í langferðabifreið, sem brunar niður brattan veg á gljúf- ursbarmi með nefnd við brotið stýri. Villuljós og vanmáttur Orsakir ríkjandi heimsófremd- ar eru að sönnu margvíslegar og rætur hennar liggja sannarlega djúpt. Sumar orsakirnar eru auð- greindar, aðrar torskiljanlegar og flóknar. Ekkert er dularfullt við það og segir sig raunar sjálft. Á meðal þeirra, sem liggja í augum uppi, en hefir eigi að síður um langan aldur haft og hefir enn einna hremmilegastar afleið- ingar, og má með miklum rétti telja móður flestra ófarnaðaror- saka, er sú lífsseiga og hvimleiða árátta allra endurlausnara, að skoða og sýna heim og mann í því ljósi, sem þeim finnst endilega að hvort tveggja ætti að vera sam- kvæmt eigin lífssýn, og miða allt brölt sitt við það, en umhverfast, þegar athygli er vakin á, hvernig veröldin í raun og veru er. Engan, sem gert hefir sér grein fyrir hinni makalausu vanhæfni mannkynsins til að læra að þýð- ast náttúruríkið, lífsrými sitt, og tregðu þess við að beita viti og vilja til að bæta og fegra um- hverfið, gera það hollara og heil- næmara, furðar á sigursæld vinstrirtiennsku. Fyrir því verður seint of oft endurtekið, að ef ekki tekst að knýja drottnandi öfl til að meta og virða manneskjuna og lífssvigrúm hennar á forsendum áskapaðs eðlis — þ.e. enn undir- strikað: eins og hvort tveggja er, ekki eins og fjöldanum finnst að ætti að vera — hlýtur allt viðnám að verða kukl og kák. Ef það hins vegar tekst, liggur í málsins merg, að bæði ofstækisfullir jöfn- unarsinnar og heittrúaðir hag- vaxtarpostular hljóta að lenda í illbærilegum sálarháska. Helmut Kohl, hinn nýkjörni kanzlari Vestur-Þýzkalands, flutti þjóð sinni og þingi stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórnar sinnar hinn 13. október sl., 8 dögum eftir að hann og meðráðherrar hans höfðu unnið hefðbundna embætt- iseiða. I henni komst hann m.a. þannig að orði: „Ég bið alla borgara að nýta náttúrugæði okkar, gróðurmold, vatn og loft, á nærgætnislegan hátt. Okkur er skylt að varðveita fjölbreytni jurta- og dýralífs í landi okkar." Kohl er talinn heiðarlegur og góðviljaður, en skörungur ekki meiri en títt er um atvinnulýð- ræðismenn. Traust hans á skiln- ing og skynsemi samborgara sinna verður því hvorki lagt hon- um út til lasts né lofs, því að af manni, sem á frama sinn kominn undir töldum en ekki völdum at- kvæðum, verður þess ekki með sanngirni krafizt, að hann viður- kenni að einnig í áminnztu efni hlyti stjórnsemi að verða fjölræði betri. öngþveiti í stjórn- og efnahags- málum á öllum sviðum, nokkurn veginn jafnstíga vanmætti, skræfuskap og úrræðaleysi „stjórnmálamanna" og hagspek- inga — mánnanna, sem hafa allt- af haft framfæri sitt af, og aldrei þreytzt á að telja fótgönguliði sínu trú um, að þeim væri ekkert ómáttugt í krafti vizku sinnar og lærdóms. Þótt ekkert annað kæmi til, ættu daglegar fréttir og linnulaus fróðleiksmiðlun að geta sannfært sérhvern þann, sem heyra vill og sjá og skilið getur, um að hér er ekki stafkrók ofaukið, en hins vegar margt vantalið. Enginn ætti því að heimska sig á að and- æfa þeirri staðreynd, að áhöfn og farþegar himnafarsins Jörð standa nú augliti til auglitis við stórfelldari og margslungnari örðugleika en auðveldlega verða fundin fordæmi fyrir í skráðri