Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1983 Mér fínnst hann gefa okkur öllum á’ann eftir Þorleif Kr. Guðlaugsson Nú er vegið að Geir Hallgríms- syni formanni Sjálfstæðisflokks- ins á marga vegu, okkar traust- asta og færasta stjórnmálamanni. Þetta vekur furðu mína, að menn úr sama flokki skuli halda uppi áróðri og dylgjum um það, að flokksforustan hafi ekki staðið í stykkinu sem stjórnarandstöðu- flokkur. Gátu þá þessir sömu menn ekki sýnt einhver tilþrif? Ég hef ekki orðið var við verulegan áróður gegn ríkisstjórninni frá sjálfstæðismönnum. Frá mínu sjónarmiði séð hefur Geir staðið í stjórnarandstöðu með drengilegum og einstæðum velvilja gagnvart sínum flokks- bræðrum í ríkisstjórninni, þetta sýnir mannkosti Geirs. Aldrei hef- ur slík aðstaða komið upp hjá neinum stjórnmálaflokki, en áróð- urinn hefur ekki látið á sér standa og afleiðingar hans. Geir Hall- grimsson hefur fallið niður í sjöunda sæti í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins. Ég tel þetta miður farið, en óhætt er að segja það, að ríkisstjórn Gunnars Thor. hefur fengið að starfa í friði fyrir flokksbræðrum hans, og hefði því getað sýnt árangur í starfi, en því miður hefur stjórnin starfað í anda Alþýðubandalagsins, svo ekki gat farið öðruvísi þar sem kommarnir eru annarsvegar og ráða mestu. Gunnar Thoroddsen heldur uppi lítilmótlegum ádeilum og brigzl- yrðum um Geir Hallgrímsson og er það ódrengilegt. Meðal annars segir Gunnar Thor., að ummæli Geirs um stjórnina, að hún sé vinstri stjórn, sé hnefahögg í andlit þeirra sjálf- stæðismanna sem starfa í ríkis- stjórninni og þeirra flokksmanna þeirra, sem stutt hafa núverandi ríkisstjórn. Skyldi þetta vera samvizkubit, sem þjáir forsætisráðherrann sem hann þorir ekki að viðurkenna? Staðreyndin er sú, að núverandi „Gunnar Thoroddsen heldur uppi lítilmótlegum ádeilum og brigzlyrðum um Geir Hallgrímsson og er það ódrengilegt. Meðal annars segir Gunnar Thor., að ummæli Geirs um stjórnina, að hún sé vinstri stjórn, sé hnefa- högg í andlit þeirra sjálf- stæðismanna sem starfa í ríkisstjórninni og þeirra flokksmanna þeirra, sem stutt hafa núverandi ríkis- stjórn. Skyldi þetta vera sam- vizkubit, sem þjáir forsæt- isráðherrann sem hann þorir ekki að viður- kenna?“ ríkisstjórn hefur einmitt starfað í anda kommúnismans, því stefnu- mið hennar hafa verið ekta vinstri stefna, allt hefur miðað að því að margfalda skatta í þágu ríkisins. Atvinnuvegir landsins hafa verið þrautpíndir til að koma einkaat- vinnurekstri fyrir kattarnef. Fyrir framsóknarmenn skiptir það engu máli, þó þeirra atvinnu- rekstur, samvinnufélaganna, sé að hrynja, þeir fylgja kommanum samt. Ég hafði talsveft álit á Gunnari Thoroddsen áður en hann tók sér það vanhugsaða verk að mynda ríkisstjórn með kommúnistum og færa þeim ótakmarkað vald, eins og neitunarvald eftir síðustu kosn- ingar. Þetta er eins og Rússar vilja hafa það, það er valdið sem gildir, ekki lýðræðið. Rétta leiðin var að lofa hinum nýja forseta okkar að spreyta sig og mynda ut- anþingsstjórn, heldur en