sögu mannkynsins. Rétt er þó að hafa hugfast, að margur vandinn er ekki nýr, og að mannkynssag- Þetta gerist m.a. á sérhverjum 24 klst.: ★ Múg- og mannkyni fjölgar um næstum 200.000 líkami, ★ í New York einni eru framdir rösklega 10.000 stórglæpir, ★ nikotinistar sjúga um 9.000.000.000 sígarettur niður í stubba, ★ kolaforðinn minnkar um 23.000.000 tonn, ★ 500 km2 skóga verða eyðilegg- ingunni að bráð, ★ 200.000.000 flöskur og dósir af Coca-Cola væta kverkarnar, ★ 20.000 flugvélar og 308.000.000 einkabíla eitra andrúmsloftið, ★ leggja 740.000 manns upp í ferðalag út fyrir heimalandið, ★ láta 700 manns lífið og 21.000 slasast í umferðarslysum, ★ kveljast yfir 4.000.000 konur og karlar í þrælabúðum sósíalism- ans, ★ láta 239 kvenmenn i Vestur- Þýzkalandi fremja fósturdráp, ★ olíuforði jarðar rýrnar um rösk 7.830.000 tonn, og umkomuleysi frjálslyndis í ábyrgðarstöðu. Þessi frjálslynd- ingur par excellence hafði þó sjálfur lýst æðstu skyldu sinni hinn 10. febrúar 1980 með þessum hógværu orðum: „Það er líka vitað að forystan í efnahagsaðgerðum og barátta gegn verðbólgu hvilir fyrst og fremst á herðum forsætisráðherra í hverri rikisstjórn. Hann verður að hafa forystu, hann verður að hafa for- göngu, hann verður að hafa hug- myndaflug og áræði til þess að tak- ast á við þessi mál.“ Víst er það rétt, að forystu- hæfileikar Gunnars Thoroddsen hafa komið sér einkar vel fyrir fjendafylkingar flokks hans um stundarsakir. Hugmyndaflugið og áræðið hefir ekki heldur verið neitt ríkisleyndarmál: 50 ára ógeðfelldur veltingur á milli búrs og eldhúss þjóðarheimilisins í leit að embættum og vegtyllum. Þjón- ustuliðið hefir talið tilburðina bera vott um metnaðargirni. Slíks var og von. Frjálslynd manneskja þekkir ekki mun á metnaði og hégómaskap. En um miðjan október árið 1982 hafði kempan með viljann, forystuhæfileikana, hugmynda- flugið og áræðið ekki spurt orð um helzta áhyggjuefni fjármála- heimsins síðan fyrir 7 árum og hinar 27 meiriháttar vandræða- ráðstefnur og fundahöld, þar sem efst á dagskrá var einmitt yfir- vofandi heimskreppa — heims- kreppa, er skall á fyrir 4 árum og fer síharðnandi. Og hún getur ekki annað en farið síharðnandi. Þegar er ljóst, að kreppan mikla, sem svo hefir verið nefnd og skall á árið 1929, amun sýnast barnaleikur í sam- anburði við vinstrikreppuna. Eiginlega er hún varla hafin. Skuldafjöll óreiðuríkja nýfrels- isheimsins og draumóraríkja hagvaxtadellunnar hanga enn uppi. Einhver þekktasti og skarp- skyggnasti gagnrýnandi á sviði efnahagsmála, sem nú — og lengi undanfarið — lætur til sin taka á Vesturlöndum, dr. Paul C. Mart- in, reiknast svo til í nýútkominni bók sinni, „Wann kommt der Staatsbankrott“,(Múnchen 1983), að á árinu 1983 falli jafn- virði DM 250.000.000.000 afborg- ana og vaxta af ríkjaskuldum i Heimskreppa lýðræðissósíalismans Ur hagsæld Afrek á aðeins Undir helgiskriðum í harmagrát 24 klst. skuldafjallsins Gleymd gildi, vanrækt gæði Á fáum sviðum, ef nokkrum, hefir blind trú á jafnvægishæfni hins óbeyzlaða framtaks hlotið lélegri vitnisburð en þann, sem jafnvægisleysi náttúrunnar ber með sér af þess völdum: Gróðurlendi breytist í urðir, sanda og eyðimerkur; stöðuvðtn verða vilpur, lífkeðjur rofna, skrúðgarðar hverfa undi bíla- stæði, loftið