koma flokksbræðrum sínum í þvílíkan vanda, sem gert hefur verið og stoppa þannig framgang sjálf- stæðisstefnunnar um árabil. Þetta hefði forsætisráðherrann getað séð fyrir, ef hann vill flokknum vel. Svo ég komi nú aftur að at- vinnurekstrinum, þá er það aug- ljóst, að lítill vandi er að reka fyrirtæki á vegum ríkisins, því ef eitthvað vantar á, að þau fyrir- tæki beri sig fjárhagslega, er seilst i vasa skattborgarans. Svo það er reginmunur aðstöðu miðað við einkaatvinnurekstur, þar verða menn að einbeita sér að hagkvæmni og hagsýni, annars er útilokað að hann geti gengið í samkeppni við ríkisrekin fyrir- tæki og það versta er með ríkis- rekstur, að hagkvæmni og aðhald er ekki alltaf uppá það besta og skiptir oft litlu máli hvað kostað er til, almenningur borgar. Al- menningur borgar öllum embætt- ismönnum rikisins þeirra kaup af sinum launum og öllu þjónustuliði sem safnað er að ríkisrekstrinum og nú er fólkið farið að borga sjálfu sér laun. Hvaða þvæla er nú þetta, mun einhver vilja spyrja, jú, en þetta er orðin staðreynd. Nú er verið að færa fólki jólagjafir frá ríkisstjórninni sem kallast láglaunabætur. Var það tilviljun, að daginn eftir að þetta var til- kynnt, var vín og tóbak hækkað? Þarna er nú komin ein skýring á því, að fólkið borgar þessa launa- uppbót með sköttum á ýmsan hátt. Aldrei hefur nokkur ríkis- stjórn vogað sér að sýna fólki svona mikla lítilsvirðingu, hér sést eins og á flestum öðrum svið- um, hvað kommúnisminn getur boðið fólkinu uppá, þegar hann nær tökum á efnahagslifinu. Sjálfstæðismenn í ríkisstjórninni hafa þverbrotið stefnumið flokks síns og geta varla litið kinnroða- laust til flokksbræðra sinna eftir svona vinnubrögð, en forsætisráð- herrann ber höfðinu við steininn og heldur stíft við það, að hann sé á réttri braut. Mér finnst hann gefa okkur öll- um á’ann. Mér er hrein ráðgáta hvernig Alþýðubandalaginu hefur tekist að leiða alla fylgismenn þessarar ríkisstjórnar á villigötur nær heilt kjörtimabil án þess að menn hafi rankað við sér. Með þessum stjórnarháttum er stefnt í gjaldþrot alls atvinnurekstrar í landinu og þar með atvinnuleysi. Nú fer að líða að kosningum og þá eru ýmsir alþýðubandalagsmenn að muldra hver í sínu horni að efnahagslifið sé nú í hættu statt og allir landsmenn verði að taka á sig byrðar til að afstýra hruni. Þeir lýsa ástandinu nokkuð vel og er það ömurleg mynd af verkum þeirra sjálfra. Nú eru þeir svo heiðarlegir að segja fólkinu hreint út um ástandið, af því nú fara í hönd kosningar og ætla með því að vinna sér til málsbóta, en ætlar fólkið enn að fylgja stefnu liðinna ára og kjósa þessa óheillaflokka? Ég á hér ekki við sjálfstæðismenn í ríkisstjórn, þeir tilheyra ekki Sjálfstæðisflokknum meðan þeir vinna sjónlaust og fálmandi úti á villigötum kommúnismans. Annaðhvort verða þeir að vill- ast í sínum eigin draumórum, eða fylgja Sjálfstæðisflokknum óskiptir. Nú verða allir að vera þjóðhollir og taka höndum saman um lausn málanna. Neyðarráðstafanir skal gera til nokkurra ára, segir Svav- ar Gestsson, formaður alþýðunn- ar. Þetta er ekki okkur að kenna, það er kreppuástand i heiminum og þetta er Sjálfstæðisflokknum að kenna, segir Þröstur Ólafsson í grein í Mogganum 10. des. sl. Þeir hafa hreint ekkert gert til að hjálpa okkur, má skilja. Með þessum og þvílíkum tiktúrum eru þeir að reyna að þvo af sér skít- verkin á kjörtímabilinu. Skyldi fólkið enn ekki vera farið að skilja, hvað undir sauðargærunni felst? Sannleikurinn er sá, að sjálf- stæðismenn og atvinnurekendur hafa alltaf verið að benda á, að flest af því sem stjórnarsinnar hafa framkvæmt er óraunhæft og til þess fallið að skapa enn meiri verðbólgu og spennu í efnahagslíf- inu og sýnir það sig nú, að allar þeirrar ábendingar voru réttar og nýju efnahagsaðgerðirnar verða svo sannarlega ekki til bóta. Er það til dæmis líklegt til árangurs, að hækka kaup á tveggja og þriggja mánaða fresti og taka það svo aftur daginn eftir í gengisfell- ingu, hækkuðu verðlagi og aukn- um sköttum? Þetta hefur blasað við fólkinu á kjörtímabili þessarar ríkisstjórn- ar. Við hvern kjarasamninginn af öðrum hafa sjálfstæðismenn bent á vanhugsuð vinnubrögð í samn- ingagerðum, en það hefur ekki gengið inn í þeirra haus, stjórnar- liða. Það hefur verið kvakað ljúft í eyru almennings, að allt gangi til góðs götuna fram eftir veg og að talið væri stöðugt niður, jú, það er augljóst, að allt er á niðurleið, nema verðbólgan og nú eru komm- arnir hér á góðri Ieið með að gera þjóðina að öreigalýð. Hefði nú ekki verið farsælla, eins og Geir Hallgrimsson vildi 1979, að taka þá á sig einhverjar byrðar. Aldrei hefðu þær orðið jafn- þungar og nú mun reynast ef jafn- vægi á að nást. Atvinnuútlit og hagur þjóðar- innar hefði þá verið allur annar og betri nú. í launajöfnunarmálum getur ekkert annað komið til greina en að nota hátekjuskatt til launajöfnunar. Ég tel það hafa verið vinstri menn sem komu hon- um á, því þeir sjá eftir hverri krónu sem duglegt fólk aflar sér og þvi voru þá ekki um leið sett ákvæði um það, að þessi skattur gengi til þeirra sem lægst hafa launin? Nei, það varð að taka meiri skatt af þjóðinni og láta fólk leggja laun sín inn í ríkisbáknið með sköttum og ríkið sendi svo út gjafaávísun á laun á nokkurra mánaða fresti. Þetta lítur vel út, ekki satt? Þetta getur enginn framkvæmt nema kommúnistar, þar sem þeir ráða mestu. Þeir stefna að fátækt og vesaldómi, það er því harðsnúið öfugmæli að þeir séu flokkur al- þýðunnar, heldur draga þeir úr lífsbjargarviðleitni fólksins, svo það gefst hreinlega upp og reynir heldur að notfæra sér félagskerfi þeirra út í ystu æsar, bæði löglega og ólöglega, heldur en leggja á sig sífelldan þrældóm fyrir launum, sem tekin eru aftur að meirihluta í sköttum. Það er því greinilegt, að áhrifin af stefnu Alþýðubandalagsins eru þau sömu hér og í austantjalds- löndum, brask í viðskiptum til að komast hjá skattaáþján þeirra, yf- irstéttin í ríkisrekstrinum lifir á fátæklingunum, sem enga leið hafa til þess að auðgast á kerfinu og ef þeir reyna það þarna austur frá, er þeim skipað að vinna skít- verkin og eiga sér