fyllist eiturþykkn- um, drykkjarvatnið verður heilsuspillandi og fjórðungur allra dýra- og jurtategunda er í útrýmingarhættu. Auðlegð lífrík- isins hefir því síður en svo verið varðveitt, því síður ávöxtuð, held- ur hefir henni verið fórnað með svívirðilegum hætti í þágu „kjarabóta". Að náttúran væri yf- irleitt gæði og gildi í sjálfri sér, sem þarfnaðist verndar, það er óneitanlega síðförull sannieikur, sem ekki náði upp á yfirborðið fyrr en skorturinn tók í taumana og skarnið að torvelda umferð og andardrátt. Samtímis magnast an getur kennt okkur heilmargt um, hvernig við honum skuli brugðizt, en þó einkum, hvernig ekki skuli að úrlausnum staðið. Heimsslitavoðinn felst því ekki nema að tiltölulega litlu leyti í þeim efnum. Hann er fólginn í þeim, sem eru fordæmalaus. Stóriðjusemi Skráðri sögu hættir gjarnan til að hlaupa um of yfir hið hvers- dagslega, sem þó er þess virði að tekið sé vel eftir; aðallega vegna þess, að af dagsnertum má oft draga nytsamlega lærdóma, er vakið gætu til umhugsunar, kannski hresst ofurlítið upp á blundandi heilasellur. Annað mál er siðan það, hvort við viljum eitthvað læra, hvort við þorum að horfast í augu við okkur sjálf, hvort við getum þá yíirleitt nokk- uð lært. Ekki ber ég á móti því, að ugg- ur af þessu tagi sé í meira lagi kaldranalegur. Hann er þó ekki ástæðulaus, heldur rekur hann rætur í fáein brot úr dagbók Jarðar, sem ná yfir einhvern sól- arhring líðandi tíma. ★ ríkisskuldir hækka um $700.000.000 vegna vanskila- vaxta. Ábyggilegar heimildir um skarn-, skólp- og sorp-magn eða daglegt tjón af þess völdum hefi ég ekki í svipinn, enda ætti ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því: Heimsmálamaðurinn Þórarinn Þórarinsson hefir birt vísinda- lega útreikninga frá gagnmerk- um Sþ-kontór í Kaupmannahöfn yfir „gróðann" af slíkri fram- leiðslu (sbr. ríkissjóðsblaðið „Tíminn" í nóvember sl.) Úr peningaheiminum Núverandi forsætisráðherra ís- lands, sem framsóknarmenn þeir, er ritstýra Svarthöfðablaðinu og flenna sig óspart yfir opnur þess, ávallt nefna „hinn mikli sjarmör íslenzkra stjórnmála" (ha-hal), lét þess getið i „stefnuræðu" sinni á fundi þinglaunamanna í haust- byrjun, að „um áramótin 1981/1982 grunaði engan að kreppa væri í aðsigi". Naumast er völ á traustari vitnisburði um aumkvunarvert gjalddaga. „Þar sem vangreiddir vextir og afborganir þyngja skuldabyrðina, verður afleiðingin stigmögnunarvítahringur, er ber eigin endalok í sjálfum sér,“ segir hann. Afleiðingarnar af gegndarlaus- um fjáraustri Vesturlanda í óseðjandi ölmusuríki sósíalism- ans birtust fyrir alvöru í mynd ríkisgjaldþrota fyrir 2 árum, en í raun telst ríki gjaldþrota, þegar því verður um megn að standa við ríkisréttarlegar fjárskuldbind- ingar sínar, þó að ríkisgjaldþroti sé ekki lýst yfir opinberlega. Síðan hefir ríkisgjaldþrotum fjölgað, eða þannig: Árið 1980 urðu 6 ríki gjald- þrota, árið 1981 urðu 14 ríki gjaldþrota, árið 1982 per 15. ágúst varð 21 ríki gjaldþrota. Áframhald og afleiðingar má auðveldlega gera sér í hugarlund: Ráðdeildarfólk á Vesturlöndum mun líða og þjást vegna afglapa „stjórnmálamanna", sem standa föstum fótum óralangt ofar öllum staðreyndum — — „vegna víðsýnisins“„ að eigin sögn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.