enga von. Af þessu hafa fréttir borist austanfrá nú fyrir stuttu. Vilja íslendingar kjósa þetta yfir sig? Væri ekki rétt að sporna við þessum ósóma áður en það verður um seinan? Núverandi stjórn Báru. Ragnheiður Ólafsdóttir formað- ur fvrir miðju í fremri röð. Formenn Báru frá upphafi, að undanskilinni Björgu Thoroddsen. Sjálfstæðiskvennafélagið Bára 20 ára: Heiðursgesturinn, frú Sigríður Auðuns, fyreti formaður Báru, flytur ávarp. Fjölsótt og vel heppnuð afmælishátíð HALDIÐ var upp á 20 ára afmæli sjálfstæðiskvennafélagsins Báru á Akra- nesi hinn 2. desember sl. Ragnheiður Þórðardóttir setti hófið fyrir hönd skemmtinefndar, veislustjóri var Ragnheiður Ólafsdóttir formaður félagsins, en heiðursgestur var frú Sigríður Auðuns, fyrsti formaður félagsins. Þóra Björk Kristinsdóttir rakti sögu félagsins á afmælinu. Að- dragandinn að stofnun Báru var sá, að nokkrir ágætir sjálfstæðis- menn á Akranesi hvöttu sjálf- stæðiskonur í bænum til að mynda eigin félagsskap til að efla starf Sjálfstæðisflokksins enn frekar. Er sérstaklega í þessu sambandi að minnast Jóns heitins Árnason- ar alþingismanns. Áhugi hans var sá neisti er kveikti eldinn. Nöfn ýmissa kvenna mætti nefna sem vörðuðu veginn í upphafi, en hæst ber þó nafn frú Sigríðar Auðuns, en hún gekk hús úr húsi til að láta sjálfstæðiskonur rita nöfn sín í bók, sem nú er fundargerðarbók Báru. 106 konur gerðust stofnfé- lagar. ‘Stofnfundur félagsins var haldinn hinn 9. október 1962 á Hótel Akranesi. í fyrstu stjórn voru kosnar: Sigríður Auðuns, formaður, Erna S. Guðnadóttir, varaformaður, Anna Finnsdóttir, ritari, Fríða Proppé, gjaldkeri og Ragnheiður Þórðardóttir, með- stjórnandi. í varastjórn: Stefanía Sigurðardóttir og Inga Sv. Ing- ólfsdóttir. Bára sótti fljótt um inngöngu í Landssamband sjálfstæðiskvenna. 24. apríl 1963 sækja fyrstu full- trúar Báru fund hjá Landssam- bandinu. Mikið og margvíslegt starf hefur alltaf verið á vegum félagsins. Mikil aukning hefur verið í félaginu nú síðustu ár, og má eflaust rekja það til aukins áhuga hjá konum á almennu stjórnmálastarfi og er það vel. Formenn Báru frá upphafi eru þessar konur: 1. Sigríður Auðuns 1%2 til 1%5., 2. Ragnheiður Þórðardóttir 1965 til 1%8, 3. Jónína Finsen 1968 til 1%9, 4. Björg Thoroddsen 1969 til 1973, 5. Ragnheiður Þórðar- dóttir 1973 til 1974, 6. Þóra Björk Kristinsdóttir 1974 til 1977, 7. Guðný Jónsdóttir 1980 til 1981, 8. Ragnheiður Ólafsdóttir frá 1981. Núverandi stjórn skipa: Ragn- heiður Ólafsdóttir, formaður, Jón- ína Ingólfsdóttir ritari, Ragnheið- ur Ólafsdóttir, gjaldkeri, Rún Elva Oddsdóttir meðstjórnandi, Rannveig Sturlaugsdóttir með- stjórnandi. I afmælishófinu var ýmislegt til skemmtunar gert, og var það fjöl- sótt og skemmtu konur sér hið besta. Margar góðar kveðjur og blóm bárust til Báru, sem félags- konur þökkuðu fyrir með lófataki. Mikill baráttuhugur er í sjálf- stæðiskonum á Akranesi til að efla Sjálfstæðisflokkinn og stuðla að framgangi stefnumála hans. (Fréttatilkynning frá Báru).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.